Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982
Á Skálholtshátiðinni söng SkálholtakórÍM undir stjórn Glúms Gylfasonar.
Skálholtskirkja þétt setin og vel það, þar sem sumir stóðu.
A 3. hundrað manns
á Skálholtshátíðinni
Á SUNNUDAGINN er leið var Skálholtshátíð haldin, sú 20. í
Skáiholtskirkju. Er Skálholtshátið um Þorláksmessu á sumri.
Biskupinn yfir íslandi, Pétur Sigurgeirsson prédikaði. Sigurð-
ur Pálsson vígslubiskup, Sveinbjörn Sveinbjörnsson prófast-
ur og Guðmundur Ó. Ólafsson staðarprestur þjónuðu fyrir
altari. Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri lék á orgel. Jón
Sigurðsson og Lárus Sveinsson léku á trompeta og Jón H.
Sigurbjörnsson á flautu. Skálholtsskórinn söng undir stjórn
Glúms Gylfasonar. Byrjaði hátíðin kl. 13.30 með klukkna-
hringingu og organleik kl. 13.40. Messan hófst síðan með
skrúðgöngu presta og biskupa við lúðraþyt úr Þorlákstíðum.
Að lokinni messu var kaffi í húsakynnum Skálholtsskóla. Á 3.
hundrað manns komu á hátiðina. Nær þrír tugir presta voru
mættir, og þar á meðal nokkrir úr Félagi fyrrverandi sókn-
arpresta.
Kl. 16.30 var samkoma í kirkj-
unni. Byrjaði hún með samleik á
flautu og orgel. Þá flutti ræðu
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri á
Grund. Sagði Gísli m.a. að menn
gleymdu því gjarnan, þegar þeir
væru ungir, að þeir yrðu nokkurn
tíman gamlir. Yfirleitt væri
sama sagan. Gamla fólkið væri
fyrir hinum yngri. Almanakið
segði ekki til um það, hvenær
menn væru orðnir gamlir heldur
væri það heilsa og þróttur, sem
þær kæmi til. Á ári aldraðra, þá
þyrfti að auka það, að gamla
fólkið sæi sér sjálft farborða. En
ekki að láta fólk vera inni á hæl-
um og sjúkrahúsum. Það væri
allt of dýrt. Koma þyrfti á fót í
söfnuðum sjálfseignarstofnun-
um, þar sem gamla fólkið sæi
sem mest um sig sjálft. En með
aðstoð utanfrá vitaskuld.
Öryggisleysið væri verst fyrir
gamla fólkið. En á þessum heim-
ilum, þá gæti það haft samfélag
við hvert annað og hjálpast að.
Þessi heimili væru fámenn, og
því líkast stóru heimili. Því liði
miklu betur, ef það væri saman á
svona heimilum, sem kalla mætti
sólsetur. Kirkjan væri að vakna
og láta sig meiru skipta al-
mannaheill og margs konar fé-
lagslega þjónustu. Væri það vel á
ári aldraðra. „Ef Drottinn byggir
ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til
einskis. Það sé yfirskriftin yfir
starfsemi kirkjunnar á ári
aldraðra."
Að lokinni ræðu Gísla á
Grund, þá söng Skálholtskórinn
undir stjórn Glúms Gylfasonar.
Varð kórinn að flytja sumt aftur
vegna óska áheyrenda.
Að loknum kórsöngnum, þá las
Gylfi Jónsson, skólastjóri Skál-
holtsskóla, ritningarorð og bæn
var flutt. Sungu menn að lokum
„Son Guðs ertu með sanni“. í
framhaldi af Skálholtshátíð J)á
byrjar yfirreið biskups um Ar-
nesprófastsdæmi. Sagði Pétur
biskup það vera ánægjuefni, að
þau hjónin, ásamt syni þeirra
byrji í Skálholti yfirreið sína.
Skálholtskirkja væri ekki aðeins
sóknarkirkja heldur væri hún
þjóðarhelgidómur.
Stór útsölu-
rkaðurinn
Kjörgarði, Laugavegi 59, kjallara,
sími 28640
NÝJAR VÖRUR
BÆTAST VIÐ
DAGLEGA
t.d.
peysur — buxur — pils — skyrt-
ur — kjólar — þykkir bolir —
jakkar — úlpur — handklæöi og
margt, margt fleira.
ölumarkaðurinn
KJORGARÐI