Morgunblaðið - 20.08.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 20.08.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 Guðmundur Vigfús Þorgilsson - Minning Kæddur 9. október 1894 Dáinn 9. ágúst 1982 Vigfús fæddist að Hraunhöfn í Staðarsveit, Snæfellsnesi, 9. októ- her 1894. Hann andaðist að Hrafn- istu í Reykjavík 9. ágúst sl. Skorti hann |>ví rétta tvo mánuði í fulln- uð 88 ár jarðvistarlífs síns. Foreldrar Vigfúsar voru þau hjón Þorgils Guðmundsson, hreppstjóri, og Þorbjörg Vigfús- dóttir. Þau hófu búskap að Hraunhöfn og fluttu síðan að Tröðum í sömu sveit. Börn þeirra Þorgils og Þorbjargar voru fimm og er eitt þeirra nú eftirlifandi, Ásgerður, sem bjó að Kalastöðum í Hvalfirði. Árið 1922 verða straumhvörf í lífi Vigfúsar. Hann kvænist Elísa- betu Nikulásdóttur. Settu þau bú sitt í Hafnarfirði og bjuggu þar alla tíð, lengst af á Vitastíg 6a, það hús byggði Vigfús. Vigfús var alla tíð veitandi en ekki þiggjandi. Hann var jafnvíg- ur til sjós og lands og var eftir- sóttur til starfa. Um árabil var hann háseti á botnvörpungum gerðum út frá Hafnarfirði. Lengi á „Surprise" og síðar á „Imperial- ist“. Á báðum þessum skipum var hann undir stjórn hins lands- þekkta dugnaðarmanns Tryggva Ófeigssonar. „Imperialist" var eitt fullkomnasta fiskiskip sem fiskaði í Norður-Atlantshafi og við Græn- land á sínum tíma. Þar var valinn maður í hverju rúmi og engir auk- visar komust þar að. Vigfúsi líkaði mjög vel við Tryggva og ætla má að það hafi verið gagnkvæmt. Að honum söfnuðust úrvalsmenn og var Vigfús einn í þeim hópi. Vig- fús átti fallega mynd af „Imperial- ist“. Var mér oft starsýnt á þann glæsi farkost, þegar ég bankaði upp á hjá Vigfúsi. Á þá mynd fell- ur enginn skuggi, þó svo nýsköpun og skutdráttarskip hafi síðar kom- ið til. Eftir að Vigfús fór í land, vann hann um mörg ár við smíðar. Stundvísi, iðjusemi og húsbónda- hollusta voru aðalsmerki hans. Gilti það jafnt hvort unnið var hjá Júlíusi Nýborg í skipasmíðastöð hans, í Bátalóni, eða hjá Karvel Ogmundssyni, útgerðarmanni. Vigfús var mjög traustur vinur vina sinna, umtalsfrómur og góðgjarn. Þeim Elísabetu varð 7 barna auðið og komust 6 þeirra til manns. Eru þau: Hörður, giftur Sigmundínu Pétursdóttur, eiga þau 6 börn og búa í Hafnarfirði, Þorbjörg, gift Robert Day, eiga þau 3 börn og búa í Washington, USA, Óskar, giftur Elínu Krist- jánsdóttur og búa þau í Hafnar- firði, Kristín, gift Grétari Finn- bogasyni, eiga þau 4 börn og búa í Hafnarfirði, Ólafur, giftur Auð- línu Hannesdóttur, eiga þau 3 börn og búa í Hafnarfirði, Lýður, giftur Helgu Lúðvíksdóttur og eiga þau 4 börn og búa á Álftanesi. Auk barna sinna ólu þau Elísabet og Vigfús upp frá barnæsku Ómar Haffjörð og átti Ómar þar ávallt skjól og hlýju að mæta, eins og hjá bestu foreldrum. Elísabet andaðist árið 1974, syrgði Vigfús hana mjög. Fannst mér þá sól hníga til viðar hjá Vigfúsi, sem nú er endað með sól- ariagi. í gegnum trúarsöfnuð okkar Fíladelfíumanna kynntist ég Vig- fúsi fyrir mörgum árum. Sló aldr- ei fölva á þá kynningu. Þó svo lík- t Eiginmaöur minn, ALFRED NIELSEN, bakarameistari, Njálsgótu 65, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum þann 18. ágúst. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Steinunn Níelsen. t Astkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, BRANDUR BÚASON, Tómasarhaga 53, lést í Landakotsspítala aö morgni 19. ágúst. Guörún Halldórsdóttir, Guðrún Ása Brandsdóttir, Ólafur Ó. Halldórsson, Ásrún Læla og Silvía Kristín. t Maöurinn minn og faöir okkar, ÓLAFUR BJÖRNSSON, Leifsgötu 10, fyrrum bóndi í Núpsdalstungu, lést í Heilsuverndarstööinni í Reykjavík, að morgni 19. ágúst. Ragnhildur Jónsdóttir og börn. t Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUDBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Hrauntungu 105, Kópavogi, andaöist í Borgarspítalanum þriöjudaginn 17. ágúst. Hulda Böóvarsdóttir, Bjarni Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir, Hörður