Morgunblaðið - 26.08.1982, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
Hugleiðingar um þjóðsöng-
inn, höfundaréttarmál o.fl.
Eftir Jón
Þórarinsson
Allmiklar umræður hafa að
undanförnu orðið í fjölmiðlum og
manna á meðal um notkun þjóð-
söngsins „Ó, guð vors lands", í
kvikmyndinni „Okkar á milli — í
hita og þunga dagsins" og útgáfu
hans á hljómplötu með sama
nafni. Skömmu eftir að platan var
kynnt í útvarpi, spurðist ég fyrir
um það í menntamálaráðuneytinu,
hvort ráðuneytinu væri kunnugt
um plötu þessa og þá meðferð, sem
lagið sætti þar. Svo reyndist ekki
vera, og var ég beðinn að kynna
mér málið nánar og láta ráðuneyt-
inu í té skriflegt álit á þessum „út-
setningum" lagsins. Þetta gerði ég
í bréfi til ráðuneytisstjórans,
dags. 20. júlí sl.
Ráðuneytið hefur ekki talið
ástæðu til aðgerða í máli þessu,
a.m.k. að svo stöddu, og var mér
tilkynnt sú niðurstaða í bréfi
ráðuneytisstjóra, dags. 17. ágúst.
Afrit af því bréfi, ásamt álitsgerð
minni frá 20. júlí, mun síðan hafa
verið sent fjölmiðlum til birt-
ingar. Af þessu virðist sú hug-
mynd hafa kviknað, að ég sé aðili
að þessu máli, en það er vitanlega
misskilningur. Afskipti mín af
málinu eiga rætur í því fyrst og
fremst, að ég tók saman á sínum
tíma ævisögu Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar, tónskálds, sem
er höfundur lagsins við þjóðsöng-
inn, og af því tilefni kynnti ég mér
eftir föngum sögu lagsins, og má
raunar segja, að lagið hafi verið
höfuðástæða þess að ævisagan var
skrifuð. Ef til vill er mér af þess-
um ástæðum sárara um lagið en
ella væri. Hitt er ekkert leynd-
armál, enda mörgum kunnugt, að
ég hef alla tíð verið lítið hrifinn af
„popp-útsetningum“ sígildrar
tónlistar.
Umræðurnar nú virðast mér,
eins og stundum áður þegar svipuð
efni hefur borið á góma, hafa ver-
ið furðu yfirborðslegar og skoðan-
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
ir lítt rökstuddar. Af ýmsum
ástæðum þykir mér rétt að láta
koma fram nokkur atriði, ef verða
mætti til glöggvunar varðandi
þetta mál og réttindi höfunda yf-
irleitt.
Þá er fyrst að líta á stjórn-
arskrá lýðveldisins Islands. Þar
segir svo í 67. gr.: „Kignarrétturinn
er friðhelgur. Kngan má skylda til að
láta af hendi eign sina, nema al-
menningsþörf krefji; þarf til þess
lagafyrirma-li, og komi fullt verð
fyrir.“ Enginn greinamunur er hér
gerður á mismunandi eðli eignar-
réttar „Er ... hér átt við eignar-
réttindi í mjög víðri merkingu,"
segir próf. Gunnar G. Schram í
Matthías Jochumsson
riti sínu um stjórnarskrána (Rvik
1975) og nefnir í því sambandi
höfundarétt sérstaklega.
Þetta skilst mér að þýði það
m.a. að ef ég t.d. smíða mér stól,
þá er hann mín eign, og enginn
getur skyldað mig til að láta hann
af hendi, nema Alþingi sjálft með
lagafyrirmælum, og þó því aðeins
að „almenningsþörf krefji ... og
komi fullt verð fyrir". Til viðbótar
kemur svo það samkvæmt erfða-
lögum, að erfingjar mínir eignast
stólinn að mér látnum, hafi hon-
um ekki verið ráðstafað með öðr-
um hætti, og þeirra erfingjar eftir
þá og svo koll af kolli.
Réttlætiskennd mín segir mér,
að hið sama ætti að gilda ef ég set
saman lagstúf eða yrki kvæði.
Hvorttveggja er, eins og stóllinn,
árangur af starfi hugar og handar,
þótt stóllinn sé mótaður í áþreif-
anlegt efni, en „hugverkin" ekki.
En hér hefur löggjafinn litið
öðruvísi á. í höfundalögum nr.
73/1972 segir svo í 1. málsgr. 1. gr.:
„Ilöfundur að bókmenntaverki eða
listaverki á eignarrétt á því með
þeim takmörkunum, sem i lögum
þessum greinir." Hér er eignarrétt-
ur höfundar á verki sínu að vísu
staðfestur, og í lögunum er hann
skilgreindur nánar, en segja má,
að aðalefni laganna sé að tak-
marka þennan rétt með ýmsum
hætti. Sumar þessar takmarkanir
ganga svo langt, að leikmanni í
lögum gætu sýnzt þær brjóta í bág
við ákvæði stjórnarskrárinnar um
friðhelgi eignarréttarins.
