Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Þórðar kakala undir konung, sem honum þótti einkamál þeirra til standa." Þórður fer til Noregs en Gissur heim til íslands, til þess að gegna betur erindum konungs en Þórður hafði gert. Við grípum loks niður í íslendingasögu, þar sem segir frá sýslumannsveitingu konungs til Þórðar: „Þórðr kakali var þá í Björgyn, er skip þat kom þangat, er Gizurr hafði á verit ... Þá frétti Þórðr þau tíðendi, er gerzt höfðu á ís- landi (Flugumýrarbrenna — inn- skot). Litlu síðar fór Þórðr austr til Tunsbergs, ok tók konungr hon- um eigi margliga. Gizurr var þar fyrir. Ok er Þórðr hafði þar skamma hríð verit, biðr hann kon- ung, at hann léti Gizur í brott fara, ok segir eigi örvænt, at vand- Leikland Eftir P.B. Pétursson íslendingar ferðast mikið, en „ferðast" þó lítið. Líklega hafa miklu fleiri Islendingar sleikt „Spánarsól" en ferðast um óbyggðirnar hér heima. Norðurlönd hafa ekki haft sama aðdráttarafl og sólarlöndin, nú síðustu árin. Fyrir ekki mörgum árum þýddi „að fara utan“, nánast ætíð að fara til Norðurlandanna. Þá ferð- uðust mann með gamla Gullfossi, lúxusferðir þess tíma til Kaup- mannahafnar sem þá var nánast miðdepill menningarheims okkar. Tengsl okar við Norðurlöndin í þessum efnum hafa minnkað hægt og sígandi. Það er verr. Öll þekkjum við tengslin við Norðmenn á söguöldinni. Þannig segir t.d. í Þórðar sögu kakala: „Tíðendi þessi (Haugsnesbar- dagi — innskot) flugu skjótt um land allt ok þóttu mikil, sem var. En þegar Gizurr spurði þessi tíð- endi, dró hann lið saman ok fór norðr um land. Hann hafði nær fjögur hundruð manna ... Njósnir gengu þá til Þórðar, ok safnaði hann þá þegar mönnum ok fékk þá enn mikit lið ... Eftir þat tókust meðalferðir, ok fóru þeir á milli ... ok varð saman komit sættum með því, at Hákon konungr (Nor- egs — innskot) skyldi gera með þeim við þá menn, sem hann vildi við hafa. Skyldu þeir fara utan um sumarið báðir, Þórðr ok Gizurr." Þetta mun hafa verið árið 1246. Á erfiðleikaárunum 1968—70 fluttust nokkrir íslendingar til út- landa í atvinnuleit. Þeir fyrstu leituðu til Norður- landanna, en síðar meir lá leiðin alla leið til Ástralíu. Islendingar eru haldnir ævin- týraþrá og hafa yndi af löngum ferðalögum. Þetta sést vel á aug- lýsingum ferðaskrifstofa í sumar, þar sem tíundaðar hafa verið ferð- ir til Mexíkó, Rio og Hawaii, auk ýmissa annarra fjarlægra staða. íslendingar eru stolt þjóð. Á ferðalögum kitlar það hégóma- girnd okkar, efalaust meira en nokkurrar annarrar þjóðar, að leita uppi íslenska „afreksmenn" og guma af afrekum þeirra. Við höfum líka stundum fulla ástæðu til þess að stæra okkur af afrekum landa okkar, bæði á sviðum vís- inda, íþrótta og vinnudugnaðar, svo eitthvað sé nefnt. Við lesum um „sigra" atvinnu- knattspyrnumanna okkar, upp- götvanir í læknavísindum og í vélsmíði, ágætan árangur gull- og silfursmiða, vel metna veitinga- í stjóra á erlendri grund, svo nokk- uð sé nefnt. Við höfum líka mjög gaman af tölfræðilegum samanburði, sér- staklega að því er varðar okkur sjálf. Þannig „lifum" við lengst allra, erum önnur mest bíleigendaþjóð í heimi, höfum verið (og erum ef til vill enn) mesta kaffidrykkjuþjóð í heimi og svona mætti lengi telja. Svo má geta þess, að íslendingur varð fyrsti sýslumaður í Skíðinu í Noregi. Grípum aftur niður í Þórðar sögu kakala, þar sem frá var horf- ið, að Þórður og Gissur voru hjá Hákoni Noregskonungi, árið 1246: „Þá var þat ráðit, at Þórðr skyldi út, ok var hann þá skipaðr yfir allt landit (Island, auðvitað — innskot) til forráða ...