Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982
Anna Cronin:
„Besta gjöfín sem ég fæ, er
að sjúklingnum líði vel“
I»eir eru ófáir íslendingarnir sem þekkja Önnu Cronin og
mann hennar, James Cronin. I»au hjón hafa tekió á móti
mörgum íslendingum sem þurft hafa að fara utan til Eng-
lands til lækninga. Anna heimsækir ísland aö öllu jöfnu einu
sinni á ári og hefur gert síöan 1964. Hún kom í sína árlegu
heimsókn til landsins þann 31. júlí sl. Dag einn í vikunni
haföi ég samband við Önnu og spuröi hana hvort ég mætti
ekki hitta hana aó máli. I»að var auösótt þó á hinn bóginn
segðist Anna frekar vilja vera án þess aö ræöa viö fjölmiðla,
því aö starf sitt vildi hún frekar vinna í kyrrþey. I»egar ég
kom til Hafnarfjaróar, þar sem Anna og maöur hennar
dvöldu hjá dóttur sinni, Jakobínu, tók á móti mér lágvaxin
kyrrlát kona og bauö mér aö drekka kvöldkaffi með fjöl-
skyldunni. Maóur Jakobínu var ekki viðstaddur, þar sem
hann dvelur um þessar mundir á sjúkrahúsi í London.
Þegar ég hafði fengið kaffibolla,
byrjaði ég á að spyrja Önnu um
aidur hennar og uppruna.
„Ég er fædd 7. apríl 1924 í
Reykjavík ok ólst upp í miðborg-
inni. Móðir mín, Bjarnfríður, and-
aðist þegar ég var þriggja vikna
gömul og þá bað faðir minr., Jakob
Sigurðsson, þau sæmdarhjón,
Jakobínu Jónasdóttur, og mann
hennar Jóhann Arason, að annast
uppeldi mitt. Eins og flest börn á
þeim tíma gekk ég í Austurbæjar-
barnaskólann og lauk þaðan ungl-
ingaprófi. Eftir það fór ég út á
vinnumarkaðinn og vann þá vinnu
sem til féli. Stríðið skall á og eins
og hjá svo mörgum öðrum breytti
það miklu um framvindu lífs míns
þegar Island var hernumið, því
einn af hermönnunum sem kom
hingað varð síðar eiginmaður
minn.
— Hvernig kynntistu James?
Anna brosir og segist ekki muna
það, en maður hennar grípur fram
í, segist muna það glöggt.
„Ég kom hingað til iands 1941,
skömmu síðar brá ég mér á dans-
leik á Hótel Borg og þar sá ég
Önnu, mér leist strax vel á hana
og bauð henni upp, en hún sagði
nei. Svona gekk þetta á hverju
balli sem ég sá hana á í þrjá mán-
uði, hún sagði alltaf nei þegar ég
bauð henni upp. Þá hugkvæmdist
mér að bjóða henni út að borða á
„Fish and Chips“ og það þáði hún.
Kvöldið gekk eins og í sögu og eft-
ir þetta hef ég ekki sleppt af henni
hendinni.
Haldin heimþrá
fyrstu árin
Anna heldur áfram að segja
mér frá ævi sinni: „Fyrstu bú-
skaaparárin bjuggum við hjónin á
Laugaveginum. Þar fæddist elsta
dóttirin, Jakobína, árið 1943. Árið
eftir giftum við James okkur í Ka-
þólsku kirkjunni og 1945 fæddist
okkur dóttirin Jóhanna. Stríðinu
lauk og maðurinn minn losnaði úr
herþjónustu og fór að vinna í
Kassagerðinni. Árið 1950 afréðum
við svo að flytja alfarin til Eng-
lands og settumst að nálægt mið-
borg London."
— Var ekki mikil breyting að
flytja til London frá Reykjavík?
„Jú, það var það, þetta var svo
stuttu eftir stríð. Ég skildi stelp-
urnar eftir heima en tók með mér
soninn John, sem þá var tveggja
ára. Þegar við komum út var
London í rúst eftir stríðið og mik-
ið átti eftir að byggja upp. Fyrstu
árin var ég líka haldin mikilii
heimþrá. En börnunum fjölgaði,
strákarnir Benedikt og Erling
fæddust ’51 og ’52 og svo fæddust
George og Philip '57 og ’59. Þegar
yngsti strákurinn var 5 ára fór ég
að vinna úti, í skólaeldhúsi, í sama
skóla og strákarnir sóttu. Þetta er
mikið þægilegra úti en hérna
heima, því þá læra krakkarnir allt
í skólanum og eru búin kl. 4. Um
svipað leyti var ég einnig búin að
vinna, svo fjölskyldan gat safnast
saman í eftirmiðdaginn. Síðan við
fluttum út hafa alltaf komið
margir íslendingar í heimsókn og
það hefur stytt mér stundirnar."
— Hvenær byrjaðir þú að taka á
móti sjúklingum frá Islandi sem
komu út til lækninga?
