Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
9
llátaMináf]
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
171
Hann fær að hvíla í næstu
tvær mínútur, sagði þulurinn í
sjónvarpinu um brotlegan
handknattieiksmann. Hvað
fær hann að hvíla? Væntan-
lega sjálfan sig. Til þess að
tákna hvað menn gera við
sjálfa sig er notuð í málinu
svokölluð miðmynd sagna. Hún
myndaðist að fornu með því að
bæta afturbeygða fornnafninu
sik við sögnina. Hann hvíldi
sik. Þetta sik hefur nú breyst í
sig, svo sem ok hefur breyst í
og eða ek í ég. En afturbeygða
fornafnið var ekki síður fast-
tengt við sögnina. Þannig varð
hvíla sik að hvílask og síðar
hvílast. Og hér hefði þulurinn
einmitt átt að nota þessa orð-
mynd. Maðurinn fékk að hvíl-
ast í tvær mínútur.
Svipuð málvilla og í tali þul-
arins er nú furðu algeng í
sögninni að opna (st). Oft má
sjá og heyra í auglýsingum:
Húsið opnar klukkan þetta eða
hitt. Hvað ætti húsið að opna?
Sjálft sig auðvitað, og þá ætti
að nota miðmynd, ef húsið
væri fært um þann verknað.
En nú getur húsið sjálft ekki
opnað sig. Enda þótt miðmynd
hafi mörgum sinnum þol-
myndarmerkingu, færi betur á
að segja þarna: Húsið verður
opnað o.s.frv., heldur en húsið
opnast.
Líku máli gegnir um sagn-
irnar að flytja (st) og dvelja
(st). Menn geta að sjálfsögðu
flutt eitthvað, og hægt er að
dvelja einhvern eða eitthvað =
tefja það. Eysteinn Ásgríms-
son kveður í Lilju:
Sá er ódinn skal vandan velja,
velur svo mörg í kvæði aó selja
hulin fornyrði, aó trautt má telja,
tel ég aó slíkt má skilning dvelja.
Þetta er svo að skilja, að
vandvirk skáld hafi oft þvílík-
an sæg torskilinna fornyrða í
kvæðum sínum, að naumast
verði talin. Telur skáldið
(Eysteinn) slíkt geta tafið
skilning manna eða hindrað
hann. En þegar menn flytja
sjálfa sig eða dvelja, þá fer
best á að nota sögnina í mið-
mynd. Dæmi: Þau fluttust
(ekki fluttu) hingað fyrir
tveimur árum og hafa dvalist
(ekki dvalið) hér síðan. Sem
sagt: Við flytjumst, dveljumst
og hvílumst, og sýningin verð-
ur opnuð (ekki opnar) á morg-
un.
Annars konar vanda ber
okkur að höndum í sambandi
við miðmyndarsögnina að
finnast í merkingunni að
þykja. Sú sögn er ópersónuleg.
Mér finnst, þér finnst, honum
finnst, okkur finnst o.s.frv.
Eigum við nú að segja: Mér
fundust berin góð eða mér
fannst berin góð? Hvað fannst
mér eða hvernig fundust mér
berin? Ég er þess ekki um-
kominn að leysa þennan
vanda. Ég held að hvort
tveggja geti staðist með viss-
um skilyrðum. í þessu tiltekna
dæmi þykir mér réttara að
láta tölu frumlagsins (berin)
ráða tölu sagnarinnar og
segja: Mér fundust eða mér
þóttu berin góð, fremur en mér
fannst (eða mér þótti) berin
góð. Hins vegar get ég hugsað
mér setningar, þar sem eintal-
an væri mér tamari. Dæmi:
Mér fannst börnin ekki koma
rétt fram gagnvart foreldrum
sínum. Ég veit þetta er óljóst,
og ég bið lesendur liðsinnis.
Kannski geta þeir grafið upp
einhverja góða og auðvelda
reglu sem við mætti styðjast í
vanda þessum, t.d. þá að láta
tölu frumlagsins alltaf ráða
tölu umsagnarinnar í setning-
um sem þeim, er hér fóru á
undan.
Hvernig á að beygja sögnina
að flá? Veikt^sterkt eða bland-
að? Ég get svarað því, hvernig
sögnin beygðist og hvernig hún
„ætti“ að beygjast eftir hljóð-
skiptaröð sinni. Hún beygðist
nákvæmlega eins og slá, og þá
þykir okkur vandinn ekki mik-
ill. Eins og slá, sló, siógum,
sleginn ætti hin að beygjast:
flá, fló, flógum, fleginn. En
margar sterkar sagnir hafa
„veikst", og flá er ein af þeim.
Ymsir segja flá, fláði, fláð, eða
blanda jafnvel saman veikri
og sterkri beygingu og segja
flá, fláði, flegið, sbr. þvo,
þvoði, þvegið.
