Morgunblaðið - 27.10.1982, Síða 28
I ^
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982
„ \>oi> er eins gott -fyrir Ipig cu5 -baka. oftm
gerfib, eq er rnéb qóðo-r (réttir. "
ást er...
-'tA-ö 7.3
... að þvo upp í stað þess
að setjast inn í stofu.
TM FUg U.S. Pit 0(1— «• hghts rsstrvtd
*1»«2 Los Anpsln Tlmss SyrxUcsts
/>ú áttir adeins að spyrja: Hvar er
Sigurboginn?
Með
morgunkaffinu
Hún segist vera svo skotin í skóla-
tannlxkninum.
HÖGNI HREKKVlSI
„En ég tel að boðskapur kirkjunnar, hvort sem hann er Duttur „áheyrendaskara" á Péturstorginu eða við þingsetn-
ingu í Reykjavík, eigi erindi í fréttatíma sjónvarpsins."
Boðskapur kirkjunnar:
Á erindi í frétta-
tíma sjónvarpsins
Sigurður E. Haraldsson skrifar:
„Agæti Velvakandi.
Ég þakka sr. Emil Björnssyni
fréttastjóra sjónvarpsins svör við
spurningum, sem ég beindi til
hans í dálkum þínum. Ég skil svör
hans á þann veg að honum þyki
miður, hvernig til tókst um sjón-
varp frá setningu Alþingis, þar
sem sleppt var með öllu myndum
og máli frá guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni. í spurningum, sem ég
beindi til sr. Émils, amaðist ég á
engan hátt við fréttum sjónvarps
af ræðum Jóhannesar Páls páfa.
Þvert á móti, ég tók fram að slíkar
fréttir væru þakkarverðar.
En hvers vegna má gera sér
vonir um, að einarður málflutn-
ingur páfa og annarra kirkjunnar
manna hafi áhrif? Þær vonir eru
fyrst og síðast fólgnar í því að
fréttastofur víðsvegar um heim
stingi máli leiðtoga kirkjunnar
ekki undir stól. Þess eru glögg
dæmi frá síðari tímum, að erfitt
reynist að ganga mót vilja al-
mennings. Níðingsverk á
mönnum, sem á okkar dögum eru
daglegt brauð, í Póllandi, S-Amer-
íku, íran, svo dæmi séu nefnd, er
æ erfiðara að vinna „í friði". Þökk
sé dugandi fólki hjá útvarpi, sjón-
varpi og blöðum.
Sr. Emil Björnsson segir í svari
sínu að þingsetningarguðsþjónust-
unni hafi verið útvarpað „svo að
hún fór ekki framhjá neinum hér-
lendis, sem hafði áhuga á að hlýða
á hana“. Ég vona að okkur sr. Ém-
il sé báðum fullkunnugt, að þorri
fólks er bundinn við störf á virk-
um dögum og hefur ekki tækifæri
til að hlusta á útvarp. Morgun-
blaðið birti þingsetningarræðu sr.
Ólafs Skúlasonar dómprófasts í
heild degi eftir að hún var flutt.
Auðvitað er mér ljóst, að af-
markaður fréttatími sjónvarps
setur því skorður, hverju komið er
á framfæri. En ég tel að boðskap-
ur kirkjunnar, hvort sem hann er
fluttur „áheyrendaskara" á Pét-
urstorginu eða við þingsetningu í
Reykjavík, eigi erindi í fréttatíma
sjónvarpsins. Ræða sr. Ólafs
Skúlasonar verðskuldaði ekki þá
þögn, sem fréttamenn sjónvarps-
ins völdu henni.“
Þessir hringdu . . .
Ein fögur eik
hjá fossi stóð
Jenný Guömundsdóttir, Hafnar-
firði, hringdi og hafði eftirfarandi
að segja: „Mig langar ákaflega til
að fá birt hjá þér ljóð sem ég er
búin að ieita mikið að. Ég veit að
það er eftir einhvern Pál Jónsson,
en á höfundinum veit ég engin
deili. Ekki man ég hvað kvæðið
heitir, en upphafið er svona: Ein
fögur eik hjá fossi stóð, sem féll af
bergi háu. Ég lærði þetta þegar ég
var barn, en er nú buin að gleyma
því komin á níræðisaldur. Mig
langar svo mikið til að sjá það aft-
ur.“
r
Akvæði um dýra-
vernd inn í
stjórnarskrána
Sigurður Pálsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: „Mig
langar aðeins til að taka undir
með Magnúsi Skarphéðinssyni í
dálkunum hjá þér í föstudagsMað-
inu, um dýraverndunarmál, að það
verði tekið upp í stjórnarskrána
ákvæði um dýravernd. Það mætti
gjarnan herða viðurlög við illri
meðferð á dýrum, og fylgja þeim
betur eftir en gert hefur verið.“
9158—0373, Blönduósi, hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
„Það er smáspurning sem mig
langar til að koma á framfæri, til
dómsyfirvalda: Getur hver og einn
farið inn á sýsluskrifstofu og
skoðað sakavottorð manna? Getur
t.d. vinnuveitandi minn farið og
flett þar blöðum og skoðað mína
sakaskrá?"
Sparnaðartillaga
Aldamótamaður hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: „Veistu hvað
ég á í mestum erfiðleikum með?
Þú veist það ekki. Það er að muna
hvað ég ætla að segja við þig, þeg-
ar ég þarf að bíða svona lengi eftir
þér. Ég skal segja þér að ég er
hérna með eina sparnaðartillögu.
Leiðandi mönnum þjóðfélagsins,
sem stjórna þjóðarskútunni,
finnst það nú mest aðkallandi að
fara út í kosningar. Ég vil að það
verði athugað, hvort ekki væri
ástæða til að hvíla þá í svo sem
eitt kjörtímabil og panta einn vel
viti borinn fjárhagsmann frá
Færeyjum til þess að stjórna
fleytunni á meðan.“