Morgunblaðið - 27.10.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982
45
Nemendaleikhúsið: Prestsfólkið. Frá vinstri: Maria Sigurðardóttir, Eyþór
Árnason og Vilborg Halldórsdóttir.
tækifæri sem þeir nýttu vel að
mínum dómi. Þessi sýning er
sigur fyrir Nemendaleikhúsið,
með því ánægjulegasta sem
boðið hefur verið uppá hjá
Leiklistarskólanum.
Framvinda leiksins er hæg í
fyrstu, en hvergi dauður blett-
ur, allt er mikilvægt og unnið
af kostgæfni. Allir stóðu leik-
ararnir sig með prýði. Vilborg
Halldórsdóttir sýndi í hlut-
verki Maiju að hún er leikkona
sem mikils má af vænta.
María Sigurðardóttir lék
prestsfrúna af reisn og tókst
að koma til skila örvæntingu
hennar og varnarleysi. Krist-
ján Franklín Magnús var
glæsilegur fulltrúi hins unga
umbótamanns. Sigurjóna
Sverrisdóttir gerði hina bældu
Hönnu eftirminnilega. Eyþór
Árnason gæddi hlutverk
Teuvo Rastas mannlegri hlýju.
Þjónstustúlkuna lék Edda
Heiðrún Backman með þeim
hætti að hlutur hennar í þessu
sígilda mannlífsmynstri var
stór. Helgi Björnsson túlkaði
vandasamt hlutverk prestsins
á mjög geðfelldan hátt, en
geldur að vissu marki æsku
sinnar. Vissulega komust hin-
ir ungu leikarar ekki hjá ýms-
um hnökrum sem mæta byrj-
endum á leiksvlði, en þeir voru
ekki margir.
Þakka ber Ritvu Siikala
fyrir þátt hennar í þessari
skemmtilegu sýningu sem
vonandi á eftir að vekja
áhuga. Hún á það skilið.
Leikmynd Pekka Ojamaa
gerði andrúmsloftið finnskt,
hvergi var reynt að leyna því
hvar leikritið gerðist og um
hvaða tíma það fjallaði. Lýs-
ing David Walters var sömu-
leiðis trúverðug. Þýðing Úlfs
Hjörvar hljómaði vel.
Minna Canth hefur greini-
lega verið á undan samtíð
sinni. Erfiðar aðstæður komu
ekki í veg fyrir að hún gæti
sinnt leikritagerð sem hefur
vísað veginn, einkum hvað
varðar umræðu um hlut
kvenna í samfélaginu, leið
þeirra til að öðlast jafnrétti á
við karla. Þótt undarlegt sé er
boðskapur verksins ekki úr
gildi fallinn á okkar tímúm, en
styrkleiki þess er ekki síst
listræns eðlis. Ekki verður
fullyrt um hve Ritva Siikala á
storan þátt í því hve verkið
nýtur sín vel á sviði. En áreið-
anlega er líf þess komið undir
leikgerð hennar og öruggri
stjórn.
Jóhann Hjálmarsson
Af spjöldum sögunnar
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Jón R. Hjálmarsson:
Af spjóldum sögunnar I. 203 bls.
Suðurlandsútg. Selfossi, 1982.
Fáeinir sagnfræðingar hafa
hlotið Nóbelsverðlaun í bók-
menntum — ekki fyrir rannsókn-
ir, heldur fyrir ritstörf. Þegar
sagnfræðingur hefur lokið rann-
sóknum og sest við skriftir gerist
hann rithöfundur. Raunar er
sagnfræði og söguritun svo ná-
tengd, aldirnar í gegnum, að við
gerum sjaldnast mun þar á í dag-
legu tali.
Minnum á að ýmsir rithöfundar
hafa tekið sér fýrir hendur að
skrifa þætti úr mannkynssögunni
— án þess þeir væru sagnfræð-
ingar.
