Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
186. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Síberíuleiðslan:
Bandaríkja-
stjórn mun
beita refsi-
aðgerðum
Washington, París, Bonn, 25. ágúst. AP.
BANDARÍKJASTJÓRN hefur ikveð-
ið að beita refsiaðgerðum gegn fyrir-
ta'kinu Dresser Industries ef franska
stjórnin heldur fast við fyrirskipun
sína til dótturfyrirtækis Dressers í
Krakklandi um að skipa upp búnaði í
gasleiðsluna frá Síberíu i sovézkt
skip, sem nú liggur í höfn í Frakk-
landL
John Hughes formælandi banda-
ríska utanríkisráðuneytisins sagði
í dag að afstaða stjórnar sinnar í
þessu máli væri alveg skýr og fyrir
lægi að gripið yrði til einhvers kon-
ar aðgerða ef Dresser fer ekki að
fyrirmælum Bandaríkjastjórnar.
Kkki væri þó ákveðið til hvaða að-
gerða yrði gripið. Heimildir í
Washington telja líklegt að Dress-
er geti átt á hættu að verða neitað
um útflutningsleyfi í framtíðinni
eða jafnvel átt beinar sektir yfir
höfði sér.
Dómstóll í Washington hefur
staðfest að Bandaríkjastjórn hafi
rétt til íhlutunar í starfsemi
bandarískra fyrirtækja með þess-
um hætti, jafnvel þótt þau starfi
erlendis.
Alls staðar í Vestur-Evrópu hef-
ur afstaða Bandaríkjastjórnar í
máli þessu mætt mikilli mótstöðu.
Gaston Thorn formaður fram-
kvæmdastjórnar EBE sagði í dag,
að allir yrðu að leggjast á eitt til að
koma í veg fyrir viðskiptastríð
milli Bandaríkjanna og V-Evrópu.
Vestur-þýzka stjórnin hefur sent
þeim fyrirtækjum bréf sem samið
hafa um verkhluta í gasleiðslunni
og hvatt þau til að uppfylla pant-
anir frá Sovétríkjunum og skeyta
ekki um bann Reagans Bandaríkja-
forseta. í bréfinu er lögð áherzla á
að vestur-þýzk stjórnvöld geti ekki
beinlínis skipað fyrirtækjunum að
uppfylla þessar pantanir eins og
stjórnvöld í Bretlandi og Frakk-
landi geta gert.
Pravda, málgagn Sovétstjórnar-
innar, skýrir frá því í dag, að ýmis
mikilvæg vandamál hafi komið upp
við lögn gasleiðslunnar, en engu að
síður sé búizt við að hún verði tekin
í notkun 1984 eins og áætlað hafi
verið.
Kosningar
á Spáni?
Madrid, 25. ágúst AP.
LEOPOLDO Calvo Sotelo, forsætis-
ráðhcrra Spánar, er nú sagður hugleiða
að boða til nýrra kosninga í landinu
innan tíðar. Sotelo hefur aflýst fyrir-
hugaðri ferð sinni til Danmerkur og
ætlar að nota tímann til að ræða við
samflokksmenn sína og kanna grund-
völl fyrir nýjum kosningum meðal sam-
starfsaðila i rikisstjórninni.
Sotelo hafði ráðgert að vera í
Kaupmannahöfn í byrjun september
en hann hefur í hyggju að heim-
sækja allar höfuðborgir Efna-
hagsbandalagsríkjanna til að fylgja
eftir umsókn Spánar um aðild að
bandalaginu.
Heimildir innan stjórnarliða í
Madrid herma að Sotelo vilji rjúfa
þing og boða til nýrra kosninga til að
koma í veg fyrir að þeir sem yfirgef-
ið hafa flokk hans að undanförnu,
þ.á m. Suarez, fyrrum forsætisráð-
herra, geti skipulagt stjórnarand-
stöðu sína fyrir kosningar.
Símamynd AP.
Hópur bandarískra landgönguliða þrammar eftir „grænu línunni" svonefndu
í Beirút. Á vinstri hönd er hverfí kristinna manna, en til hægri hverfí
múhameðstrúarmanna. Flestar byggingarnar eru ílla leiknar, eins og sjá má.
Bandarískir
gönguliðar í
„Samstöðumenn
undirbúa blóðbað44
— segir innanríkisráðherra Póllands
V»raji, 25. ágúst AP.
UM 200 þúsund Pólverjar tóku þátt í göngu í borginni Czes-
tochowa í dag til að minnast þess aö nú eru liöin 600 ár frá
því ein dýrmætasta helgimynd þjóðarinnar, Svarta Madonn-
an, kom til Póllands. Talið er að mannsöfnuðurinn í borginni
sé hinn mesti, sem heimilaður hefur verið í landinu frá þvi
herlög tóku gildi fyrir átta mánuðum.
Pólverjar höfðu gert sér vonir
um að Jóhannes Páll páfi 2.
myndi taka þátt í hátíðahöldun-
um, en af því gat ekki orðið
vegna andstöðu pólskra yfir-
valda. Páfi sagði í dag í Róm, að
hann væri með löndum sínum í
huganum á þessum merkisdegi.
Innanríkisráðherra Póllands,
Czeslaw Kiszczak hershöfðingi,
sakaði forvígismenn Samstöðu,
sem fara huldu höfði, um að und-
irbúa blóðbað í tilefni tveggja
ára afmælis samtakanna í næstu
viku. Sagðist ráðherrann sann-
færður um að pólsk stjórnvöld
réðu yfir nægilegu afli til að
halda uppi lögum og reglu í land-
land-
Beirút
inu þrátt fyrir áform framá-
manna í Samstöðu.