W. Vilhjélmsson, Jónína Kristjónsdóttir, Guörún Ingvarsdóttir, Jón A. Pálsson, Stefán Jónsson, Guðjón Jónsson og barnabörn. amlegt þrek og kraftar tækju að dvína, þá var trúarneistinn alltaf jafn brennandi hjá honum. Engin elliglöp eða hrörnun voru hjá Vigfúsi þegar hann bað. Brenn- andi og lifandi samband átti hann við Guð. I dag, föstudaginn 20. ágúst, verður Vigfús jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, hlýtur hann legstað við hlið Elísabetar eigin- konu sinnar. Sameiginleg trú þeirra á endurlausn Jesú Krists hefir nú leitt þau til samfunda í Paradís. Hann trúði á þann stað og nýtur nú. Síðustu mánuði var hann í hvert sinn, er ég kom til hans, að fara heim. Gjörði hann sig ferðbúinn hvað eftir annað. Raunverulegan undirbúning að ferðinni miklu gerði hann sér ljós- an fyrir tugum ára. Þegar kallið kom, var honum ekkert að van- búnaði. „Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað verði nafnið Drottins.“ Með þökk og bróðurkveðjum. í Jesú nafni. Kinar J. Gíslason „Það syrtir að er sumir kveðja“, segir skáldið í ljóði sínu. Það er sárt að kveðja afa sinn. Það er sárt að kveðja góðan mann. Langri lífsgöngu afa míns er lokið. Hann kvaddi þennan heim, sáttur við allt og alla. Hann vildi öllum gott gera og engum gerði hann mein. Teinréttur gekk hann til hinztu stundar. Fallegur, ljúfur, sannur, gekk hann leiðina til enda. Trúr var hann og trúaður, æðru- laus, vammlaus hetja til lokadags, réttlátur, alúðlegur, iðinn, allt til enda. í skírnargjöf hlaut ég nafnið hans. í 20 ár bjó ég í húsi hans. Til æviloka naut ég tryggðar hans. Allt lífið ber honum fagurt vitni. Heimili sitt og konu sinnar, ömmu minnar, Elísabetar Niku- lásdóttur, reisti hann í Hafnar- firði. Bæði voru þau ættuð af Snæfellsnesi og áttu ljúfar minn- ingar þaðan. Húsið sitt byggðu þau að Vitastíg 6A. Öll mörgu árin sem þau bjuggu þar, bar heimilið þeim vitni, verkin sönnuðu merkin. Hirðuskapur og snyrti- mennska sátu í fyrirrúmi hjá afa og eljan við að hlúa að, hirða og snyrta í kringum sig var með ein- dæmum. Ávallt sýndist húsið eins og nýmálað, garðurinn stóri í blóma öll sumur, Þrastarhóllinn iðandi af lífi og fuglasöng. Á afa sjálfum sást aldrei rykkorn. Aldr- ei féll honum verk úr hendi. Allar stundir, sem til féllu, fóru í að smíða, lagfæra og viðhalda innan húss og utan og þegar verr viðraði, undi hann sér í kjallaran- um eða úti í „skúr“, við smíðar og aðrar handmenntir. Hann var lærður líkkistusmið- ur, en marga áratugi vann hann við fyrirtækið Bátalón í Hafnar- firði við skipasmíðar, og bar hann alltaf mjög hlýjan hug til þess fyrirtækis. Fyrir nokkrum árum gaf afi mér sveinsstykkið, sem hann hafði smíðað ungur maður fyrir mörg- um árum, forláta skrifborð, sem ber höfundi sínum gott vitni um smíðagáfuna. Afi var orðinn fjörgamall mað- ur og afkomendurnir margir en börn þeirra ömmu voru: Hörður, blikksmiður í Hafnarfirði, maki Sigmundína Pétursdóttir. Þor- björg, maki Robert A. Day, búsett í Bandaríkjunum. Óskar, starfs- maður Hafnarfjarðarbæjar, maki Elín Kristjánsdóttir. Kristín, vinnur á St. Jóséfsspítala í Hafn- arfirði, maki Grétar Finnbogason, Ólafur, kaupmaður, maki Auðlín Hannesdóttir, og Lýður, verktaki, maki Helga Lúðvíksdóttir, búsett á Álftanesi. Auk þess ólu þau upp sonarson sinn, Ómar, stórkaup- mann, maki Ásdís Vignisdóttir, og eru þau búsett í Garðabæ. Þórð son sinn misstu þau ungan. Mér er ljúft að minnast afa míns. Aðeins góðar og hlýjar minningar á ég um hann. Sannur var hann og heiðarlegur að hverju sem hann gekk. Margt verður mér ljóslifandi í minningunni nú á kveðjustund. Oft leitaði ég at- hvarfs hjá honum og ömmu á Vitastíg. Oft var þar talaður í mig kjarkur. Alltaf var gott að leita aðstoðar afa ef eitthvað þurfti að lagfæra, hvort sem var í andlegum eða veraldlegum skilningi og margt handtakið átti hann í hús- inu mínu á Álfaskeiðinu, meðan ég var að lagfæra