Morgunblaðið - 20.08.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.08.1982, Qupperneq 1
52 SÍÐUR 181. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sl> fordæma ísrael og viðurkenna PLO Borgarlíf í Beirút er óðum að færast í eölilegt horf og þar sem ísraelskar þotur stráðu sprengjum yfir auö- ar götur og torg fyrir réttri viku eru kaupahéönar nú komnir á kreik með varn- ing sinn. AP-NÍmamynd. — með 120 atkvæðum gegn tveim- ur — 20 ríki tóku ekki þátt New York, Beirút, 19. áftúst. AP. AUKAFUNDUR allsherjarþings Sam einuðu þjóAanna samþykkti i kvöld med 120 atkvæöum gegn tveimur, ályktun þar sem fsraelar eru for- dsmdir, um leið og vidurkenndur er réttur Palestinumanna til sjálfstæðis. Litið er á úrslit atkvæðagreiðslunnar sem tímamótasigur fyrir Frelsissam- tök Palestínumanna, þrátt fyrir það að fastafulltrúar tuttugu ríkja hafi verið fjarverandi atkvæðagreiðsluna, þar af niu af tíu fulltrúum aðildarríkja EBE. Bandaríkin og ísrael voru einu ríkin sem greiddu atkvæði gegn ályktun- inni. Fyrstu erlendu gæzluliðarnir sem eiga að fylgjast með brottflutningi Mikki mús og félagar ganga í verka- lýðsfélag Flórída, 19. ápíst. AP. MIKKI mús og Mína mús, Andr- és önd og allt það lið er komið í verkalýðsfélag. 97 leikarar, sem koma fram í gervi þessara sívin- sælu soguhetja Walt Disneys, xamþykktu í gær með 45 atkvæð- um gegn 41 að ganga í verkalýðs- félag, en einn sat hjá. Talsmaður þessara launþega segir að þeir séu orðnir þreytt- ir á að vera ekki teknir alvar- lega í kjaramálum, en á næst- unni verði gengið frá viðamik- illi kröfugerð. Ekki fylgir sög- unni hvar Jóakim frændi stendur í málinu, en grunur leikur á að hann sé að seilast til áhrifa í samtökum vinnu- veitenda. PLO-liða frá Beirút, eru væntanleg- ir til borgarinnar á laugardags- morgun, en þá síödegis hefst flutn- ingur hinna 7.100 skæruliða frá borginni. Fyrstu viðkomustaðir þeirra verða Kýpur og Sýrland, en þaðan verður þeim dreift víðsvegar — til Egyptalands, Jórdaníu, íraks, S-Yemen, Alsír og Túnis. Ætlunin er að Yasser Arafat fari til Túnis, þar sem hinar nýju bækistöðvar PLO-samtakanna verða væntanlega í húsakynnum Arababandalagsins, að því er Butros, utanríkisráðherra Líbanons, greindi frá í dag. Butros sagði að í næstu viku hæf- ust viðræður með þátttöku Banda- ríkjamanna um að Israelar færu al- farnir frá Líbanon, ásamt öllu er- lendu herliði, en í landinu er um 30 þúsund manna sýrlenzkt herlið. Flestir Sýrlendinganna eru í Bekaa- dalnum, en í Beirút eru þeir um 3 þúsund. Sjá ennfremur um Líbanonmálið á bls. 12 og 13: Pólland: Lögreglan herðir tökin aldrei jafnbág lífskjör“, segir ráðherra Varsjá, 19. ágúst AP. IIERSTJÓRNIN i Póllandi hefur enn hert á ákvæðum þeim er takmarka rétt þegnanna til að láta í Ijós skoðun sina á almannafæri, en í dag leysti lögreglan upp friðsamlegan mótmæla- fund í miðborg Varsjár með því að munda vatnsþrýstislöngur og gera sig líklega til að beita þeim á mannfjöld- ann. Mótmælendurnir, sem munu Víkinga- hátíð Mikil víkingahá- tíð stendur fyrir dyrum í Skot- landi, en meðal atriða þar verður sviðsetning orrustunnar við Largs árið 1263, þar sem Alexand- er III konungur rak norsku vik- ingana af hönd- um sér og gerði þá burtræka frá Skotlandi fyrir fullt og allt. í Largs-bardaga féll llákon gamli. Myndin var tekin á Trafalgar-torgi i Lundúnum I gær, þar sem vegfarend- ur fengu forsmekkinn af þvi sem koma skal i Skotlandi dagana 2.