Morgunblaðið - 21.08.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982
33
Minning:
Birgir Traustason
Vestmannaeyjum
ræddur 9. júní 1959.
Dáinn 4. ágúst 1982.
Ef engin ský væru til, mundi
maður ekki kunna að meta. sól-
skinið.
Sitjir þú einsamall, þá hugsaðu
um yfirsjónir þínar, sértu ekki
einsamall, talaðu ekki um yfir-
sjónir annara.
Víst vitum við að maðurinn er
ekki ódauðlegur, það liggur fyrir
okkur öllum eitt sinn að deyja og
eitt er víst, að maðurinn með ljá-
inn fer ekki í manngreinarálit.
En svo furðulegt sem það nú er,
þá er eins og það komi okkur alltaf
á óvart þegar einhver sem við
þekkjum er burt kallaður. Við
skiljum ekki af hverju það þurfti
endilega að vera þessi og það ein-
mitt núna.
Og við spyrjum þann sem allt
veit: Af hverju?
Þegar ég frétti að Biggi Trausta
væri dáinn, setti mig hljóða og í
huganum lifði ég aftur þær stund-
ir sem ég átti með honum heima í
Vestmannaeyjum.
Og það verð ég að viðurkenna,
að mér finnst það hróplegt órétt-
læti að hann skyldi svo fljótt vera
kallaður.
Hann var einu ári yngri en ég og
manni finnst lífið bara rétt vera
að byrja, maður er uppfullur af
hugmyndum um framtíðina og svo
þegar ungur vinur fellur frá, er
manni ekki nokkur leið að skilja
það. Það er svo sárt að þurfa að
horfast í augu við dauðann jafnt
þótt það komi tímabil í lífi okkar,
þar sem allt virðist svo aumt og
leiðinlegt, að það fær okkur jafn-
vel til að hugsa sem svo: Eg vildi
ég væri dauð, þá þyrfti ég ekki að
hafa áhyggjur af þessu.
En Guð forði okkur frá slíkum
hugsunum, lífið er svo dýrmætt að
við megum til með að nota það á
skynsamlegan hátt.
Við getum svo auðveldlega gert
marga góða hluti og látið gott af
okkur leiða.
Ég er innilega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Bigga,
hann var virkilega indæll strákur
og mér reyndist hann sannur vin-
ur. Það er sárt að þurfa að sjá á
eftir honum, en ég mun varðveita
minningu hans alla tíð.
Foreldrum hans og bræðrum,
votta ég mína dýpstu samúð og ég
bið Guð að gefa þeim styrk í sorg
þeirra og vera með þeim um
ókomin ár.
B.B.
Er KrcLsannn sá ég vió vatnið,
Ilann sagði vid mig:
Kg veit þú ert þreyttur
og þráir Minn frió.
í revnd er þú grætur,
vil Kg jjefa þér ró,
fcg vil aó þú munir,
bvers vegna fcg dó.
Næringin og neytandinn
eftir dr. Jón Óttar
Ragnarsson dósent
Næringin og
neytandinn
Vonandi er ég ekki að bera í
bakkafullan lækinn með því að
minnast ennþá einu sinni á fæðu-
flokka og fæðuval.
I síðustu greinum var fjallað
um hina 4gninnflokka fcðunnar. í
greinum þar á undan var fjallað
um næringarefnin (yfir 40 talsins).
Er nú komið að því að tengja
þetta tvennt saman.
Því við lifum ekki á næringar-
efnum einum saman. Ef við legð-
um okkur til munns hrein nær-
ingarefni væri valið auðvelt, en í
reynd borðum við matvæli. Og
þau skipta þúsundum.
Það er einmitt þessi mikla fjöl-
breytni (sem fer vaxandi) sem
gerir það að verkum að neytendur
þurfa á einföldum reglum að
halda sem þeir geta notfært sér
við matarinnkaup.
Fæðuval
Eins og margoft hefur komið
fram ættu neytendur að borða
meira af garðívöxtum (m.a. til að
fá C-vítamín), sérstaklega fersk-
um garðávöxtum, en annars
frystum.
