Morgunblaðið - 20.08.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 20.08.1982, Síða 20
20 1500 km rallkeppnin á að hefjast í dag: Ljómarall ’82, ein erfiðasta rallkeppni Evrópu KIN erfiAasta rallkeppni Evrópu, Ljómarall ’82, átti aó hefjast klukkan sex í murgun. 15 keppendur voru skráðir til leiks og þar af fjórir ítalskir keppendur. Ljómarallið er alþjóðleg keppni, sem gefur stig til íslandsmeistara, en staðan í íslandsmcistarakeppn- inni er mjug jöfn. í tengslum við rallið verður upplýsingamiðstöð að Ilótel Loftleiðum. I'aðan áttu keppendur að halda af stað klukkan sex í morgun og Albert keppendur af stað. Það verður erfiður dagur fyrir keppendur í dag. Áætlað er að aka 14 sérleiðir og þar á meðal Kjalve}; fram og til baka. Kjölur mun væntanlena reynast mörK- um erfiður ofj kæmi ekki á óvart að nokkrir keppnisbílanna féllu úr á þeirri leið, en leiðinni verð- ur skipt niður í fjóra leiðarhluta. Allar nánari upplýsingar um keppnisleiðina og refsitíma á sérleiðum fást á Hótel Loftleið- um. Þar fæst jafnframt áhorf- endaleiðarbók, sem sýnir m.a. á hvaða tíma bílarnir eru ræstir inná sérleiðirnar. I heild er áætl- að að Ljómarallið verði rúmir 1500 km ok tæpur helminfíur sérleiðir. Keppnisbílarnir koma í bæinn í kvöld um ellefu leytið or lefjKja síðan af stað strax klukk- an sex í fyrramálið. Munu því viðfjerðarmenn standa í strönfíu í nótt of< næstu nætur, verður keppnin ekki síður erfið fyrir þá en ökumenn. Þurfa flestir þeirra að vaka í nær þrjá sólarhringa. Italskir kvikmyndatökumenn munu fylgjast með Ljómarallinu og er ætlun þeirra að gera þátt um það, sem sýndur verður í ít- alska sjónvarpinu. Enskur blaðamaður var væntanlegur til landsins til að fylgjast með rall- inu. Heitir hann Hugh Bishop og er þekktur um allan heim fyrir skrif og myndir um rallakstur. Má búast við því að það komi íslandi til góða í framtíðinni að Bishop kemur, en það er undir því komið hvort rallið heppnast vel. Er ekki ólíklegt talið að það muni hafa áhrif á hvort íslenska alþjóðarallið geti orðið liður í Evrópu eða Heimsmeistara- keppninni í rallakstri. Slaðan í Islandsmeistara- keppninni í rallakstri , . stig 1. Óskar Ólafsson 27 2. Omar Ragnarsson 20 Hafsteinn Aðalsteinsson 20 4. Birgir Bragason 15 5. Logi Einarsson 13 6. Ævar Hjartarsson 12 7. Matthías Sverrisson 12 Bragi Guðmundsson 10 9. Jóhann Hlöðversson 8 luðmundsson alþm. átti að ræsa LJOMAi 1#RALLy82v3| óvart að ítalarnir stæðu sig vel, því velflestir íslensku ökumann- anna stefna á sigur, sem gæti leitt til þess að afföll verði mikil. Fyrsti dagurinn skiptir miklu máli í rallinu. Þó svo að öku- menn hafi í spjalli við Morgun- blaðið sagst ætla að aka rólega fyrsta daginn, þá er ólíklegt að svo verði. Ef einhver slakar á í byrjun þá er hætta á að sá hinn sami dragist það langt aftur úr að ekki reynist unnt að vinna upp tímann á næstu tveimur dögum keppninnar. Líklegt er að Hafsteinn Hauksson og Jóhann Hlöðversson muni pressa upp hraðann, sem aðrir verða síðan að fylgja, ef þeir ætla að halda í möguleikann á toppsæti. Hins- vegar eru svo margir góðir öku- menn og bílar að í rauninni er ómögulegt að segja hver kemur til með að ná forystu, en ofan- taldir ökumenn eru