Morgunblaðið - 27.10.1982, Page 19

Morgunblaðið - 27.10.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 51 Hjörtur Benediktsson Marbœli — Minning Guðirnir elska þá sem deyja ungir, hefur verið sagt og skrifað. En elska þeir ekki líka þá sem deyja í hárri elli? spyr sá er ekki veit. Hér á eftir eru skráð nokkur minningarorð um Hjört á Mar- bæli í Seyluhreppi, sem andaðist í hárri elli 6. ágúst síðastliðinn. Hjörtur var fæddur að Skinþúfu i Vallhólmi 23. september 1883 og vantaði því rúmt ár til þess að verða hundrað ára. Foreldrar hans voru Benedikt Kristjánsson og kona hans Ingibjörg Einars- dóttir. Benedikt var af Húnvetn- ingum kominn í föðurætt, en Sig- ríður móðir hans var sonardóttir Páls Sveinssonar silfursmiðs á Steinsstöðum. Ingibjörg, kona Benedikts, var dóttir Einars bónda í Krossanesi Magnússonar prests í Glaumbæ og seinni konu hans Sigríðar Halldórsdóttur staðarhaldara á Reynisstað. Kona Einars í Krossanesi og móðir Ingi- bjargar var Efemía dóttir Gísla Konráðssonar sagnfræðings. Hjörtur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst í Skinþúfu og síðar á Syðra-Skörðugili. Árið 1894 andaðist Ingibjörg móðir Hjartar, en Benedikt bjó á Skörðugili með börnum sínum eitt ár eftir það. Hjörtur var yngstur af 8 systkinum og árið 1895 fór hann að Marbæli 11 ára gamall og var þar þrjú ár, skráður smali. Þá bjöggu á Marbæli Árni Jónsson hreppstjóri og kona hans Sigur- lína Magnúsdóttir, mikil sæmd- arhjón og var heimili þeirra í fremstu röð á margan hátt. Gísli bróðir Hjartar var elstur af þeim systkinum og 16 árum eldri en Hjörtur. Hann fór að búa á Stóru-Seylu á parti af jörðinni 1898. Hjörtur fór þá frá Marbæli til bróður síns að Stóru-Seylu og var hjá honum til 1903. Þá fór hann aftur að Marbæli tvítugur að aldri og fullgildur vinnumaður og var þar til 1909. í maímánuði það ár kvæntist Hjörtur Guðbjörgu Sigurðardótt- ur, en hún hafði verið í vist á Marbæli síðustu árin. Foreldrar Guðbjargar voru Sigurður Jóns- son og Helga Gísladóttir. Þau áttu nokkur börn, voru á ýmsum stöð- um í húsmennsku, en höfðu ekki jörð til ábúðar. Sigurður var lærð- ur smiður og vann víða við smíðar, byggði baðstofur og önnur hús. Hann var hálfbróðir, samfeðra, Árna hreppstjóra á Marbæli. Á þessum árum láu jarðir ekki á lausu og tvíbýli mjög víða. Vorið 1909 fluttu Hjörtur og Guðbjörg að Ytra-Skörðugili og bjuggu þar eitt ár á parti af jörðinni. Svo bjuggu þau tvö ár á Grófargili í sambýli við Jón bróður Hjartar, en vorið 1912 ætlaði Hjörtur að flytja til Sauðárkróks en þá bauð Sigurður bóndi á Reynisstað hon- um ábúð á Hryggjum í Göngu- skörðum. Hjörtur tók því boði en var þó um og ó. Sumarið 1912 var erfitt. Seint á túnaslætti gerði svo mikinn snjó, að ekki var hægt að slá í þrjá daga fram í Tungusveit og má nærri geta að ekki hefur snjór verið minni uppi í Gönguskörðum. Gras lagðist flatt undan snjónum og rétti sig aldrei alveg sumarið á enda. Hjörtur mun hafa staðið af sér hret sumarsins eins og aðrir bændur en fleira kom til. Hinn 28. september um haustið eignaðist Guðbjörg dóttir, fæðing- in gekk ekki illa, en konan komst ekki á fætur og andaðist 10. októ- ber, líklega af blóðtappa. Hjörtur var síðasti bóndi á Hryggjum og næsta vor 1913 flutt- ist hann með Guðbjörgu dóttur sína á 1. ári að Glaumbæ á Lang- holti. Þar bjó þá Hálldór Björns- son með móður sinni Salóme Jón- asdóttur og Margréti systur sinni. Hjá þessu fólki var Hjörtur í tvö ár í Glaumbæ, en þá urðu þau þáttaskil að Margrét giftist Birni Jónssyni hreppstjóra á Stóru- Seylu, varð seinni kona hans og fluttist Hjörtur með þeim mæðg- um að Seylu og var þar í tvö ár og alla ævi var hann þakklátur þeim mæðgum fyrir það, hvað þær hugsuðu vel um dóttur hans í barnæsku og voru henni góðar. Árið 1917 fluttist