Morgunblaðið - 27.10.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 27.10.1982, Síða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Nýtt línusvæði Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð um línusvæði útaf Melrakkasléttu. Samkvæmt reglu- gerð þessari er fellt úr gildi línu- svæðið sem markast af línum dregn- um frá Hraunhafnartanga og Rifs- tanga og náði út að 40 sjómílum frá grunnlínu og í þess stað sett smærra línusvæði, sem nær austar. Samkvæmt reglugerð þessari verða togveiðar nú bannaðar á svæði, sem markast af línum milli eftirgreindra punkta: a. 66°59’6 N b. 67°06’8 N c. 67°00’4 N d. 67°07’4 N Breyting þessi nóvember 1982. 15°53’5 V 15°50’5 V 15°37’5 V 15°34’0 V tekur gildi 1. Dagur Samein- uðu þjóðanna Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi frá Félagi Sameinuðu þjéð- anna á íslandi i tilefni af degi Sam- einuðu þjóðanna síðastliðinn sunnu- dag: „Þann 24. október 1945 gekk sáttmáli Sameinuðu þjóðanna í gildi. Þess dags er jafnan minnst um allan heim. Tilgangurinn með degi Sameinuðu þjóðanna er að kynna þjóðum heims markmið og starfsemi samtakanna og afla stuðnings við þau verkefni, sem Sameinuðu þjóðirnar fást við. Markmiðin hafa verið óbreytt frá upphafi. í sem stystu máli eru þau: — Að varðveita alþjóðlegan frið og öryggi. — Að vinna að bættri sambúð þjóða heims. — Að koma á fót alþjóðlegu samstarfi til þess að leysa alþjóð- leg vandamál á sviði efnahags- mála, félagsmála, menningar- og mannúðarmála og skapa aukna virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi öllum til handa. — Að vera samræmingarmið- stöð þeirrar viðleitni þjóðanna að ná þessum sameiginlegu mark- miðum. Rétt eins og gífurlegar breyt- ingar hafa átt sér stað í heiminum frá því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, þá hafa og orðið miklar breytingar á starfsemi samtakanna á þessum 37 árum. Stofnríkin voru 51 en eru nú 157. Enn er það æðsta markmið sam- takanna að tryggja frið í heimin- um og býsna oft á liðnum árum hefur starf Sameinuðu þjóðanna leitt til þess að deiluaðilar settust að samningaborði í stað þess að grípa til vopna. Oft á tíðum virðist mönnum, sem það starf sé til lítils unnið og að samtökunum hafi mis- tekist það ætlunarverk sitt „að forða mannkyninu frá hörmung- um styrjalda". Verður mönnum þá starsýnna á það sem miður hefur farið en það sem vel hefur tekist. Hinn mikli árangur af starfi Sam- einuðu þjóðanna hefur horfið mönnum sjónum í reykmekki þeirra styrjalda sem samtökunum hefur ekki auðnast að koma í veg fyrir. íslendingum ætti að vera ljóst, manna best, mikilvægi samtak- anna. Á vettvangi Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna höf- um við tryggt okkur lagalegan umráðarétt yfir auðlindunum í kring um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa fært milljónum manna um víða veröld von um betra líf, sérstofnanir samtakanna á borð við Matvæla- og landbúnaðarstofnunina FAO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, WHO, Barnahjálpina og Flótta- mannastofnunina, hafa unnið sleitulaust og oft við erfið skilyrði að því að gera vanþróuðum þjóð- um kleift að tileinka sér nútíma- tækni svo þær geti á komandi tím- um búið við betri lífsskilyrði en í dag og stofnanirnar hafa aðstoðað hjálparþurfi eftir megni. Sameinuðu þjóðirnar hafa einn- ig starfað mikið að mannréttinda- málum og stuðlað mjög að eflingu virðingar fyrir rétti manna um allan heim. Mannréttindayfirlýs- ing Sameinuðu þjóðanna var sam- þykkt 10. desember 1948 og er sú yfirlýsing enn í fullu gildi og oft til hennar vitnað. Að framan voru raktir nokkrir þættir í starfsemi hinna Samein- uðu þjóða, en aðeins drepið á örfáa þætti þess mikla starfs, sem sam- tökin hafa unnið í þágu alls mannkyns. Víst má heita, að þó að fyllstu vonir sem bundnar voru við samtökin í upphafi hafi ekki ræst enn, þá er veröldin betri staður fyrir fjölskyldu manna, en verið hefði án Sameinuðu þjóðanna.