“ „... Sumar þetta (1247 — inn- skot) kom út bréf Hákonar kon- ungs til Þórðar, ok var honum stefnt utan. Ok þar váru á nökkur- ar sakargiftir ok átölur við Þórð um þat, at hann hefði meiri stund á lagit að koma landi undir sik en heimkynnum Hver vill eldast að óþörfti? Eftir Guöjón B. Baldvinsson Sennilega vill enginn svara spurningu fyrirsagnarinnar já- kvætt. Samt höfum við sorglega mörg dæmi, sem líta út eins og viðkomandi hafi gert svo. Með þessum orðum er átt við sýnilegt hirðuleysi um lifnaðarhætti, sem því miður virðist talsvert algengt. Kannske algengara en sinna um heilsusamlegt líferni. Þó er víst að allir þrá innst inni að halda heilsu sinni og lífsfjöri fram á dánardægur. Láta starfskraftana endast langt fram á elliár, geta skemmt sér og notið frístundanna, eða m.ö.o. forðast lífsfirringuna, sem nútíminn nefn- ir svo, en var kallað í mæltu máli alþýðulífsleiði, mótsetning við lífsgleði. Hvað getum við gert? Til að fresta hrörnun, til að varðveita lífið. Það er fleira en talið verður í stuttri grein. En í framhaldi af því, sem áður hefur verið ritað, getum við rennt huganum að nokkrum atriðum. Sum þeirra eru algerlega á okkar valdi sem ein- staklinga, önnur eru félagsleg viðfangsefni, og þau eru öllu fyrir- ferðarmeiri. í þetta sinn skulum við renna augum yfir námsefni, sem haldkvæmt mun fullorðnum og ekki krefjast alltof mikillar að- stoðar. Heilsuvernd Um þennan þátt er margt rætt og ritað, sem að gagni má verða, ef vilji er fyrir hendi að varðveita krafta líkama og sálar sem lengst. Er ekki kennd líkams- og heilsu- fræði í barnaskólum og síðan áfram? Fást ekki ungmenna- og íþróttafélög við heilsurækt eða er samkeppnisandinn allsráðandi, þannig að almenningur nýtur ekki af? Mundu heilsugæslustöðvarnar ekki eiga og geta sinnt því verk- efni að veita leiðbeiningar og vekja til umhugsunar? Eru ekki trúarsöfnuðir til þess aö halda við heilbrigðri sál í hraustum líkama? Og eru ekki allir þessir aðilar skyldir til að skapa og viðhalda virðingu fyrir lifinu? Við skulum ekki gleyma þætti fjölmiðlanna. Máttur þeirra ætti að nýtast m.a. í þágu heilsuvernd- ar og heilsugæslu. Þeir sem vinna við þessar stofn- anir eru launaðir af opinberu fé. Fræðsla þeirra og skólauppeldi er borið uppi með framlögum af al- mannafé. Eins og öll önnur störf í þágu alþjóðar, eru þau þjónustu- störf fyrst og fremst en ekki valdboðs. Skorti eitthvað á í skóla- Guðjón B. Baidvinsson kerfinu að þessu sé gætt, þá ber án tafar að gera gangskör til lagfær- inga. Einstaklingurinn má ekki kasta öllum áhyggjum af lífsháttum sínum „upp á artra“, hann hefur skyldur að rækja gagnvart sjálfum sér og samfylgdarfólki sínu. En stuðning á hann að fá hjá þeim einstakling- um og stofnunum, sem læra og lifa til að veita uppfræðslu um matar- æði, klæðnað, húsnæði, hreyfingu og geðvernd. Áhugamannafélög er láta sig þessi málefni skipta eru góðra gjalda verð, og nauðsynleg- ur hvati til athafna almennings. Samfélagið skiptir fjárhagslega miklu máli að