Hjörtur að Marbæli í þriðja sinn og átti þar heimili lengst ævi sinnar eftir það. Guðbjörg Hjartardóttir var fal- legt barn og gott en fremur veik- byggð. Hún var fermd í Glaum- bæjarkirkju á hvítasunnudag 1927 og var það fyrsta ferming í Glaumbæjarkirkju, þeirri er nú stendur þar. Fermingarbörnin voru sjö, fjórir drengir og þrjár stúlkur. Og það var undarlegt að presturinn spurði stúlku, sem sat við hlið Guðbjargar, hvort hann væri búinn að ferma öll börnin. Nei. Guðbjörg var eftir og prest- urinn hafði ekki séð hana að því er virtist. En hvers vegna sá hann ekki þetta fermingarbárn fyrir altarinu? Var það vegna þess að Guðbjörg átti skammt ólifað. Ekki fór orð af því, að séra Hall- grímur í Glaumbæ hefði haft dul- rænar gáfur, en afi hans, séra Hallgrímur Thorlacius prestur í Miklagarði í Eyjafirði var á sinni tíð nafnkenndur fyrir dulrænar gáfur. Hann sagði fyrir órðna hluti svo eftir fór. Á aðfangadag jóla 1927 veiktist Guðbjörg Hjartardóttir af lömun- arveiki og lá þungt haldin, uns hún andaðist 7. janúar næsta ár. Það var langt og dimmt skamm- degi skrifaði Hjörtur löngu síðar. Hann var mjög sorgbitinn sem von var. Hann stóð nú einn og hafði misst allt nema guðstrúna, en hún var með honum til æviloka. Oft er það í mannlegu lífi að höpp og fár skiptast á. Árið 1932 andaðist Árni hrepp- stjóri á Marbæli, en Sigurlína ekkja hans hélt áfram búskap í 3 ár. Þau Árni og Sigurlína voru barnlaus og árið 1935 var jörðin seld. Sigurður Sigurjónsson frá Geldingaholti og kona hans Ingi- björg Jónsdóttir frá Grófargili, bróðurdóttir Hjartar, keyptu jörð- ina og hófu búskap þar þetta ár. Það var mikið happ fyrir Hjört, að þessi hjón skyldu flytjast að Marbæli. Hjá þeim naut hann skjóls æ síðan. Þau voru honum góð og eftirlát og mjög kært var með Hirti og börnum þeirra hjóna, þegar þau voru að vaxa upp. Það mátti með sanni segja, að Hjörtur væri einn af fjölskyldunni á Marbæli og honum þótti ekki síður vænt um Sigurð en frænku sína. Við fermingu fékk Hjörtur Benediktsson góðan vitnisburð hjá séra Hatlgrimi í Glaumbæ. Hann mun hafa notið kennslu fyrir fermingu eins og venja var fyrir aldamótin. Þó má vera að hann hafi auk þess notið kennslu hjá Indriða bróður sínum er þeir voru saman á Stóru-Seylu 1898. Indriði var 10 árum eldri og útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1897. Indriði fluttist til Ameríku laust eftir aldamótin og vegnaði þar vel. Hjörtur var fróðleiksfús og átti f nokkurt bókasafn um mannfræði og sögu. Hann skrifaði nokkra fróðleiksþætti í blöð og tímarit. Þá var hann bókbindari og batt mikinn fjölda af bókum um ára- tugi, en varla hefur hann gefið sér tíma til að lesa margar þeirra, því hann var mikill iðjumaður og alls konar störf voru honum lífsfyll- ing. Hann var samviskusamur, vandvirkur og trúr við öll störf sem hann tók að sér. Hann var einn af þeim, er ekki vilja vamm sitt vita í neinu. Af því sem nú hefur verið skrif- að leiddi það, að Hjörtur átti traust samtíðarmanna og honum voru falin ýmis trúnaðarstörf og skulu nokkur þeirra talin. Hann var stefnuvottur í 20 ár, forða- gæslumaður í Seyluhreppi í ná- lega 30 ár og það var leiðinlegt starf sagði hann. Þá hirti hann fé Seylhreppinga í Skrapatungurétt um 40 ár. Safnvörður í Glaumbæ var Hjörtur frá 1954 til 1964. Vænst þótti Hirti um störf sín fyrir Glaumbæjarkirkju. Hann var formaður sóknarnefndar í 24 ár, safnaðarfulltrúi í 31 ár og með- hjálpari í 42 ár. Hjörtur á Marbæli var undir- hyggjulaus, hreinn og beinn. Hon- um lét vel að ferðast og naut þess að blanda geði við fólk, var fróður um margt og glaður í frásögn. Hann mun hafa eignast marga vini um dagana og margir þeirra eru nú farnir á undan honum. Hjörtur var 19. aldar maður 17 ára á aldamótum. Að einhverju leiti kann hann