Morgunblaðið - 15.08.1982, Page 29

Morgunblaðið - 15.08.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 29 Guðfinna Margrét Einarsdóttir (Gróf) Hafnarfirði — Minning Fædd 10. nóvember 1888 Dáin 5. júlí 1982 Á morgun, mánudaginn 16. ág- úst, verður til moldar borin heið- urskonan Guðfinna Einarsdóttir, til heimilis að Öldugötu 4 (Gróf), Hafnarfirði. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni þar í bæ. Þegar minnst er á Guðfinnu Einarsdóttur er að sjálfsögðu af mörgu að taka, svo löng varð ævi hennar. En hér verður aðeins stiklað á stóru. Guðfinna var fædd í Haukshús- um á Álftanesi 10. nóvember 1888, dóttir hjónanna Einars Isaksson- ar og Halldóru Jónsdóttur. Hún átti tvær systur sem eru látnar. Hún missti móður sína ung og ólst eftir það upp hjá föður sínum á Álftanesi og seinni konu hans, Guðnýju Þorsteinsdóttur, hálf- systur fyrri konunnar, til 12 ára aldurs. Þá fluttist hún til Hafnar- fjarðar, var þar nokkur ár, en réð- ist síðar vinnukona að Haukholt- um í Hrunamannahreppi. I Haukholtum var vinnumaður samtíða Guðfinnu, Jón Jónsson að nafni. Hann hafði flust innan fermingar austur í Hrunamanna- hrepp og alist þar upp í Gróf (Skollagróf) og var jafnan kennd- ur við þann bæ og nefndur Jón í Gróf eða Jón frá Gróf. Fylgdi það kenningarnafn honum meðan hann lifði og raunar enn munn- tamt eldri Hafnfirðingum þegar þeir minnast á fólk hans. Jón og Guðfinna felldu hugi saman og giftust árið 1911. Til Hafnarfjarðar fluttust þau 1913, þá frá Reykjavík, og byggðu lítið hús sem síðan var kallað Gróf. Það var hlaðið úr tilhöggnu grjóti úr Hamrinum. Það var dálítill kjallari og loft yfir, þar sem var smástofa, lítið herbergi oggangur. En fjölskyldan varð brátt svo stór, að flytja varð eldhúsið niður svo svefnpláss væri fyrir allan hópinn. Eldhúsið var iítið því í kjallaran- um var kolageymsla auk geymslu fyrir annað J>að sem til heimilis- halds þarf. I eldhúsinu var renn- andi vatn en enginn vaskur og bera varð allt skólp út. Jón og Guðfinna eignuðust 13 börn sem öll eru á lífi nema eitt sem þau misstu á fyrsta ári. Jón stundaði jafnan sjó- mennsku, fyrst lengi á skútum en síðan á togurum og þótti góður sjómaður og vel hlutgengur til allra verka. Árið 1922 eða ’23 verður Jón fyrir því áfalli að hrapa niður úr mastri á skipi niður á dekk eða jafnvei alla leið niður í lest og slasast hræðilega, hryggbrotnar og líkaminn lemstrast meira og minna. Tveimur eða þremur árum síðar fótbrotnar hann illa og mátti teljast óvinnufær til ævi- loka en hann lést árið 1936, liðlega 57 ára að aldri. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um hversu mikið verk og erfitt hefur verið að koma þessum stóra barnahópi til manns og hversu mjög það hlýtur að hafa hvílt á húsmóðurinni. Húsbóndinn var mikinn hluta árs fjarverandi vegna vinnu sinnar, auk þeirra áfalla er hann varð fyrir. Þætti margri nútímakonunni ærinn lífsstarfi að fæða af sér 13 börn á liðlega 20 árum, þrátt fyrir öll þau tæki og húsakost sem nú tíðkast. Ungt fólk á trúlega erfitt með að gera sér grein fyrir þeim hallæris- og krepputímum sem voru