hollustuhættir séu í sem bestu lagi. Fyrir alla þegna þjóðfélagsins er það aðalatriði að fyrirbyggjandi fræðsla og hjálp sé tiltæk í þeim mæli sem best má verða. Góð og sígild orðtök tapa oft þýðingarmestu áherslunni við notkun. Hvað er t.d. um máltækið „Byrgja skal brunninn áður en barnið er dottið ofaní". Er þetta ekki um munn haft ári fylgni í hugsun? Vissulega er alþjóð kunn- ugt starf Slysavarnafélagsins þó að aldrei verði hægt að telja upp þau atvik, þar sem afstýrt var slysi vegna varnaðarorða þess og marghattaðrar fræðslu. Stundum hvarflar þó að manni að mikilvægt starf þess hafi sljóvgað tilfinningu sumra manna fyrir nauðsynlegri varúð og gætni við undirbúning ferðalaga og upp- lýsingu um dvalarstað. En aðalandvaraleysi fólks um heilsu sína er fólgið í hugsunar- leysi fávísinnar, sem orða má þannig: „Þetta skeður ekki hér“. „Þetta kemur ekki fyrir mig“. Enginn veit sína æfi fyrr en öll er og það er höfuðskylda hvers ein- staklings að gæta eigin lífs og annarra. Ef þú sérð ósyndan mann falla i vatnsfall eða sjó, þá muntu hafa svo hröð handtök, sem þér er unnt, til að reyna björgun. Og þú munt hugsa með sjálfum þér hvílík ógæfa að þessi náungi minn skyldi ekki kunna sundtök. Alveg sams- konar atvik er það í sjálfu sér þeg- ar veikindi sækja þig heim. Þau eru stundum í heimsókn vegna þess að þú hefur vanrækt heilsu- vernd þína. Eigum við ekki að hefja sókn fyrir almennri upplýsingu og fyrirbyggjandi aðgerðum til verndar mannslífum? Þeirri sókn fylgir að sjálfsögðu víðtæk upplýsingastarfsemi um hvað henti best og þá kemur að hjálp sérfræðinga, aðstoð heilsu- fræðinga, íþróttakennara og ann- arra sem liðsinnt geta einstakl- ingnum og forðað honum frá að sækja æfingastöðvar, sem kannski eru bara reknar með fjáröflun í huga, einvörðungu eða næstum því. Vafalaust myndu íþrótta- og ungmennafélög landsmanna leggja þessum málum lið, með af- notum af húsnæði, leiðsögn lærðra stjórnenda o.s.frv. Hvar ætli verði fyrst hafist handa? Munu stéttarfélögin ljá þessu eyra og liðsinna félögum sínum? Sú er von mín. Hraðskákmót TR: Jón L. varð sigurvegari JÓN L. Árnason sigraði i hrað- skákmóti Taflfélags Reykjavikur á sunnudag. Jón L hlaut 16'/2 vinning af 18 mögulegum. Jóhann Hjartarson varð annar með 14 'k vinning, Margeir Pét- ursson þriðji með 13 vinninga og Ásgeir P. Ásbjörnsson hafnaði í fjórða sæti með 12'á vinning. í 5.-8. sæti með 12 vinninga urðu Róbert Harðarson, Guð- mundur Ágústsson, Uro Ivanovic og Árni Árnason. Þáttakendur voru 67 og var telft eftir Monrad- kerfi. Hestur fyrir bíl í Kjós RÉTT um klukkan 13 á sunnudag var ekið á hest við Kiðafell í Kjós, þannig að hrossinu varð aö lóga. Hesturinn var jarpur, 4—5 vetra með bitið framan vinstra en mark á hægra eyra var óljóst. Á fram- fæti var bitaskeifa, þannig að lík- ur benda til að hesturinn hafi haft skemmdan hóf. Ekki er vitað hver var eigandi hestsins. Hann er vinsamlega beð- inii að gefa sig fram við lögregl- una í Hafnarfirði. Vitni vantar ÖKUMAÐUR bifreiðar á Kringlu- mýrarbraut, sem vitni varö að árekstri á gatnamótum Laugavegar i hádeginu laugardaginn 23. október og nefndi slysið við ungan Kópa- vogsbúa í Sigtúni sama kvöld, er vinsamlega beðinn að gefa sig fram i síma 44847.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.