mjög líkleg- ir. Spurning sem brennur á allra vörum er hvað ítölunum takist að sýna, fæstir íslensku öku- mannanna hafa trú á að þeir velgi landanum undir uggum. Búnaður Opel bíla þeirra er hinsvegar mjög góður og eru þeir með kraftmestu bílum keppninnar. Það má því segja að það sé undir hæfni ökumanna og vilja komið hvar þeir lenda, en útbúnaðinn hafa þeir sannar- lega. Eggert Sveinbjörnsson á ágæta möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna og einnig þeir Birgir Bragason og Bragi Guð- mundsson, sem báðir eru færir ökumenn. En ef bílarnir setja strik í reikninginn gætu t.d. Óskar Ólafsson eða Þorsteinn Ingason náð góðri stöðu á fyrsta degi. Enn er eftir að telja öku- mennina Birgi Vagnsson, Ævar S. Hjartarsson og Eirík Frið- riksson. Þeir eru ekki á nægilega vel búnum bílum til að ógna verulega toppunum, a.m.k. ekki á Rásröð keppenda í Ljómaralli 1. Mario Cavalleri/ Snadro Cavalleri, Opel Kadett. 2. Ómar Ragnarsson/Jón Ragnarsson, BMW 315. 3. Aldo Pereno/ Franco D’Angelo, Ford Escort RS 2000. 4. Aldo Pereno/ Franco D’Angelo, Opel Kadett. 5. Bruno Penna/ Gianfranco Brizio, Opel Ascona. 6. Cesare Giraudo/ Edue Magnano, Opel Kadett. 7. Birgir Bragason/ Magnús Árnarsson, Skoda 130 RS. 8. Flggert Sveinbjörnss./ Guðmundur Guðjónsson, Ford Escort 1600. 9. Jóhann Hlöðversson/ Jóhann S. Helgason, Ford Escort 2000. 11. Bragi Guðmundsson/ Bjarni Haraldsson, Lancer 1600. 12. Þorsteinn Ingason/ Sighvatur Sigurðsson, BMW 2002. 13. Eiríkur Friðriksson/ Halldór Sigdórsson, Ford Escort 1600. 15. Birgir Vagnsson/ Hreinn Vagnsson, Ford Cortina 2000. 16. Ævar S. Hjartarsson/ Bergsveinn J. Ólafsson, Lada 1500. 17. Óskar Ólafsson/ Árni Óli Friðriksson, Ford Escort 2000. Tveir keppendur, sem til- fyrsta degi. Öllum keppnisbílum kynntu þátttöku munu ekki í Ljómaralli er búið að breyta og hefja keppni. Bíll númer 10. Úlf- ar Hinriksson á Suzuki Alto og bíll númer 13. Auðunn Þorst- einsson á Escort 1300. Þessir keppendur hafa þegar verið teknir út af ráslistanum að ofan. Það er ljóst að um hörku- keppni verður að ræða í Ljóma- rallinu. Nær allir keppendur eiga möguleika á verðlaunasæti í keppninni. Það kæmi ekki á bæta að einhverju leyti og er engin „standardbíll" meðal þeirra. Við skulum Ijúka þessu spjalli á orðum föður Ómars og Jóns Ragnarssona, Ragnari Eð- valdssyni: „Þetta verður hörku- keppni. Það er ekki hægt að bóka neinn sigurvegara fyrirfram. Það er víst best að fylgjast með þessu." G.R. Óskar Ólafsson og Árni Óli Friðriksson viö rallbíl sinn „Stefnum á íslands- meistaratitilinn“ RALLKAPPARNIR Óskar Ólafs- son og Árni Óli Friðriksson hafa slegið við sér reyndari mönnum á þessu ári. Þcir félagar hafa á sínu fyrsta ári i keppni i rallakstri náð forystu í íslandsmeistarakeppn- inni. Eru þeir með töluverða for- ystu á þá Omar og Jón Ragnars- syni ásamt Hafsteini Aðalsteins- syni og Birgi V. Halldórssyni. Það var því vel við hæfi að spjalla við þá félaga. „Við ætlum að reyna að hanga í toppunum. Það hefur gefið góða raun hingað til. Við reynum að þrýsta örlítið á þá, sem verða í efstu sætunum, en aðalmálið er að Ijúka keppninni," sagði Árni Óli. — Er ekki mikill kostnaður samfara rallinu? „Jú, við verðum með þrjá