Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
í prófkjör
„ÉG HEF í daj> lilkynnt kjörnefndinni að ég sé tilbúinn að gefa kost á mér I
prófkjör Sjálfstæðnsmanna í Reykjavík,“ sagði Ellert B. Schram, ritstjóri DV,
er Mbl. ræddi við hann í gær, en prófkjörsnefndin sendi honum og Gunnari
Thoroddsen bréf, eftir að framboðsfrestur rann út, þar sem þeir eru beðnir
að láta nefndina vita fyrir kl. 14 á laugardag hvort þeir hafi hug á þátttöku í
prófkjörinu.
Um ástæður þess að hann bauð
sig ekki fram áður en umsóknar-
fresturinn rann út sagði Ellert:
„Ástæðurnar fyrir því að dráttur
hefur orðið á þessari ákvörðun eru
ýmsar. Ég hef þurft að gera upp
stöðu mína að því er varðar núver-
andi starf. Ég vildi sannfærast um
stuðning er út í prófkjör væri
komið og ég vildi skoða hug minn
vel varðandi áframhaldandi af-
skipti af stjórnmálum. Nú hef ég
sem sagt tekið ákvörðun. Ég vil
leggja Sjálfstæðisflokknum það
lið sem ég má.“
Ellert sagði að lokum: „Ég sæk-
ist eftir þingsæti og að endingu og
af gefnu tilefni vil ég taka fram að
ef það næst þá mun ég sitja í því
sæti.“
Jónas Thoroddsen fyrr-
verandi borgarfógeti látinn
LATINN er í Keykjavík Jónas l>órður
Thoroddsen, fyrrverandi borgarfógeti.
Jónas var fæddur 18. nóvember
árið 1908 og var hann því 73 ára að
aldri er hann lést. Hann fæddist í
Reykjavík, en foreldrar hans voru
þau Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingur og yfirkennari við Mennta-
skólann í Reykjavík og María Krist-
ín Claessen. Jónas lauk lagaprófi
frá Háskóla íslands árið 1937.
Hann var settur bæjarfógeti á Nes-
kaupstað sama ár og skipaður til
starfans árið 1941. Hann varð full-
trúi hjá borgarfógetanum t Reykja-
vík árið 1945 og settur borgarfógeti
árið 1963 og skipaður í það embætti
sama ár. Hann varð bæjarfógeti á
Akranesi árið 1967 og starfaði þar
til 1973. Fulltrúi hjá yfirborgarfóg-
etanum í Reykjavík varð hann árið
1974.
Jónas var kosinn bæjarfulltrúi á
Neskaupstað árið 1942 og gegndi
hann því starfi þar til hann lét af
bæjarfógetaembætti. Hann var for-
seti bæjarstjórnar, sat í barna-
verndarnefnd og var formaður
skólanefndar. Hann var einnig í
fasteignanefnd, sjúkrahúsnefnd og
vatnsveitunefnd. Hann var kosinn í
stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar árið
1943. Jónas gaf út kvæðabókina
Vinjar árið 1932.
Jónas kvæntist árið 1933 Björgu
Magnúsdóttur Thoroddsen og lifir
hún mann sinn.
Séra Franz
Ubaghs látinn
FIMMTUDAGINN 11. nóvember sl.
lést í llollandi séra Franz llbaghs
smm, fyrrverandi sóknarprestur við
Dómkirkju Krists konungs, Landa-
koti.
Hann fæddist í Maastricht í
Hollandi 6. febrúar 1903. Ungur að
árum gekk hann í reglu Montfort-
feðra, og vann klausturheit sín 15.
ágúst 1923. Prestsvígslu meðtók
hann hinn 25. maí 1929.
Um haustið 1929 kom hann til
íslands. Lengst af starfaði hann
sem prestur við Landakotskirkju,
en einnig þjónaði hann um tíma
hjá St. Franciskussystrum í
Stykkishólmi. Hann var skólastjóri
við Landakotsskólann frá
1949-1955.
Vegna heilsubrests fór hann til
Hollands í lok október 1981.
