Morgunblaðið - 20.08.1982, Side 8

Morgunblaðið - 20.08.1982, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. AGUST 1982 Sterkasta háfjallaskákmótið Á háfjallahólcli í Gausdal í Nor- egi eru árlega haldin stcrk opin skákmót. Ilótel þetta er eitt vin- sælasta skíóahótel Norómanna á veturna, en er snjóinn tekur aó létta og skíðaáhugamönnum fækk- ar reyna eigendur hótelsins að hcina vióskiptum sínum á aóra braut, meðal annars í skákmóta- hald. Og ekki ber á öðru en allir séu ánægóir meó þetta fyrirkomu- lag, því mótið var nú haldió tíunda árió í röó, dagana 7.—15. ágúst sl. Að sögn kunnugra var mótið nú það sterkasta sem haldið hef- ur verið í Gausdal með sex stórmeisturum og sextán alþjóð- legum meisturum meðal kepp- enda sem voru 56, m.a. fjórir Is- lendingar, þeir Jón L. Arnason, sem kom beint frá móti í Sviss, Helgi Ólafsson, Elvar Guð- mundsson og Karl Þorsteins, en við tveir síðarnefndu tefldum á unglingamóti á sama stað á und- an þessu móti og vorum því ágætlega undirbúnir fyrir kom- andi átök. Mótið byrjaði þó fullrólega fyrir okkur. Jón mætti sárþjáður í fycstu umferð og gerði stutt jafntefli og á sömu lund fór í skákum okkar Hplga eftir meiri baráttu, en Elvar mátti lúta í lægra haldi fyrir Tisdall frá Bandaríkjunum og síðan fyrir Tiller í annarri umferð. Þá fékk hann góðan byr og vann næstu þrjár skákir m.a. gegn Iskov frá Danmörku. En þá sneru heilla- dísirnar við honum bakinu. Fyrst lék hann gróflega af sér í 40. leik gegn mun veikari manni og síðan skildi hann drottning- una eftir í uppnámi gegn Akeson frá Svíþjóð í gjörunninni stöðu og í tímahraki andstæðingsins. Hann mátti því láta sér lynda fjóra vinninga en verðskuldaði mun meira. Helgi sigraði Burger, sem við Islendingar þekkjum frá síðasta Reykjavíkurskákmóti, í annarri umferð, en fór þá að reykja frið- arpípur af fullmiklum móð og vann aðeins eina skák og tapaði einni í næstu sjö skákum. Þess má þó geta að andstæðingar Helga virtust oft gera sér jafn- tefli að góðu og er oft erfitt að tefla undir þeim kringumstæð- um. Jón var greinilega í ágætri æf- ingu er mótið fór fram, og var svo komið að loknum sex um- ferðum að stórmeistaraáfangi var ekki svo ýkja fjarlægur draumur. En þá tapaði hann fyrir Tisdall og gerði síðan að- eins tvö stutt jafntefli í síðustu umferðunum. Hlaut hann því ásamt Helga fimm vinninga á mótinu. Ég byrjaði ágætlega á mótinu og hafði hlotið 4 vinnigna að 6 umferðum loknum. Þarfnaðist ég því aðeins tveggja vinninga úr þrem síðustu umferðunum til að hljóta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. En þá kom slæmt tap fyrir Defirmian og með jafn- tefli í næstsíðustu umferð hurfu möguleikar mínir að sinni. Mér M T:11 Karl Þorsteins tókst þó að sigra í síðustu um- ferð og hlaut því 5'/2 vinning, sem ég tel ég megi ágætlega við una auk þess sem ég hlaut áfanga að Fide-meistara. Sigurvegarinn á mótinu varð Dlugy frá Bandaríkjunum með 7 vinninga af 9 mögulegum og kom þessi sigur mjög á óvart því hann er aðeins sextán ára gam- all. Hann tefldi þó af öryggi og var vel að sigrinum kominn. I 2.