að hafa verið barn sinnar tíðar í hugsun og athöfn. Til dæmis var hann ekki hrifinn af skáldsögum Halldórs Laxness, sem út komu milli stríða, en hann var ekki einn um það. Á ýmsum sviðum var Hjörtur frjálslyndur. Hann var stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins og stundum fulltrúi hans við alþing- iskosningar, en við óbundnar sveitarstjórnarkosningar kaus hann þá menn í sveitarstjórn sem hann treysti best til að stjórna málum sveitarinnar, þó þeir væru ekki í Sjálfstæðisflokknum. í trúmálum var Hjörtur ekki fast bundinn af kennisetningum og kreddum. Guðstrú hans var einföld og hrein. Fyrir áratugum var hann viðbúinn að hverfa burt úr þessum heimi og beið í auð- mýkt endadægurs. Hann trúði því að eftir dauðann fengi hann að vera með konu sinni og dóttur. Árið 1966 flutti Hjörtur til Sauðárkróks og var þar næstu ár- in. Hann hafði húsaskjól hjá frændfólki sínu og batt bækur, en árið 1974 flutti hann enn einu sinni að Marbæli og átti þar lög- heimili eftir það. Síðustu árin var hann á ellideild sjúkrahússins á Sauðárkróki. Lengst af þeim tíma hafði hann fótavist, var glaður og reifur og þakklátur því fólki sem þjónaði honum. í árslok 1973 var Hjörtur orðinn 90 ára. Þá skrifaði hann bréf til séra Gunnars í Glaumbæ. Þar stendur þessi setning; ... „Er ég Guði þakklátur fyrir mína góðu heilsu, svo ég get dundað dálítið mér til skemmtunar ennþá." Fyrir allmörgum árum sat ég í bíl hjá séra Gunnari og Hirti. Þá var Hjörtur að biðja prest að syngja sig til jarðar, en prestur ræddi fátt um og lofaði engu, sem varla var von. Það kom þó í hlut séra Gunnars að jarðsyngja Hjört og flutti hann góða minningar- ræðu við það tækifæri. Hjörtur var jarðsunginn í Glaumbæ 14. ágúst. Marbælisfólk sá um útförina mjög myndarlega. Undarlega margt fólk var við jarðarförina, því oft er það svo, að þeir sem gamlir eru hafa gleymst löngu fyrir andlátið. Hjörtur á Marbæli lifði nær heila öld. Mér finnst að guðirnir hafi elskað hann, enda þótt hann yrði að þola sára harma á fyrri hluta ævinnar. „Á sornarhafsbotni sannloiksperlan skín. hann sjóinn máttu kafa. ef hún skal verda þín.“ Björn Egilsson frá Sveinsstöðum. Minning: Þorbjörg Margrét Jóhannesdóttir Fædd 15. september 1919 Dáin 15. september 1982 Til minningar um Möggu frænku Hún fæddist á Saurum í Dala- sýslu 15. september 1919 og lést á Borgarspítalanum í Reykjavík á sextugasta og þriðja afmælisdegi sínum. Ég veit að hún hefði ekki kosið sér aðra afmælisgjöf eins og á stóð, því líf hennar hafði lengst um 3 sólarhringa einungis vegna tækni nútímans og reglna spítal- ans. Foreldrar hennar, er létust bæði í mars 1954, voru Jófríður M. Guð- brandsdóttir og Jóhannes G. Benediktsson. Þau hjón eignuðust fjóra syni og eina dóttur. Drengur er Gísli hét dó nokkurra daga gamall, það voru því þrír bræður sem ólust upp með Möggu, þeir Hermann (Gísli var tvíburabróðir hans), Guðbrandur Benedikt og Guðmundur. Lifa þeir systur sína sem var yngst. Skólaganga Möggu var barna- skóli síns tíma, 3 vetur, en þá var skólaárið 2 mánuðir og veturinn 1939—40 var hún við nám í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli. Hún vann hjá foreldrum sínum lengst af þar vestra en einnig í vistum og kaupmennsku í ná- grenninu þar til árið 1951 er leiðin liggur til Reykjavíkur og í Reykja- vík bjó hún eftir það. Fyrst var hún í vist hjá frænku sinni, Ásu Benediktsdóttur, en síðan í rúm- lega 20 ár saumakona hjá Andrési Andréssyni klæðskera og í nokkur ár hjá Ultíma. Einnig vann hún við dúnhreinsun hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga og núna síðustu árin starfsstúlka á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hún var án efa góður og samviskusam- ur starfskraftur sem aldrei fór frá hálfunnu verki. Sumarfríin sín