Morgunblaðið - 27.10.1982, Síða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982
Um grisjun trjáa I görðum
Höfn:
Lítið af síld
Á IIÖFN í Ilornafirrti er nú búið að
salta í um 5.000 tunnur það sem af
er vertíðinni. Verður það að teljast
harla lítil söltun þegar haft er í huga
að á llöfn eru tvær af fullkomnustu
söltunarstöðvum á landinu, Söltun-
arstöð Fiskimjölsverksmiðju Horna-
fjarðar og Stemma hf. Síldin sem
hingað hefur borist er aðallega nóta-
síld af aðkomubátum, en heimabát-
ar sem stunda reknetaveiðar austur
á fjörðum hafa landað hér á Höfn
þegar þeir koma í helgarfrí.
A laugardag í síðustu viku lönd-
uðu 12 bátar um 1.400 tunnum og
fóru af þeim afla um 1.000 tunnur
í söltun en restin í frystingu hjá
Fiskiðjuveri KASK. Eitthvað virð-
ist síldin vera að færast suðureft-
ir, því vart hefur verið við síld í
Berufirði og Lónsbug, en skipuleg
leit á þessum svæðum og hinum
hefðbundnu síldarmiðum út af
Hornafirði hefur ekki farið fram.
F’orsvarsmenn söltunarstöðv-
anna hér eru mjög óhressir yfir að
ekki skuli fara fram leit á þessu
svæði ' með rannsóknarskipum,
þrátt fyrir að um það hafi verið
beðið, en svörin eru ávallt þau að
fjárskorti sé um að kenna.
Hjá Söltunarstöð FH er búið að
salta í um 4.650 tunnur en hjá
Stemmu hf. er búiðað salta í rúm-
lega 300 tunnur.
Einar
Eftir Hákon Bjarnason
Frá því að lauftré fella blöð sín
að hausti og nokkuð fram eftir
vetri er ákjósanlegur tími til að
grisja tré í görðum og snyrta
runna. Samtímis ætti að leiða
hugann að því, hvað gera skuli á
næsta vori. Ætli menn að planta
trjám á nýja staði er mikið unnið
við að gera beð eða stinga upp hol-
ur fyir væntanlegar plöntur og
blanda áburði í moldina. Með því
að vinna jarðveginn á þennan hátt
verður árangurinn af gróðursetn-
ingu bæði örari og meiri fyrstu
árin.
Hér mun þó einkum rætt um
grisjun trjáa og aðeins tæpt á
hirðingu runna, Eg hef oft minnst
á það áður í smágreinum í þessu
blaði, hve mikil nauðsyn það er að
fylgjast með vexti trjáa á meðan
þau eru að vaxa upp og grisja þau
jafnharðan og þess er þörf. Að
öðrum kosti ná tré ekki þeim vexti
og þroska sem þeim er eðlilegt.
Samtímis má og laga vöxt þeirra,
klippa eða saga aukastofna og
stytta alltof viðamiklar greinar.
Við alla ræktun trjáa, hvort
heldur er í görðum eða skógi, er
plantað mörgum sinnum fleiri
trjám en standa eiga til frambúð-
ar. Er þetta gert í tvennum til-
gangi. Annarsvegar til að þau
skýli hvert öðru meðan þau eru
ung og viðkvæm, en hinsvegar til
þess að geta valið úr fallegustu og
þróttmestu trén fyrir framtíðina.
En þegar að nauðsynlegri grisj-
un kemur bregst mörgum boga-
listin. Flestir hafa vikist undan
henni ár eftir ár með þeim afleið-
ingum að í flestum görðum standa
tré langt of þétt, ýmist í beðum
eða þyrpingum. Einkum er þetta
áberandi þar sem trjám hefur ver-
ið plantað í raðir meðfram götum
Hér hefur einhvern tíma verið grisj-
að lítilháttar, en mikil þörf er á
meiri grisjun.
eða á lóðamörkum. Víða má sjá tíu
tré eða fleiri þar sem aðeins er
rúm fyrir tvö til fjögur falleg og
limarík tré, og þessi tíu tré eru öll
meira eða minna vansköpuð.