það. Alla aðstoð lét hann mér ljúfa í té. Afi hafði í rauninni aðeins einn leiðtoga í lífi sínu, algóðan Guð, sem hann trúði á og treysti. Hann kveið ekki dauðanum, heldur beinlinis hlakkaði hann til að „fara heim“ eins og hann kallaði það. Þar myndi hann hitta Guð sinn, ömmu og aðra burtkvadda ástvini sína. Trú hans var byggð á bjargi. Hann hafði saknað ömmu mikið eftir að hún dó fyrir nokkr- um árum og ferðin var honum fögnuður. Hann var vammlaus maður, sem kveður sáttur við alla menn og skuldlaus við þennan heim. Heiðarleiki, snyrtimennska, iðju- semi, traust og trú voru hans ein- kenni, ásamt með einlægni og elsku. Hann lifði og starfaði í kærleika í samfélagi Guðs og manna. Allt það bezta, sem einn mann má prýða, voru eiginleikar hans. Aldrei fæ ég fullþakkað allt það góða er hann gerði fyrir mig og mína. Síðustu árin dvaldi afi minn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þangað kom ég stundum til hans, en þó allt of sjaldan. Þá heyrði ég á hon- um, að hugur hans dvaldi oft á Vitastígnum. Þar lifði hann í minningum hamingjuára sinna, þar átti hann í rauninni alla tíð heima, þó vistaskipti hafi orðið síðustu árin. Eg kveð afa minn, trausta vin- inn í raun, merkisbera dyggðar- innar og hins góða í lífinu. Traust- ur vinur er fallinn. Hreinlundað- ur, hrekklaus maður hefur lokið sínu lífsstarfi. Söknuður er í hjarta. Þegar ég heyri góðs manns get- ið, mun ég minnast afa míns, Vig- fúsar Þorgilssonar. Blessuð sé minning hans. Öllum aðstandendum nær og fjær sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Ævar Harðarson frá Hafnarfirði. Magnús Ingimundar- son — Kveðjuorð Fæddur 6. júní 1901 Dáinn 13. ágúst 1982 Nú eru liðnir nær fjórir áratug- ir síðan ég kom fyrst að Bæ í Króksfirði. Magnús Ingimundar- son var þá vegaverkstjóri í Vest- ur-Barðastrandarsýslu, og hjá honum var ég í vegavinnu í þrjú sumur. Þetta voru ár mikilla breytinga í vegagerð á Islandi, þegar jarðýtur og mokstrarvélar tóku við af hökum og skóflum. Þessar framfarir voru mjög að skapi Magnúsar Ingimundar- sonar, sem með einstökum dugn- aði og bjartsýni hafði gert Bæ í Króksfirði að stórbýli. Það hefur alltaf verið ánægju- legt að hugsa til þessara ára, því að með okkur Magnúsi tókst ágæt samvinna, þó að aldursmunur væri mikill. En þó að veraldar- gengi Magnúsar í Bæ virtist mikið á þessum árum, gekk honum þó ekki allt í haginn, því að ýmislegt skipaðist öðruvísi en hann hafði ætlað og margt reyndist mótdrægt í lífinu. Hann ræddi oft við mig, unglinginn, um vanda sinn og sinna, þó að ég væri þess aðeins umkominn að hlusta. Með okkur tókst þá vinátta, sem aldrei bar t Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ARINBJARNAR ÞORKELSSONAR, húsasmíðameistara. Pálína Arinbjarnardóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Hallgrímur Jónasson, Margrét Andrésdóttir, Þórir Arinbjarnarson, Ágústa Friðriksdóttir, Arinbjörn Friðriksson, Þórunn Friðriksdóttir, Friðrik Þorsteinsson, Ingi Lúðvík Þórisson, Edda Þóra Þórisdóttir, Marc Vierstraete Ágúst Björn Þórísson, og barnabarnabörn. skugga á, og oft hef ég verið gest- ur í Bæ og síðan að Kletti og að lokum að Hagamel 35. Og alltaf sem í konungsgarði, því að Magn- ús Ingimundarson var landsfræg- ur fyrir gestrisni og höfðingslund. Alltaf var þá gleðin í hásæti, en aldrei æðrazt né kvartað, og djúpt snart það mig, þegar hann kvaddi fyrir bæjardyrum með hattinn í hendinni og hneigði sig að höfð- ingja sið, og þannig munu margir minnast hans til hins síðasta. Með Magnúsi í Bæ er gengin kynslóð þolgæðis og trygglyndis, sem ekki heimtaði allt af öðrum, en ræktaði garðinn sinn af trúmennsku og í kyrrþey. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú hér- aðshöfðingjann Magnús í Bæ með virðingu og einlægri þökk og vott- um Borghildi, konu hans, börnum hans og öllum, sem voru honum innan handar, hluttekningu okkar. Guðmundur Asgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.