Morgunblaðið - 15.08.1982, Síða 34

Morgunblaðið - 15.08.1982, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 í Siglufírði Siglufjarðarkirkja 50 ára 28. ágúst næstkomandi Davíðssona frá Hofi í Hörgárdal og langafi Davíðs skálds frá Fagraskógi og þeirra systkina. Þessi kirkja stóð í 56 ár. Árið 1890 var reist timburkirkja neðarlega á Þormóðseyri og stóð hún rétt vestur af húsinu Vetr- arbraut 5 og snéri til suðurs og kórinn i norður. Stígur, alllangur, var til kirkjunnar frá Aðalgötu. Kirkjuna reisti Bjarni smiður Ein- arsson frá Akureyri. Þessi kirkja var notuð í nálægt 42 ár. Bygging og vígsla nýrrar kirkju Byrjað var á byggingu Siglu- fjarðarkirkju, þeirrar er nú stend- ur ofan Aðalgötu og lokar henni, árið 1931. Var hún byggð eftir teikningu Árna Finsen, arkitekts, en yfirsmiður við bygginguna var Einar Jóhannsson, bygginga- meistari. Ingólfur heitinn Krist- jánsson, rithöfundur, höfundur bókarinnar Siglufjörður, sem tek- in var saman í tilefni af 150 ára verzlunarafmæli og 50 ára kaup- staðarafmæli Siglufjarðar 1968, lýsir kirkjunni svo: „Sjálft kirkjuskipið er rúmir 34 m á lengd, en auk þess er kór og forkirkja. Turn kirkjunnar er 30 m Séra Bjarni Þorsteinsson, sókn- arprestur í Siglufirði 1889—1935, bæjarfulltrúi og forystumaður í bæjarmálum um langt árabil, fyrsti hciðursborgari Siglufjarðar, tónskáld, safnaði og vann íslenzk þjóðlög undir útgáfu, prófessor að nafnbót og riddari af fálkaorðu. á hæð og uppi í honum klukkna- port. í kirkjunni eru sæti fyrir 350 manns, og yfir forkirkjunni er stór söngpallur. Þá er einnig loft yfir öllu kirkjuskipinu, og hefur það veitt ýmiss konar menningar- starfsemi í Siglufirði húsaskjól á umliðnum árum, en eins og áður hefur verið getið, var til dæmis gagnfræðaskólinn þar til húsa um árabil, Bókasafn Siglufjarðar (sem nú er flutt í myndarlega bókhlöðu), tónlistarskólinn, æsku- lýðsheimilið og aðra starfsemi mætti nefna ...“ Kirkjan var vígð 28. ágúst 1932. Ingólfur Kristjánsson segir í bók- inni Siglufjörður: „Áður en kirkjuvígslan fór fram var stutt athöfn í gömlu kirkjunni, en þar messaði séra Bjarni Þor- steinsson í síðasta sinn, sunnudag- inn 7. ágúst. Úr gömlu kirkjunni gengu biskup (dr. Jón Helgason, sem vígði hina nýju kirkju) og sóknarpresturinn í broddi fylk- ingar til nýju kirkjunnar og síðan allir viðstaddir prestar, allir hempuklæddir, og báru helga dóma kirkjunnar, svo sem kaleik, altariskönnu, oblátudósir, biblíu, sálmabók, Nýja testamentið, helgisiðabók o.fl. Að vígsluathöfn- inni lokinni flutti séra Bjarni Þor- steinsson fyrstu guðsþjónustuna í Siglufjarðarkirkju ...“ Ingólfur Kristjánsson segir áfram: „Siglfirðingum er kirkjan kær, eins og ráða má af því, að þeir hafa tíðum fært henni góðar gjafir og notað ýmis hátíðleg tækifæri og tyllidaga einmitt til þess að hlúa að kirkjunni og fegra hana. Svo var t.d. þegar bæjarstjórnin gekkst fyrir veglegum hátíðahöld- um í tilefni af aldarafmæli séra Bjarna Þorsteinssonar dagana 14. og 15. október 1961, en það var hvort tveggja í senn kirkjuleg há- tíð og söngvahátíð, þar sem m.a. var flutt hátiðarmessa í Siglu- fjarðarkirkju og hátíðartónleikar vóru haldnir í Nýja Bíói, þar sem flutt vóru tónverk séra Bjarna, og loks var gefin út bókin „Omar frá tónskáldsævi, aldarminning séra Bjarna Þorsteinssonar“. Þess skal getið að Ingólfur Kristjánsson var einnig höfundur þeirrar bókar. „En þó að þessi hátíð væri fyrst og fremst helguð minningunni um prestinn, tónskáldið og fyrsta heiðursborgara Siglufjarðar, naut Siglufjarðarkirkja um leið rau- snar og örlætis Siglfirðinga af þessu tilefni,“ segir Ingólfur, „því að þá keyptu þeir til kirkjunnar vandað pípuorgel og nýjar kirkj- uklukkur, sem á hverjum degi kl. 6 síðdegis hafa hringt yfir Siglu- fjörð upphafsstefið úr Kirkju- hvoli, einu af hinum kunnu söngl- ögum Bjarna Þorsteinssonar.