Sungin verður sálumessa fyrir
hann í Dómkirkju Krists konungs,
Landakoti, næstkomandi fimmtu-
dag 18. nóvember kl. 6 síðdegis.
Ekið á stúlku á Nýbýlavegi
EKIÐ var á 16 ára stúlku á Nýbýlavegi í Kópavogi laust eftir hádegi í gær og fótbrotnaði stúlkan og var hún flutt á
slysadeild Borgarspítalns, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni I Kópavogi. Slysið varð við
Birkigrund, en stúlkan var á leið norður yfir götuna, en bilnum var ekið austur Nýbýlaveg. Stúlkan fótbrotnaði eins
og áður sagði, en er ekki talin alvarlega slösuð.
25—30% verö-
lækkun á kindakjöti
MIKIL lækkun hefur orðið á heims-
markaðsverði kindakjöts að undan-
förnu. Nemur verðlækkunin
25—30%. Nú er heimsmarkaðsverð-
ið 1.700—1.800 dollarar tonnið, en
þegar flutningskostnaður hefur ver-
ið dreginn frá og verðið reiknað í
íslenskar krónur, þá er kílóið á
u.þ.b. 22 krónur.
Til samanburðar má geta þess,
að óniðurgreitt verð á kílói af
lambakjöti er í dag 75,62 krónur
og er heimsmarkaðsverð því að-
eins um 29% af framleiðsluverð-
inu eins og það er nú, eða rétt
rúmlega sláturkostnaðurinn. Rétt
er að taka fram að þetta er heims-
markaðsverð en ekki endilega það
verð sem við seljum kjötið á, því
við höfum talið okkar kjöt betra
en það kjöt sem heimsmarkaðs-
verðið ræðst af. Þó er ljóst að um
verulega verðlækkun er að ræða.
Ekkki er enn búið að áætla hver
útflutningsþörfin verður í ár, hún
ræðst af slátruninni í haust og
einnig af sölunni innanlands að
undanförnu. Þó er vitað að mjög
lítið hefur selst af kjöti af nýslátr-
uðu, þar sem miklar birgðir voru
til af kjötinu frá því í fyrra og selt
var á gamla verðinu. Því er ljóst
að útflutningsþörfin verður tals-
verð, þó líklega verði hún minni en
í fyrra. Þá var hún 3.500 tonn, en
ekki er ólíklegt að út þurfi að
flytja 3.000 tonn af framleiðslu
haustsins.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
er sala nú talin tryggð á 650 tonn-
um af dilkakjöti til Svíþjóðar og
700 tonnum til Færeyja. Þá hefur
Ísland kvóta fyrir 600 tonn til
Efnahagsbandalagsins. Einnig er
nokkurn veginn öruggt, að 400
tonn af ærkjöti verði gefin til
Póllands og Líbanons. Væru þá
2.350 tonn seld og síðan hefur ver-
ið selt til Danmerkur, Luxemborg-
ar og fleiri landa.
Sjónvarpið:
Bein útsending frá af-
greiðslu vantrauststillögu
STEFNT er að þvi að sjónvarpa beint frá atkvæðagreiðslu um van-
trauststillögu á rikisstjórnina, en búist er við því að sú atkvæðagreiðsla
fari fram þann 25. nóvember, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk
hjá Markúsi Erni Antonssyni, fulltrúa í útvarpsráði.
Þetta mál var rætt á fundi út- að opna verður sérstaklega fyrir
varpsráðs í gær og samþykkt að
stefna að fyrrgreindri sjón-
varpsútsendingu í samráði við
forseta Alþingis. 25. nóvember
ber upp á fimmtudag, sem þýðir
sjónvarpsútsendingar, en frétta-
stjóri útvarpsins upplýsti á
fundi útvarpsráðs að van-
trauststillagan yrði afgreidd
þann dag.
V esturlandskjördæmi:
Sjálfkjörið hjá Alþýðuflokki
Borgarnesi, 12. nóvember.