Jón R. Hjálmarsson gerir sér
far um að ná til allra með sögu-
þáttum sínum. Þeir eru skemmti-
legir, vel stílaðir og læsilegir,
nafnafjölda mjög stillt í hóf, les-
andinn ekki truflaður með ártala-
runum, en hvorugu þó gleymt,
nöfnum né helstu ártölum þar sem
nauðsyn krefur.
Minnist ég þess frá skólatíð
minni að margir söknuðu einmitt
bókar eins og þeirrar, sem Jón R.
Hjálmarsson hefur nú sent frá
sér, bókar sem væri svo skemmti-
leg að maður gæti lesið hana sér
til gamans en um leið fest í minni
þau atriði sem aðeins stuttlega
var sagt frá í kennslubókum þó
þau teldust síðan til aðalatriða
þegar að prófi kom.
í þessu fyrsta bindi eru sextán
þættir frá steinöld og fornöld.
Sumir hafa birst áður, aðrir ekki.
Fyrsta þáttinn nefnir höfundur í
árroða sögunnar. Þar lýsir hann
því hvernig sagnfræðin skarast
við jarðfræðina, hvernig stein-
gervingar, bein og áhöld gefa til
kynna upphaf og þróun mannsins
frá örófi alda þar til tekið var að
skrá söguna — sem var nú raunar
ekki fyrr en tvö til þrjú þúsund
árum fyrir Krists burð í löndum
þeim þar sem menning var þá
lengst á veg komin, sums staðar
miklu síðar.
Um veldi Rómverja eigum við
mikla sögu og — merkilega að
öðru leyti en því að hún er nánast
öll skráð af þeim sjálfum. Alls
staðar sigruðu þeir meðan veldi
þeirra var mest, með einni undan-
tekningu þó. Þegar þeir hugðust
kúga Germani til hlýðni biðu þeir
svo eftirminnilegan ósigur að þeir
gáfust brátt upp við að brjóta þá
Jón R. Hjálmarsson
undir sig. Frá því segir i þættinum
Orrustan í Teftóborgarskógi. Germ-
önsk tunga var þá töluð bæði í
Gallíu (Frakklandi) og Germaníu
(Þýskalandi). Frakkland brutu
Rómverjar undir sig með svo mik-
illi hörku og — árangri ef manni
leyfist að komast svo að orði um
slíkan verknað — að það varð er
stundir liðu rómanskast allra
landa, eins og höfundur tekur
réttilega fram. Hefðu þeir einnig
brotið undir sig Germaníu hefði
naumast orðið nokkur fyrirstaða
að halda alla leið norður á Jót-
tandsskaga, eða jafnvel lengra. Þá
hefði getað farið svo að við töluð-
um ekki okkar kæru íslensku hér
heldur einhvers konar frönsku eða
spænsku. En þetta fór nú ekki svo.
»Orrustan í Teftóborgarskógi
markar því þáttaskil sem einn
hinna örlagaríkustu atburða í
sögu Norðurálfu.«
Og svo fór að lokum að German-
ir lögðu undir sig sjálfa Róm. Áð-
ur en það gerðist var að vísu mikið
vatn runnið til sjávar og ótalin ár
horfin i aldanna skaut. Rómaveldi
grotnaði innan frá — vegna spill-
ingar og óstjórnar.
Einræði rómversku keisaranna
byrjaði með friði, reglu og glæsi-
leika. Fáir söknuðu lýðveldisins
fyrst í stað. En valdið spillir. Og
þriðji keisarinn, Kaligúla, var
bæði gerspilltur og vitskertur —
en gat þó farið öllu sínu fram eins
og hann lysti! Eitt sinn lét hann
raða skipum yfir Napólíflóann og
fór ríðandi yfir. I þætti Jóns R.