-4. sæti urðu þeir Wedberg (Svíþjóð), Tisdall (Bandaríkjun- um) og D. Cramling (Svíþjóð) með 6'/fe vinning. Wedberg tókst að komast við hlið þeirra með góðum endaspretti, en Tisdall og Cramling voru allan tímann á toppnum. Annars varð staða efstu manna þessi: 1 Dlugy, Bandaríkjunum, 7 af 9 mögulegum. 2—4 Tisdall, Bandaríkjunum, 6 v. af 9. D. Cramling, Svíþjóð, 6 v. Wedberg, Svíþjóð, 6 v. 5—7 Morris, Bandaríkjunum, 6 v. Rantanen, Finnlandi, 6 v. Kudrin, Bandaríkjunum, 6 v. 8—13 Karl Þorsteins, 5*/i v. 14—? Jón L. Árnason, 5 v. Helgi Ólafsson, 5 v. Elvar Guðmundsson, 4 v. Að lokum kemur skák mín úr fimmtu umferð gegn norska al- þjóðlega meistaranum A.V. Gulbrandsen. Hvítt: Arne V. Gulbrandsen Svart: Karl Þorsteins Pirc-vörn 1. e4 — g6, 2. d4 - Bg7, 3. Rf3 — d6, 4. Rc3 — Rf6, 5. Bc4 — Rc6! 6. d5?! Eðlilegra var að leika 6. De2 eða einfaldlega hróka. 6. — Ra5 Líklega betri leikur en 6. — Rb8, því riddarinn stendur ágæt- lega á a5. 7. Be2 — c5, 8. h3 Stutt hrókun kom einnig til greina. 8. — 0-0, 9. Bf4 — a6 9. — Rd7 kom einnig til greina með hugmyndinni að hindra næsta leik hvíts. 10. e5!? — dxe5, 11. Rxe5 — e6, 12. d6? Þetta peð verður aðeins veikt í framhaldinu og tapast raunar að lokum. Betra var því að leika 12. Bf3 eða 12. dxe6 með jafnri stöðu. 12. — Rfd7, 13. Rf3 - Rc6 Svartur er líklega nú þegar kominn með betri stöðu. Hvítur sér að hann er að verða undir í baráttunni og hyggur því á kóngssókn, en hefði betur leikið fyrst 14. Dd2, 15. 0-0-0 og síðan h2-h4. 14. h4?! — I)b6! Nú á hvitur vart lengur mögu- leika á að langhróka og tekst því aldrei að tengja lið sitt saman til sóknar. 15. Hbl 15. Dcl var betra. 15. — Rd4, 16. h5 16. Re4 strandar á 16. — Dc6, t.d. 17. Bd3 - c4, eða 17. Dd3 - e5,18. Be3 — c4. 16. — e5, 17. Be3 — Dxd6, 18. hxg6 — hxg6, 19. Kfl Undarlegur leikur, en góðir leikir lágu ekki á lausu. 19. — Rf6, 20. Rg5 — Bf5. Svarta staðan er nú gjörunnin, auk þess sem hvítur átti aðeins örfáar mínútur eftir á klukk- unni. 21. Hcl — HadS, 22. f3 — Dc6! 23. Bd3 Hvað annað? Svartur hótar að drepa á c2 eða f3. 23. — Rxc2! Nú hefði hvítur átt að gefast upp, en hann teflir áfram nokkra leiki vegna tímahraksins. 24. Bxc2 — Hxdl + , 25. Bxdl — b5, 26. Be2 — c4,27. Kf2 — e4! 28. b3? — exf3, 29. gxf3 — He8, 30. bxc4 — Hxe3! Einfaldast. Nú er orðið skammt í vinninginn. 31. Kxe3 — Dc5+, 32. Kd2 — Dd4+, 33. Kel — De3 og hvítur gafst upp. Aldraðir fá Óskarinn Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson ALDRADIR FÁ ÓSKARINN Nafn á frummáli: On Golden Pond. Sýningarstaður: Regnboginn. Kvikmyndun: Billy Williams. Tónlist: Dave Grusin. Leikstjórn: Mark Rydel. Handrit: Ernest Thompson. Þá er að liðka fingurna eftir sumarleyfið og mæla einhverja speki um það myndastóð sem fyrir ber í hinum fjölmörgu kvikmyndasölum vorrar ágætu borgar. Það er mér