Morgunblaðið - 26.08.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
Bókaútgáfan Vaka:
„Frelsi að leiðarljósi“
— bók með ræðum
og ritgerðum
dr. Gunnars
Thoroddsen
„Krelsi art leirtarljósi" nefnist bók
eftir dr. (íunnar Thuroddsen forsæt-
isráðherra, sem koma mun út hjá
Bókaútgáfunni Vöku nú með haust-
inu. í bókinni koma fram skoðanir
dr. Gunnars á hinum ýmsu mála-
flokkum og hugðarefnum, og enn-
fremur er að finna í bókinni lýsingar
á fjölmörgum samferðamönnum for-
sætisráðherra á lífsleiðinni, bæði
látnum mönnum og núlifandi.
Ólafur Ragnarsson, eigandi Bók-
aútgáfunnar Vöku, hefur valið efn-
ið í bókina í samvinnu við Gunnar,
en það er að mestu leyti byggt á
ritgerðum, greinum og ræðum er
hann hefur flutt og ritað við hin
margvíslegustu tilefni á löngu ára-
bili. Olafur hefur síðan búið bókina
til prentunar, að því er hann sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær,
og einnig ritað ýmsar skýringar og
bætt við upplýsingum um mál, sem
ekki eru eins ofarlega á baugi nú og
þegar viðkomandi ræða eða ritgerð
var samin.
Bókin, sem verður prýdd fjölda
mynda, mun sem fyrr segir koma
út nú í haust hjá Bókaútgáfunni
Vöku.
Jakob V. Hafstein
lögfrœðingur látinn
LÁTINN er í Reykjavík Jakob V.
Ilafstein lögfræðingur, 67 ára að
aldri.
Jakob var fæddur 8. október
árið 1914 á Akureyri og voru for-
eldrar hans Júlíus Havsteen
sýslumaður og Þórunn Jónsdótt-
ir Ilavsteen. Jakob lauk lög-
fræðiprófi frá Háskóla íslands
árið 1938. Hann hefur gegnt
ýmsum störfum; var fram-
kvæmdastjóri Rauða kross Is-
lands, framkvæmdastjóri Lands-
sambands ísl. útvegsmanna og
var hann þá einnig skrifstofu-
stjóri Félags ísl. botnvörpu-
skipaeigenda. Hann tók virkan
Jakob V. Hafstein
þátt í félagsmálum íþróttahreyf-
ingarinnar og var um tíma for-
maður Iþróttafélags Reykjavík-
ur. Hann var heiðursfélagi
íþróttaféiagsins Völsungs á
Húsavík og hefur hann verið
sæmdur heiðurskrossi IR.
Jakob hefur gefið út nokkur
sönglög og sönglagatexta og
einnig gaf hann út bókina „Söng-
ur villiandarinnar". Hann hefur
stundað myndlist um árabil og
haldið fjölmargar myndlistar-
sýningar. Jakob gaf út bókina
„Laxá í Aðaldal" árið 1965.
Hann var einn stofnenda
Klak- og eldisstöðvar Húsavíkur
og var lengi áhugamaður um
fiskiræktarmál og skrifaði hann
töluvert um þau efni í blöð og
tímarit. Hann var skipaður í
Veiði- og fiskiræktarráð Reykja-
víkurborgar árið 1974 og sat
einnig í nefnd sem endurskoðaði
lög um lax- og silungsveiði.
Hann hefur átt sæti í stjórn
Landssambands stangveiði-
félaga og var varaformaður þess
um skeið.
Hann sat í stjórn Varðar og í
stjórn félags sjálfstæðismanna í
Austurbæ og Norðurmýri í
Reykjavík og um leið í Full-
trúaráði sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík.
Jakob V. Hafstein var kvænt-
ur Birnu Ágústsdóttur Hafstein
og lifir hún mann sinn.
Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, kona hans, taka á móti Anker Jörgensen og frú í Höfða í gær. Að baki
danska forsætisráðhcrrans má sjá Völu Thoroddsen forsætisráðherrafrú.
