Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 31
UM VERZLUNARMANNAHELGINA: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 3 1 Á Kirkjubæjarklaustri með Stefáni P. mjÓMSVKIT Stefáns P. verður á Kirkjubæjarklaustri föstu-, laugar- og sunnudagskvöld. Á föstudagskvöld verður ungl- ingadansleikur fyrir fermd og eldri. Kostar kr. 100 inn á þann dansleik. Á laugardagskvöldið kostar kr. 180 inn, en 150 kr. á sunnudagskvöldið. Eru þá al- mennir dansleikir, sem byrja kl. 22.00. Næg tjaldstæði eru á Kirkju- bæjarklaustri á bökkum Skaftár, og stutt í gildaskála til fæðuöflun- ar. Hljómsveit Stefáns P. Sumargleðin syngur í hjarta mér og hjarta þér SUMARGLEÐIN verður á ferðinni á fjölskylduskemmtun í Sjallanum, Akureyri, á föstudagskvöld kl. 21.00—03 og í Skjólbrekku, Mý- vatnssveit á laugardagskvöldið kl. 21.00. Á sunnudeginum verður Sumar- gleðin með fjölskylduhátíð á Laugahátíðinni kl. 14.00 og um kvöldið í Skúlagarði, Kelduhverfi, kl. 21.00. Verð inn á skemmtun sem byrjar kl. 21.00 er greitt sérstaklega, og síðan er greitt einnig sérstaklega inn á dansleik- inn, er byrjar upp úr 23.00. Að sögn Ragnars Bjarnsonar, þá er Sumargleðin búin að vera á 19 stöðum og alls staðar hefur ver- ið fullt út úr dyrum. Jöklagleði á Arnarstapa Á ARNARSTAPA á Snæfellsnesi verður Jöklagleði. I>ar verða dans- leikir föstu-, laugar- og sunnu- dagskvöld. Hljómsveitin Seðlar leikur fyrir dansi og kostar aðgöngumiðinn 180 kr. Næg tjaldstæði eru á staðnum og veitingassala á tjaldstæðinu allan daginn. Jafn- framt hefur verið sett upp ný hreinlætisaðstaða. Þórskabarett og Geimsteinn ÞÓRSKABARETT, þeir Laddi, Jöri Baldursson með í þeirri hljómsveit Jafnframt mun áhöfnin á Hala- og Júlli ásamt hinum guðdómlegu núna. stjörnunni koma fram með hljóm- gellum, verða á föstudagskvöldið í Byrjar kabarettinn kl. 21 og er sveitinni. Á sunnudeginum munu Stykkishólmi og laugardagskvöldið í til 23. Kostar inn á hann 130 fyrir þeir félagar Laddi, Jöri og Júlli Búðardal. Verður hljómsveitin fullorðna og 100 fyrir börn. En 180 vera í Atlavík ’82, í Hallorms- Geimsteinn með í förinni. Er Þórir kr. á dansleikinn, sem er til kl. 03. staðarskógi. Samhygð: Skemmtidagskrá í Þórsmörk SAMHYGÐ verður með skemmtidagskrá í Þórsmörk nú um verslunarmannahelgina. Á dagskránni verður m.a. dans, varðeldar, kvöld- vökur, lífsleikritið, stíngur og sérstök barna- dagskrá, útileikir, álfasögur, hæfileikakeppni og fleira. Gestur hátíðarinnar er Pétur Guðjónsson. Ferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni á föstu- dagskvöld kl. 20.00 og laugardags-, sunnudags- og mánudagsmorgunn kl. 8.00. 4 daga dvöl í Þórsmörk kostar fyrir fullorðna kr. 580, fyrir börn 7—15 ára 280 kr. 3 daga dvöl kostar 480 fyrir fullorðna og 240 kr. fyrir börn. 2 dagar kosta fyrir fullorðna 430 kr. en fyrir börn 215 kr. Dagsferð kostar 250 kr. fyrir fullorðna en 125 kr. fyrir börn. Afmælishátlð skáta á Úlfljótsvatni Á ÚLFLJÓTSVATNI halda skátafé- lögin í Reykjavík mót, sem verður sett um kl. 23 á föstudagskvöldið. Verður annars vegar um skáta- tjaldbúðir að ræða, þar sem „markferð" er hápunktur dags- skrárinnar. Jafnframt verða sýnd- ir dagsskrárpóstar. Hins vegar eru almennar fjölskyldubúðir. Þar verður farið í stuttar/ langar gönguferðir, fengist við flugdreka- gerð o.fl. Z\ Varðeldar verða á laugardags- og sunnudagskvöldið. Á sunnu- dagskvöldið verður glóðarsteik- ingarveizla, trúðar og poppkorn. Mótinu líkur kl. 14.30 á mánudag. Sætaferðir verða frá BSÍ í skátabúðirnar kosta 180 kr. En í fjölskyldubúðirnar kostar 70 kr. fyrir tjaldið og 20 kr. fyrir eldri en 10 ára. Gildir sá aðgangseyrir fyrir alla hátíðina. Úllen dúllen doff revmflokkurinn og hljómsveit Björgvins Halldórssonar f HÓTELI Borgarness verð- ur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld revíu-, skemmti- og dansleikir á vegum Úllen dúllen doff- flokksins og hljómsveitar Björgvins Halldórssonar. A föstudagskvöldið er revía, en enginn dansleik- ur, hefst hún kl. 21.00. Á laugardagskvölið er revíu- og dansleikur, þar sem fyrst er revía og síðan dansleikur. Byrjar einnig kl. 21. Hið sama gildir um sunnudagskvöldið. En í viðbót á sunnudeginum þá verður fjölskylduhátíð kl. 15,00. I Hóteli Borgarness eru vínveitingar og er að- gangseyrir í samræmi við það. Er hótelið nýstækkað og salur sem tekinn hefur verið í notkun verður vettvangur revíu-dans- leikjanna. „Á fundi með blaðamönnum." Lýsing llllen dúllen doff á því fyrirbæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.