Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 19 Á skrifstofunni. Úlfnr er einn af þeim sem gnfst upp á að framleiða húsgögn á íslandi þegar innfutningur húsgagna var f algleymingi. „Ég reyndi lengi að þreyja þorrann og góuna. Ég átti alltaf von á að það yrði gert átak i þessum efnum. Það hefur ekki komið ennþá. MorgunblaAM/Guðjóa landi. Það var fyrsta módelið sem ég framleiddi. I framhaldi af þvi komu svefnsófar og sófasett og siðan allt mögulegt. Frá 1962 framleiddi ég því ekki neitt annað en það sem kom frá þeim í Þrándheimsfirði." En hvað kom til að þú sjómað- urinn frá Vestmannaeyjum fórst að versla með húsgögn? „Ég fór eftir auglýsingu í blaði. Vildi læra til að kunna eitthvað þegar sjómennskunni lyki. Eitt- hvað í hreinlegum og þægilegum iðnaði. Ég man ekki hvernig aug- lýsingin hljóðaði, en ég sótti um vinnu. Það var hjá Guðmundi í Víði. Eftir þrjá daga var hringt í mig og spurt hvort ég hefði áhuga fyrir húsgagnabólstrun. Ég sagði já, en réði mig samt upp á reynslu. Það tók mig ekki nema viku að ákveða að þetta vildi ég. Ég lauk námi í faginu 1955 og þá fór ég af stað.“ — 4 bílar á Kaufarhöfn — Þegar Úlfar var að byrja á viðskiptunum var fastur liður á hverju ári að fara út á land með sýnishorn af húsgögnum og stoppa á hverju krummaskuði sem var eða húsaþyrpingu, og halda sýningu á vörunni og taka við pöntunum. „Það var heilt upplifelsi," segir Úlfar. „Ég á margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Það var eiginlega á þann hátt, sem ég byrjaði í bransanum. En þetta voru erfið ferðaiög. Ægilega erfið. En þá var maður ungur og líkam- inn þoldi það. Við vorum tveir, með stóran yfirbyggðan vörubíl og keyrðum hring um landið. Gerðum það í mörg ár. Stoppuðum í sam- komuhúsum og héldum sýningar á daginn en keyrðum á nóttunni. Ég man einu sinni þegar við vorum að setja upp sýningu á Þórshöfn. Þá vorum við ekkert búnir að sofa í tæpa fjóra sólar- hringa. Það kom til okkar maður, sem vildi kaupa húsgögn í heilt hús. Ég var bara orðinn svo syfj- aður að ég gat ekki meir og bað manninn um tveggja tíma frest þar til ég skrifaði nótuna. Ég gat ekki meir og lagðist í sófa og sofn- aði. I tvo tíma akkúrat og skrifaði svo nótuna fyrir manninn. Eftir þetta fórum við félagarnir að skiptast á að sofa. Og fólk var alltaf undrandi á hvað komst í bílinn hjá okkur. Við fylltum samkomuhúsin húsgögn- um og pökkuðum þeim svo í bílinn. Ég man einu sinni sendum við fjóra kjaftfulla vörubíla af hús- gögnum á Raufarhöfn. Þá var nú hægt að selja maður." — ai. Rláskógar ÁRMULt 8 SÍML 86080 m er síöastaJo^f^JgogrL truggja sér r^bjótm'm viö _[ ÍSÍBSBr- 55« KI.8Í kvold.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.