Ástæða til grisjunar er auðskil-
in. Tré og runnar keppa mjög um
vaxtarrými, bæði ofanjarðar og
neðanjarðar. Fæða þeirra eða
næring er að mestu beint úr and-
rúmsloftinu, og því verður loft og
Ijós að leika um barr þeirra eða
blöð, og er auðvelt að sjá, hvernig
tré laga krónur sínar eftir því sem
ljós skín á þau. Samtímis er hörð
samkeppni í jarðveginum, þar sem
rætur þeirra berjast um nær-
ingarefnin í jarðvatninu. Þegar
tré standa mjög þétt kemur minna
í hlut hvers og eins af næringu.
Þau standa þá í svelti að meira
eða minna leyti og ekkert nær
fullum þroska, nema því takist að
vaxa öðrum yfir höfuð.
Grisjun trjáa er fólgin í því að
rýma fyrir fallegustu og efni-
iegustu trjánum með því að fella
þau, sem næst þeim standa eða
skyggja um of á þau. Sjaldan eða
aldrei er unnt að láta eina grisjun
nægja, heldur skal farið vægilega
í sakirnar við fyrstu grisjun en
grisja svo á ný eftir 2—4 ár. Þá
sést betur hvaða tré munu stæði-
legust þegar fram líða stundir.
Þannig má halda áfram meðan
þörf krefur uns eftir eru fáein fög-
ur tré þar sem áður stóð benda
renglulegra og vannærðra trjáa.
Vænti ég að flestum þyki þessar
leiðbeiningar auðlærðar, en oft á
sá kvölina, sem á völina. Á stund-
um getur verið úr vöndu að ráða,
t.d. þegar tvö jafnfalleg tré standa
hvort upp að öðru. Þetta má samt
ekki aftra mönnum frá því að láta
skynsemina ráða. Öðru hvoru
verður að fórna, en þá eru oftast
tekin mið af öðrum fallegum
trjám nálægt hinum. Atvik sem
þetta er afleiðing þess, að grisjun
hefur verið skotið á frest um langt
skeið, og slíkt kemur varla fyrir,
sé grisjun hafin í tíma. Þetta
mega þeir, sem eru að hefja garð-
rækt, leggja á minnið.
Ýmsir kveinka sér við því að
fella tré sakir þess, að þeir halda
að miklar eyður verði á milli
þeirra, sem eftir standa. Slíkt er
ástæðulaust því eyðurnar hverfa á
einu eða tveim sumrum. Trén, sem
eftir standa, eru fljót að fylla í
þær, og jafnframt eykst rótar-
vöxtur þeirra og fæðuöflun. Grisj-
un er því einnig einskonar áburð-
Enn um þjóðfánann
og þjóðsönginn
eftir Önnu
Þórhallsdóttur
Grein sú, er ég ritaði í Morgun-
blaðið 15. september sl., hefir vak-
ið athygli almennings. Það hefir
komið fram hjá mörgu fólki í fjöl-
miðlum og einkasamtölum að það
sé skylda hvers íslendings að
standa vörð um heiður þjóðfánans
og þjóðsöngsins.
Ráðherrar í stjórnarráði Is-
lands, sem hafa mál fánans á
hendi og þá einnig að sjálfsögðu
þjóðsöngsins, hafa ekki fundið sig
knúna til að stöðva útbreiðslu á
kvikmyndinni og hljómplötunni
„Okkar á milli ... í hita og þunga
dagsins" eftir Hrafn Gunnlaugs-
son, né heldur að hefja málsókn á
hendur framleiðanda fyrir lögbrot
á höfundarlögum. í áðurnefndri
Morgunblaðsgrein gekk ég feti
framar og bað ráðamennina um að
sett verði lögbann hið skjótasta á
hvorutveggja. Því hefir ekki verið
sinnt. Ekkert svar fengist.
