Morgunblaðið - 26.08.1982, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
ESAB
Rafsuðutæki
vír og
fylgihlutir
Nánast allt til
rafsuðu.
Stæró ESAB og
eftirspurn eftir
ESAB vörum um
allan heim sannar
gæöin.
Allar tækni-
upplýsingar
fyrirliggjandi.
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN,SELJAVEGI 2,
SfMI24260
ESAB
Athugasemd frá einum „rakka“
Eftir Kolbein
Þorleifsson
Mig langar til þess, að eftirfar-
andi athugasemd verði birt frá
mér í Mbl. í tilefni af grein Skúla
Magnússonar ritstjóra: Brjóstvörn-
in, sem birt var í síðasta laugar-
dagsblaði.
Eg hefi að athuguðu máli ákveð-
ið að svara þessari grein Skúla, en
vegna augnkvilla get ég ekki geng-
ið frá svarinu strax til birtingar.
En mig langar til að biðja ykkur
um að gera mér smá greiða. Undir
lok greinar herra ritstjórans
Skúla Magnússonar hafa fallið
Staðarhólskirkja
1 notkun á ný
MENN rekur vafalaust minni til
þess, að aðfaranótt 17. febrúar í
fyrra gekk fárviðri yfir landið og olli
víða verulegum skemmdum. I*á fauk
Staðarhólskirkja i Saurbæ af grunni
sínum og skemmdist mikið.
Söfnuðurinn ákvað strax að
hefjast handa við endurbyggingu
kirkjunnar, og sést nú brátt fyrir
endann á því verki, en ákveðið er
að kirkjan verði tekin í notkun á
ný með hátíðarguðsþjónustu
sunnudaginn 5. september nk. kl. 2
e.h. Þar mun biskup íslands, herra
Pétur Sigurgeirsson, prédika, en
sóknarpresturinn, sr. Ingiberg J.
Hannesson, prófastur á Hvoli,
flytur ávarp og þjónar fyrir altari.
Á eftir verða veitingar í Tjarnar-
lundi í boði sóknarnefndar.
Er þess vænst, að velunnarar
kirkjunnar, bæði heima og
heiman, sæki þessa kirkjuhátíð og
samfagni söfnuðinum með þennan
merka áfanga í sögu kirkjunnar.
niður tvær línur, að mér sýnist.
Það er á þeim stað, þar sem herra
ritstjórinn líkir mér af góðsemi
sinni við rakka (þ.e. hund). Mér
þætti vænt um, að höfundurinn
fengi Mbl. til þess að endurprenta
þennan texta, eins og hann gekk
frá honum, svo að ég geti svarað
honum, án þess að gera honum
upp orð.
Eg vil taka það fram, að mér
finnst þessi líking ritstjórans
skemmtileg og tek hana ekki sem
persónulega móðgun. Þessa dag-
ana er ég að kynna mér frægustu
lærdómsmenn 13. aldar í Evrópu,
þá dómíníkanana Albertus Magn-
us og Thomas Aquinas. Allegóría
fyrri alda kallaði þessa menn
„Drottins hunda". Enda þótt ég
búist alls ekki við að komast nokk-
urn tíma með tærnar, þar sem
þessir menn höfðu hælana, þá
snertir það hégómagirnd mína að
vera alls óverðugur hafinn upp í
þeirra stand með laukréttum að-
ferðum miðalda-allegóríunnar,
sem Skúli ritstjóri beitir þarna
eins og henni var beitt í íslenskum
hómilíum á miðöldum.
Morgunblaðinu er núna skylt,
að vera opið fyrir stanslausri um-
ræðu um fræði Einars Pálssonar,
því að það hleypti henni af stað
með þeim árangri, að nú eru í Nor-
egi í undirbúningi útvarpsþættir
um málið. Fyrir nokkrum vikum
voru hér á ferð útvarpsmenn, sem
tóku upp mikið efni í slíka þætti.
Væri það ekki ráð, að íslenskir
fjölmiðlar tækju sig nú til og
reyndu að hefja umræðu um ís-
lensk miðaldafræði, sem væri á
hærra plani en þetta leiðinda pex,
sem umræður um fræði Einars
Pálssonar verða óhjákvæmilega
að, þegar hann einn er látinn ráða
ferðinni.
