Morgunblaðið - 20.08.1982, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.08.1982, Qupperneq 27
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 27 Mac Wilkins i Reykjaviknrleilninnm um irið. Mac Wilkins nálgast toppinn á nýjan leik Mac Wilkins, fyrrum heimsmet- hafi í kringlukasti, sem keppti i Reykjavíkurleikunum í frjilsum fyrir fium árum, er á mikilli uppleið á nýjan leik. Hann sigraði í vikunni í kringlukasti á móti einu miklu sem haldið var i Ziirich i Sviss. Wilkins kastaði kringlunni 68 metra slétta, en næsti maður kastaði henni 67,84 metra. Það var landi Wilkins, John Powell. Art Burn, einnig fri Banda- ríkjunum, varð þriðji með 66,68 metra kast. Dave Laut, sem verið hefur afar sigursæll i kúluvarpinu á þessu ári, sigraði í greininni, varpaði 21,44 metra. Hann var eini kepp- andinn sem fór yfir 20 metra, en næsti maður var Dean Crauser sem varpaði kúlunni 19,88 metra. Þá náðist afar góður árangur í stangarstökkinu, Bandaríkjamað- urinn Bill Olson vippaði sér yfir 5,70 metra og sigraði, en annar varð Júrgen Winkler frá Vestur- Þýskalandi sem fór yfir 5,60 metra. Coe sigraði glæsilega í 800 metrunum í Zurich HINN vinsæli millivegalengda- hlaupari Sebastian Coe frá Bretlandi kom, sá og sigraði á miklu frjils- íþróttamóti sem fram hefur farið I Ziirich síðustu dagana. Coe keppti i fyrsta skipti opinberlega í meira en átta vikur, en hann hefur itt við meiðsli að stríða. Coe sigraði sem sé í 800 metra hlaupinu og náði næst- besta tíma sem náðst hefur í grein- inni. Hann haföi sig litt í frammi fyrstu 700 metrana, hélt þó í við fremstu menn. En þegar 100 metrar voru til stefnu tók kappinn mikinn sprett og hristi af sér keppinautana. Tími Coes var 1:44,78, aðeins 0,33 úr sekúndu lakari tími en hjá Steve Cram, landa Coes, sem á enn besta tímann í þessari grein á þessu ári. Detlev Wagenknecht var annar á 1:45,02 og þriðji varð James Robinson frá Bandaríkjun- um á 1:45,06. Sebastian Coe Hörkukeppni hjá börnunum NEÐANTALDIR urðu Reykjavík- urmeistarar á Reykjavíkurmóti barnanna 1982. Keppendur voru 413 og luku allir keppni. Áhorfendur voru rúmlega 3.000. Snú-snú (yngri) 1. Margrét Valdimarsdóttir Snú-snú (eldri) 1. Dögg Ármannsdóttir Sippa (yngri) 1. Laufey Erlendsdóttir Sippa (eldri) 1. Margrét Árnadóttir Húla (yngri) 1. Steinunn Blöndal Húla (eldri) 1. Steinunn Geirsdóttir Waage 100 m hlaup (yngri) 1. Jón Ó. Valdimarsson 100 m hlaup (eldri) 1. Jakob Aðils Kassabilarallý (yngri) 1. Birgir Árnason og félagi Kassabílarallý (eldri) 1. Pétur Hannesson og félagi Skalla bolta á milli (yngri) 1. Sigurður Kári Kristjánsson 1. Geir Sigurður Jónsson Skalla bolta á milli (eldri) 1. Hilmar Þór Hákonarson 1. Hallgrímur Jónsson Hitta bolta í mark (yngri) 1. Halldór I. Gylfason Hitta bolta i mark (eldri) 1. Guðmundur Árni Sigfússon Halda bolta á lofti (yngri) 1. Geir Sigurður Jónsson Halda bolta á lofti (eldri) 1. Hilmar Þór Hákonarson Reiðhjólakvartmíla (yngri) 1. Steingrímur Bjarnason Reiðhjólakvartmíla (eldri) 1. Garðar Garðarsson Útsölumörk en jafn- tefli vel við hæfi TVÖ mörk af ódýrari gerðinni voru uppskeran í sanngjörnu jafntefli Ak- urnesinga og KR-inga i 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu er liðin mættust i Akranesi í gærkvöld. Úr- slitin, 1—1, í leik þar sem norðan- garri þvert á leikvöllinn gerði leik- mönnum lífið leitt, voru vel við hæfi. KR-ingar voru heldur meira með boltann, þökk sé sterkum tengilið- um, en sem fyrr vantaði flest það, sem flokka má undir tækifærasköp- un. Skagamenn ollu heimamönnum vonbrigðum rétt eina ferðina og all- ar vonir þeirra um meistaratitil hljóta nú að vera foknar út í veður og vind. KR-ingar eru hins vegar með UEFA-sætið í augsýn og ef rétt er haldið á spilunum á KR að leika í Evrópukeppni næsta haust í fyrsta sinn síðan 1969. Skagamenn fengu óskabyrjun í leiknum. Eftir aðeins 11 mínútna leik náðu þeir forystu, en markið verður líkast til aldrei talið til glæsimarka. Eftir mikinn darrað- ardans í markteig KR, þar sem margir voru á þeirri skoðun að vítaspyrnu hefði verið sleppt, a.m.k. einu sinni, var boltinn á leið í KR-markið þegar einn