Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 Bændaskólinn á Hólum 100 ára Avarp Jónasar Péturssonar fyrr- verandi alþingismanns „Þó að margt hafi breytzt, síð- an byggð var reist, geta börnin þó treyst sinni íslenzku móður". Þetta segir Davíð Stefánsson í Alþingishátíðarljóðum. Ég efa ekki að mæður okkar eigi þetta hrós, þessa auðmjúku aðdáun frá hjarta Davíðs. En ég legg tvennan skilning í þessa kveðju til mæðra. Það er einnig átt við ættjörðina — átt við Island. í þeim skilningi hef ég valið þetta upphaf máls míns. Kllefu hundruð ára búseta í landinu á í minningu sögunnar skin og skugga. Árferðið er misr jafnt, nú um stundir nokkuð erf- itt, — en líka var svo og í annál- um haft fyrir hundrað árum, þegar Hólaskóli var stofnaður. Þá áttu brautryðjendur kjark og framsýni, treystu eins og Davíð segir sinni íslenzku móður! Hóp- urinn á Hólum á 100 ára afmæl- ishátíð gerir það líka! En um þessar mundir eru freistingar víða. Talsmátinn um gull og græna skóga er við lýði. Tölvan hefir hæsta rödd í loftinu um skeið! Mér finnst hún koma úr draugs barka! Velferð ís- lenzkrar þjóðar í bráð og lengd er í því að byggja allt þetta land, í sveitalífi og strjálbýli landsins, Jónas Pétursson í þeim sífelldu tengslum við náttúru landsins, veðráttu þess, gróður og búfé, þar sem brjóst- vitið fær notið sín. Þar sem tölv- an er þjónn en ekki herra! Skáldið segir um ísland: „Það agar oss strangt með sín ísköldu él, en ásamt til blíðu það meinar allt vel.“ Og í sálminum segir þetta: „Já, sérhvert blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig.“ Lífsspeki utan við hagkvæmnissvið tölv- unnar. Bændaskólarnir hafa fjölþætt starfssvið. Ég veit að Hólamenn gera sér það ljóst! Um leið og ég færi Hólaskóla þakkir fyrir veganestið er ég hlaut fyrir 50 árum, já, innilegar þakkir, þá óska ég honum af hjarta heilla og farsældar næstu hundrað árin, já, allri búnaðar- fræðslu í landinu. Á hennar sviði og í starfi og hugsun bænda og húsfreyja sveitum landsins er fínn og sterkur strengur tauga- kerfis þjóðarinnar! Þetta brenn- ur í mínu brjósti! Ég finn hvöt hjá mér til að styðja á nokkrar nótur í „ísland! farsælda Frón“. Heill Hólum, Lauk framhaldsnámi í tannréttingum NVLEGA lauk Gisli Vilhjálmsson fram- haldsnámi i tannréttingum við háskólann í SL Louis í Bandarikjunum. Hlaut hann svonefnd Marshall-verð- laun fyrir bestan samanlagðan árangur í bóklegu og verklegu námi þau tvö ár sem hann hefur dvalið við háskólann. Gísli er fæddur árið 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahiíö árið 1974. Sama ár hóf hann nám við Háskóla íslands og lauk þaðan tannlæknaprófi árið 1980. Fór hann þá til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Gísli er sonur hjónanna Nönnu Gunnarsdóttur og Vilhjálms Gislason- ar í Keflavík. Kona hans er Kristín Jónsdóttir. Gísli vinnur nú að vörn master-rit- gerðar sinnar og kemur síðan heim til starfa. Hjónin Margrét Guðfinnsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson. Gjöf til vangefinna HJÓNIN Margrét Guðnnnsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson fyrrum skip- stjóri, Völusteinsstræti 8, Bolungar- vík, hafa nýverið afhent gjafir til Styrktarfélags vangefinna á Vest- fjörðum kr. 25 þúsund og Styrktarfé- lagi vangefinna í Reykjavík, sömu upphæð, eða samtals 50 þúsund. Gjafir þessar eru gefnar i tilefni átt- ræðisafmælis Sigurgeirs, hinn 22. júli sl. segir í frétt frá Styrktarfélagi vangefinna. Sigurgeir Sigurðsson fæddist að Markeyri í Skötufirði 22. júlí árið 1902. Hugur hans hneigðist snemma að sjómennsku og hóf hann sjóróðra, fyrst í Tjaldtanga, síðar í Hnífsdal og Bolungarvík. I frétt Styrktarfélagsins segir: „Árið 1926 kvæntist hann Mar- gréti Guðfinnsdóttur og fluttu þau hjón til Bolungarvíkur árið 1934 og hafa búið þar síðan. Sigurgeir átti um margra áratuga skeið bát sjálfur. Hann var einhver ötulasti sjósóknari á sinni tíð og sótti allt- af fast og aflaði vel. Þó hann hafi nú fyllt átta áratugi vinnur hann dag hvern og lætur ekki bilbug á sér finna. Margrét og Sigurgeir eignuðust 10 börn og eru 8 þeirra á lífi. Eru þessum heiðurshjónum þakkaðar þessar rausnarlegu gjaf- ir til vangefinna og þann hlýhug til málefnisins er að baki býr og þeim árnað allra heilla." Sýning Ásgeirs Smára framlengd í Asmundarsal ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja sýningu Ásgeirs Smára Einarssonar í Ásmundarsal, en henni átti upphaflega að ljúka 23. ágúst, tíi laugardags 28. þ.m. vegna mikiilar aðsóknar. Sýningin er opin kl. 14—21 virka daga, en föstudag og laugardag kl. 14—22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.