Morgunblaðið - 26.08.1982, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
píi0r0MimMasj»i^»
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö.
Ríkisstjórn án starf-
hæfs þingmeirihluta
Frumvarp til staðfestingar á nýútgefnum bráðabirgðalög-
um, sem ríkisstjórnin flytur strax og þing kemur saman,
mætir andstöðu 20 þingmanna í neðri deild, sbr. ályktanir
þingflokka sjálfstæðismanna og alþýðuflokksmanna og yfir-
lýsingu Eggerts Haukdal. Samkvæmt því fellur frumvarpið á
jöfnum atkvæðum.
Meginverkefni hvers þings er að setja ríkisbúskapnum
fjárlög. Fjárlög eru afgreidd í Sameinuðu þingi, en ætla má
að ríkisstjórnin haldi þar naumum meirihluta. Hliðarfrum-
vörp, sem fjárlög grundvallast á, svo sem frumvörp um
framlengingu ýmiss konar skattheimtu, sem þingið fram-
lengir frá ári til árs, þurfa hinsvegar að hljóta samþykki í
báðum þingdeildum. Til þess hefur stjórnin ekki þingstyrk.
Þetta eru grundvallarstaðreyndir, sem fram koma í viðtali
Mbl. við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í
gær. „Það er því lýðum ljóst,“ sagði Geir, „að ríkisstjórnin
hefur ekki starfhæfan og nauðsynlegan meirihluta á Al-
þingi."
Talsmenn ríkisstjórnarinnar fullyrða hið gagnstæða. Við
þeskar aðstæður er það þingræðisleg skylda ríkisstjórnar-
innar að kalla Alþingi saman nú þegar — og láta á það
reyna, hvort þingmeirihluti stendur að baki henni og bráða-
birgðalögunum. Samhliða þarf Alþingi að fjalla um stjórn-
arskrármálið, þ.e. jöfnun á vægi atkvæða. Ennfremur að
taka afstöðu til byggingar nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur-
flugvelli, sem komin er að tímamörkum, varðandi u.þ.b. 40
milljóna dollara kostnaðarþátttöku Bandaríkjanna. Eðlilegt
er að meirihluti þings ráði ferð í því máli sem öðrum, ef
ríkisstjórnin treystir sér ekki til að ákveða bygginguna.
Reynist þingmeirihluti stjórnarinnar brostinn ber síðan
að rjúfa þing og efna til kosninga, svo hægt sé að mynda
nýja, starfhæfa ríkisstjórn í samræmi við meirihlutavilja
þjóðarinnar.
Var forseti lýðveld-
isins blekktur?
Þegar bráðabirgðalög vóru í burðarlið um áramótin
1980—1981 lék vafi á meirihlutafylgi þeirra á þingi. For-
seti lýðveldisins gekk þá úr skugga um, hvort svo væri, að
sögn Ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokks sjálfstæð-
ismanna. „Ég hlýt að álykta að sami háttur hafi verið hafður
á nú,“ sagði þingflokksformaðurinn.
Þingflokksformaður spyr síðan, hvort forseti lýðveldisins
hafi verið blekktur, hvað varðar meintan þingstuðning við
nýsett bráðabirgðalög. „Ég hlýt að álykta sem svo,“ segir
hann.
Það er því ekki einvörðungu efnisatriði bráðabirgðalag-
anna og efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, sem umdeild eru,
heldur ekki síður vinnubrögð hennar.
Fjórðungsþing
Norðlendinga
Nálægt 100 sveitarstjórnarmenn og gestir sitja Fjórð-
ungsþing Norðlendinga, sem háð verður á Sauðárkróki í
þessari viku. Annað meginviðfangsefni þingsins verður at-
vinnuþróun á Norðurlandi. Þar ber tvær staðreyndir hæst: 1)
Fjögur þúsund ný störf þurfa að verða til í fjórðungnum á
þessum áratug, ef mæta á líklegri atvinnuþörf. 2) Vinnutekj-
ur Norðlendinga hafa verið undir landsmeðaltali.
Ljóst er að nokkur samdráttur hefur orðið í búsetu- og
atvinnuþróun nyrðra. Til að snúa vörn í sókn þarf tvennt að
koma til. I fyrsta lagi þarf að búa hefðbundnum atvinnuveg-
um skilyrði til arðbærs rekstrar, en á það skortir verulega
nú. Tekjuþróun nyrðra hlýtur að haldast í hendur við rekstr-
arstöðu atvinnugreina. Hefðbundnar atvinnugreinar bæta
hinsvegar ekki við sig umtalsverðu vinnuafli. Þess vegna
þarf að skjóta nýjum stoðum undir atvinnu- og afkomu með
orkuiðnaði. Blönduvirkjun býður upp á möguleika, sem Norð-
lendingar kjósa væntanlega, að verði fremur nýttir heima
fyrir en annars staðar.