En í höfundalögunum eru líka
ýmis ákvæði til verndar höfundum
og verkum þeirra. _T.d. segir í 2.
málsgr. 4. gr.: „Óheimilt er að
breyta verki höfundar eða birta það
með þeim hætti eða í því samhengi,
að skert geti höfundarheiður hans
eða höfundarsérkenni."
Meðan höfundaréttur helzt, eiga
rétthafar sjálfir (höfundar, erf-
ingjar þeirra eða svonefndur til-
sjónaraðili, ef hann hefur verið
tilnefndur) að gæta þess að ekki sé
misgert við þá í þessu efni eða öðr-
um, sem höfundalög taka til.
Þannig er höfundaréttur settur
skör lægra en annar eignarréttur.
Ef einhver stelur stólnum mínum,
er það sakamál, sem yfirvöldum er
skylt að láta til sín taka. En ef
hugverk er tekið ófrjálsri hendi,
verður eigandinn sjálfur að reka
réttar síns með einkamálssókn. Er
þetta eflaust ein höfuðorsök þess,
hversu mjög er einatt gengið á þau
réttindi, sem höfundalögin eiga að
vernda, án þess að misgerðarmenn
séu látnir sæta ábyrgð.
„Nú deyr höfundur," segir í 31.
gr. höfundalaga, „og fer þá um höf-
undarétt eftir ákvæðum erfðalaga
...“ Á því eru þó takmarkanir,
sem mér er ekki kunnugt að gildi
um annan eignar- eða erfðarétt,
því að í 43. gr. segir: „Höfundarétt-
ur helzt unz 50 ár eru liðin frá næstu
áramótum eftir lát höfundar.“ Með
þessu lagaákvæði eru hugverk í
reynd gerð upptæk $f löggjafans
hálfu, án þess að nokkurt verð
komi fyrir, eða séð verði, að al-
menningsþörf krefjist þess, eins
og þó er gert ráð fyrir í sjálfri
stjórnarskránni.
Einn eftirþanka hefur þó lög-
gjafinn haft í þessu sambandi, því
að í 53. gr. laganna segir: „Ákvæði
2. málsgr. 4. gr. skulu gilda um
bókmenntaverk og listaverk, sem
ekki eru háð höfundarétti.“ Sam-
kvæmt þessu er óheimilt að breyta
verki höfundar, þótt hann hafi
verið látinn í 50 ár eða lengur, eða
birta það með þeim hætti eða í því
samhengi, að skert geti höfund-
arheiður hans eða höfundarsér-
kenni. Brot gegn þessu (og ýmsum
öðrum) ákvæðum höfundalaga
geta varðað sektum eða varðhaldi,
allt að þremur mánuðum, en mál
út af slíkum brotum „skal aðeins
höfða eftir kröfu menntamálaráð-
herra, enda telji hann þess þörf
vegna tillits til almennrar menn-
ingarverndar". Ekki er mér kunn-
ugt um neina skilgreiningu á því,
hvenær slík þörf geti talizt vera
fyrir hendi, og hlýtur það að vera
háð mati ráðherra hverju sinni.
Þessum svonefndu sæmdarréttar-
ákvæðum höfundalaganna hefur
aldrei verið beitt hér á landi, en í
Danmörku, þar sem áþekk laga-
ákvæði munu vera í gildi, hefur
fallið hæstaréttardómur í slíku
máli. Var þar um að ræða tónverk
eftir Johan S. Svendsen, sem hafði
verið „útsett" í dægurlagastíl, og
gekk dómurinn á móti útsetjaran-
um.
Það var með tilliti til þessara
lagaákvæða, sem ég taldi skyldu
mína að vekja athygli mennta-
málaráðuneytisins á fyrrnefndri
hljómplötu. Ég taldi þá, og tel enn,
að báðar „útsetningar" þjóðsöngs-
ins, sem á plötunni birtast, brjóti
ótvírætt í bága við þau lagaákvæði
um höfundarheiður og höfundar-
sérkenni, sem vitnað hefur verið
til hér að framan. Ákvörðun í
ráðuneytinu var ekki tekin fyrr en
eftir að kvikmyndin var frumsýnd,
og þá væntanlega fyrst og fremst
með hliðsjón af henni. Var þá lið-
inn nærri mánuður frá því að bréf
mitt var skrifað, en þar var að
sjálfsögðu eingöngu tekið mið af
efni hljómplötunnar. Ákvörðun
Svíar ganga að kjörborðinu 19. september:
Hjartslátturinn eykst í
sænsku kosningabaráttunni
Krá (.uófinnu Ragnarsdóttur,
rrúttaritara Mbl. í Stokkhólmi.