Jafnframt ættu neytendur að
auka neyslu á kornmeti (m.a. til
að fá trefjaefni), sérstaklega öllu
grófu kornmeti. Gildir einu hvort
það eru t.d. gróf brauð eða hveiti-
klíð.
Neysla á kjöti er nú þegar veru-
leg og úr því fáum við stóra hluta
af öllu járni. Skiptir mestu að
kjötið sé magurt, a.m.k. hluti þess
dökkt kjöt og að innmaturinn
nýtist.
Neysla á fiski hefur dregist
saman á síðustu áratugum. Úr
fiskinum fáum við m.a. járn og
mörg fleiri snefilefni. Þyrfti fisk-
neysla að aukast, jafnt á mögrum
fiski sem feitum.
Neysla á mjólkurmat er nú þeg-
ar talsverð. Gefur hann okkur
mest af því kalki sem við þurfum
á að halda. Neytendur þyrftu að
auka neyslu á mögrum mjólk-
urmat.
En ef á að auka neyslu á garð-
ávöxtum, kornmeti, fiski og
mörgum mjólkur- og kjötafurð-
um, hvar á þá að draga úr? Er
ekki verið að ráðleggja hið
óframkvæmanlega?
Svarið er auðvitað það að við
eigum að draga úr neyslu á feit-
meti og fitu, sætmeti og sykri og
Jón Óttar Ragnarsson
Fæða
og
heilbrigði
öðrum orkuþrungnum og bæti-
efnasnauðum matvælum.
Næringarefnin
Þær ábendingar um fæðuval
sem hér voru nefndar byggjast
auðvitað á því að reyna að
tryggja að neytendur fái öll þau
næringarefni úr fæðunni sem þá
vanhagar um.
Jafnframt þarf að hafa í huga
að ákveðin tengsl eru á milli mat-
aræðis og ýmissa algengra hrörn-
unarsjúkdóma. Eru þessi tengsl
einnig lögð til grundvallar.
Er þá engin leið fyrir neytand-
ann að fylgjast með næringarefn-
unum sjálfum? Verður hann að
láta sér nægja að borða „meira af
þessari fæðu og minna af hinni“?
Svarið er nei. Það eru viss nær-
ingarefni, sem meiri hætta er á
að vanti í fæðið en önnur. Sum
þessara efna er hægt að líta á
sem eins konar lykilefni við fæðu-
val.
Þau lykilefni sem ég hef valið
eru sex talsins og ættu neytendur
að fylgjast með magni þessara
efna í daglegum kosti og nota til
þess tiltæk ráð.
Þessi sex efni eru C-vítamín,
trefjaofni, járn, kalk, D-vítamín og
fjölómettaðar fitusýrur (skamm-
stafað fófs). Ættu lesendur að
leggja þau á minnið.
Taflan hér á síðunni sýnir úr
hvaða fæðuflokkum þessi sex lyk-
ilefni er helst að fá. Koma fjögur
þeirra einkum úr grunnfæðu-
flokkunum, en tvö úr öðrum af-
urðum.
Lykilefni: Fæðuflokkur:
C-vítamín garðávextir
trefjaefni kornmatur
járn kjöt og fiskur
kalk mjólkurmatur
D-vítamín lýsi og innmatur
fófs jurta- og fiskolíur
Helsti tilgangurinn með þess-
ari aðferð er að neytendur átti sig
á því hvaða fæðutegundir eru
bestar uppsprettur fyrir hvert og
eitt, t.d. garðávextir fyrir C-víta-
mín.
Rétt er að benda á að trefjaefn-
in eru ekki næringarefni sam-
kvæmt hefðbundnum skilningi.
En þau eru nauðsynleg fyrir lík-
amsstarfsemina engu að síður.
Næring og fæða
Lykilefnin eru tengiliðir milli
næringarefnanna annars vegar
og fæðunnar hins vegar. En nær-
ingarefnin eru svo mörg að velja
verður fáein lykilefni til viðmið-
unar.
Lykilefnin eiga það sameigin-
legt, að ef neytandinn getur
tryggt að hann fái nóg af þeim í
daglegum kosti er lítil hætta á
skorti á öðrum næringarefnum.
En til þess að neytandinn geti
verið viss um að fá nóg af þeim
öllum þarf hann að vita hvaðan
þessi efni koma. Skulu því endur-
teknar nokkrar einfaldar reglur.
