Morgunblaðið - 27.08.1982, Side 32

Morgunblaðið - 27.08.1982, Side 32
*SSi 83033 Mjr jWorennbtohitt J Simiáritstjóm iniHn og skrifstofu: lw IvU FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 Allir krakkar hlakka til þess tíma, er þau ná því marki að mega taka bílpróf og aka bifreið. En nú á meðan Heimilissýningin stendur yfir geta menn tekið svolítið forskot á sæluna og ekið bíl, þótt ungir séu. Þessar litlu hnátur nutu þess svo sannarlega í „tívolíinu" í gær, er Kristján Einarsson smellti þessari mynd af í bílasalnum. Afstaðan til bráðabirgðalaganna í neðri deild: 20 þingmenn stjórnarand- stöðunnar andvígir þeim „Það er alveg Ijóst að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ráðherr- unum bremur undanskildum, mun greiða bráðabirgðalögunum atkvæði," sagði Olafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðismanna í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Sighvatur Björgvinsson formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins sagði einnig í samtali við blm. í gær, að enginn þingmanna Alþýðuflokksins mvndi greiða lögunum atkvæði. Sam- kvæmt því er Ijóst að 20 þingmenn flokkanna í neðri deild Alþingis munu greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. í fréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkveldi sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, að hann tryði ekki öðru en bráðabirgðalögin næðu frara að ganga á Alþingi. Sykurhamstur í gær: 10 tonn seldust í einni verzlun IIM EITT tonn af sykri seldist i Hagkaupum og átta tonn í Fjarð- arkaupum í Hafnarfirði, eftir að Ijóst var að sykur myndi hækka nálægt 60% eftir efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar. í einni verzlun var komið nýtt verð á sykri og var hækkun úr 6,50 kr. í 10,25 kr., sem er um 58% hækk- un. Strax í gærmorgun seldist sykur upp í sumum verzlunum, magn sem hefði dugaö að öllu jöfnu í um 2—3 vikur. Sagði einn viðmælenda, að það væri unnt að fjárfesta í fleiru en steinsteypu. Dæmi væri um það, að sumir hefðu farið með sinn hvorn 50 kg sekkinn heim. Ekki merktu viðmælendur Morgunblaðsins hamstur á fleiri tegundum matvöru, nema þá einna helzt á hveiti og mat- arolíu. „Við gerðum um það ályktun í | byrjun vikunnar,“ sagði Ólafur G. [ Einarsson, „að nauðsynlegt er að efna nú til kosninga. Því fyrr sem það gerist, því betra. Því fyrr sem ríkisstjórnin viðurkennir þá stað- reynd að hún hefur ekki starfhæf- an meirihluta á Alþingi, því fyrr er von um að nýr meirihluti geti tekið við. Núverandi ríkisstjórn1 getur ekki ráðið fram úr vandan- um og það getur Alþingi ekki eins og það er nú saman sett. En verði fljótlega boðað til kosninga gæti ný ríkisstjórn tekið við í nóv- ember. Þjóðarnauðsyn ber til þess að þegar í stað verði boðað til nýrra kosninga." Ólafur G. Einarsson sagði, að núverandi ástand væri vanvirðing við Alþingi og hættulegt þingræð- inu. Með sama áframhaldi mætti ætla að ríkisstjórnin hygðist stjórna með bráðabirgðalögum fram á vor, og ef til vill mætti búast við nýjum bráðabirgðalög- um í jólaleyfi þingmanna, en ekki væri látið reyna á fylgi við lögin í þinginu. „Stjórnin getur að vísu varist vantrausti," sagði ólafur „en öllu meira getur hún ekki gert. Forsætisráðherra talar um að reynt verði að ná samningum um samþykkt þessara bráðabirgða- laga, en við erum ekki til viðræðu um slíkt. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur um þetta mál, en nú á að fara að stilla okkur upp við vegg, frammi fyrir gerðum hlut. Við kunnum ekki að meta „samningaumleitanir" af þessu tagi. Stjórnin ber alla ábyrgð á því hvernig nú er komið, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu ekki veita henni lið, ekki einn einasti þingmaður. Þetta liggur fyrir og nauðsynlegt er að þegar í stað verði efnt til kosninga," sagði ólafur að lokum. Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins, sagði í gærkveldi, að þing- flokkurinn væri búinn að álykta um málið og óþarft væri að bæta nokkru þar við. „Við höfum lýst yfir ótvíræðri andstöðu við bráða- birgðalögin og ef forsætisráðherra skilur það ekki skilur hann ekki mælt mál,“ sagði Sighvatur. „Þessi bráðabirgðalög verða felld í neðri deild, það veit forsætisráð- herra og það veit þjóðin,“ sagði Sighvatur að lokum. Bensín hækkar um 12 til 15% Verðlagsráð mun koma saman til fundar árdegis í dag, og verða væntan- lega ýmsar verðhækkanir afgreiddar á fundi ráðsins. Þar á meðal er hækkun á verði bensíns og gasoliu, og er búist við að hækkunin nemi milli 12 og 15%, í kjölfar nýgerðrar gengisfellingar. Ýmsar aðrar hækkunarbeiðnir liggja fyrir ráðinu, en fundur þess verður sem fyrr segir haldinn nú fyrir hádegi í dag, föstudag. Nýtt verð á bensíni og fleiri vörum verður því væntanlega tilkynnt síðdegis. Þrjár fisk- mjölsverk- smiðjur hafa lokað „ALMENNT er ástandið mjög slæmt hjá fiskmjölsverksmiðjunura í landinu, allir vita um loðnuna, sjá- anlegt er að við fáum ekkert af henni á þessu ári a.m.k. og ef til vill ekki heldur á næstu árum, þannig að ekki er bjart framundan hvað hrá- efni snertir og einnig er óvenjulega daufur markaður og það litla sera verksmiðjurnar framleiða hefur að mestu safnast hér upp í birgðum," sagði Jón Reynir Magnússon, for- maður Félags íslenskra fiskmjöls- framleiðenda, í samtali við Morgun- blaðið þegar hann var spurður hvernig ástandið væri hjá fiskmjöls- verksmiðjunum. Jón Reynir sagði einnig: „Ég man ekki eftir svona lágu verði á mjöli. Verðið hefur fallið úr 7,20 dollurum sem fengist hefur á próteineininguna og í 5 dollara sem nú fæst, ef á annað borð er þá hægt að selja vöruna. Ástandið er afskaplega erfitt hjá hinum einstöku verksmiðjum, það getur reyndar ekki öðru vísi verið. Verksmiðja Lýsis og Mjöls í Hafnarfirði og verksmiðjan í Þor- lákshöfn sögðu upp sínu starfs- fólki og byrjuðu ekki eftir sumar- leyfi og verksmiðjan í Keflavík var hætt áður, þó af öðrum ástæð- um væri. Ég veit ekki um að fleiri verksmiðjur hafi hætt, þær eru með lágmarksmannskap til að vinna úrganginn frá frystihúsun- um. Síldarverksmiðjur ríkisins eru með verksmiðjur í gangi á 5 stöð- um og hafa brugðist við sam- drættinum með því að skera niður framkvæmdaáætlun, dregið úr öll- um framkvæmdum ,“ sagði Jón Reynir Magnússon 40 krakkar leika í kvikmynd í Skaftafelli AUSTUR í Skaftafelli er 50—60 manna flokkur við kvikmynda- töku. Eru þar af um 40 krakkar, sem eru leikendur í myndinni. Fjailar þessi kvikmynd um kenn- ara, sem kemur úr Reykjavík og fer út á land í heimavistarskóla í einangruðu umhverfi. Lýsir mynd- in samskiptum nemenda við þenn- an kennara, sem leikinn er af Þórhalli Sigurðssyni. Að sögn Hrafns Gunnlaugs- sonar, leikstjóra myndarinnar, er kvikmyndahandritið eftir Þorstein Marelsson. Gerði hann handritið fyrir þremur árum á höfundanámskeiði, sem sjón- varpið gekkst fyrir. Astæða þess, að ekki var tekist fyrr á við verk- efnið, var fjármagnsleysi sjón- varpsins. Heitir myndin „Hver er...“ Sagðist Hrafn hafa próf- að um 300 krakka á aldrinum 13—15 ára og valið þessa 40 úr hópnum. Æskulýðsráð Reykja- víkur benti á krakka. Börnin hefðu fengist við leikstarf í skól- unum og víðar. Stelpa að nafni Ylfa Edelstein leikur veigamesta hlutverkið af krökkunum. Senni- lega verður myndin þriggja stundarfjórðunga til klukku- stundar löng, líklega sýnd sem páskamynd sjónvarpsins. Upp- tökum lýkur væntanlega um 2.-3. september austur í Skafta- felli. „Þegar löggurnar eru orðnar táningar, þá sést bezt, hversu gamall maður er. En þetta hefur verið dásamleg lífsreynsla fyrir mig að skrifa með krökkunum og opnað margt fyrir mér sem ég hafði ekki hugleitt áður,“ sagði Hrafn. Um framtíðina sagði Hrafn, að hann væri mjög bjartsýnn á lífið og tilveruna, sérstaklega þegar hann frétti það hingað austur, að „Okkar á milli...“ væri að slá öll aðsóknarmet.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.