Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 33 Á Kúbu árið 1959, þegar unnið var að kvikmyndun Our Man in Havana. n er séður? og bætti við: „Kannski örlitlu meiri." Greene hefur i bígerð að skrifa bók um þessa voðalegu borg. „Já,“ segir hann: „ég er að leggja drög að stuttri sögu um ótrúlega spillingu í þeirri borg, Nice. Þar er dómurum ekki treystandi, hægur vandi að kaupa lögfræðinga — mestu glæpamenn Frakklands samankomnir og lögreglan engu skárri en þeir!“ Hin illræmda Rauða herdeild hryðjuverkamanna á Ítalíu leitaði eitt sinn til Grahams Greene um hjálp í nauðum! Einn daginn hringdi síminn hjá honum og hann var spurður, hvort hann gæti ekki skotið skjólshúsi yfir þrjá meðlimi Rauðu herdeildar- innar í nokkur dægur. „Nei!“ ansaði Greene að bragði. „Af hverju ekki?“ var spurt. „Ja, af því, að með því sama yrði ég að yfirgefa Frakkland." Greene kveðst hafa það á til- finningunni, að franska borgin Nice sé griðastaður Rauðu her- deildarinnar, þegar fokið er í flest skjól önnur fyrir þeim félagsskap. „En hvernig skyldu þeir hafa náð í mig, ég er ekki í síma- skránni?" spurði hann blaðamenn — höfundur fjölmargra njósna- bóka! Hann stoppaði nýverið á ferðum sínum í Vínarborg og var þá spurður, hvort borgin hefði ekki breyst mikið frá því The Third Man var kvikmynduð þar. „Ja,“ sagði hann, „það urðu miklar breytingar í borginni frá því í febrúar 1947, þegar ég kom hingað í leit að söguefni, og þar til í júní sama ár, þegar ég kom hingað með Carol Reed, leikstjór- anum, að ræða kvikmyndunina. Rústir höfðu verið endurreistar og það virtist sem hinn geysimikli svartamarkaður hefði horfið sporlaust og með honum veit- ingastofurnar, þar sem hann þreifst hvað best. Ég varð að segja við sjálfan mig æ ofan í æ: „En það sem ég hef skrifað er í fullu samræmi við það sem var fyrir þremur mánuðum!““ Greene hefur nýlega lokið við skáldsögu. „Það er gamansaga," segir hann: „sem veldur eflaust dálitlu hneyksli á Spáni. Sagan greinir frá nútíma Don Quixote í líki sveitaprests, sem fyrir skrítnar tilviljanir og mót vilja sínum, er gerður að monsignor og leggst í flakk." Meira vill Graham Greene ekki tjá sig um nýjustu skáldsögu sína, nema hann sagði og glotti við, að predikanir sveitaprestsins væru ekki í öllu samhljóða kenningum kirkjunnar! J.F.Á tók saman. Greene á heimili sínu árið 1957 og kápumynd af Brighton Rock í Penguin- útgáfu, einni þekktustu bók hans. STÓR UTSALA VIÐ HALLÆRISPLANIÐ FÖT — FRAKKAR — SKYRTUR — PEYSUR — BLÚSSUR — BUXUR O.FL. Ótrúlega lágt verð hattianÍAlcó 1 - 2 - 3 - 4 - 5 ÞAULREYNDIR Notagildi — rými — sty rkleiki — öryggi — sparnadur —voru þeir eiginleikar sem fyrst og fremst voru hafðir i huga við hönnun J.9. sendiferðabilsins frá Peugeot. Bíllinn er fram- hjóladrifinn með hliðar- og afturhurðum, sem gerir hleöslu og afhleðslu þægilegri og fljótari... ÞRÆLSTERK/R Vegna hagstæðs gengis franska frankans er uerðið X Tk ótrúlega hagstætt. Eigum ^ w nokkra bila til afgreiöslu strax. "5fe 504 PICK UP Mjög sparneytinn og karftmikill „snúningsbíll” með 1240 kg burðarþoli. „Sjálfsplittandi” drif gerir hann öruggari og duglegri i allskonar ófærð. Fáanlegur með bensin- eöa diselvél. HAFRAFELL VAGNHÖFÐA 7 — SÍMI 85211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.