Nú er skaðinn skeður og að sögn
framleiðanda hafa um þrjátíu og
fimm þúsund manns séð myndina
hérlendis. Ekki er vitað hve marg-
ir hafa skynjað hið þjóðhættulega
sem í kvikmyndinni og hljómplöt-
unni felst. Það er ótrúlegt, ef sjó-
menn íslands hafa ekki hrokkið
við að sjá flaggið í þeim viðjum
sem það þarna er sett í. Þeir sigla
skipum sínum um heimshöfin með
íslenska fánann að húni og geta
ekki án verið. Vissulega varðveita
þeir hann og heiðra. Islenski fán-
inn er tengdur sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar, það vita stúdentar
allra best. Þeir halda upp á
Anna Þórhallsdóttir
sjálfstæðis- og fánadaginn 1. des-
ember ár hvert. Ég býst við að þeir
færu í hópgöngu, ef þeir heyrðu
um að íslenski fáninn væri hafður
sem puntklæði í einhverju slát-
urhúsi eða í opinberu hjákonu-
hreiðri. Samanburðurinn er rétt-
ur.
Það er með eindæmum hve
kvikmyndaframleiðandinn hefir
verið fundvís á margt ljótt í þess-
ari framleiðslu sinni og hversu
margskonar ósómi er sýndur
þarna sé gjörla skoðað. Eigi
myndin að sýna þverskurð af ís-
lensku mannlífi nútímans yfir-
leitt, þá er lýsing þessi að mínu
mati röng. Sem betur fer þekki ég
ekki þá þjóðfélagshópa sem er
sýningarefni þarna og vona ég að
þeir séu fámennir. Álit mitt á
landsmönnum sem heild er þetta:
íslendingar eru gott og siðað fólk
með óvenju mikla starfsorku sem
sjá má á uppbyggingu og fram-
kvæmdum í landinu. Námsfólk er í
heild gjörvulegt og viljasterkt,
hafa íslenskir menntamenn skar-
að fram úr á mörgum sviðum og
gert landinu sóma með þekkingu
sinni.
Það sem hér er sagt tala ég af
reynslu því ég hefi haft persónu-
leg kynni af mörgu fólki á söng-
ferðum mínum um landið í ára-
raðir og verið við afgreiðslustörf í
tuttugu og fimm ár við Landssíma
Islands, auk þess verið meðlimur
margra félaga. Ef hvarflað hefir
að einhverjum að nefnd kvikmynd
sé heimildarmynd líkt og lands-
lagið sem sést í henni, þá er hátta-
lag og framferði fólks þarna ekki
venjuíegt íslenskt fyrirbæri held-
ur apakattarháttur fenginn frá
öðrum löndum sem siðað fólk
skammast sín fyrir.
Þá læt ég útrætt um kvikmynd-
ina, sem ég gaf rétta lýsingu á í
fyrri grein minni, en næst er að
kynna hljómplötuna, útgefandi er
„Fálkinn", Reykjavík, en ekki veit
ég hver er ábyrgðarmaður fyrir
henni.
Þessi hljómplata inniheldur
sömu síbyljur, (þýðing á orðinu:
stöðugt, suðandi hljóð) og er í
kvikmyndinni. Þessar síbyljur eru
oft svo háværar að fram kemur
hreint garg. Það þurfa að vera
hraustir hálsar til að þola þessa
söngatvinnu. Á 1. plötusíðu nr. 6
er „Lofsöngurinn í hita og þunga"
eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
útsetning Þursarnir. Á 2. plötu-
síðu nr. 10 er: „Lofsöngurinn
okkar á milli", eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson. Útsetning Guð-
mundur Ingólfsson. Hér er höf-
undarheiður tónskáldsins mest
skertur. Á sömu plötusíðu er
„Nallinn", á víst að vera naflinn,
hann er nr. þrjú, útsetning
Fræbbblarnir, textahöfundur
ókunnur. Þarna er áframhaldandi
vítaverð ósvífni í þessari
hljómplötugerð. Tvær upphafs-
ljóðlínur af hinu fagra kvæði Guð-
mundar Magnússonar, „Ég vil
elska mitt land, ég vil auðga mitt
land“, eru settar við eftirfarandi
viðlag sem er þannig: „Ég vil
nauðga þér með glans." Þarna er
óþolandi athæfi. Á það kannski að
líðast að öll falleg íslensk klassísk
ljóð og lög verði gerð að sorpi og
svínaríi?