—12. september, en i fararbroddi er Magnús Magnússon, sjónvarpsmaðurinn góðkunni, sem öðrum fremur hefur hampað víkingum að undanförnu. AP-aimamynd. hafa verið um 200 talsins, höfðu safn- azt saman við blómakross á litlu torgi sem er i námunda við Sigurtorg, en þaðan virðist lögreglunni hafa tekizt að flæma burt þá sem vilja láta i Ijós andúð sína á framferði herstjórnarinn- ar. Samtímis því sem einkennisklætt yfirvald beitir þannig valdi til að halda fólkinu í skefjum lýsir verð- lagsmálaráðherra landsins, Zdzi- slaw Krasinski, því yfir í sjónvarpi að rauntekjur landsmanna hafi rýrnað um 25% sl. sjö mánuði, og að aldrei frá stríðslokum hafi lífskjör þjóðarinnar versnað jafnmikið og um þessar mundir. Ráðherrann seg- ir aðalástæðuna fyrir síversnandi ástandi vera þá að skortur á vinnu- afli verði æ alvarlegri. Þegar lögreglan hafði bundið enda á mótmælaaðgerðirnar í dag voru handteknir fjórir menn, þar af einn sem hrópaði að lögreglu- mönnum: „Eruð þið virkilega Pól- verjar?" I dag voru þuldar í útvarpi stöðugar aðvaranir til almennings um að láta áskoranir og leynimakk óeirðaseggja úr hinni uppleystu Samstöðu sem vind um eyru þjóta. Samstaða hefur sem kunnugt er hvatt til „óvenju áberandi" frið- samlegra mótmælaaðgerða fram til 31. ágúst, en þá eru tvö ár liðin frá því að verkalýðshreyfingin fór að starfa skipulega. Hinn 31. ágúst hef- ur Samstaða boðað til víðtækra fjöldaaðgerða. Iranir gera loft- árásir á Basra * — segja Irakar Nikósíu, 19. áfpíst, AP. ÍRANSKAR orrustuþotur gerðu í dag loftáráxir á héruð, bæði norðan- og sunnarlega í írak, að sögn hernaðar- yfirvalda í írak. í yfirlýsingu íraka segir m.a. að meðfram landamærunum hafi komið til mikilla átaka í kjölfar loftárásanna og hafi íranskt stór- skotalið gert harða hríð að íbúð- arhverfum og olíumannvirkjum í Basra, sem er helzta olíuhafnar- borg Iraks, en borgin er syðst í landinu. Segja írakar að í árásun- um á Basra hafi sex óbreyttir borg- arar látið lífið og tíu særst. Sennilegt þykir að með þessu hafi íranir viljað hefna árása sem óvinurinn gerði á olíumannvirki þeirra á Kharg-eyju í fyrradag, en Iranir hafa hvorki staðfest, né vís- að á bug yfirlýsingu íraka frá í dag. Selja Israelsmenn PLO-vopn til írans? Washington, 19. ígúst, AP. FRÉTTABRÉFIÐ Aerospace Daily í Waxhington segir frá því í dag að þessa dagana selji ísraelsmenn í stórum stíl til írans þau vopn, sem þeir hafi náð af PLO-mönnum i Beirút að undanfórnu. Frétt þessi er höfð eftir ónafngreindum heimildarmanni innan bandarísku leyniþjónust- unnar, en sá telur að ísraelsmenn séu þeirrar skoðunar að íranir muni, áður en langt um líður, gegna mikilvægu pólitísku hlut- verki í Miðausturlöndum. Bendi Israelsmenn á að Iranir séu ekki af hinum arabíska kynþætti og því séu þeir líklegustu banda- mennirnir í þessum heimshluta, auk þess sem eðlilegt sé að ísra- elsmenn útvegi vopn til að tryggja öryggi þeirra Gyðinga sem búsettir séu í íran.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.