Landshlutasamtök, eins og FSN, þjóna jákvæðu samráðs-
og samstarfshlutverki. Morgunblaðið árnar Fjórðungsþing-
inu farsældar í störfum.
„Aflinn reynd
vera 40 golfb
Fyrir skömmu var staddur hér á landi heimsþekktur
stangaveiðimaður, Skotinn Peter Anderson. Er óhætt að
segja að ekki eru margir veiðimenn uppi sem eru honum
frægari. Peter er fyrst og fremst stangaveiðimaður, en hefur
einnig alloft keppt í stangarköstum og náð undraverðum
árangri. A hann heimsmet í stangarköstum sem menn deila
um hvort að verði nokkurn tíma slegin. Skotinn var hér á
landi í fyrsta skipti í júlí, en kom svo aftur í ágúst og renndi
þá í fyrsta skipti fyrir lax hér á landi. Hann veiddi þá síðdegis
og morguninn eftir í Laxá í Kjós og veiddi fjóra laxa um
morguninn. Einn laxanna var honum mjög minnisstæður.
„Þetta er það furöulegasta sem ég hef séð, á öllum mínum
ferli hef ég aldrei vitað lax kokgleypa flugu eins og þessi
tíu-pundari gerði við March Brown-flugu mína númer tíu.
Undirritaður tjáði Anderson að
þetta væri alls ekki með öllu
óþekkt fyrirbæri hér á landi, en
þrátt fyrir að hann hafi veitt þús-
undir laxa um dagana hafði hann
aldrei vitað lax kokgleypa flugu.
Það sýnir best hversu margslung-
inn fiskur laxinn í raun er. And-
erson hélt helst að ef þetta fyrir-
bæri væri til hér á Iandi hlyti það
að teljast séríslenskt og varla veit
nokkur maður það betur, því hann
hefur rennt fyrir lax meira og
minna i nær öllum þeim löndum
þar sem Atlantshafslaxinn er að
finna. En látum Anderson segja
okkur frá dvöl sinni við íslensku
árnar.
Gagnrýndi
allt sem
Nicklaus gerdi
— Ég kom fyrst og fremst í júlí
í boði Jack Nicklaus golfleikara,
en hann var að veiða í Grímsá.
Hugmyndin var að ég segði honum
til, enda enginn veiðimaður svo
snjall að hann viti allt sem vita
þarf. Ég gagnrýndi allt sem hann
gerði og hann var farinn að spyrja
mig hvort hann væri alveg glatað-
ur, hvort honum væri gersamlega
fyrirmunað að gera eitthvað af
viti. Hann meinti þetta reyndar að
nokkru leyti í gríni, enda fær
veiðimaður, og hann veiddi 12—14
laxa meðan á dvöl hans stóð við
Grímsá. Hann var sérstaklega
ánægður með að hafa veitt 4—5
fiska á þurrflugur en okkur skilst
að þær séu lítið notaðar hér á
landi og ekki veiðisælar. Hann
ræddi sérstaklega um einn spenn-
andi morgun þegar sex laxar risu
við þurrflugum hans. Fjórir tóku
og hann landaði þeim öllum. En ég
fann ýmislegt að því hvernig hann
stóð að veiðunum. Ég benti honum
til dæmis á að vaða alls ekki út í
ána nema brýn nauðsyn bæri til,
að kasta ekki of langt niður ána og
leyfa flugunni heldur að sveima
rétt yfir veiðistaðinn o.fl. o.fl.
Veidiþjófar
viö veiöihúsið
— Það gerðist svolítið skemmti-
legt atvik fljótlega eftir aö við
renndum í hlað við veiðihúsið við
Grímsá. Okkur hafði verið sagt að
eftirlit með íslenskum ám sé með
því besta sem gerist í heiminum
og veiðiþjófnaður þar af leiðandi
hverfandi. Þess vegna rak okkur í
rogastrans þegar við sáum tvö
ungmenni vera að draga stórt net
fram og aftur um veiðistað beint
fyrir framan veiðihúsið. Þetta
voru glókollar og augsýnilega syn-
ir Jack Nicklaus. Þeir kipptu sér
ekkert upp við það þó við löbbuð-
um til þeirra og spurðum hvað
þeir væru eiginlega að gera. Og
þeir voru brosandi og afslappaðir
er þeir drógu net sitt í land og
sýndu okkur aflann, sem var um
40 golfboltar sem þeir höfðu slegið
út í ána! Annar þeirra spurði
okkur skælbrosandi út að eyrum
hvort við hefðum haldið þá vera
við veiðiþjófnað. Við gátum ekkert
• Anderson einbeittur í svip í Luá í Kj
sagt, því undir þessum kringum-
stæðum var það auðvitað fárán-
legt.
Langaöi aö hoppa
út í hylinn
Peter Anderson hefur veitt í
flestum þeim löndum sem lax
veiðist í, hann hefur veitt mikið í
Kanada og Bandaríkjunum, þekk-