Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Þrír af eigendunum: Gísli Guðjónsson, Addi og Þóra Sigurðardóttir, en aðrir eigendur eru Sævar Það er auðséð að þeir eru inægðir ferðamennirnir í Messanum, en þessi eru þýzk. Guöjónsson, Sif Svavarsdóttir og Guðrún Alexandersdóttir. en í vetur sagði Addi að það yrði opið eins lengi og bátarnir væru að landa,“og þá verðum við með galla, vettlinga, föðurlandið, og sitthvað fleira sem kemur sjó- mönnum vel“. Ferðamenn koma talsvert í Messann og mest er það tengt um- ferð til og frá Vestmannaeyjum og það hefur sífellt aukizt að heima- menn bregði sér í mat í Messann, sérstaklega um helgar.“Þá skella þer sér í steikurnar," sagði Addi, „en við reynum að hafa verðið hagstætt miðað við allt og allt, höfum farið millileið í þeim efn- um, milli skers og báru.“ Messinn er mjög vel búinn tækj- um sem veitingahús, eða eins og sjómaðurinn sagði, þetta eru ein þrjú tonn af eldamaskínum. Þegar blaðamenn Morgunblaðsins voru á ferð í Þorlákshöfn síðla vetrar var verið að byrja á Messanum, timb- urhúsi frá Gunnari Helgasyni í Hafnarfirði, og húsið rauk upp á mettíma af hans hálfu og síðan kom víkingasveit smiða og ann- arra tæknimanna frá Vestmanna- eyjum í bland við Þorlákshafn- armenn og það var lögð nótt við dag, til þess að unnt yrði að ýta starfsemi Messans úr vör um hvítasunnuna. Það tókst og síðan hefur fleytan skilað sæmilegu kroppi og lóðningarnar eru spenn- andi. Grein og mynd: Árni Johnsen. Sífellt lengist höfuðlína íslenzkrar verzlunar og þjónustu og fleiri taka til starfa á þeim vettvangi eftir þvi sem byggðir vaxa og sjóndeildar- hringurinn víkkar að smekk og vilja fólks. Kitt nýjasta fyrirtæki landsins sem er allt í senn veitingastofa, sjó- mannastofa, baðhús og verzlun með smávörur, er Messinn í Þorláks- höfn. Messinn er brautryðjandastað- ur í Þorlákshöfn að því leyti, að eng- in formleg veitingastofa hefur verið opin þar áður. Verzlanir í söluturna- stíl hafa að sjálfsögðu verið i þessu yngsta plássi íslands, en mötuneyti Meitilsins hefur fyrst og fremst ver- ið fyrir starfsfólk, þótt gestum og gangandi hafi ávallt verið vel tekið þar. Við heimsóttum Messann og það var góð spjallstemmning um borð eins og oft fylgir stöðum, sem eru staðsettir nálægt höfn, því það er mikilvægt fyrir slíka veitingastaði að hafa eilífðarsinfóníu hafnar- innar sem eins konar undiröldu í búskapnum. Addi Yellow, eins og hann hefur löngum verið kallaður í Eyjum, þótt hann heiti Arnþór Sigurðs- son, var að glíma við pönnurnar af mestu fimi, hvítsleginn og með rósóttan rauðan tóbaksklút um hálsinn í stað sluffu. Þetta var snemma morguns og von á fleiri kokkum og eigendum Messans til starfa í hádegistörninni. Þeir bjóða upp á alhliða mat, rétt dags- ins og þá taka þeir að sér veizlur, hafa sal fyrir 60 manns a.m.k. og sjá einnig um veizlur, þar sem þess er óskað. Þá er sérstök sjó- mannastofa í Messanum þar sem verið er að koma upp aðstöðu með spilum, tafli, sjónvarpi og fleiru, en um sinn a.m.k. er þar billjard- borð. Þessi sjómannastofa verður þannig úr garði gerð fyrir næstu vertíð, að sjómenn geti í rólegheit- um slappað þar af í friði á kvöldin eða í landlegum. Messinn er opinn frá kl. 9—22, Hyllingar yfir steikarpönnunum og viðskiptavinirnir eni f startstMu. Messinn í Þorlákshöfn. Messinn, brautryðjandi í veit- ingaþjónustu í Þorlákshöfn Egilsstaðir: Lifi í voninni um betri tíð Spjall við Benedikt Vilhjálmsson í Rafeind Á jarðhæð hússins númer 13 við Selás er ein þeirra sérverslana til húsa — sem stofnaðar hafa verið á Kgilsstöðum á undanfornum árum. I»etta er sérverslun með „radío- vörur“ hvers konar og dregur nafnið dám af því — Rafeind sf. Benedikt Vilhjálmsson er einn eig- enda og rekur fyrirtækið frá degi til dags. Rafeind sf. var stofnuð fyrir réttum 5 árum, segir Bendikt, og var megin markmiðið í upphafi fyrst og fremst að sinna viðgerð- um á sjónvarps- og útvarpstækj- um og annast uppsetningu sjón- varpsloftneta — og það hefur alltaf verið stór þáttur í starf- seminni jafnframt því sem versl- unin hefur vaxið smátt og smátt. Hvernig gengur að reka slíka sérverslun úti á landsbyggðinni? Satt best að segja lifi ég alltaf í voninni um betri tíð. Verðbólg- an segir verulega til sín í þessu sem öðru. Hér er um dýrar vörur að ræða: sjónvarpstæki, mynd- bönd, hljómflutningstæki og rafmagnsorgel. Þurfum við að liggja lengi með slíkan varning — getur það leikið okkur grátt. Fyrirtæki sem búa í túnfæti tollvörugeymslu og geta leyst vörur þaðan út nánast eftir hendinni eru mun betur sett að þessu leyti. Hvernig er álagningu háttað á þessar vörur? Hún er undir ákvæðum verð- lagsyfirvalda og lág. Hins vegar tekur ríkið sitt ríflega með að- flutningsgjöldum — og þykir mér það nokkuð önugt hvað varðar útvarps- og sjónvarps- tæki þar sem ríkið skattleggur síðan notkun þessara tækja. En við erum vitanlega með fleiri vörur á boðstólum og svo höfum við hafið myndbandaleigu. Og verslunin þraukar, held- urðu? Já, a.m.k. meðan menn halda í vonina um betri tíð og e.t.v. blóm í haga. — Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.