þegar börn Guðfinnu og Jóns ólust upp. Fór ekki milli mála að Guðfinna var dugleg og myndarleg húsmóð- ir. Hún hafði góða lund og miklaði ekki fyrir sér erfiðleikana. Hún tók öllu æðrulaust og kvartaði ekki. Fleiri áttu ath varf í Gróf en þau Grófarsystkin. í hópinn bættust oft fjórir ærslabelgir, sá er þetta ritar, bræðurnir Stjáni og Lalli Gamalíelssynir og Pétur Oskars- son, sem er nýlátinn, en við vorum óaðskiljanlegir vinir elsta bróður- ins og Litla-Gróf var okkar annað heimili. Aldrei amaðist húsmóðir- in við okkur þótt þröngt væri setið og ærslin gengju máski úr hófi. Þess má geta að elstu börnin urðu heimilinu skjótt til mikillar hjálpar, bæði við gæslu yngri systkina og elsti bróðirinn til að- fanga að heimilinu og svo auðvitað koil af kolli með vinnu sinni í fiski og fleiru. Árið 1929 verða kaflaskipti í lífi fjölskyldunnar í Gróf, ráðist er í byggingu nýs húss að Öldugötu 4 (Stóra-Gróf). Allir sem vettlingi Kristín Jóhanns- dóttir — Fædd 18. ágúst 1896 Dáin 4. júní 1982 Elsku amma, Kristín Jóhann- esdóttir, er dáin. Erfitt er að gera sér grein fyrir því að hún sé horfin yfir móðuna miklu. Þó að aldurinn hafi verið orðinn hár, var amma alltaf svo frísk og lifandi, og fylgdist vel með öllu, hvort sem það voru börnin, barna- börnin eða barnabarnabörnin. Amma var fædd í Þverdal í Að- alvík, foreldrar hennar voru hjón- in Sigríður Borgarsdóttir og Jó- hann Jóhannsson. Hún var næst- elst af fjórum systkinum, og eru þau Salóme, búsett á Seltjarnar- nesi, Hermann og Ragnheiður, búsett í Reykjavík. Með foreldrum sínum fluttust þau ung að árum í Hnífsdal, en þaðan lá leið þeirra til ísafjarðar þar sem amma bjó alla tíð. Amma var gift Bjarna Hans- syni, afa mínum, sem var stýri- maður og skipstjóri á Samvinnu- félagsbátunum, en síðastliðin 24 ár hefur afi verið aðstoðarmaður á Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar. Sambúð þeirra varði í 55 ár, og fóru þau mikið saman, í kirkju, á samkomur og í ferðalög, m.a. fóru þau einu sinni til Danmerkur. Amma var fyrirmyndar hús- móðir, og alltaf var gott að koma á Engjaveginn til ömmu og afa. Minning Síðustu árin sat amma mikið við að hekla og undruðust allir hvað hún afkastaði miklu, en dúk- ar og margt fleira eru örugglega til hjá öllum hennar ættingjum. Afkomendur ömmu eru orðnir um hundrað manns. Amma eignaðist 8 börn og þau eru: Jóhann, Páll, Guðrún og Guð- mundur tvíburar, Hákon og Her- mann (látinn) tvíburar og Oddur og Kristín tvíburar. Nú þegar amma er öll langar mig til að votta henni virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún var mér, systkinum mínum og móður. Elsku afi, þú sem verður að horfa á eftir lífsförunaut þínum. Megi guð blessa þig og veita þér styrk. Blessuð sé minning ömmu. „Nú til þín, Faðir flý ég á róAurhjartad kný ég um aA.stoð bid ég þig. Æ, vert með mér í verki. gátu valdið hjálpuðust við að grafa grunn að nýja húsinu og brátt var risin höll miðað við gömlu Gróf. Nokkru áður bættist Grófar- fjölskyldunni nýr meðlimur, Sveinbjörn Sveinsson, unnusti og síðar eiginmaður Halldóru, elsta barns hjónanna. Sveinbjörn