“ Hótel Höfn fær vínveitingaleyfi HÓTEL Höfn í Siglufirði hefur nú fengið vínveitingaleyfi. Hefur hótel- ið leyfi til að selja matargestum létt vín með mat og leyfi til að selja hótelgestum bæði sterk og létt vín. Að sögn Viðars Ottesen, hótel- stjóra, var leyfið veitt síðastliðinn föstudag og á laugardag var dans- leikur og matur. Viðar sagði, að mjög margir hefðu verið í mat hjá sér og og hefði fólkið látið vel af þeirri nýbreytni að njóta létts víns með matnum. Hann myndi síðar innrétta sérstakan bar í hótelinu fyrir gesti og stefndi að því að því yrði lokið fyrir næsta sumar. Ekki væri til þess ætlazt að bæjarbúar gætu notið þeirrar þjónustu, en þeir gætu alltaf fengið iétt vín með matnum. Viðar sagðist vera búinn að bíða lengi eftir því að ná þessum áfanga og nú hefði það gengið eft- ir að nauðsynlegar breytingar höfðu verið gerðar á húsinu. Með þessu gæti hótelið betur þjónað viðskiptavinum sínum og gestum og væri það mikil bragarbót. Um einkarekst- ur útvarps eftir Björn Matthíasson Undanfarna mánuði hefur mik- ið verið rætt um að taka upp út- varpsstöðvar í einkaeigu og eins sjónvarp. Hafa skoðanir orðið skiptar um þetta málefni, sem og eðlilegt er, þar sem ríkið hefur haft einokun á öldum Ijósvakans í meira en hálfa öld. Þótt við ís- lendingar höfum alltaf talið okkur málsvara frjálsrar tjáningar, er einkennilegt, að við höfum aldrei haft neitt við það a athuga, að rík- ið hefur haft umráð og áhrif yfir tveimur mikilvægustu fjölmiðlun- um í landi okkar. Við höfum ein- faldlega treyst á, að útvarpsráð og starfsmenn hljóðvarps og sjón- varps hafi verið starfi sinu vaxnir, og að Ríkisútvarpið í formi hljóð- varps og sjónvarps hafi sinnt starfi sínu sem skyldi. Grundvallarástæðan fyrir til- komu útvarpseinokunar ríkisins var sú, að ekki var talið fært að stofna til einkaútvarpskerfis fyrir alla landsmenn, þar sem það væri of dýrt nema fyrir sterkustu einkafyrirtæki, en þá yrði hættan ávallt fyrir hendi, að slíkt fyrir- tæki mundi nota öldur Ijósvakans til að koma eigin skoðunum á framfæri í krafti fjár síns. Ríkis- útvarpinu var frá upphafi ætlað að vera menningartæki í eigu þjóðarinnar, en slík eign var ekki talin samrýmanleg einkahags- munum. Auk þess, voru útvarps- stöðvar á Norðurlöndum og í öðr- um nágrannalöndum nær undan- tekningarlaust í eigi ríkis, og því þótti sjálfsagt að herma það eftir hér. Þetta er i sjálfu sér merkilegur hugsanagangur að því leyti að engum virðist hafa dottið í hug að beita honum gagnvart blöðum og tímaritum, sem þá áttu ríkan þátt í að móta skoðanir landsmanna. Engum virðist hafa dottið í hug að spyrja, af hverju væri svo hættu- legt að hleypa einkarekstrinum yfir í eitt fjölmiðlaformið, þ.e. öld- ur ljósvakans, en láta honum al- gjörlega eftir hið prentaða mál, sem í þá daga, sem og enn, er tvimælalaust áhrifameira. Ég hygg, að þarna hafi kostnað- ur skilið á milli. Vitað var þá, að einkaaðilar gátu gefið út prentað mál án tilhlutunar hins opinbera, en hins vegar var vart talið fært, að einkaaðilar gætu tekið að sér fjölmiðlun á öldum ljósvakans. Auk þess var þróun útvarps þá óþekkt fyrirbrigði, sem ekki var séð fyrir endann á. En nú er liðin meir en hálf öld