Væri það ekki keppikefli fyrir
blað eins og Morgunblaðið, að
stuðla að því, að kennarastörfum
og rannsóknarstörfum yrði fjölg-
að svo í íslenskum fræðum og guð-
fræði við háskólann, að íslend-
ingar gætu látið eitthvað eftir sig
liggja í sinni eigin menningar-
sögu.
Virðingarfyllst,
Kolbeinn Þorleifsson
Staðarhólskirkja eftir óveðuranóttina 17. febrúar 1981.
raðauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar
Rakarastofa
Til sölu góð rakarastofa á besta stað í bæn-
um. Tilboð merkt: „Rakarastofa — 3469“
leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 1. sept.
Bókhaldsvél KIENZLE
700
til sölu. Upplýsingar gefur undirritaður í síma
94-3722.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
Akranes —
verkamannabústaöur
Til sölu er 3ja herb. eldri íbúð í verkamanna-
bústað. íbúðinni fylgir bílskúr. Skilyrði fyrir
úthlutun er m.a.
a. lögheimili á Akranesi,
b. eiga ekki eign fyrir
c. hámarkstekjur samkvæmt reglum Hús-
næöisstofnunar.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna
fyrir 3. sept. 1982, á eyöublöðum, sem þar
fást.
Stjórn verkamannabústaöa.
húsnæöi óskast
íbúðareigendur ath.
Okkur vantar 2ja—3ja herb. ibúö strax í 1—114 ár, helst á Melaskóla-
svæðinu Allt annaö kemur þó tll greina. Þrennt í heimili. Meömaeli ef
óskaö er.
Ef þér er annt um íbúöina þína skaltu hafa samband. Viö munum
ganga vel um hana. Nánari uþþlýsingar í símum 84791 og 81582.
Húsnæði óskast
Mig vantar 2ja—3ja herb. íbúð til leigu í 1 ár
fyrir dóttur mína og kærasta hennar, sem er
í námi. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í
síma 39187 eftir kl. 7 á kvöldin.__
Einhleyp miðaldra kona
óska eftir að taka á leigu góða tveggja her-
bergja íbúð í Reykjavík. Reglusemi og góöri
umgengni heitið. Upplýsingar í síma 10925
eftir kl. 17 á kvöldin.
Iðnfyrirtæki
óskar eftir aö taka á leigu 100 til 200 fm
húsnæði strax. Innkeyrsludyr skilyrði. Uppl. í
símum 84446 og 78727.
tilkynningar
Matsveinafél. SSÍ
Framboöslistum til kjörs fulltrúa á sjómanna-
sambandsþing í haust sé skilaö á skrifstofu
félagsins fyrir 7. sept. Stjórnin.
Frá Flensborgarskóla
Flensborgarskóli verður settur miðvikudag-
inn 1. september kl. 10 árdegis.
Stundatöflur nemenda verða afhentar að
lokinni skólasetningu og jafnframt innheimt
nemendagjöld kr. 400. Kennarafundur verö-
ur í skólanum þriðjudaginn 31. ágúst kl. 9
árdegis.
Endanleg innritun í Öldungadeild skólans fer
fram 2. og 3. september kl. 2—6 báöa dag-
ana og jafnframt veröa innheimt skólagjöld
vegna Öldungadeildar væntanlega kr. 1000
fyrir önnina. Kennsla í Öldungadeild hefst
mánudaginn 6. september.
Skólameistari.
Evrópuráöið býður fram
styrki til framhaldsnáms
starfandi og verðandi verkmenntakennara á
árinu 1983. Styrkirnir eru fólgnir í greiöslu
fargjalda milli landa og dvalarkostnaöar
(húsnæði og fæði) á styrktímanum, sem get-
ur orðið frá 2 vikum og upp í sex mánuði.
Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum
26—50 ára og hafa stundaö kennslu við
verkmenntaskóla eða leiðbeiningarstörf hjá
iðnfyrirtæki í a.m.k. þrjú ár.
Sérstök umsóknareyöublöö fást í mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja-
vík. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu
fyrir 15. september 1982.
Menntamálaráöuneytið
22. ágúst 1982.