“ Sóknarprestar Siglfirðinga, aðr- ir en séra Bjarni, sem þjónað hafa í þessari 50 ára kirkju, eru: Óskar J. Þorláksson, Kristján Róberts- son, Ragnar Fjalar Lárusson, Rögnvaldur Finnbogason, Birgir Ásgeirsson og núverandi sókn- arprestur, Vigfús Þór Árnason. Enn er hugulsemin til kirkjunnar söm Mikið verður um að vera í Siglu- firði helgina 28. og 29. ágúst nk. í tilefni af 50 ára kirkjuafmæli. • Vígt verður nýtt safnaðarheim- ili á kirkjuloftinu, sem margir, einstaklingar og félagasamtök, hafa lagt gjörva hönd á að gera sem glæsilegast úr garði. Biskup- inn yfir íslandi, séra Pétur Sigur- geirsson, framkvæmir vígsluna. • Hátíðarguðsþjónusta verður í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 29. ágúst nk. Biskupinn predikar en 5 fyrrverandi sóknarprestar Siglfirðinga, ásamt núverandi sóknarpresti, þjóna fyrir altari. • Gefin verður út bók, sem spannar sögu kirkna í Siglufirði, sem Páll Helgason ritstýrir, en fleiri skrifa, m.a. Þ. Ragnar Jón- asson og Sigurjón Sigtryggsson, sem eru áhugamenn um siglfirzka sögu. Bókin er prentuð í Siglu- fjarðarprentsmiðju. • Börn fædd í Siglufirði vígsluár kirkjunnar, skírð í henni á fyrsta starfsári og fermd þar er aldur þeirra stóð til, en þau vóru um 70 talsins, heiðra kirkjuna sína með fögrum og sérstæðum hætti. Að- eins 11 úr þessum árgangi eru enn búsett í Siglufirði, sem segir sína sögu um það áfall, sem hvarf Norðurlandssíldarinnar var byggðarlaginu, en það er önnur saga. Þessi hópur, búsettur víðs- vegar um land og erlendis, gerir ferð sína heim til Siglufjarðar, á kirkjuafmælið: 29 úr Reykjavík, 2 frá Bandaríkjunum, 1 frá Svíþjóð, og nokkur víðs vegar annars stað- ar að af landinu. Ráðgert er að þau verði um 60 talsins. Og þau koma færandi hendi með málverk af sr. Óskari J. Þorlákssyni, þáverandi sóknarpresti Siglfirðinga, síðar dómkirkjupresti í Reykjavík, eftir listmálarann og Siglfirðinginn Ragnar Pál Einarsson. Það eru þeir Ólafur G. Einarsson, alþingis- maður, og Jón Hallsson, fyrrv. bankastjóri, sem hafa forgöngu um ferð þessa. Sitthvað fleira verður um að vera á kirkjuafmælinu þó frekar verði ekki rakið hér. Siglfirðingar, sem búsettir eru utan heimahaga, senda beztu árn- aðar- og heillaóskir heim. Megi bærinn og bæjarbúar mæta far- sæld á komandi árum og Kirkju- hvolsstef sr. Bjarna Þorsteinsson- ar, sem klukkur kirkjunnar leika dag hvern, hljóma um langa fram- tíð í eyrum Siglfirðinga. Prestar sem hafa þjónað í Siglu- firði eftir daga sr. Bjarna Þor- steinssonar: Sr. Óskar J. Þorláks- son, sr. Kristján Róbertsson, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Kögnvaldur Finnbogason, sr. Birg- ir Asgeirsson og núverandi sókn- arprestur sr. Vigfús l»ór Arnason. eftir Stefán Friðbjarnarson Kirkjur á Siglunesi „Ekkert verður nú ura það vitað, hvenær hin fyrsta kirkja hefur verið reist í Siglufirði. Líklegt er, að ekki hafi það verið löngu eftir að Siglfirð- ingar vóru skírðir. Hvort Siglflrð- ingar hafl verið skírðir árið 1000 eða síðar, verður ekki vitað, en ekki tel ég ósennilegt, að Ásatrúin hafl að einhverju haldizt við í Sigluflrði, jafnvel eftir að fólkinu þar hafði ver- ið þröngvað til að láta skírast." Svo segir Jón heitinn Jóhannesson, fræðimaður, í bók sinni Siglufjarðar- prestar, sem Sögufélag Siglufjarðar gaf út 1948. Hóladómkirkja eignaðist snemma á öldum ítök í Siglufirði. Árið 1352 kaupir hún Hvanneyri í Siglufirði og þriðjung í Úlfsdölum. Samkvæmt rekaskrá Hólastaðar 1374 á Hóladómkirkja þá allan reka á Siglunesi og í Siglufirði, nema á Staðarhóli. Árið 1422 er kirkja á Siglunesi með vissu, og hefur þá sennilega lengi staðið, og hálfkirkjur hafa þá sennilega verið bæði á Hvann- eyri í Siglufirði og í Héðinsfirði. Jón Jóhannesson, fræðimaður, teiur