sérstök ánægja að hefja fingraleikfim- ina á umfjöllun um nýjustu kvikmynd Regnbogans „On Golden Pond“ sem í prógramm- inu heitir reyndar „Síðsumar" en ég vil nefna “Við Lómagnúp" (l,ómar leika nefnilega stórt hlutverk í myndinni eins og síð- ar verður vikið að). En hvað er það þá sem vekur kæti kvik- myndagagnrýnisins þessa stund- ina í A-sal Regnbogans? í fyrsta lagi kemur myndin á óvart. Ég hafði búist við hreinræktaðri vasaklútamynd sem vonandi endaði á einhverju hressilegu rétt fyrir hlé og svona undir lok- in svo kartmennskan yrði ekki fyrir álitshnekki. Það er nú eitthvað annað. „Við Lómagnúp" er bráðfynd- in mynd sem að vísu hreyfir við tárapokunum stöku sinnum, (sessunauturinn tók grunsam- lega oft ofan gleraugun) — en flýtur yfir táradalina á mein- fyndnum athugasemdum Henry Fonda, sem hér er í hlutverki prófessors á eftirlaunum. Er dá- lítið kostulegt að fylgjast með stirðlegu sambandi hins aldraða prófessors við sína nánustu sem reyna eftir föngum að gera hon- um allt til geðs á áttræðisafmæl- inu sem haldið er hátíðlegt í sumarbústaðnum við Lómagnúp. Hér eru við reyndar komin að öðru atriði sem vakti kæti kvikmyndaskríbentsins. Hvílík tilbreyting að sjá loksins á hvíta tjaldinu ástfangna öldunga. (Hingað til hafa undurfögur ungmenni nánast haft einkarétt á að njóta ásta í kvikmynd, ekki satt?) I myndinni er sum sé greint frá þeirri ást sem hinn aldni prófessor ber til konu sinn- ar sem Katharine Hepburn leik- ur og dótturinnar Jane Fonda. Ég sagði áðan að samband prófessorsins við fjölskyldumeð- limina væri stirt. Það má til sanns vegar færa. Ekki vegna þess að kulnuð sé glóðin i hjarta öldungsins og því oft kaldar kveðjurnar til heimilisfólksins. Ástæðan er miklu fremur að gamli maðurinn kann ekki að búa tilfinningum sínum réttan búning í formi vinsamlegrar orð- ræðu. Hann veit sem er að hver stund er dýrmæt, því hann heyr- ir Ijá sláttumannsins mikla skera sefið á tjörninni fyrir framan sumarbústaðinn, og þeg- ar þannig stendur á verður tilfinningasöm orðræða hvim- leið. Þá er komið að þriðja atriðinu sem gerir myndina áhugaverða. Svo skemmtilega vill til að Katharine Hej)burn og Henry Fonda hlutu Óskarsverðlaunin fyrir þessa mynd. Þar sem hún fjallar um síðasta spölinn í lífs- hlaupi tveggja mannvera má eins segja að þeir í Hollywood hafi með verðlaunaveitingunni vilja leggja sitt af mörkum á ári aldraðra. En þau Fonda og Hep- burn hlutu ekki bara Óskarinn vegna aldurs, leikur þeirra er næsta óþvingaður og stendur síst að baki leiks yngri verðlaunahafa. Ætti að sýna mynd þessa á hverju elliheimili landsins vistmönnum til uppörv- unar. Fyrir okkur sem yngri er- um, er mikil uppörvun að berja augum hversdagsfólk sem lifir í dimmum skugga sláttumannsins með jafn mikilli reisn og þau Hepburn og Fonda í þessari mynd. Hér koma lómarnir reyndar inn í myndina. Við og við bregður fyrir á tjaldinu lómahjónum. Fuglarnir fagna prófessorshjónunum er þau koma í