Hjálmarssonar af þessum furðu-
fugli segir svo: »Sagt er að hann
hafi fengið hugmynd að þessari
furðulegu brúarsmíð vegna spá-
dóms á yngri árum hans. Þá var
við hirð Tíberíusar keisara
stjörnuspekingur, sem spáði því
að Kaligúla yrði ekki fremur keis-
ari en að hann færi ríðandi yfir
Napólíflóann.*
Rómaveldi varð hið fyrsta sem
kalla mátti heimsveldi. Og svo
rækilega festi það sig í sessi að
tunga þess og saga var til skamms
tíma talin undirstaða allrar
menntunar á Vesturlöndum, og að
nokkru leyti um heim allan. En
vitanlega byggði það á grunni frá
öðrum. Grikkjum, Egyptum, Fön-
íkum og fleirum. Hér er þáttur af
Föníkum sem urðu um tíma stór-
veldi í verslun og iðnaði. Frá þeim
þá menningin letrið, hvorki meira
né minna. »... Og fyrstir manna
bjuggu þeir til gagnsætt gler.«
Varla hefur það verið ómerkari
uppfinning á sínum tíma en t.d.
tölvan á tuttugustu öld.
Bók þessi er gefin út sem kilja
og því sýnilega ætluð til lestrar
fremur en sem hilluskraut. Og þar
hygg ég útgefandi hafi hitt á réttu
rásina því hér er einmitt um að
ræða lesefni sem er ekki aðeins til
fróðleiks heldur líka til ágætrar
skemmtunar.
Erlendur Jónsson
því sviði ef hann legði verulega
stund á þetta listform. Hann er
lipur vatnslitamálari og akrylmál-
verk hans I heimsóknartímanum
fannst mér þá hans besta verk.
Helgi Vilberg sýnir þarna mynd-
röð, gerða í olíulitum, og fannst
mér einna bestur árangur hjá
honum af þeim félögum. Hann
hefur næma litatilfinningu og út-
færir hana á léttan og skemmti-
legan hátt. Myndir hans eru
nafnlausar og því erfitt að gera
þeim skil á prenti. Samt fannst
mér þær svo jafnar að gæðum að
ég fer ekki nánar út í þá sálma.
Þarna held ég, að sé á ferð lista-
maður, sem vel er þess verður að
taka eftir. Kristinn G. Jóhannsson
sýnir krítarmyndir, olíumálverk
og dúkristur. Af þessum verkum
eru forvitnilegar dúkristurnar,
sem hann byggir á vefnaði úr
Svarfaðardal, og einnig yrkir
hann um prjónuð mynstur. Ég
held, að á þessu sviði nái hæfileik-
ar Kristins best að njóta sín, en
hann virðist nokkuð rómantískur í
sumum öðrum verka sinna, enda
heitir myndröð hans í þessari sýn-
ingu Rómantík, I, II, III og þannig
áfram.
Eins og ég sagði áðan, er þessi
sýning nokkuð ósamstæð, og held-
ur ekki við öðru að búast. Það má
vel vera, að það sé einmitt kostur
við þessa sýningu, að það komi
fram í dagsins ljós, að myndlist-
armenn fyrir norðan séu ekki allir
á sama máli og hjakki í sama fari.
Það er einmitt fjölbreytnin sem
gefur þessum hlutum líf og gerir
það að verkum, að allt er í sköpun
og engin kyrrstaða.
Valtýr Pétursson
Jónas í hvalnum?
Leiklist
Ólafur M. Jóhannesson
JÓNAS í HVALNUM?
Nafn á frummálinu: „Opinber
heimsókn“.
Sýnd í: íslenska sjónvarpinu.
Framleiðandi: Ríkisútvarp/sjón-
varp Iccland.
Leikstjórn: Hrafn Gunnlaugsson.
Upptökustjórn: Andrés Indriðason.
Þegar ég skrifaði um fyrsta
þátt „Félagsheimilisins" lauk ég
orðum mínum á því að ég kviði
fyrir næstu þáttum. Ég átti ein-
faldlega við að fyrsti þátturinn í
þáttaröð sjónvarpsins úr félags-
heimilinu var svo asskoti góður
að erfitt er að koma með eitt-
hvað betra. Ég bjóst reyndar við
að þáttur númer tvö reyndist
frambærilegur því þar sér Jónas
Guðmundsson um textann en sá
fjölhæfi maður hefir gert býsna
áheyrilega útvarpsþætti.