notaði hún alltaf til þess að sjá sveitina sína og dveljast meðal vina og vandamanna. Þá var nú oft glatt á hjalla, bollum hvolft, spáð, spekúlerað og öllu snúið upp í grín og glens. Hún fór nú ekki undirbúningslaust eða tómhent í sumarfríin sín, heima var allt í röð og reglu og upp úr töskunni komu sokkar, sætindi og margt annað sem hún laumaði að stórum og smáum. Sem barn þekkti ég hana sem góðu frænkuna í Reykjavík en ár- in liðu og kynnin urðu meiri og betri. Vináttan, traustið og trúmennskan sem hún sýndi mér er ómetanlegt. Magga giftist ekki né heldur átti hún börn er í raun og veru átti hún samt sin barnabörn bæði hér fyrir sunnan og fyrir vestan, börn sem henni þótt óskaplega vænt um og fylgdist vel með. Þetta sá ég vel meðal annars er hún var að velja handa þeim jóla- og afmælisgjaf- ir, allir áttu að fá það sem þeim líkaði best. Hún var svo um- hyggjusöm og góð að það var eðli- legt að smáfólkið laðaðist að henni. Það var líka eðlilegt að þeg- ar leiðinni lauk hrundu tár niður litlu vanga. Það voru fleiri en börn sem nutu gjafmildi hennar, hún notaði mörg tækifæri til þess að gleðja fullorðna fólkið líka. Hann kom því ekki á óvart pakkinn sem hún átti eftir að færa vinkonu sinni. Magga var dýravinur og sér- lega þótti henni vænt um kisur, greinilegt var að einhverntímann hafði hún átt vin í þeim hópi. Hún hafði mikið gaman af myndum og myndavélina hafði hún oft með- ferðis og tók myndir eins og hug- urinn girntist. Magga var mikil handavinnukona, það var sama hvort hún prjónaði, heklaði eða saumaði, allt var unnið með ná- kvæmni og ekki hætt fyrr en stykkið var endanlega búið. Vissi hún að hverju stefndi?, því í sumar er hún var að sauma ruggu- stólsáklæði sagði hún: „Þetta klára ég nú aldrei." Það kom líka á daginn, henni vannst ekki tími til þess, þó lítið væri eftir. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tímann neitað mér um greiða því hún var alltaf fús að veita þá aðstoð sem í hennar valdi var. Það eru mörg kvöldin sem hún eyddi á mínu heimili sem barnfóstra, ég held nú hálfpartinn að henni hafi ekki fundist þau nógu mörg því oft bauð hún fram aðstoð. Hún var líka hjálparhella móður minnar er fjölskylda henn- ar var að stækka. Magga var svo hæglát og dul kona að stundum þurfti að geta í eyðurnar, sjaldan bað hún aðra um hjálp, þó vissu- lega væri oft þörf á því, hún var alltaf ákaflega þakklát ef eitthvað var fyrir hana gert. Hún var traustur vinur og þegar hún hafði bundist vináttuböndum við ein: hvern voru þau bönd óslítandi. í því sambandi má nefna að eftir að hún flutti úr sveitinni dvaldi hún alltaf hjá Erlu vinkonu sinni og fjölskyldu hennar á stærstu hátíð ársins. Möggu var gott heim að sækja, þar var ekki ys og þys, þar var hlýtt og notalegt og ekki vant- aði veitingarnar. Alltaf var það húsnæði sem hún hafði yfir að ráða hreint og snyrtilegt. Þegar Magga fór á spítalann ætlaði hún að koma fljótt heim aftur og taka til starfa, ekki ætlaði hún heldur að koma að íbúðinni í neinni óreiðu frekar en vant var. Mér verður það alltaf minnisstætt að sjá hana sjúka fara fram úr rúm- inu sínu og laga sængurfötin áður en sjúkrabíllinn kom. Vinkonur hennar höfðu orð á því að íbúðin liti út eins og að nýafstaðinni jólahreingerningu enda var ekki við öðru að búast því Magga var reglusöm í alla staði. Ég sendi fólkinu, sem leigði henni húsnæði gegnum árin og sýndi einstæðri konu mikla umhyggju- semi, hjartans þakkir. Jarðneskar leifar hennar voru í mold bornar, 25. september sl. í Hjarðarholts- kirkjugarði í Dalasýslu, við graf- reit fólksins sem henni var kær- ast. Ég sakna Möggu og met mikið hennar persónueinkenni sem aldr- ei munu gleymast mér. Hafi hún þökk fyrir allt. Jófríður BenedikLsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.