Hjartslátturinn verður æ örari í
sænsku kosningabaráttunni. Kftir
tæpan mánuð velja Svíar sér stjórn
til næstu þriggja ára.
Ilalda borgaraflokkarnir velli
eða ná jafnaðarmenn völdum á ný,
eftir sex ára stjórnarandstöðu?
Margir spá, en enginn veit. Skoð-
anakannanir sýna að jafnaðar-
menn hafa aukið fylgi sitt og hafa
jafnvel möguleika á að ná meiri-
hluta.
Kn kannanirnar sýna einnig, að
líkur eru á að kommúnistaflokkur-
inn nái ekki þeim 4% atkvæða,
sem nauðsynleg eru til þess að
komast á þing, en það myndi
veikja mjög stöðu jafnaðarmanna.
Reynsla fyrri kosninga hefur
sýnt, að margir jafnaðarmenn
kjósa kommúnÍ8taflokkinn til að
koma í veg fyrir að hann hverfi
af þinginu, en í síðustu kosning-
um fengu kommúnistar rúm 5%
atkvæða.
Báðir stjórnarflokkarnir,
Miðflokkurinn undir forystu
Thorbjörn Fálldin og Þjóðar-
flokkurinn. undir forystu Ulla
Ullsten, hafa misst mikið fyigi
samkvæmt skoðanakönnunum.
Miðflokkurinn, sem fékk um
18% atkvæða við síðustu kosn-
ingar, á nú aðeins að fá
11 — 12%, samkvæmt könnunum,
Þjóðarflokkurinn, sem fékk
10—11% í kosningunum 1979, á
nú aðeins að fá 7—8% atkvæða.
Hægri flokkurinn hefur aftur
á móti stöðugt aukið fylgi sitt.
Við kosningarnar 1979 fékk
flokkurinn nærri 21% atkvæða
og á samkvæmt skoðanakönnun-
um að fá á milli 22 og 25% at-
kvæða í komandi kosningum.
Hægri flokkurinn hefur að
margra áliti Verið stefnufastasti
flokkurinn og haldið sínum skoð-
unum og kröfum fast fram, und-
ir stjórn Gösta Bohman, sem lét
af störfum í vor. Stefnufesta
flokksins varð líka til þess, að
hann sagði sig úr stjórninni
1981, er miðflokkarnir tveir
sömdu við jafnaðarmenn um
nýtt skattgreiðslukerfi.
Það, sem mikinn usla getur
gert við kosningarnar þann 19.
september, er hinn nýi Umhverf-
isflokkur, sem samkvæmt skoð-
anakönnunum mun fá 6% at-
kvæða. Að Umhverfisflokknum
standa m.a. Per Gahrton, fyrr-
verandi þingmaður Þjóðar-
flokksins. Umhverfisflokkurinn
vill m.a. berjast gegn mengun og
alls kyns ofnýtingu lands og
sjávar.
Mikið er nú rætt um hvernig
komandi stjórn muni líta út og
getgáturnar eru margar. Ein er
að jafnaðarmenn nái meirihluta,
önnur að jafnaðarmenn vinni
kosningarnar án þess að ná
meirihluta og myndi þess vegna
stjórn með Miðflokknum, Þjóð-
arflokknum, eða báðum. Þriðja
tilgátan er, að borgaraflokkarnir
þrír nái meirihluta og myndi
stjórn. Birgit Friggebo, húsnæð-
ismálaráðherra Svía, leist mátu-
lega vel á að Þjóðarflokkurinn
myndaði stjórn með jafnaðar-
mönnum. „Þjóðarflokkurinn er
ekki til viðræðu um samstarf við
jafnaðarmenn, á meðan þeir
vilja „sósíalera" landið með
launþegasjóðum," sagði hún.
Aðalmál kosninganna eru hin-
ir svokölluðu launþegasjóðir.
Þeir ganga eins og rauður þráð-
ur í gegnum alla baráttuna.
Jafnaðarmenn hafa lofað að
koma á launþegasjóðum ef þeir
komast til valda og hinir flokk-
arnir nota hvert tækifæri sem
gefst til að vara við sjóðunum.
„Frelsi eða launþegasjóðir",
skrifar Hægriflokkurinn á kosn-
ingaauglýsingar sínar, sem blasa
Olof Palme
við um allan bæ. „Það er núna,
sem þú getur stoppað launþega-
sjóðina," skrifar Þjóðarflokkur-
inn á sínar auglýsingar og Mið-
flokkurinn skrifar með stórum
stöfum: „Nei, enga launþega-
sjóði". „Atvinna og öryggi, þess
vegna launþegasjóði", skrifa
jafnaðarmenn og lofa óbreyttum
eftirlaunum og sjúkradagpen-
ingum.
Miðflokkurinn lofar styrk
handa heimavinnandi foreldrum
smábarna og lofar einnig betra