við- gerðarbíla og sex viðgerðar- menn. Ef bensín og annað er tek- ið með þá kostar hvert rall um 30.000 krónur. Smíði bílsins kostaði 100.000 krónur og er þá kaupverð bílsins tekið með,“ svöruðu þeir Árni og Óskar. — Þið hafið náð góðum árangri á árinu, kemur hann ykkur á óvart? „Já, við erum mjög hissa. Að vissu leyti er þetta ekkert annað en heppni. Við höfum stefnt að því að ljúka keppni hingað til og gerum það áfram. Hinsvegar stefna margir ökumenn ætíð á verðlaunasæti og hver toppöku maðurinn dettur úr af öðrum, sem skilur eftir autt sæti fyrir okkur. Við ökum eftir okkar getu, en ekki annarra og það hef- ur gefið góða raun,“ sögðu Óskar og Árni að lokum. Líklegt má telja að þeir félag- ar nái langt, því í Ljómarallinu stefna mjög margir á verðlauna- sæti, sem þýðir að afföll verða að öllum líkindum mikil. Afstaða þeirra Óskars og Árna er því hárrétt og hefur leitt til forystu þeirra í íslandsmeistara- keppninni, sem þeir hyggjast halda með þessu móti. „Líkamlegt erfiði að keppa í rallakstri“ Jóhann Hlöðversson og Jóhann S. Helgason. „DRAIIMIIRINN er að ná verð- launasæti, en ég geri mig ánægðan með 1.—5. sæti í keppninni, alls ekki ncðar,“ sagði Jóhann Hlöð- vcrsson í spjalli við Morgunblaðið um Ljómarallið. Hann ekur Ford Excorl 2000, sem telst með betur búnum bílum hér á landi og þegar blm. spjallaði við Jóhann var verið að koma fyrir betri demparabún- aði. Aðstoðarökumaður Jóhanns er Jóhann S. Helgason, en þeir hafa staðið nokkuð vel að vígi í röllum til þessa. „Við erum með verr bú- inn bíl, en margir, en við reynum allt hvað við getum til að vera í toppbaráttunni. ítalina ætlum við að taka, og verður væntan- lega erfitt fyrir þá að vinna ís- lendingana," sagði Jóhann þegar hann var spurður hvort bíll hans byði upp á akstur til sigurs. „Fyrsta daginn tökum við ró- lega, en stöndum hann annan og þriðja daginn. Vegna þess hversu bíllinn er kraftmikill þarf ég ekki að taka áhættur yfir hæðir og í erfiðum beygjum, beinu kaflarnir munu bæta það upp.“ „Hvað er það sem gefur rallinu gildi?“ „Maður fær svona „smá kick“, sagði Jóhann alsæll á svipinn, „þetta er alveg sérstök utrás. Ég veit ekki, þetta er algjör vit- leysa, þetta er gaman, undirbún- ingurinn er rosalegur og þú kynnist mörgum." „Er þetta likamlegt og andlegt erfiði?" „Já, rallakstur er líkamleg áreynsla, ef svo má segja. Þreyta segir til sín á löngum leiðum. í byrjun keppni er ég alltaf spenntur, en þegar undir stýri er komið hverfur spennan. Undir stýri líður mér eins og heima í stofu." „Bitnar þetta áhugamál á fjöl- skyldulífinu?" „Ef það fer að bitna verulega á fjölskyldunni, þá hætti ég. Áhugamál mega ekki koma niður á fjölskyldunni, fyrr hætti ég.“ „Hvaða aðferðum ætlar þú að beita til að ná verðlaunasæti í Ljómarallinu?" „Hugsanlega að aka upp á áföll annarra með því að aka ró- lega á fyrsta degi. Baráttan verður hvað hörðust í byrjun, það hefur sýnt sig hingað til,“ sagði Jóhann að lokum. Þess má geta að Jóhann hyggst fara til útlanda í vetur og kaupa tilbúinn rallbíl í Eng- landi. Telur hann ódýrara að gera slíkt en að standa í smíði bíla hérlendis, sem er gífurlega kostnaðarsamt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.