Fulltrúi Samstöðu í Briissel
segir í viðtali við málgagn al-
þjóðasamtaka frjálsra verkalýðs-
félaga, að allsherjarverkfall
kunni að vera eina leiðin til að
knýja pólsku stjórnina til að
virða rétt verkafólks.
Rakowski aðstoðarforsætis-
ráðherra Póllands sagði í Ham-
borg í dag, að Lech Walesa gæti
vel haft hlutverki að gegna við að
byggja upp ný verkalýðsfélög í
Póllandi í samræmi við hug-
myndir yfirvalda þar um. Sagði
Rakowski að Walesa gæti ef
hann vildi tekið þátt í uppbygg-
ingu þjóðlegra verkalýðsfélaga í
landinu.
Pólskri farþegaflugvél á leið
frá Búdapest til Varsjár var
rænt í kvöld og henni snúið til
Múnchen. Með vélinni, sem var
af sovézkri gerð, voru 65 farþeg-
ar og 8 manna áhöfn. Engan sak-
aði og flugræningjarnir, sem
voru tveir vopnaðir Pólverjar,
gáfu sig fram við lögreglu þegar
við komuna til Múnchen.
Fjármálaráðherra Breta;
Efnahagsstefnan verður óbreytt
þrátt fyrir aukið atvinnuleysi
London, 25. ágúst AP.
BREZKA ríkisstjórnin mun ekki breyta um stefnu í efna-
hagsmálum þótt 13,8% vinnufærra manna gangi nú atvinnu-
lausir, að því er sir Geoffrey Howe fjármálaráðherra landsins
sagði í dag. Howe sagði að atvinnuleysið hefði smám saman
aukist á tímum margra ríkisstjórna og það mundi taka langan
tíma að koma því aftur niður á við.
Beirut, 25. ágúst AP.
UM EITT þúsund skæruliðar
PLO héldu í dag sjóleiðis frá
Beirut til Sýrlands og Súdan
nokkru eftir að bandarískir
landgönguliöar, sem hafa
eiga auga með brottflutningi
PLO-manna, hófu að koma
sér fyrir í Beirut. Stuðn-
ingsmenn skæruliðanna í
röðum vinstrisinna í borginni
hleyptu af fallbyssum og
vélbyssum í heiðursskyni,
þegar skæruliðarnir héldu á
brott.
Tvö ítölsk herskip lögðust við
akkeri utan við höfnina í Beirut
í kvöld og munu hermennirnir
sem þar eru um borð væntan-
lega ganga á land og taka við
skyldustörfum á morgun, m.a. á
alþjóðaflugvellinum í Beirut.
Hætt var við að flytja skæru-
liða landleiðina til Sýrlands en
sýrlenzkir hermenn í Beirut
verða þó fluttir þá leið á næstu
dögum. Hani El-Hassan, sem er
pólitískur ráðgjafi Arafats leið-
toga PLO og var jafnframt að-
alsamningamaður PLO í við-
ræðum undanfarinna vikna um
brottflutning PLO, sagði að
Philip Habib, sendimanni
Bandaríkjastjórnar, hefði ekki
tekizt að tryggja öryggi PLO-
mannanna hefðu þeir farið
landleiðina. El-Hassan var einn
þeirra sem fór með skipi til
Sýrlands í dag og er hann
hæstsetti PLO-maðurinn sem
enn hefur farið frá Beirut.
Howe sagði að ekki kæmi til
greina að slaka á þeirri efna-
hagsstefnu sem fylgt hefði verið
og veita meira fjármagni út í
efnahagslífið. Hann sagði að
ýmislegt hefði áunnizt í efna-
hagsmálum í Bretlandi, m.a. væri
verðbólgan nú komin niður í 8,7%
úr 21,9% fyrir tveimur árum.
óábyrg peningamálastefna nú
myndi aðeins verða til að auka
verðbólguna og ekki koma af stað
Tveir ísbirnir
deyja úr hita
Stokkhólmi, 25. ápiíst. AP.
TVEIR hvítabirnir í dýragarðin-
um í Stokkhómi hafa látið lífíð
með stuttu millibili af völdum
mikils hita, að því er dagblaðið
Expressen skýrir frá í dag. í bæði
skiptin var hitinn yfír 30 stig,
þegar dýrin drápust. Dauði ís-
bjarnanna hefur leitt til
umræðna í Stokkhómi um það,
hvort rétt sé að hafa slík dýr í
dýragarðinum í borginni, en
starfsmenn garðsins hafa viður-
kennt, að birnirnir hafí of lítið
svigrúm í garðinum.
auknum hagvexti.
Stjórnarandstæðingar og verka-
lýðsleiðtogar í Bretlandi hafa
gagnrýnt stjórn Thatchers forsæt-
isráðherra mjög harkalega í dag
eftir að nýjar atvinnuleysistölur
voru birtar.
David Owen, einn af leiðtogum
hins nýja jafnaðarmannaflokks,
sagði að atvinnuleysistölurnar
yrðu grafskrift ríkisstjórnarinnar
og Eric Varley, talsmaður verka-
mannaflokksins, sakaði stjórnia
um „ómannúðlega þrjózku“.
Símamynd AP.
Skæruliðar PLO á leið til Suður-Yemen um Súez skurð veifa til lands.