Mér finnst rétt að halda í
gömlu beyginguna af flá, eins
og hægt er. Hún er fallegri,
þykir mér, en vera kann að við
verðum að beyjga okkur fyrir
„veikindum" hennar. Mér þyk-
. þáttur
ir trúlegt, að á sláturhúsum
þætti það tilgerðarlegt að
segja: Hvað flóstu marga
skrokka? Þótt engum þætti
tiltökumál að segja: Hvað
dróstu marga fiska eða hvað
slóstu mikið? Eitt er víst. Ekki
þætti okkur björgulegt mál-
far, ef sagt væri sláði í staðinn
fyrir sló, dragði í staðinn fyrir
dró eða láði í staðinn fyrir lá.
Eina gamla sögn, sem
beygðist eins og slá, langar
mig til að nefna. Takið eftir
hversu hún er myndarlegri en
sú sem nú er notuð í hennar
stað. Þetta er sögnin að klá =
klóra. Hún beygðist klá, kló,
klógum, kleginn. Það er munur
eða flatneskjan klóra, klóraði,
klórað. Guðmundur byskup
Arason fótbrotnaði unglingur,
og sótti löngum dofi og kláði á
fót honum upp þaðan. I sögu
hans segir, að þar sem hann
kom í hvíldarstað, þótti hon-
um gott að fá einhvern til að
klá sér fótinn og þótti honum
þá stundum linlega klegið.
Nútíð af sögninni að flá,
meðan hún heldur sterkri
beygingu sinni, er í 1. persónu
ég flæ, í 2. pers. þú flærð, í 3.
pers. hann flær.
Þegar Jón Thoroddsen var
sýslumaður á Leirá í Borgar-
firði, þótti sumum sem skáldið
í honum væri ríkara en emb-
ættismaðurinn. Nú kemur að
Leirá kona nokkur heldur
þungstíg og þó gustmikil. Ger-
ir hún boð fyrir sýslumann og
þurði síðan að honum til stofu,
þar sem hann sat við íþrótt
sína og reykti pípu gólfsíða.
Konan ber upp erindið og kær-
ir nágranna sinn fyrir níðvísu
svohljóðandi:
Krisiín heitir kona flá,
kjafta beitir nöörum,
sker og reytir mest sem má
mannorós feiti af öórum.
Jón sýslumaður og skáld
hugsaði sig um, og þó litla
hríð, uns hann sagði: Állvel er
kveðið, en betur þætti mér þó
fara á því að segja flær og reyt-
ir heldur en sker og reytir. Fór
nú konan með þennan úr-
skurð:
Kristín heitir kona flá,
kjafta beitir nöórum,
flær og reytir mest sem má
mannords feiti af öórum.
Opið í dag kl. 1—4.
Til sölu eftirtalin fyrirtæki:
Kjöt og nýlenduverslun. Verslunin verslar meö kjöt,
mjólk og nýlenduvörur. Er á góöum staö í vestur-
borginni. Góð tæki. Góð velta. Langur leigusamning-
ur á húsnæði. Til afhendingar strax.
Kjöt og nýtenduvöruverslun. Góö matvöruverslun i
austurborginni meö kvöldsöluleyfi Til afhendingar
strax.
Matvöruverslun í austurborginni. Góö matvöruversl-
un í austurborginni, sem verslar með brauð, mjólk og
nýlenduvörur. Til afhendingar strax.
Sérverslun í Hafnarfirói. Góö sérverslun með ört
vaxandi veltu í verslunarsamstæðu. Góður sölutími
framundan. Til afhendingar strax.
Húsgagnaverslun í Reykjavík. Húsgagnaverslun i
verslunarsamstæöu á góðum stað í borginni. Versl-
unin er i björtu og góðu leiguhúsnæöi ca. 420 fm.
Góður lager. Mjög hagstæð kjör. Til afhendingar
strax.
TEMPLARASUNDI 3 (EFRI HÆÐ)
(Gegnt Dómkirkjunni)
SÍMAR: 25722 & 15522
Sólum.: Svahberg Guðmundsson & Magnús Hilmarsson
Óskar Mikaelsson, lóggiltur fasteignasali
OPIÐ KL. 9-6 VIRKA DAGA
TEMPLARASUNDI 3 (EFRI HÆÐ),
(Gegnt Dómkirkjunni)
SiMAR: 25722 & 15522
Sólum : Svanberg Guðmundsson & Magnús Hilmarsson
Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteignasali
OPIÐ KL. 9-6 VIRKA DAGA
Til sölu
eldra einbylishus
á tveimur hæöum. Lítur vel út. Verö 450 þús.
Upplýsingar í síma 92-6940 Höfnum.
Opið í dag og sunnudag frá 1—4.
Hraunbær
2ja herb. 40 fm íbúð á jarðhæð.
Laus 1. janúar. Ákveðin sala.
Vesturberg
2ja herb. 65 fm íbúð á 5. hæð í
lyftublokk. Þvottaherb. á hæð-
inni. Gott útsýni yfir borgina.
Verð 750 þús.
Laugarnesvegur
3ja herb. 100 fm íbúð á 4. hæð.
Ákveðin sala. Verð 950 þús.
Þangbakki
3ja herb. 87 fm ibúð á 3. hæð i
lyftuhúsi. Fallegar innréttingar.
Þvottahús á hæðinni. Stórar
suður svalir. Verð 950 þús.
Suðurgata Hf.