hafði með sér orgel og nú var tekið til óspilltra málanna, leikið á orgel og sungið. Þegar börnin voru kom- in upp, var myndaður heill kór, „Grófarkórinn", sem enn er við lýði. Má mikið vera að hliðstæða finnist, að svo mörg systkin myndi blandaðan kór með fágætlega góð- um röddum, en það var mesti unaður Guðfinnu að hlusta á fagr- an söng. Einhverju sinni hafði Guðfinna verið í vist hjá Ögmundi Sigurðs- syni skólastjóra Flensborgarskóla og hafði hann þá spurt hana: „Ef þér gæfist tækifæri til að læra, hvað kysirðu þér helst?“ Svarið kom fljótt hjá Guðfinnu — „söng“. Þegar Fríkirkjan var reist í Hafnarfirði urðu þau Guðfinna og Jón brátt meðlimir safnaðarins. Prestur þar var sr. Ólafur Ólafs- son. Eitt sinn sem oftar þurftu þau að láta skíra, og er Jón tekur upp budduna og ætlar að greiða presti, bandar sr. Ólafur frá sér með hendinni og segir: „Þú átt fleiri munna en krónur, Jón minn,“ mál- ið var þar með útrætt. Guðfinna var meðal stofnenda verkakvennafélagsins „Framtíðin" í Hafnarfirði árið 1925. Hún var einnig meðal stofnenda kvenfélags Alþýðuflokksins hér í bæ 1937 og félagi í stúkunni Daníelsher nr. 4. í þessum samtökum öllum lét hún aldrei mikið á sér bera, en hún var traustur liðsmaður. Það var alltaf hægt að reiða sig á hana Guðfinnu í Gróf. Börn Guðfinnu og Jóns frá Gróf eru þessi í réttri aldursröð: Halldóra, fædd 1909, Aðalheið- ur, 1911, Guðrún, 1912, Ágúst Ottó, 1914, Svanhvít, 1915, Mar- grét, 1918, Sigrún, 1920, Björgvin, 1921, Jón, látinn 1923, Jón Ragnar, 1923, Valgerður, 1925, Aðalsteinn, 1928, Sigursteinn, 1931. Öll börn GUðfinnu og Jóns eru búsett í Hafnarfirði utan Aðal- steinn, en hann er forstjóri Efna- verksmiðjunnar Sjafnar á Akur- eyri. Þau elstu eru komin yfir sjö- tugt og eru enn starfandi í Hafn- arfirði. Hefur þetta fólk komið víða við í uppbyggingu bæjarfé- lagsins, og eru og hafa verið dug- andi og góðir borgarar. ég veil þinn armur sterki i stríAi Ur.sin.s styöur mig. Kn verði, (;uð þinn vilji þó veg þinn ei ég skilji ég fús hann fara vil. I»ó böl og stríð mig beygi hann brugðist getur eigi hann leiðir sa'lulandsins 111.“ (Sálmur.) Auður Erla Afkomendur Guðfinnu og Jóns munu nú vera um eða yfir 130. Við kveðjum Guðfinnu í Gróf. Hún var ein af þessum konum sem helgaði líf sitt heimili sínu og börnum og stóð ávallt upprétt þó þröngt væri í búi. Hennar starf var í þágu lífs- ins. Sveinn Viggó Stefánsson Á morgun, mánudaginn 16. ág- úst, verður amma okkar, Guðfinna Einarsdóttir, kvödd frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði. Okkur er ljúft að minnast hennar nú, sem sam- einingartákns stórrar fjölskyldu, því í dag eru afkomendur hennar liðlega hundrað og flestir búsettir í Hafnarfirði. Amma giftist afa okkar, Jóni Jónssyni frá Gróf í Hrunamanna- hreppi, árið 1911. Þau stofnuðu heimili í Hafnarfirði. Þeim var 13 barna auðið og eru 12 þeirra á lífi. Afi stundaði sjómennsku, lengst af á skútum. Hann andaðist árið 1936 þá 57 ára. Ekki þarf að lýsa með orðum, dugnaði þeim og for- sjálni er amma sýndi við að koma svo mörgum börnum til manns, eftir fráfall hans. Á þessum