Morgunblaðið - 28.07.1982, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.07.1982, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 + Eiginkona min, SIGURVEIG ÁSVALDSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur, 23. júli sl. Utför hennar fer fram frá Skútustaöakirkju, föstudaginn 30. júlí nk., kl. 14 00. Sigurgair Pétursson, Gautlöndum. Stjúpsonur minn, SIGURÐUR JÓNASSON frá Grjóthaimi, andaöist þann 26. júlí. Guöný Bsnsdiktsdóttir. + Maöurinn minn, HÁKON EIRÍKSSON, húsvörður, Grœnugötu 10, Akursyri, andaöist aö kvöldi 26. júlí. Marta Elín Jóhannsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓHANNES GUNNARSSON, Mslgsrðí 28, Rsykjavík, lést í Landspítalanum 25. júlí sl. Fyrir hönd vandamanna, Kriatín Karlsdóttir og börn. + Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KARL Þ. ÞORVALDSSON, andaöist aö kvöldi 25. júli. Þórhildur Karlsdóttir, Þorstsinn Sigurðsson, Karlotta Karlsdóttir, Einar Ásgsirsson, Magnea Karlsdóttir, Þorvaldur Ó. Karlsson, Erla Jónsdóttir, Magnús Karlsson, Bára Guömundsdóttir, og barnabörn. Útför + ÓSKARS MAGNÚSSONAR fré Tungunui, fyrrverandi akólastjóra, fer fram í Fossvogskirkju, fimmtudaginn 29. júlí nk., kl. 16.30. Rigmor Magnúsaon, Magnús Óskarsson, Elfn Siguróardóttir. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, JÓHANNES BJÖRGVINSSON, lögrsgluvarðstjóri, Miklubraut 84, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 29. jútí, kl. 3 e.h. Jarösett veröur frá Gufuneskirkjugaröí. Inga Jónadóttir, Sjöfn Jóhannssdóttir, Rsynir Guömundsson, og barnabörn. + Útför foreldra okkar, BJÖRN3 MAGNÚ8SONAR, og SVANHVÍTAR GUNNARSDÓTTUR, og systkina okkar, MARGRÉTAR AUDAR BJÖRNSOÓTTUR, og AXELS MAGNUSAR BJÖRNSSONAR, Faxatúni 5, Garðabœ, veröur gerð frá Fríkirkjunnl í Reykjavík, föstudaginn 30. júlí, kl. 13.30. Jarösett veröur aö Göröum, Álftanesi. Þeim sem vilja minnast hinna látnu, er bent á félög og líknarstofn- arnir. Fyrir hönd vandamanna, Gunnar Björnsson, Kristfn Björnsdóttir. Halldóra Narfadótt- ir - Minningarorð Fædd 26. júni 1897 Dáin 19. júlí 1982 í dag er Halldóra Narfadóttir, húsfreyja á Hrísateig 7, kvödd hinstu kveðju. Halldóra fæddist að Haukagili í Hvítársíðu 26. júní 1897 og varð því nýlega 85 ára. Hún var dóttir hjónanna Narfa Jónssonar og Þuríðar Jónsdóttur, sem þar voru vinnuhjú um það leyti. Fjögurra ára gamalli var henni komið til frænda síns, Jóns Pálssonar og konu hans Guðrúnar Pétursdóttur að Fljótstungu í sömu sveit, og var hún hjá þeim fram yfir fermingu. Fljótlega eftir fermingu fór hún til ömmu sinnar og afa að Elínarhöfða við Akra- nes. Á Akranesi lærði Halldóra herrafatasaum og naut vandvirkni hennar sín þar vel, en hún gerði ætíð miklar kröfur til sjálfrar sín. Rúmlega tvítug að aldri kemur hún til Reykjavíkur og vinnur þá hjá föðursystur sinni, Ástbjörgu, sem gift var Guðbjarti Ólafssyni, fyrrverandi forseta Slysavarnafé- lags íslands. Á heimili þeirra dvaldist hún í sex ár og hefir vin- átta hennar við fjölskyldu föður- systur sinnar ætíð haldist síðan, og hafa þau börn Ástbjargar og Guðbjarts ætíð sýnt Halldóru mikla ræktarsemi. Á þessu heimili kynntist Halldóra manni sínum, Hjörleifi Ólafssyni, stýrimanni sem var bróður Guðbjarts. Halldóra og Hjörleifur gengu í hjónaband 22. ágúst 1926. Þau hjónin bjuggu lengst af í Reykja- vík og rúm 40 ár á Hrísateig 7. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn og eru barnabörnin nú 17 og eitt langömmubarn bættist í hóp- inn fyrir rúmum tveim árum. Þannig hefir Halldóra skilað þjóð- inni góðum arfi, sem einnig gladdi hana marga stundina. Börnin nutu líka samvista með ömmu sinni. Svo sem nærri má geta var oft mannmargt á heimili Halldóru og Hjörleifs á Hrísateignum, en þangað fluttust þau 1941 úr Skerjafirðinum, vegna nálægðar þeirra við flugvöllinn. Oft mun vinnudagur Halldóru hafa verið langur með börnin fimm, aldraðan tengdaföður og foreldra sína, sem voru til skiptis hjá systrunum Halldóru og Veróniku. Á þessum árum voru ekki þvottavélar eða önnur nútímaþægindi til þess að létta störf húsmóðurinnar sem gjarnan fór fyrst á fætur og gekk síðust til náða. Mér, sem rita þessar línur, eru þakkir efst í huga fyrir að hafa hlotnast sú gæfa að verða um sinn samferða tengdaforeldrum mín- um, Halldóru Narfadóttur og Hjörleifi Ólafssyni. Mér fannst allur heimilisbragur þeirra vera þannig að hollt væri til fyrir- myndar að taka. Börn þeirra og tengdabörn eiga þessum hjónum því mikið að þakka að ógleymdum barnabörnurn og barnabarna- barni. Það voru gleðistundir Hall- dóru síðustu árin þegar barna- börnin komi í heimsókn til hennar og fylgdist hún ætíð vel með hvernig hverjum og einum vegn- aði, enda var hún skýr í hugsun fram til þess síðasta. Halldóra var bókhneigð, en auk þess fann hún áhugamálum sínum stað í Kvenfé- lagi Laugarnessóknar. Halldóra átti eina systur, Ver- óniku, húsfreyju á Fáskrúða- bakka, 83 ára. Með þeim systrum voru miklir kærleikar. Sérstak- lega er því ánægjulegt að alveg nýverið tókst að koma á ættar- móti að Lýsuhóli á Snæfellsnesi, þar sem báðar systurnar voru heiðursgestir og mættir voru um 80 afkomendur þeirra og tengda- börn, til móts. Halldóra naut þess- arar ferðar vestur á Snæfellsnes sérstaklega vel, þrátt fyrir háan aldur og dapra sjón. Mundi hún nöfn og afstöðu allra helstu bæja á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þakkir eru færðar þeim, sem komu þessu ættarmóti á, í tæka tíð. Halldóra og Hjörleifur voru af hinni tápmiklu aldamótakynslóð. Þessi kynslóð spurði fremur, hvað get ég gert fyrir þjóðfélagið, en hvað getur það gert fyrir mig. Þau hjónin unnu hörðum höndum, hlífðu sér aldrei, innrættu börnum sínum ást á sannleikanum, guð- rækni og góða siði. Þau gáfu þann- ig óbrotgjarna arfleifð, sem börn og tengdabörn njóta áfram, þótt að þau séu nú bæði gengin yfir landamærin miklu. Við aðstandendur þökkum fyrir það, hversu lengi við fengum að hafa Halldóru Narfadóttur á með- al okkar og minninguna um mikla móðir geymum við og biðjum þess, að henni gangi vel ferðin yfir móð- una miklu. Blessuð sé minning hennar. Jón Sveinsson í dag verður Halldóra Narfa- dóttir, húsfreyja á Hrísateig 7 í Reykjavík, kvödd hinstu kveðju frá Laugarneskirkju. Hún andað- ist á St. Jósefsspítala í Hafnar- firði eftir stutta legu hinn 19. þ.m. Með Halldóru er gengin góð og gagnmerk kona, sem mér er bæði ljúft og skylt að minnast. Halldóra var í heiminn borin hinn 26. júní 1897 á Haukagili í Hvítársíðu. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Jónsdóttir og Narfi Jónsson, bæði af góðkunn- um borgfirskum ættum. Bjuggu þau fyrst á Elínarhöfða við Ákra- nes, en síðar lengi í Grísatungu. Auk Halldóru áttu þau aðra dótt- ur, Veróniku, sem giftist Kristjáni Guðmundssyni og var lengi hús- móðir á Fáskrúðarbakka. Hall- dóra fór ung frá foreldrum sínum og tók snemma að vinna fyrir sér. Var það líka nokkuð föst venja hjá því tápmikla fólki, sem nefnt hef- ur verið aldamótakynslóðin og mest hefur lagt af mörkum til uppbyggingar þjóðfélags okkar tíma. Ung að árum yfirgaf hún Borgarfjörðinn og stundaði í nokkur ár ýmis störf í Reykjavík. Þar syðra kynntist hún Hjörleifi Ólafssyni, síðar lengi stýrimanni á varðskipinu Ægi. Var hann vest- firskur að ætt og uppruna og ann- álaður fyrir dugnað og trú- mennsku í störfum. Þau Halldóra og Hjörleifur gengu í hjónaband 22. ágúst 1926. Settust þau fyrst að á Patreks- firði, þar sem Hjörleifur stundaði sjómennsku. En tæplega tveim ár- um síðar fluttust þau til Reykja- víkur. Reistu þau sér hús suður í Skerjafirði, þar sem þau bjuggu um alllangt skeið. Með flugvallar- gerð í Skerjafirði á stríðsárunum raskaðist byggðin þar syðra veru- lega. Varð til dæmis að flytja burt hús þeirra Halldóru og Hjörleifs. Var það síðar endurreist á Hrísa- teig 7 í Laugarneshverfi. Þar áttu þau síðan heima ásamt börnum sínum um langa hríð. Svo sem nærri má geta var það löngum hlutskipti Halldóru sem sjómannskonu, að gæta ein bús og barna, þegar maður hennar var við skyldustörf sín á hafi úti. Þessu hlutverki gegndi hún líka af svo einstakri natni, samviskusemi og dugnaði að sjaldgæft má kalla. Var hún jafnan vakin og sofin með hugann við það eitt, að láta öllum líða sem best og sjá öllu vel borgið. Þeim Halldóru og Hjörleifi varð fimm barna auðið, sem öll eru uppkomin og hafa haslað sér völl á ýmsum stöðum. Börn þeirra eru í aldursröð sem hér segir: Guðrún Ólöf, gift Jóni R. Hjálmarssyni, fræðslustjóra á Suðurlandi, Jón Ástráður, rafvirkjameistari í Garðabæ, kvæntur Lilju Jónsdótt- ur, Þuriður, gift Jóni Sveinssyni, forstjóra Stálvíkur í Garðabæ, Leifur, húsasmiður í Reykjavík, og Narfi, tæknifræðingur í Kópavogi, kvæntur Gyðu Theódórsdóttur. Halldóra Narfadóttir hélt löng- um allgóðri heilsu og annaðist heimili sitt alla tíð af stakri snyrtimennsku og umhyggju. Mann sinn missti hún árið 1975 og varð hún því nokkuð einmana eftir því sem börnin hurfu að heiman. Þá háði henni líka sjóndepra síð- ustu árin. Tók hún þá að dveljast að mestu hjá börnum sínum og þá einkum dætrunum, Guðrúnu og Þuríði. Fyrir skömmu fór hún á St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði til skammrar dvalar að því er ætl- að var. En þar veiktist hún og andaðist að morgni hins 19. þ.m. Það má segja að hvíldin sé kær, þegar aldurinn er orðinn hár og vegferðin löng. En kveðjustund fylgir tregi og því er þessi góða kona kvödd með söknuði og ein- lægri þökk. Megi hún ganga í birtu og friðsæld á eilífðarvegum. Blessuð sé minning Halldóru Narfadóttur. J.R.H. Bók væntanleg eft- ir Milton Friedman ALMENNA bókafélagið og Félag frjálshyggjumanna gefa á næstunni út ritið Frelsi og framtak eða Capit- alism and Freedom eftir bandaríska hagfræðinginn og nóbelsverðlauna- hafann Milton Friedman. Er það Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem sneri bókinni á íslensku. Frelsi og framtak kom fyrst út í Bandaríkjunum 1962, en í henni ræðir Friedman um tengsl atvinnufrelsis og lýðræðis, hlut- verk ríkisins í frjálsræðisskipu- lagi og stefnuna í ríkisfjármálum og peningamálum. Bókin vakti þá þegar mikla athygli, enda kemur Friedman í henni orðum að ýms- um róttækum hugmyndum sínum um breytingar á hagskipulaginu t.d. um ávísanakerfi (voucher- kerfi) í skólum og um tekjutrygg- ingu („neikvæðan tekjuskatt.“)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.