EKKERT verður af prófkjöri Al-
þýðufiokksins i Vesturlandskjör-
dæmi sem fyrirhugað var í lok þessa
SASÍR OG SSH:
Stefnt að sameiningu
samtakanna um áramót
SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæöinu, SSH, og samtök
sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi,
SASÍR, stefna að því að sameinast í
kringum næstu áramót, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Kichard Björgvinssyni bæjarfulltrúa
í Kópavogi og formanni SSH. SSH
rekur Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins.
Richard sagði að nokkur sveit-
arfélög hefðu gengið úr SASÍR á
undanförnum árum og væru til-
tölulega fá sveitarfélög innan
þeirra vébanda. SSH hefði síðan
verið stofnað árið 1976, enda þörf
á samstarfi vegna nábýlis sveitar-
félaganna. SASÍR hefur fengið
framlag úr jöfnunarsjóði eins og
önnur landshlutasamtök, en þegar
Samtök sveitarfélaga á Suðurnesj-
um, SSS, voru stofnuð, var þessu
framlagi skipt til helminga á milli
SSS og SASÍR. Við sameiningu
SSH og SASÍR yrðu aðeins ein
landshlutasamtök á svæðinu og
myndu þau samtök fá framiag úr
jöfnunarsjóði og einnig frá
Byggðasjóði, að því er Richard
sagði.
Þá gat Richard þess, að ríkið
hefði miklar tekjur af skipulags-
gjöldum frá svæðinu og fengjust
þau gjöld endurgreidd að helm-
ingi. Uppi væru tillögur hjá skipu-
lagsstjórn ríkisins um svæða-
skipulag á Eyjafjarðarsvæðinu, að
skipulagsstjórn myndi greiða
helminginn af því á móti sveitarf-
élögunum. Því væri eðlilegt að
sama gilti um samtökin sunnan-
lands. Því væri um talsvert fé að
ræða og myndi sameining geta létt
á kostnaði við skipulagsvinnuna,
en í dag greiddu íbúar sveitarfé-
lagana allan kostnaðinn við skipu-
lagsvinnu.
Jafnt gegn
Venezuela
ÍSLAND og Venezuela
gerðu jafntefli, 2:2, á
Olympíuskákmótinu í Luz-
ern í Sviss í gærkvöldi.
Guðmundur Sigurjónsson
tapaði fyrir Hernandes á 1.
borði, Jón L. Árnason vann
Palacios á 2. borði, Margeir
Pétursson gerði jafntefli við
Ostos á 3. borði og Jóhann
Hjartarson gerði jafntefli við
Guerra á 4. borði.
Kvennasveitin tefldi við
Frakkland og tapaði 0:3. Þær
Ólöf, Sigurlaug og áSlaug
tefldu.
Sovézka karlasveitin stefndi
í stórsigur gegn Rúmenum og
hefur nú nær tryggt sér sigur á
mótinu. Stórstjarnan Kasp-
arov hefur vakið gífurlega at-
hygli, en hann hefur hlotið 8
vinninga af 10 mögulegum.
mánaðar, þar sem sjálfkjörið var í
bæði sætin sem auglýst var eftir
framboðum í.
Eiður Guðnason alþingismaður
bauð sig einn fram í 1. sætið og
Gunnar Már Kristófersson, Hell-
issandi, var einnig sá eini sem
bauð sig fram í 2. sætið. Skipa
þessir menn því tvö efstu sæti
flokksins í kjördæminu í næstu al-
þingiskosningum, en þeir skipuðu
þau einnig við síðustu kosningar.
hbj.
Bæjarfógetinn í Siglufirði:
Þrír sækja
um embættið
ÞRÍR sóttu um embætti bæjarfógeta
í Siglufirði, samkvæmt upplýsingum
sem Mbl. fékk hjá Baldri Möller,
ráðu neytisstjóra í dómsmálaráðu-
ncytinu, í gær.
Þeir sem sóttu voru: Eggert
Óskarsson, fulltrúi á Akureyri,
Guðmundur Sigurjónsson, fulltrúi’
á ísafirði og Þorbjörn Árnason,
fulltrúi á Sauðárkróki.
Búist er við að embættið verði
veitt í næstu viku.
Ellert Schram