varnar- manna hugðist spyrna duglega frá marki. Til allrar ólukku tókst ekki betur til en svo, að skot hans small í brjósti Sigþórs Ómarssonar og þaðan fór boltinn í netið. Slysa- mark. Eftir markið dofnaði mjög yfir Skagamönnum og KR-ingar tóku leikinn smám saman í sínar hend- ur. Færi fengu þeir þó ekki fyrr en á 39. mín., en Sæbjörn hitti þá ekki boltann í upplögðu færi. Rétt á eftir mátti Halldór Pálsson taka fram sparihanskana til að slá skot Sigurðar Jónssonar yfir þverslá. Síðari hálfleikurinn var ekki nema mínútu gamall þegar KR jafnaði metin. Eftir aukaspyrnu Hálfdánar skallaði Jósteinn áfram inn í teiginn. Þar stökk Ág- úst Jónsson manna hæst og skall- aði að marki. Guðjón Þórðarson ÍA:KR 1 1:1 m Elías (íuðmundsson lék vel I liði KR. LIÐ ÍA: I)avíð Kristjánsson 6 Guðjón Þórðarson 5 Jón Áskelsson 5 Jón Gunnlaugsson 6 Sigurður Lárusson 6 Sigurður Jónsson 7 Sveinbjörn Hákonarson 5 Árni Sveinsson 6 Kristján Olgeirsson 6 Július P. Ingólfsson 5 Sigþór Omarsson 7 Björn H. Björnsson vm. lék of stutt Guðbjörn Tryggvason vm. lék of stutt virtist hafa alla burði til að forða marki, en „fraus" á línunni og jöfnunarmarkið var staðreynd. Eftir markið færðist mikið kapp í Vesturbæingana, en ekki tókst þeim að skapa sér nein færi fyrr en á 76. mínútu. Þá var réttilega dæmt af þeim mark. Áður höfðu" Skagamenn tvívegis komist nærri því að skora. Fyrst átti Sigurður Jónsson góðan skalla, sem var var- inn af Halldóri og síðan tókst Jósteini að komast fyrir Sigþór áður en hann hleypti af. Þar með voru minnispunktarnir upptaldir. Enn eitt jafntefli 1. deildar, það níunda hjá KR í sumar, var því staðreynd. KR sýndi það þó í þess- um leik, að liðið er á réttri leið og endurkoma Elíasar styrkir það mikið. Tríóið örvfætta, Elías, Sæ- björn og Hálfdán, voru bestu menn KR ásamt Jósteini. Hjá Skagamönnum var Sigurður Jónsson bestur ásamt Sigþóri. Magnús Pétursson dæmdi í gærkvöld sinn síðasta leik á Akra- nesi. Var hann leystur út með blómum, en eitthvað fóru þau illa í hann. Vafalítið gerir hann sér manna best grein fyrir því sjálfur, að þetta var ekki einn af hans bestu dögum. LH) KR: Ilalldór Pálsson 6 Guójón Hilmarsson 6 Ottó Guðmundsson 6 Jósteinn Einarsson 7 Jakob Pétursson 5 Ágúst Jónsson 6 Sæbjörn Guðmundsson 7 Hálfdán Örlygsson 7 Magnús Jónsson 5 Elias Guðmundsson 7 Birgir Guðjónsson 5 — SSv. Elnkunnaglöfln Ennþá gerast ævintýr! ENSKI knattspyrnumaðurinn Kevin Keegan kom heldur betur á óvart i gær er hann gerði samning við enska 2. deildarliðið Newcastle. Keegan var með liði sínu, South- ampton, í æfingaferð i Hollandi, og flaug hann þaðan beint til New- castle í gær. Keegan er nú orðinn 31 árs og átti hann eitt ár eftir af samningi sínum við Southampton. Gekk hann undir læknisskoðun í New- castle í gær og hripaði síðan undir samninginn. Kaupverðið var al- gjör tombóluprís, aðeins 100.000 pund, en það segir aldeilis ekki alla söguna. Hann fór nefnilega fram á 4.000 pund í vikulaun, en það eru um 84.000 krónur. Erfitt er að ímynda sér hvernig New- castle kemur til með að hafa efni á slíkum fjárútlátum, þar sem Manchester United, sem einnig hafði áhuga á kappanum, tók ekki í mál að greiða honum slíka upp- hæð og hætti við allt saman. Keegan hafði 75.000 pund í árs- laun hjá Southampton, en kemur nú til með að hafa rúmlega helm- ingi meira, eða um 210.000 pund, eða mjög svipað og hann fór fram á við United. Keegan útskýrði fé- lagaskipti sín á þann hátt að hann þyrfti eitthvað nýtt að keppa að. Er erfitt að ímynda sér hvers vegna hann valdi Newcastle til þess og ekki er ólíklegt (öllu held- ur mætti telja öruggt) að peningar hafi ráðið ferðinni. Peter Shilton er nú kominn til Southampton, og gæti liðið því í fyrsta skipti komið verulega sterkiega til greina sem meistari. - SN. Unglingagolf á Hvaleyrinni G.P. Þormar-unglingakeppnin í golfi fer fram á Hvaleyrarholtsvelli á morgun og hefst kl. 10.00. Er keppn- in fyrir 16 ára og yngri. Leiknar verða 18 holur, með og án forgjafar, og verður keppnin, eða a.m.k. einhver hluti hennar, tekinn upp á myndband og sýndur keppendum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.