Eina Síbylju nefni ég enn, það
er „Dansi, dansi, dúkkan mín. Við-
lagið við þessi upphafsorð er: „Ég
vil fá að sjá þig bera.“ Hér sjá
menn á svörtu og hvítu hverskon-
ar óþverra boðið er upp á. Lof-
söngur sem jafnframt er þjóð-
söngur íslendinga á hér ekki
heima. Nú hefir heyrst að kvik-
myndaframleiðandinn ætli að fara
að gera kvikmynd sína að erlendri
verslunarvöru. Jafnvel senda hana
á norrænu menningarsýninguna
„Skandinavia Today", til Banda-
ríkjanna, þaðan sem háttvirtur
forseti íslands er nýkominn.
Loks vil ég skýra frá því að ég
hefi fengið áskorun um að gefast
ekki upp við að reyna til þrautar
með að kvikmyndin Okkar á milli
... í hita og þunga dagsins eftir
Hrafn Gunnlaugsson, ásamt sam-
nefhdri hljómplötu, verði hönnuð
með lögum. Að hún verði tekin af
markaðinum hið allra fyrsta að
fullu og öllu. Til er aðeins ein leið í
málinu, það er að skjóta því til
fulltrúa þjóðarinnar, alþing-
ismanna. Sá aðili einn eða fleiri
sem flytja frumvarp til laga um
verndun þjóðsöngsins og fá það
samþykkt munu verða prísaðir af
þjóðinni um langan aldur. Lög um
þjóðsönginn „Ó, guð vors lands"
eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson
og Matthías Jochumsson verða að
vera það ítarleg og glögg að ekki
komi upp aftur slíkt vandræðamál
sem þetta er. Þjóðareiningartákn-
in verða að vera stranglega varin,
ekki síst nú á tímum þegar menn
halda að sér leyfist allt. Lögin
þurfa að fá skjóta afgreiðslu ef
ekki á illa að fara.
Nú á þessum erfiðu tímum þjóð-
arinnar ættu menn að trúa og
treysta æðri máttarvöldum.
íslendingar eiga gott að eiga
sinn fagra Lofsöng sem minnir
okkur á Guðs heilaga, heilaga nafn.
Anna Þórhallsdóttir
Ályktun FUJ:
Vægi atkvæöa
verði leiðrétt
FÉLAG ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík hefur sent frá sér eftir-
farandi ályktun:
Stjórn Félags ungra jafnað-
armanna í Reykjavík fagnar því,
að loks skuli fara fram virkt
starf í stjórnarskrárnefnd, en
harmar um leið þá leynd sem
hvílt hefur yfir störfum nefnd-
arinnar. Eðlilegt hlýtur að telj-
ast að umræður um slíkt stór-
mál, sem stjórnarskrárbreyt-
ingar eru, fari fram fyrir opnum
tjöldum og almenningi gefist
kostur á að hafa áhrif á stefnu-
mótun. Jafnframt skorar FUJ á
alþingismenn að leiðrétta vægi
atkvæða á milli kjördæma án
þess að fjölga þingmönnum.
Þeir eru þegar nægilega margir
til að sinna störfum Alþingis og
fjölgun þeirra eykur aðeins á
skrifræðisbákn, sem nú þegar er
of þungt í vöfum.