Ég ætla ekki að eyða dýrmætri
prentsvertu í að sundurgreina
þetta hugverk Jónasar Guð-
mundssonar og Hrafns Gunn-
laugssonar sem þeir nefna
„Opinber heimsókn" og telst
númer tvö í Félagsheimilisseríu
sjónvarpsins. Það er skemmst
frá því að segja að þegar þáttur-
inn endaði hrökk ég með andfæl-
um upp úr sjónvarpsstólnum og
hrópaði til heimilisfólksins
„Sofnaði ég“. Ég hélt nefnilega
að ég hefði liðið útaf í stólnum
og fengið martröð. Svo reyndist
þó ekki en heimilismenn tjáðu
mér að hughrif þeirra hefðu orð-
ið mjög á sömu lund.
Er annarst hægt að kasta
skattpeningum í slíkt myndverk
þar sem hvorki fæst botn í sam-
töl né atburðarás en leikararnir
velta stjórnlausir um sviðið eins
og nýslátraðir hanar? Við vitum
að það er nóg af hæfileikaríku
fólki á sviði leikstjórnar og ekki
er rýr sú hefð sem við eigum á
sviði bókmennta. Ég veit ekki
hvort mönnum finnst það bera
vott vandaðrar leikstjórnar að
leiðrétta ekki mismæli leikara
eða eyða fleiri metrum af filmu í
leik með brauðhleif sem líkist
reðri í iögun. Prentsvertunni
verður hér ekki eytt í að greina
fleiri afkáraleg myndskeið. Ég
vil hins vegar víkja að öðru at-
riði sem ég held að geti skijjt
sköpum í kvikmyndagerð á Is-
landi í framtíðinni.
Ef sjónvarpið fer út á þá braut
að gera ódýrar, óvandaðar
myndir er kvikmyndagerð á ís-
landi stefnt í voða. Við sjáum að
íslensk kvikmyndagerð getur
vart staðið á eigin fótum, kvik-
myndahúsgestir eru einfaldlega
of fáir hér. Vaxtarbroddurinn í
íslenskri kvikmyndagerð hlýtur
þess vegna að verða innan sjón-
varpsins. Ef sjónvarpið tekur
upp þá stefnu að framleiða fáar
(4—5) en vandaðar leiknar
kvikmyndir árlega, er þar með
kominn grundvöllur fyrir út-
flutning á íslensku myndefni.
Eins og við vitum öll þá er mark-
aðurinn fyrir slíkt efni gífurlega
víðfemur í kjölfar þeirrar fjar-
skiptabyltingar sem nú ríður yf-
ir. Ef okkur tekst að vinna ís-
lensku myndefni sess á erlend-
um mörkuðum er ekki að efa að
þeir verða álíka traustir og nú-
verandi markaðir fyrir íslenskt
lambakjöt og íslenskan fisk. Við
þurfum ekki einu sinni að kaupa
dýrt skip til að flytja þessa
framleiðslu út, getum jafnvel
sent hana beint á öldum ljósvak-
ans yfir heimsbyggðina. Menn
eru að tala um að auka fjöl-
breytni í íslensku atvinnulífi og
efla nýiðnað, hér er eitt ónýtt
tækifæri. Munum að maðurinn
lifir ekki bara á lambakjöti og
fiski. En svo ég skilji ekki alveg
við hina „Opinberu heimsókn"
Jónasar og Hrafns í svartnætt-
inu þá vil ég minnast á eitt
kostulegt atriði. Hér er átt við
þegar presturinn (Þorsteinn
Hannesson) tók fram saumadót-
ið á hreppsnefndarfundinum.
Það fór ekki svo að engin lítil
perla skini í fjóshaugnum. Þær
hefðu getað orðið fleiri með
vandaðri úrvinnslu þeirrar lag-
legu grunnhugmyndar sem lá að
baki textanum.