Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 30
AF INNI- OG UTIHATIÐAHOLDUM 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Hér getur að líta upplýsingar um þær samkomur, sem hin ýmsu félagasamtök halda víðs vegar um landið. Eru hér til staðar upplýsingar um aðgangseyri, sætaferöir, hvenær staðir opna, hvar sé unnt að verða sér úti um viðurgerning og klukkan hvað dagskráratriöi hefjast. Laugahátíð Hérads.samband Suður-I'ingey- inga heldur hátíð á Laugum í Keykjadal. MóLsstaðurinn verður opnaður á fostudaginn. Fjölskyldu- búðir og unglingabúðir verða. Kost- ar ekkert inn á svæðið en 50 kr. kostar fyrir tjaldið, allt mótið. Verður hljómsveit Geirmundar Valtýssonar um kvöldið á dansleik í íþróttahúsi staðarins. Þar geta um 2.000 manns diskað í einu. A laugardaginn geta menn sofið út. Kl. 14—16 verður hljómsveitin Egó með tónleika og dansleik á laugardags- og sunnudagskvöld. A sunnudeginum verður Sumargleð- in með fjölskylduskemmtun kl. 14. Veitingatjald verður opið allan tímann og jafnframt verða kvik- myndasýningar í nýuppgerðum kvikmyndasal skólans. Inn á hljómleika Egó kostar 100 kr., fjölskylduskemmtun Sumar- gleðinnar kostar kr. 100, 50 kr. fyrir börn og frítt fyrir börn yngri en 8 ára, og á dansleikina kostar 180 kr. Bubbi Morthens, söngvari hljóm- sveitarinnar Egó. Útihátíðarvettvangurinn í Galtalæk. Bindindismót 1 Galtalækjarskógi UMDÆMISSTÚKAN og íslenzkir ungtemplarar gangast fyrir bind- indismóti í Galtalækjarskógi. Verður mótssvæðið opnað um há- degisbil á fostudaginn og um kvöldið verður diskótek sem diskótekið Devó sér um. Á laug- ardeginum verður Bindindisfélag ökumanna raeð góðaksturskeppni. Um kvöldið verður dansleikur, sem Alfa Beta spilar á og diskótek- ið Devó verður annars staðar. A sunnudeginum byrjar dagskráin eftir hádegi með helgistund, þar sem Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum tal- ar. Þá verður barnastund, þar sem félagar úr Garðaleikhúsinu sjá um skemmtun fyrir yngstu kynslóðina. Síðan verður barna- dansleikur, þar sem Alfa Beta spilar. Um kvöldið verður skemmti- dagskrá, sem hefst með ræðu forsætisráðherra, Gunnars Thoroddsen. Garðaleikhúsið verður með skemmtun o.fl. Síðan varðeldur og flugeldasýning. Þá er dansleikur með Alfa Beta og diskað með Devó. Aðgangseyrir er kr. 250 fyrir 12 ára og eldri. Er frítt fyrir yngri. í fyrra komu um 4.000 manns og í Galtalækjarskógi skemmta menn sér án áfengis. Hreinlætisaðstaða hefur verið bætt og vatn leitt í fjölskyldu- tjaldbúðir. Sætaferðir verða frá BSÍ á föstudagskvöld og laug- ardag. Húnavers- gleði Hljómsveitin Gautar mun leika í Húnaveri fostudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. I hléum verður diskótek. Að- gangseyrir er kr. 180 á hvern dansleik. Tjaldstæði eru í kringum Húnaver. Seldar verða veitingar á svæðinu. Hljómsveitin Upplyfting I upptöku á plötu sinni „í sumarskapi". Útihelgihald á Þingyöllum Á Þingvöllum verður helgihald með öðru sniði en verið hefur. Þar sameinast Þingvallaprestur og starfshópur úr Grensáskirkju um helgihald, sem hefst á laugardag kl. 14 með ávarpi Heimis Steinssonar Þingvallaprests. Sönghópur úr Grensáskirkju undir stjórn Þorvald- ar Halldórssonar syngur. Kl. 17:50 er tónlistardagskrá raeð sama sönghópi. Kl. 20:30 er almenn sam- koma. Verður fjölbreytt dagskrá og mun Örn Jónsson, djákni, tala þar. Á sunnudaginn verður k'.. 10 samvera, söngur og Biblíufræðsla. Kl. 14 verður messa með altaris- göngu. Verður ný tónlist notuð í messunni í stað hefðbundinna sálma. Verður þessi tónlist af létt- ara taginu. Heimir Þingvalla- prestur talar. Þessar samkomur verða á Leirunum við þjónustu- miðstöðina. Borgarfjarðargleði með Upplyftingu Borgarfjarðargleði verður föstu- dagskvöld í Brun Bæjarsveit, laug- ardag- og sunnudagskvöld í Loga- landi, Reykholtsdal. Byrja dansleik- ir kl. 22.00 Á Borgarfjarðargleði leikur hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi öll kvöldin. Sætaferðir eru með Sæmundi öll kvöldin frá BSÍ, Akranesi, Borgarnesi, hestamót- inu í Faxaborg á Hvítárbökkum og Húsafelli. Eru tjaldstæði í Húsa- felli opin fyrir almenning, og geta þeir, sem vilja fara á Borgarfjarð- argleðina tjaldað þar, og komizt með sætaferðum á dansleikina þaðan. Húsafellsmótin hættu sumarið ’76 og tók Borgarfjarð- argleðin við af þeim. Það er Ungmennasamband Borgarfjarð- ar, sem stendur fyrir Borgarfjarð- argleðinni. Aðgangseyrir er 180 kr. Atlavík ’82 Um verzlunarmannahelgina held- ur IJÍA útisamkomu í Atlavik í Hall- ormsstaðarskógi. Yfirskrift hátíðar- innar er „Atlavík ’82“. Hefst hún kl. 20:00 á fóstudagskvöld með tónleik- um Þursanna. Dansað verður á tveimur danspöllum öll kvöldin og munu Stuðmenn, Grýlurnar og Trió Þorvaldar sjá um að fólk Á öllum aldri skemmti sér. Á laugardag kl. 15 hefst íþróttadagskrá með þátt- töku samkomugesta. KI. 17 hefst síðan hljómsveit- arkeppni, undanúrslit, og verður þar keppt um titilinn „Hljómsveit ársins 198ST. AUÓT- sveitir víða af landinu hafa skráð sig til þátttöku í keppninni. Á miðnætti verður gert stutt hlé á dansleikjum og tendraður varð- eldur og flugeldum skotið á loft. Á sunnudag kl. 14 verður há- tíðadagskrá, þar sem fram koma m.a. Ágúst ísfjörð sjónhverfinga- maður, Lafmóður Skokkan, Laddi, Baldur og Konni og Þórskaba- rettstríóið Laddi, Jöri og Júlli. Kl. 18:00 verða síðan úrslit í hljóm- sveitakeppninni. Hátíðinni lýkur að loknum dansleikjum aðfaranótt mánudagsins. Aðgangseyrir er kr. m Start í Félags- garði Kjós Ungmennasamband Kjalar- nesþings verður með dansleiki fostudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld i Félagsgarði í Kjósar- sýslu. Verða þeir frá kl. 21.00—03.00 öll kvöldin. Hljómsveitin Start verður aðalhljómsveitin en jafn- framt mun hljómsveitin Pass úr Mosfellssveit leika fyrir dansi. Tjaldstæði eru við félagsheim- ilið og útivistarsvæði. Sætaferð- ir verða frá BSÍ, Þingvöllum og Laugarvatni. Aðgangseyrir er kr. 170.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.