C-vítamín kemur aðallega úr
garðávöxtum, sérstaklega ávöxt-
um, kartöflum og grænmeti.
Trefjaefni er einkum að fá úr
kornmat, einkum grófu korni.
Járn er best að fá úr kjöti og
fiski, sérstaklega dökku kjöti og
innmat. Kalk kemur hins vegar
fyrst og fremst úr mjólkurmat,
einkum mjólkurdrykkjum og
ostum.
Þar með er upptalið hvaða lyk-
ilefni koma helst úr grunnflokk-
unum fjórum. D-vítamin fáum við
aðallega úr lýsi og innmat og fófs
úr jurtaolíum, lýsi og feitum fiski
(lax og síld).
Með því að einblína á þessi sex
efni — í stað þess að vera að
hugsa um nokkra tugi mismun-
andi næringarefna — ætti neyt-
andinn að geta hagnýtt sér þessa
þekkingu við matarinnkaup.
En meginatriðið er að lykilefn-
in ættu að auðvelda neytandan-
um að ná tökum á fræðigrein sem
fullt eins mætti kalla hluta af
hagnýtri neytendafræðslu: mat-
vælafræði og næringarfræði.
Með því að hafa þessi sex efni
að leiðarljósi við fæðuval í stað
þess að einblína á fæðuflokka og
fæðutegundir eru meiri líkur en
ella að matarinnkaupin nái til-
gangi sínum.
Stálbræðsla á íslandi:
Atak margra
lyftir grettistaki
Opið bréf til áhugamanna frá
stjórn Stálfélagsins hf.
í framhaldi af umræðum þeim,
sem fram hafa farið að undan-
förnu um fyrirhugaða stálvinnslu
á íslandi, óskar stjórn Stálfélags-
ins hf. að koma eftirfarandi sjón-
armiðum á framfæri:
Stálfélagið var stofnað formlega
25. apríl sl. af undirbúningsfélagi,
sem starfað hafði í meira en ára-
tug. Félagið stefnir að því að reisa
nú stálver, sem getur framleitt
allt það bendistál (steypustyrkt-
arjárn), sem þjóðin þarfnast. Hrá-
efnið er brotajárn, sem til fellur
innanlands.
Félagið hefur nú ákveðið að
auka hlutafé sitt í 40 milljónir
króna. Samkvæmt lögum um
stálbræðslu, sem sett voru í maí
1981, getur ríkið gerst þátttakandi
með allt að 40% hlutafjáreign.
Margt mælir með því að ráðast
nú í byggingu stálversins, og skulu
helstu rökin rakin hér:
1. I nýrri skýrslu Iðntæknistofn-
unar um arðsemi, sem unnin
var af Friðriki Daníelssyni
framkvæmdastjóra, á grunni
sérfræðiálits frá 1980, kemur
fram, að fyrirtækið á að geta
skilað 10,4—11,4% afkastavöxt-
um, við núverandi aðstæður. Er
þá miðað við 13.000 tonna árs-
framleiðslu, meðalverð bendi-
stáls síðastliðin 4 ár og
verksmiðjan verði afskrifuð að
fullu á 15 árum.
2. Nú stendur yfir könnun á til-
tæku brotajárni í byggðum
landsins og hagkvæmustu leið-
um til forvinnslu og flutninga. í
könnuninni er einnig leitað eft-
ir viðhorfum sveitarstjórna til
brotajárns, sem víða setur
óþægilegan svip á umhverfi.
Þegar er ljóst, að grundvöllur
er fyrir samvinnu Stálfélagsins
og flestra sveitarstjórna um
hagkvæmustu lausn á þessu
erfiða umhverfismáli — með
endurnýtingu í stálveri. Þess er
vænst, að leiðir finnist til að
þjóna fjarlægustu héruðum
landsins þrátt fyrir háan flutn-
ingskostnað, en það mun skýr-
ast þegar könnuninni lýkur um
næstu mánaðamót.
Árni Reynisson hefur unnið
að þessu verki, og einnig hefur
Stálfélagið notið ráðgjafar
Leifs Andersen, dansks sér-
fræðings á þessu sviði.