fullvíst, „að hin fyrsta kirkja í Siglufirði hafi verið reist á Siglu- nesi og að þar hafi verið aðal- kirkja alla tið á fyrri öldum, þótt hálfkirkjur eða bænahús hafi ver- inn, og það fært til, hve erfið og hættusöm væri leiðin yfir Nes- skriður, en biskup synjaði um þetta. Mjög skömmu síðar var svo hið ægilega slys í Nesskriðum, er 50 manns fórust þar í snjóflóði 24. desember 1613. Þá fékkst leyfi til að flytja kirkjuna, og var hún flutt 1614 að Hvanneyri og þar hefur kirkjan staðið allt til 1890,“ en þá var reist kirkja neðarlega á Þor- móðseyri, sem Siglufjarðarkaup- staður stendur að stórum hluta á, og kennd er við landnámsmanninn Þormóð ramma, sbr. Landnámu. Grafið var í kirkjugarðinum á Siglunesi fram á 19. öld, en síðast var þar jarðað í október 1809. Torfkirkja var á Hvanneyri alla tíð frá 1614 til 1834 „á sama stað, eða sem næst því miðjum gamla kirkjugarðinum, sem var beint vestur af gamla bænum á Hvann- eyri og aðeins örstutt frá honum, en gamli bærinn stóð þar sem nú er framhlið hins nýreista prestset- urs á Hvanneyri og tel ég vafa- laust, að bærinn hafi staðið þar alla tíð. Styð ég þá skoðun mína m.a. við það, að þegar grafið var fyrir undirstöðum hússins, komu þar í Ijós gamlar hleðslur langt í jörð niður,“ segir Jón í bók sinni. Árið 1824 var þar reist timbur- kirkja „í stað gjörfallinnar, fúinn- ar, félausrar torfkirkju, með Ié- legu timburþaki“. Yfirsmiður þeirrar kirkju var Ólafur timb- ursmiður Briem á Grund í Eyja- firði, afi Guðmundar og Ólafs Kirkjur llnnið að lagfæringu á Siglufjarðarkirkju. ið annars staðar í sókninni ...“, s.s. í Héðinsfirði, á Hvanneyri og að Dalabæ í Úlfsdölum. Þá telja sumir, segir Jón Jóhannesson, „að bænahús hafi verið í Saurbæ í Siglufi rði“. Kirkjur á Siglunesi munu allar hafa verið torfkirkjur, en lítið er um skráðar heimildir þær varð- andi. „Hin síðasta kirkja þar mun hafa staðið á sama stað og bæna- húsin þar stóðu, en það var beint suöur frá gamla bænum", segir Jón Jóhannesson, „og sem næst miðjum kirkjugarðinum. Ég skoð- aöi gamla kirkjugarðinn í júní 1906, og sá þá enn fyrir honum öllum. Hann var sem næst kringl- óttur, og sneri sáluhliðið í vestur. Garðurinn var þá enn óhreifður, og leiði sáust þar glögglega upp- hlaðin um hann mestan. Sáluhlið- ið var óhreyft og allhátt, og í garð- inum, nálægt miðju hans, stóð þá lítill hesthúskofi, og var sjáanlegt, að hann hafði verið byggður í hinni fornu kirkju- eða bæna- húss-tótt. Nú hefur torfgirðingin verið jöfnuð og sléttaö yfir leiðin og hana ...“ „Eg tel nokkrar líkur benda til þess, að Sigluneskirkja hafi eigi ávallt staðið þar er hún stóð síð- ast,“ segir Jón. „I Siglunestúninu, dálítinn spöl suður og upp af gamla bænum, er lítil hæð og fög- ur, slétt að ofan og með aflíðandi halla út frá á þrjá vegu. Þessi hæð er enn i dag nefnd Kirkjuhóll og stykki úr túninu umhverfis hana Kirkjuvöllur. Hæð þessi eða hóll, hefur verið mjög fagur staður og vel valinn til þess að kirkja stæði þar. Þess sjást enn glögg merki, að aurskriða hefur runnið fyrr á öld- um úr Nesnúp, úr gilinu sunnan við svonefndan Skjaldarhaus, og yfir túngarðinn, sem þá hefur ver- ið allhár og hlaðinn úr torfi og grjóti... Tel ég sennilegt, að aur- rennslið hafi og fyllt kirkjugarð- inn og runnið á kirkjuna, ef hún hefur staðið þarna, og hafi hún verið færð burtu af þessum ástæð- um og sett neðar þar er síðar stóð hún.“ Kirkjan flutt að Hvanneyri í Siglufirði Kirkjusókn var erfið og hættu- söm fyrir Siglfirðinga til Siglu- ness, meðan þeir sóttu þangað tíð- ic, enda leiðin yfir Nesskriður ill- fær. Jón Jóhannesson segir í bók sinni Siglufjarðarprestar, að þess hafi verið farið á leit við Guð- brand biskup, „að Siglfirðingar mættu færa kirkjuna inn í fjörð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.