Morgunblaðið - 26.08.1982, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.08.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 31 Jón Sigurðsson kaup maður — Sextugur RKÍ styrkir RKÍ-deildir Jón Sigurðsson, kaupmaður í Straumnesi, er sextugur í dag. Svona líður tíminn, þótt Jón sjálf- ur breytist lítið í tímans rás. Allt- af er hann sami áhugasami Frammarinn — og áhugasami kaupmaðurinn, í þess orðs bestu merkingu. Ég hygg, að bæði Knattspyrnufélagið Fram og Kaupmannasamtökin geti verið stolt af Jóni Sigurðssyni, því að tryggari félagsmann er vart hægt að hugsa sér — og ímynd kaup- mannsins á horninu birtist í hon- um gagnvart ungum sem öldnum, er leið eiga í glæsilega verzlun hans í Breiðholtinu, sem hann hef- ur byggt upp af mikilli eljusemi. Á tímum ópersónulegra stórmark- aða, þar sem lífið virðist eitt færi- band, hefur aldrei verið brýnni þörf á mönnum á borð við Jón í Straumnesi. Mönnum finnst jafn- an skemmtilegt að fá tækifæri til að ræða við kaupmanninn um landsins gagn og nauðsynjar, eða síðustu íþróttaviðburði. Sumir viðskiptavina hans ræða líka um alvarlegri málefni lífsins, og er áreiðanlegt, að mörgum þykir gott að leita ráða hjá Jóni kaupmanni. þegar erfiðleikar steðja að. I kaup- mannastéttinni finnast býsna margir ólaunaðir félagsráðgjafar og er Jón einn þeirra. En að þessu slepptu, þá kemur glampinn fyrst í augu Jóns, er lax- veiði ber á góma. Og þar er ekki komið að tómum kofanum. Við Miðfjarðará og Vatnsdalsá dvelur hugur hans löngum, að öðrum laxveiðiám ólöstuðum. Við þessar ár á hann griðastað frá erli og önnum. Sumir segja, að hann sé Ijónheppinn veiðimaður vegna aflasældar sinnar. En gilda ekki sömu lögmál í laxveiði og öðrum íþróttum? Þar nær enginn langt, nema færni og áhugi sé fyrir hendi. En mest nýtur Jón þess áreiðanlega, þrátt fyrir góðan feng, að vera í snertingu við nátt- úruna sjálfa, þar sem elfan rennur um gróna dali, í góðum félagsskap. Sjálfur er maðurinn hrókur alls fagnaðar. Ekki spillir fyrir, að hans ágæta kona, Kristín Sig- tryggsdóttir, hefur sama áhugann á veiðimennsku og bóndinn og njóta þau því bæði þess að hverfa á vit náttúrunnar með veiðistöng í hönd. Vinir og kunningjar Jóns senda honum og fjölskyldu hans ham- ingjuóskir á þessum tímamótum. Hlýjar kveðjur streyma einnig frá fjölmörgum viðskiptavinum hans, sem kunna vel að meta kaup- manninn sinn. Alfreð Þorsteinsson STJORN Rauða kross íslands sam- þykkti á fundi sínum laugardaginn 21. ágúst að veita samtals 1.079.000,00 krónur úr sérverkefna- sjóði félagsins til 12 deilda RKÍ. Þrjár deildir fengu fé til kaupa á fjórum sjúkrabifreiðum og ein til þess að reisa skýli fyrir sjúkrabif- reið, alls 679.000,00 krónur. Átta deildir Rauða krossins fengu fé til þess að verja í þágu aldraðra, alls 400.000,00 krónur. Eftirtaldar deildir fengu fé til neðangreindra verkefna: Reykjavíkurdeild fékk 362.000 til kaupa á tveimur sjúkrabifreið- um. Strandasýsludeild fékk 92.000 til kaupa á sjúkrabifreið. Húsa- víkurdeild fékk 175.000 til kaupa á sjúkrabifreið. Árnessýsludeild fékk 90.000 v/dagvistunar fyrir aldraða. A-Skaftafellssýsludeild fékk 50.000 v/elliheimilisins á Höfn. Eskifjarðardeild fékk 50.000 fyrir bættri aðstöðu fyrir aldraða. Siglufjarðardeild fékk 50.000 v/lyftubúnaðar í Siglufjarðar- kirkju. Grundarfjarðardeild fékk 50.000 til kaupa á húsbúnaði fyrir aldraða. Ólafsfjarðardeild fékk 70.000 til þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Rangárvallasýslu- deild fékk 50.000 v/smíði bílskýlis fyrir sjúkrabíl. Súgandafjarðar- deild fékk 20.000 til kaupa á leik- tækjum fyrir börn. Rauða kross- deildir á Vestfjörðum fengu sam- an 20.000 v/orlofsdvalar aldraðra. Stjórn Rauða kross Íslands hafði fyrr á þessu ári samþykkt fjárframlög til deilda úr sérverk- efnasjóði félagsins fyrir alls 694.000 krónur og hefur því á ár- inu verið veitt úr sérverkefnasjóði RKÍ fjárhæð að upphæð ein millj- ón og sjö hundruð sjötíu og þrjú þúsund krónur samtals. Nú eru síðustu forvöð að gera góð kaup á stórútsolunni! Sérstök auka-verðlækkun siðustu dagana Herrabolir 9,95 Dömukvartbuxur 19,95 Herrajakkar ^egrtfo 199,00 Denimbuxur 99,95 Herraskyrtur 29,95 Æfingaskór ^L&9r0T3 49,95 Dömubolir 19,95 Strigaskór 9,95 Dömublússur 59,95 Barnastígvél 19,95 Anorakkar ^egrffo 259,00 Eldhúshandklæöi 5 19,95 Pils ^349^30 99,95 Strandhandklæöi 33,95 Kjólar ^-segrtfö 99,95 Rúmteppi 129,00 Sloppar ^409^30 49,95 Barna-rúllu- IKEA kringlótt borö kragapeysur ^egrt3o 69,95 60 sm 149,00 Drengja- IKEA furuborö prjónavesti ^H-grtíö 34,95 180X90 sm 595,00 Regn-anorakkar ^4^rt3o 69,95 IKEA baömullarteppi Ungbarna- 140X200 sm 0 995,00 frottegallar 39,95 LP hljómplötur frá 19,95 Verslanir í Reykjavík eru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. HAGKAUP A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.