3. Félagið hefur tryggt sér lóð í
Straumsvík og er móttaka
brotajárns hafin þar, jafnhliða
undirbúningsframkvæmdum
við fullkominn brotajárnsgarð.
4. Þá hefur félagið sótt um heim-
ild til að taka skip á land til
niðurrifs, í Straumsvíkurhöfn.
Gert er ráð fyrir, að 10-20%-
þess brotajárns, sem fellur til á
næstu árum, komi frá fiski-
skipaflotanum. Sjö skip eru
þegar til athugunar hjá félag-
inu, en beðið er eftir afstöðu
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
til málsins.
I nýlegri blaðagrein birtist
heldur ögrandi athugasemd, höfð
eftir þýskum manni, sem telur
álíka fráleitt að reisa stálbræðslu
hér og að reka fiskiðju í Ruhr.
Stjórn Stálfélagsins tekur ekki af-
stöðu til þessa samanburðar, enda
hefur hún eingöngu áhuga á fyrr-
nefnda kostinum og færir fyrir
honum eftirtalin rök:
Stálverið nýtir innlent hráefni,
sem nú fer að mestu forgörðum.
Sé það flutt út, fást inn 10% af
verði bendistáls fyrir hráefnið. Sé
það unnið hér heima, er
verðmætasköpunin innanlands
90—100% í formi vinnulauna,
skatta og hagnaðar, auk orku-
kaupa og hráefnisins sjálfs.
Stálverið veitir um 70 manns
fasta vinnu, en gera má ráð fyrir
a.m.k. 100 nýjum störfum við til-
komu þess. Það nægir til að fram-
fleyta 300—400 manns. Þetta
skiptir máli á tímum stöðnunar í
landbúnaði og sjávarútvegi.
Stálverið sparar um 60 milljónir
króna í erlendum gjaldeyri.
Stálverið gerir þjóðina sjálf-
bjarga um mikilvægasta bygg-
ingarefnið, sem enn er innflutt.
Slíkt getur verið ómetanlegt, t.d. á
ófriðar- og krepputímum.
Stálverið getur leyst eitt hvim-
leiðasta umhverfismál, sem nær
allar byggðir landsins eiga nú við
að glíma, á hagkvæmasta hátt.
Stálverið kostar nú 140—150
milljónir króna, en það samsvarar
verði tveggja meðalstórra togara.
Vegna tímabundinna markaðs-
skilyrða er verð á tækjabúnaði nú
óvenjulágt og greiðslukjör hag-
stæð. Því er rétt að ráðast í þessa
Til þess að svo megi verða þarf
félagið nú að safna rúmlega 20
milljónum króna í hlutafé. Slík
upphæð fengist t.d. með því, að
tíundi hver einstaklingur legði
fram 1.000 krónur, ekki sem gjöf,
heldur sem fjárfestingu í skyn-
samlegu þjóðþrifafyrirtæki. Síðan
kæmu verðbætur á það fé og nokk-
ur hagnaður, þegar rekstur fyrir-
tækisins væri að fullu hafinn.
Meira þarf ekki til að þjóðin geti
eignast þetta nauðsynlega fyrirtæki.
Verður vandfundið betra dæmi um
það hvernig átak margra getur lyft
Grettistaki.
Reykjavík, 16. ágúst 1982.
Stjórn Stálfélagsins hf.
Sovézk kona út í geiminn
Moskvu, 19. ágúst AP.
SOVÉTMENN skutu í dag á loft
Soyus-geimfari með þremur geimför-
um innanborðs og var einn þeirra
kona. Þetta er i annað sinn sem
kvenmaður er sendur út í geiminn,
en sú sem hér um ræðir er 34ra ára
og heitir Svetlana Savitskaya.
Geimferjan, Soyus T-7, á að
tengjast Salyut 7-geimstöðinni á
föstudaginn, og að sögn TASS-
fréttastofunnar í kvöld gengur
leiðangurinn að óskum. Valentina
Tereshkova, sem einnig er sovézk,
var fyrsta konan sem komst út í
geiminn, en þriggja daga leiðang-
ur hennar var farinn á árinu 1963.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Al (.LYSINt. \-
SIMINN K.R:
22480
J4 \ M
t 14
l vl