Anker Jörgensen og frú:
Vestmannaeyjar skoðaðar í gær
ANKKR Jörgensen forsætisráð-
herra Danmerkur og kona hans,
Ingrid Jörgensen, fóru ásamt
fylgdarliði frá Húsavik í gærmorg-
un og héldu til Vestmannaeyja.
llm miðjan dag var síðan flogið til
Reykajvíkur, en þá hélt borgar-
stjórinn í Reykjavík, Davið
Oddsson, danska forsætisráðherr-
anum hóf í Höfða.
Við komuna til Vestmanna-
eyja tóku bæjarfulltrúar á móti
gestunum, en síðan voru eyjarn-
ar skoðaðar, ekið var um og nýja
hraunið skoðað. Einnig skoðaði
danski forsætisráðherrann hita-
veituna í Eyjum. Þá var lunda-
pysjum, sem börn höfðu bjargað,
sleppt að sið Vestmanneyinga og
höfðu gestirnir gaman af, að
sögn viðstaddra. Síðan snæddu
gestirnir hádegisverð í boði bæj-
arstjórnar Vestmannaeyja. Mjög
gott veður var í Eyjum á meðan
á dvölinni stóð og komu dönsku
gestirnir og fylgdarlið seinna til
Reykjavíkur en áætlað var.
I gærkveldi buðu Anker Jörg-
ensen og frú til kvöldverðar, en
áformað var að þau héldu utan
snemma í morgun.
Áfengi og tóbak
hækkaði um 12%
ÁFKNGI og tóbak hækkaði í verði i
gær um 12%.
Af verði nokkurra algengra áfeng-
istegunda eftir hækkun má nefna að
flaska af Smirnoff-vodka kostar nú
375 krónur, en kostaði áður 335
krónur. Flaska af Red Label-viskí
kostar 364 krónur, en kostaði áður
325, flaska af innfluttum sénever
kostar nú 377 krónur, en kostaði 337
krónur fyrir hækkun. Flaskan af
('ampari kostar nú 222 krónur, en
fyrir hækkun kostaði það 198 krón-
ur.
Af léttum vínum má nefna að
þýskt hvítvín, Blue Nun, kostar nú
75 krónur flaskan, en kostaði fyrir
hækkun 67 krónur. Franskt rauð-
vín, Geisweiler reserve, sem kost-
aði 119 krónur flaskan fyrir hækk-
un, kostar nú 133 krónur.
Algengir amerískir vindlingar
kosta nú 26,75 krónur pakkinn, en
kostuðu fyrir hækkun 23,90 krón-
ur. Vindlar af tegundinni London
Docks, sem kostuðu 36 krónur fyr-
ir hækkun, kosta nú 40,50 krónur.
Reyktóbak af tegundinni Prince
Albert kostar nú 22,35 krónur
bréfið, en kostaði 19,95 krónur
fyrir hækkun.
Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra í útvarpsfréttum:
32 þingmenn eru minnsti starf-
hæfi meirihluti ríkisstjórnar
„Tel mig vera 1 hópi 20 stjórnarandstæðinga í neðri
deild,“ segir Albert Guðmundsson alþingismaður
„32 ÞINGMENN eru minnsti
slarfhafi meirihluti ríkisstjórnar,
það er fræðilegt mat á stöðunni.