sumarbústaðinn við vatnið til sumardvalarinnar en undir lokin finnur myndaugað einn þeirra dauðan í vatnsborð- inu. Með þessum skotum vill leikstjórinn Mark Rydel tengja saman líf mannveranna og fuglaparsins. Hvorttveggja lifir í samhljómi við umhverfið og þótt gleymska hrjái mannskepnuna en vart skynlausa skepnuna þá er hvorttveggja jafnt fyrir Skap- aranum. Þjáning mannsins er bæði bundin líkama hans og sál en líf dýrsins er að mestu bundið líkamanum. Maðurinn óttast er hann finnur dýrið dautt í vatnsborðinu vegna þess að hann skynjar bilun eigin sálar og lík- ama. Dýrið nýtur hins vegar lífs- ins meðan það varir. Niðurstaða Mark Rydel er því sú að mínu mati að mannveran verði að gera sér ljóst í tíma að allt kvikt nýt- ur jafn mikillar virðingar fyrir sjónum skaparans, að þótt sál- arbúnaðurinn bili hjá mann- skepnunni og hún glati þar með tilfinningunni fyrir sérstöðu sinni í augsýn Guðs þá sé ekkert að óttast, hinn vitiborni maður sé raunar bara lífvera, í engu nákomnari skapara sínum en lómur sullandi áhyggjulaus á vatnsfleti. Með því að hverfa á vit náttúrunnar geti maðurinn yfirunnið óttann við dauðann jafnvel gleymt honum eins og dýrið. Nú finnst kannski hátt- virtum lesenda kvikmynda- gagnrýnandinn kominn á full háspekilegt plan. Orðinn eins og nýbakaður sveitaprestur að flytja stólræðu. Ég get bara ekki að því gert. Nýjasta mynd Regnbogans vekur svona furðu- legar hugsanir í kolli mínum. Er annars ekki einkenni góðrar kvikmyndar að hún vekur menn í hita og þunga dagsins? Oskarsverðlaunahafarnir Hepburn og Fonda brosa framan í heiminn. FASTEICNA HÖLUN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIOBÆR HÁALEITISBRAUT58 60 SÍMAR ^5300 435301 Dalsel — raöhús Glæsilegt raöhús á tveim hæöum, tvennar svalir, mikiö útsýni. Bílskýli. Húsiö er ekki fullfrágengiö aö innan. Sumarbústaöir Höfum til sölu sumarbústaöi á eftirtöld- um stööum viö Meöalfellsvatn. Glænýr tvílyftur fallegur bústaöur. Góö veiöi i vatninu. í Vatnsendalandi. falleg- ur bústaöur á ræktaöri lóö, ennfremur bústaöir viö Miödalslandiö og einnig fyrir austan fjall. Fasteignaviðskipti: Agnar Ólafsson, Arnar Sigurösson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Hafnarfjörður Til sölu m.a.: Miðvangur 6 herb. raöhús á tveim hæöum, nyrst viö Miövang. Stór bílskúr. Breiövangur 4ra herb. falleg íbúö á efstu hæö. Bílskúr. Verö 1,2 mlllj. Móabarö 4ra herb. efrl hæð í tvíbýlishúsi. Sérinng. Fallegt útsýni. Bíl- skúrsréttur. Laus strax. Verö kr. 1,1 millj. Flókagata 4ra herb. efri hæö í tvíbýlishúsi. Verð kr. 1,1 millj. Öldutún 6 herb. raöhús á tveimur hæö- um. Bílskúr. Verö kr. 1,6 millj. Álfaskeið 3ja herb. íbúö á 3. hæö í fjölbýl- ishúsi á mótum Flatahrauns og Álfaskeiös. Verö kr. 850 þús. Miðvangur 6 herb. efri hæö í tvíbýlishúsi. Bílskúr. Árnl Gunnlaugsson. hrl. Austurgötu 10, HafnarfirÖi, sími 50764 AL'GLÝSINGASLMINN ER: 22480 JR«r0imliInt»ib

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.