árum var lífsbaráttan hörð, en elstu börnin fóru fljótt að vinna heimil- inu vel. Samheldni systkinanna hefur verið einstök í gegnum árin. Til marks um það má nefna að haldin eru þorrablót, jólatrésskemmtanir og farin eru „ættarferðalög" á hverju ári. Okkur eru ógleymanlegar þær stundir, þegar komið var saman í „Grófinni". Þar var oft glatt á hjalla og söngurinn ávallt í háveg- um hafður. Amma sat þá ævinlega í miðjum hópnum og söng með, en oftast var endað á ljóðinu, sem henni var kærast, „Til austur- heims vil ég halda", en það var einnig eftirlætisljóð afa. Örlæti ömmu var einstakt og gott að sækja hana heim. Ætíð átti hún eitthvað í pokahorninu til að gleðja Htil hjörtu og mjúku pakkarnir hennar komu sér alltaf vel. í þeim voru oftast þarfir hlut- ir, eins og vettlingar eða hosur sem yljuðu litlum höndum og fót- um. Það voru líka fleiri en við barnabörnin sem fengum notið þessa, þótt gefið væri af litlum efnum, því börnin í nánasta um- hverfi ömmu fengu oft notið gjafmildis hennar á ýmsan hátt. Að öllum öðrum ólöstuðum, vilj- um við færa Svönu, föðursystur okkar, sérstakar þakkir fyrir um- hyggju þá og alúð, sem hún sýndi ömmu alla tíð á meðan hún lifði. Eitt sinn skal hver deyja. Við biðjum ömmu blessunar, þakklát- um huga fyrir alla þá ástúð, og hlýju sem hún veitti okkur og börnum okkar. Guð veri með henni. Jonný og Stebbi + Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir, amma, langamma, og langa- Jangamma, GUÐFINNA MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Öldugötu 4, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Frikirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 16. ágúst, kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. f Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ODDGEIR EINARSSON. fv. strætisvagnabílstjórí, Lindargötu 40, Reykjavfk, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 17. ágúst, kl. 13.30. Kamela Petersen, Ágúst Þór Oddgeirsson, Erna Thorstensen, Einar Oddgeirsson, Kristín Sveinsdóttir, og barnabörn. + Utför eiginmanns míns og fööur okkar, HELGA ÁGÚSTSSONAR, sem lóst sunnudaginn 8. ágúst, í Fjóröungssjúkrahúsinu Akureyri, fer fram þriöjudaginn 17. ágúst kl. 13.30, frá Akureyrarkirkju. Lára Einarsdóttir og börn. + 17. Móðir okkar, ÞORKELÍNA SIGRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Safamýri 46, veröur jarösungin frá Gaulverjabæjarkirkju, þriöjudaginn ágúst, kl. 2. Kveöjuathöfn fer fram frá Háteigskirkju sama dag, kl. 10.30. Bílferð verður frá Háteigskirkju kl. 12.30. Jóhanna Eiríksdóttir, Magnús Eirfksson, Sigrún Eirfksdóttir, Gfslfna Guörún Eirfksdóttir Orye, Kristján Eirfksson, Þóra Eirfksdóttir og aörir vandamenn. + Unnusti minn, faöir, sonur og bróöir, GUÐLAUGUR GÍSLI REYNISSON fré Bólstaö, til heimilis aö Hamrahliö 17, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum, þriðjudaginn 10. ágúst. Utförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 16. ágúst, kl. 10.30. Kolbrún Hermannsdóttir, Sigurjón Helgi, Hjálmar Böóvarsson, Þóra Þorbergsdóttir, og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.