Engin ríkisstjórn getur setið til lang-
frama nema geta fengið samþykkt
lagafrumvörp," var haft eftir Ólafi
Jóhannessyni utanríkisráðherra og
fyrrum lagaprófessor við Háskóla
Islands í útvarpsfréttum í gærkvöldi
i tilefni af yfirlýsingu Eggerts llauk-
dal alþingismanns um að hann sé
hættur stuðningi við ríkisstjórnina á
Alþingi. Síðar i sama fréttatíma var
hafi orðrétt eftir Alberti Guð-
mundssyni alþingismanni: „Eins og
er, á meðan ríkisstjórnin fæst ekki
til að ræða efnahagsráðstafanir og
önnur mál á Alþingi, tel ég mig vera
i hópi 20 stjórnarandstæðinga í
neðri deild og ég harðna meira og
meira í þeirri afstöðu.“
Fréttamaður segir að Ólafur
Jóhannesson hafi fátt viijað segja
sem stjórnmálamaður um stöðu
ríkisstjórnarinnar á þessari
stundu, og leiði hjá sér spádóma
um hvað framundan sé, en að sem
fræðimaður hafi Ólafur sagt að
almennt séð teldist 31 þingmaður
nægur meirihluti að baki ríkis-
stjórnar, þannig að t. d. fjárlög
ættu að geta komist í gegnum
þingið. Þá hefur fréttamaðurinn
orðrétt eftir Ólafi: „Auðvitað get-
ur samt engin ríkisstjórn setið til
lengdar án þess að koma laga-
frumvörpum í gegnum báðar
þingdeildir. 32 þingmenn eru
minnsti starfhæfi meirihluti rík-
isstjórnarinnar, það er fræðilegt
mat á stöðunni. Engin ríkisstjórn
getur setið til langframa nema
geta fengið samþykkt lagafrum-
vörp.“
Fréttamaður hefur síðan beint
eftir Ólafi, að ríkisstjorn með
ótryggan meirihluta í annarri
þingdeildinni gæti ekki einu sinni
afgreitt fjárlög almennilega, því
oft þyfti að fá ýmis lög til fjáröfl-
unar og fleira tengt afgreiðslu
sjálfra fjárlaganna. Þá kvaðst
Ólafur aðspurður ekki telja að
ríkisstjórninni myndi berast
óvæntur stuðningur frá stjórnar-
andstöðunni. Hann kvaðst ekki
hafa nokkra trú á því, en kannski
mætti segja að allt ylti á Alberti
Guðmundssyni því hann hefði
ekki sagt sitt síðasta orð.
Fréttamaður segir síðan frá
viðtali sínu við Albert Guð-
mundsson. Hann hefur eftir hon-
um í upphafi, að Gunnar Thor-
oddsen forsætisráðherra hefði
ekki rætt við hann um stuðning
við ríkisstjórnina eða bráða-
birgðalögin sérstaklega. Albert
kveðst styðja eindregið kröfur
þingflokks sjálfstæðismanna um
að Alþingi komi saman þegar í
stað til að láta á reyna hvort
bráðabirgðalögin styðjast við
nauðsynlegan meirihluta þing-
manna í báðum deildum þingsins.
Þá kvaðst hann sjá fleiri nei-
kvæða þætti en jákvæða í efna-
hagsráðstöfunum ríkisstjórnar-
innar. Af neikvæðum þáttum
nefnir hann kjaraskerðingu,
hækkun vörugjalds, sem myndi
leiða til meiri verðbólgu og skerð-
ingar á álagningu verzlunarinnar,
einnig að gengisfellingin kæmi
ekki öll til skila til framleiðend-
anna. Af jákvæðum þáttum
nefndi hann það að dregið skyldi
úr innflutningi fiskiskipa. Þá seg-
ir hann tvö önnur mál vega þungt
hjá sér í mati á ríkisstjórninni
annars vegar ákvörðun stjórnar-
innar um að gera samning um
efnahagssamvinnu við Sovétrikin
fyrr í sumar, sem hann sagðist
algjörlega andvígur, hins vegar að
ríkisstjórnin skuli ekki hefja
byggingu flugstöðvar á Keflavík-
Ólafur Albert
Jóhannesson Guðmundsson
urflugvelli þegar í stað og nota til
þess bandarískt fjármagn.
Albert er í lokin spurður hvort
hann sé þegar allt kemur til alls
stjórnarliði eða stjórnarandstæð-
ingur. Hann svarar: „Ég varð til
þess á sínum tíma að Gunnar
Thoroddsen fékk umboð til mynd-
unar ríkisstjórnarinnar og ég hef
alltaf litið á Gunnar sem afskap-
lega hæfan stjórnmálamann. Ég
átti ekki þátt í því að búa til mál-
efnasamning stjórnarinnar og ber
því enga ábyrgð á ríkisstjórninni
sem slíkri. Hins vegar lýsti ég því
yfir að ég myndi verja stjórnina
falli fyrstu mánuðina." Hann seg-
ist síðan líta á sig sem einn af 20
stjórnarandstæðingum í neðri
deild, eins og að framan greinir.
Hann segir í lokin að þegar litið
sé á ákveðna þætti bráðabirgða-
laganna, efnahagssamninginn við
Rússa og flugstöðvarmálið, sé al-
veg ljóst að hann muni ekki
treysta sér til að verja ríkis-
stjórnina falli.