síðan fyrstu útvarpslögin voru sett, en í grundvallaratriðum eru þau ennþá eins. Ríkið er enn eini aðilinn, sem reka má útvarp og sjónvarp. I millitíðinni hefur fjölmiðla- tækninni fleygt óðfluga fram. Annars vegar er það svo, að ill- mögulegt er að reka dagblöð hér á landi án mikillar útbreiðslu, mik- illa auglýsinga og öflugs banka- bakhjarls. Hefur þetta orðið til þess, að þau dagblöð, sem nú eru gefin út, berjast öll meira og minna í bökkum og er haldið uppi áf stjórnmálalegum styrktaraðil- um í meiri eða minni mæli. ÖIl blaðaútgáfa er að verða dýrari og dýrari, og má heita undarlegt, að enn skuli koma út svo mörg dag- blöð sem raun ber vitni. Þrátt fyrir örtölvutækni við prentun blaðanna, hefur útgáfukostnaður þeirra hækkað svo, að enginn grundvöllur mun vera fyrir núver- andi blaðamergð. Aftur á móti er málinu allt öðruvísi varið, þegar litið er til út- varps- og sjónvarpsreksturs. Nýlega sýndi mér ungur út- varpsáhugamaður senditæki, sem hann hafði tengt við venjulegan hljómtækjamagnara. Með því að setja sendiloftnet upp á þak, gat hann sent út í FM stereó í um þriggja kílómetra radíus, og þurfti engu að kosta til nema eigin hljómtækjum svo og heimatilbú- inni senditækjaviðbót. Senditækið sjálft kostaði ekki nema nokkur hundruð krónur, en gæðin voru hins vegar ekki þau beztu. í heild hygg ég þó, að hægt yrði að koma upp lítilli útvarpsstöð fyrir and- virði meðalíbúðar í dag, en það er aðeins örlítill partur af því, sem það mundi kosta að reka dagblað eða tímarit með landsútbreiðslu. Fjölmiðlun á öldum ljósvakans, sem þannig var talin vera afar dýr fyrir hálfri öld síðan, er nú í raun orðin mjög ódýr og í reynd á færi hvers sem er. Að fjármagna litla staðbundna útvarpsstöð er á við að eiga litla sjoppu, svo borið sé saman við þjóðlegustu fyrirtækja- tegundina okkar. Við stöndum því frammi fyrir þeim vanda, að það er illmögulegt lengur að réttlæta einokun ríkis- ins á öldum ljósvakans, og tími er til kominn, að þeirri einokun verði aflétt, því réttmæti hennar hefur runnið sitt skeið. Því ber að fagna nýútkomnu nefndaráliti, sem mælir með, að ríkiseinokun verði aflétt. Hins vegar er það ekki vanda- laust að koma á skipulegu formi einkarekstrar útvarps. Uthluta verður leyfum til rekstursins, þannig að hver fái sína bylgju- lengd og sé ekki fyrir öðrum. Ein- hverjar reglur verður að setja um tekjuöflun slíkra stöðva, því ekki lifa þær á loftinu einu saman, og verða að hafa einhverjar auglýs- ingatekjur. Það verður því ekki vandalaust að samræma tekjuþörf slíkra stöðva annars vegar og þörf Ríkisútvarpsins fyrir áframhald- andi auglýsingatekjur hins vegar. En þótt þetta séu vandamál, sem koma upp ásamt fleirum, þá eru þau engan vegin óleysanleg. Benda má á, að Norðmenn eru að aflétta útvarpseinokun sinni, þannig að læra má áf reynslu þeirra áður en langt um líður. Allt að einu hygg ég, að tími sé kominn til að stíga þetta spor í útvarpsmálum okkar. Hef ég þar sér í lagi í huga, að nær öll dagleg fjölmiðlun á Islandi er staðsett í Reykjavík. Landsmálablöð eru að vísu til og það mörg, en fjárhagur þeirra er ávallt mjög þröngur. Þingmenn landsbyggðarinnar ganga oft á milli opinberra stofn- ana hér í Reykjavík og sníkja auglýsingar í þessi blöð til að halda þeim uppi, enda hygg ég að þetta sé einn megintekjuliður þeirra. Það gæti orðið mikil bót, ef Nýlokið er við að leggja malbik í Strandgötuna á Eskifirði. Malbikið fékkst frá Neskaupstað. Myndin er af starfsmönnum við lagningu malbiks á Strandgötu. (Ljósm Mbi Ævmr)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.