90 fm íbúð á 1. hæð í nýlegu
steinhúsi. Vandaðar innrétt-
ingar. Þvottahús innaf eldhúsi.
Bein sala eða skipti á 2ja herb.
íbúð. Verðtryggö kjör koma
einnig til greina.
Laufvangur
Á 3. hæð 110 fm íbúð. Flísalagt
bað. Þvottaherb. innaf eldhúsi.
Suður svalir. Ákveöin sala. Verð
1.250 þús.
Sæviðarsund
4ra herb. 100 fm íbúð á 1. hæð
í fjórbýli. íbúöin er tvö herbergi,
stofa, borðstofa, eldhús og w.c.
j kjallara er geymsla og sameig-
inlegt þvottahús. Sameign er öll
til fyrirmyndar. Vel hirt lóö.
Verö 1.400—1.450 þús.
Höfum kaupanda
aö 2ja herb. íbúð í Hafnarfiröi,
að 2ja herb. íbúð í Reykjavík,
aö eign með tveimur íbúðum,
að 3ja til 4ra herb. íbúð í
Hraunbæ,
aö raöhúsi í Hraunbæ.
Fjöldi annarra eigna á sölu-
skrá.
Jóhann Davíðsson. simt 34619, Agúst Guðmundsson. sími 41102
Helgi H. Jonsson. viöskiptafræðmgur.
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS
L0GM J0H Þ0ROARS0N H0L
Til sölu og sýnis auk annarra eigna:
Nýlegt steinhús í Garðabæ
Einbýlishús, ein hæð 144 fm við Þrastarlund meö 4 svefnherb., fjöl-
skylduherb., tvöföldum bilskúr, 60 fm. Lóð frágengin. Útsýni. Skipti
möguleg á 4ra herb. nýlegri íbúö í Garðabæ.
Nýlegt steinhús við Lyngheiði í Kóp.
á einni hæð um 140 fm. Bilskúr um 30 fm. Ræktuö lóö. Mikiö útsýni.
Teikn. á skrifstofunni.
Glæsileg eign í austurbænum í Kóp.
Parhús á tveimur hæðum 106x2. Aðeins 7 ára. Innréttingar og allur
frágangur mjög vandaóur. Bílskúr fylgir Teikn. á skrifstofunni.
Á vinsælum staö í vesturbænum í Kóp.
Parhús á tveim hæðum viö Skólagerði, samtals um 170 fm. Á efri hæð 4
góð svefnherb., stórt baö, skáli og rúmgóöar sólsvalir. Á neðri hæö er
tvöföld stofa, skáli, snyrting, eldhús með borðkrók, þvottahús og
geymsla. Stór bilskúr. Ræktuð lóð. Þetta er vel byggð og vel með farin
eign. Mjög gott verö.
4ra herb. íbúðir viö:
Álfheima, 4. hæð, 118 fm. Stór og góð. Ágæt sameign. Útsýni.
Holtsgötu, 4. hæð, 100 fm. Fjórbýli. Endurnýjuö. Sér hitaveita. Gott
verð.
Vesturberg, 3. hæð 105 fm. Sér þvottaaðstaða. Danfosskerti. Utsýni.
Verð aöeins 1,1 millj.
Nökkvavogur um 110 fm reisulegt steinhús. Þríbýli. Sér hitaveita. Nýtt
gler. Stór, nýr bilskúr. (Verkstæði).
Á góðu veröi viö Vesturberg
3ja herb. íbúð á 5. hæö um 75 fm. Góö sameign. Laus strax. Frábært
útsýni. Verö aöeins 900 þús.
Hveragerði — Reykjavík — nágrenni
Til sölu nýtt einbýlishús í Hverageröi ein hæö um 130 fm. Steinhús.
Næstum fullgert. l’búöarhæft. Teikning og myndir á skrifstofunni.
Fjórbýlishús í Seljahverfi
3ja herb. úrvals ibuö, óvenju stór, um 108 fm. Fullbúin undir tréverk nú
þegar. Allt sér. (Inng.. þvottahús, hitastilling, lóö, sólverönd) Fullgerð
sameign. ibuöin er á neöri hæð. Byggjandi Húni sf. Hagstæðir greiöslu-
skilmálar.
Þurfum að útvega m.a.:
Sér íbúö meö bílskúr í vesturborginni eöa á Nesinu.
Einbýlishús eða raöhús i vesturborginni eöa á Nesinu Má vera i smíö-
um. Fjársterkur kaupandi.
4ra til 5 herb. hæö i Hliöunum meö bilskúr eöa bílskúrsrétti.
Raöhús eöa einbýlishús 120 til 150 fm. t.d. viö Sæviöarsund, í Fossvogi
eöa Smáíbúðahverfi. Skipti möguleg á góöu einbýlishúsi í Stekkjahverti.
( Kópavogi óskast einbýlishús, raöhús eöa sér hæö af stæröinni
120—140 tm. Ýmis konar eignaskipti.
í framanrituöum tilfellum margs konar eignaskipti eöa bein sala.
Opiö í dag laugardag, kl. 1—5.
Lokað á morgun, sunnudag.
ALMENNA
FASTEIGNtSALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370