„Það eru 15 ár síðan. Fyrsti
sjúklingurinn sem ég tók á móti
var 6 mánaða stúlka úr Hafnar-
firði. Hún heitir Dagrún og kom
utan með móður sinni. Það var
vinkona mín, Guðrún Magnúsdótt-
ir í Hafnarfirði, sem bað mig að
taka á móti Dagrúnu og móður
hennar. Dagrún var með hjarta-
galla sem tókst að gera við. í dag
er hún 16 ára og ég veit ekki annað
en hún sé við bestu heilsu.
Næsti sjúklingur sem ég heim-
sótti var kona frá Akureyri.
Strákarnir mínir voru að bera út
blöð á Hammersmith-sjúkrahúsið,
þegar þeir rákust á konuna sem
var að gráta. Þeir sáu að hún var
frá íslandi því á borðinu hjá henni
lá sukkulaðipakki og Morgunblað-
ið. Þeir fóru að tala við hana og
báðu hana að vera ekki að gráta
því hún mamma myndi koma og
hugga hana. Konuna, sem hét
Margrét, heimsótti ég á hverjum
degi í þrjár vikur. Því fólki sem ég
heimsótti og liðsinnti fjölgaði svo
smám saman. Fólk frétti að það
byggi kona af íslenskum ættum í
London og setti sig í samband við
mig, annaðhvort eftir ábendingum
fólks, sem ég hafði áður liðsinnt,
eða eftir ábendingum ættingja og
vina heima."
— Hvenær byrjaðir þú að taka
skipulega á móti sjúklingum sem
komu til London?
„Það var árið 1974, þá réði mig
til þessa starfs heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið. Síðar
hætti það með þessa þjónustu og
Tryggingastofnun ríkisins tók
við.“
— Hvað gerir þú fyrir þessa
sjúklinga sem koma út?
„Ég fer út á flugvöll og næ í
sjúklinginn og aðstandendur hans
og fer með fólkið inn í borgina. Ég
kem aðstandendum fyrir á hóteli
nálægt sjúkrahúsi viðkomandi
sjúklings, en sjúklinginn fer ég
með á það sjúkrahús sem honum
er ætlað að dvelja á. Bóka hann
inn og hjálpa honum að tala við
lækna ef hann getur ekki gert sig
skiljanlegan á ensku. Svo heim-
sæki ég sjúklinginn reglulega og
fylgist með öllum hans þörfum."
Jóhanna dóttir Önnu blandar
sér í samræðurnar og segir að það
sé mun meira, sem móðir sín geri
fyrir þetta fólk. Hún taki sjúkl-
inga og aðstandendur þeirra
gjarnan inn á heimili sitt. Færi
fólki mat og kaffi upp á sjúkrahús
og reyni að hlúa sem best að öll-
um. Hún segir ennfremur að það
hafi þurft samstillta fjölskyldu til
að umbera allan þann gestagang
sem hafi verið á heimilinu. Móðir
sín hefði aldrei getað staðið ein í
þessu starfi og við það hafi hún
notið stuðnings allrar fjölskyld-
unnar og ekki síst föður þeirra.
Jakobína segist muna eftir því
að það hafi verið 11 manns í gist-
ingu sömu nóttina á heimilinu. Þá
hafi verið að skella á verkfall
flugmanna hér heima og allir drif-
ið sig út. Þau hjónin hafi gengið úr
rúmi fyrir gestunum og sofið í
eldhúsinu, undir matarborðinu.
En það sé ekkert nýtt að þau gangi
úr rúmi fyrir fólki, það hafi oft
liðið margir mánuðir án þess að
þau hafi sofið í sínum eigin rúm-
um.
Öllum líði sem best
Anna blandar sér aftur í sam-
ræðurnar og segir að það sé nauð-
synlegt að öllum líði sem best.
„Það er til dæmis nauðsynlegt að
heimsækja þá sem liggja á sjúkra-
húsunum og útskýra hvernig að-
gerðin komi til með að ganga fyrir
sig. Ég segi fólki að ég komi til
þess sama dag og aðgerð er gerð
upp á gjörgæsludeild, um leið út-
skýri ég fyrir fólki að það megi
ekki reyna að svara mér þegar ég
tala til þess, heldur eigi það að
reyna að hreyfa tærnar. Um leið
og ég sjái að það geti það, viti ég
að það sé allt í lagi. Éins finnst
mér nauðsynlegt að dreifa huga
aðstandenda meðan þeirra nán-
asti er í aðgerð, til þess eru versl-
unarferðir og bæjarrölt mjög
heppilegt.
Varðandi það að ég taki fólk inn
á heimilið ér vitleysa. Áður fyrr
var það oft nauðsynlegt því að fólk
borgaði sjálft sjúkrahúsdvölina og
ferðirnar út en núna þegar Trygg-
ingarnar sjá um þá hlið málsins
horfir þetta öðruvísi við, núna tek
ég bara á móti ættingjum og nán-
um vinum."
James maður Önnu segir mér að
Anna sé á fartinni allan daginn,
annaðhvort að ná í fólk út á flug-
völl eða í heimsóknum. Hún heim-
sæki alla sjúklinga sem hún sjái
um á hverjum degi og sé stöðugt
Jakobína og Jóhanna, dætur önnu, fjærst er hún sjálf að heilsa góðum kunningja.