Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
17
einskis um þessa hluti. Þess er
heldur ekki nokkur von meðan
viðhorf læknastéttarinnar í
heild breytist ekki til þessara
mála. Ef þarna yrði hugar-
farsbreyting hjá læknum, þá
yrði það stærri gjöf til krabba-
meinssjúklinga en þúsundir
fermetra í steinblokk.
b) Rúmin á spítölunum eru flest
fyrir neðan allar hellur og
myndi enginn sofa á slíkum
heima hjá sér. Þetta eru
stríðsbeddar úr stálgrind með
stálgormum, dýnurnar afar
hnökróttar og harðar og kodd-
ar vondir. Mér er sagt að rúmin
séu hönnuð fyrir starfsfólkið
til að þægindi við vinnu verði
sem mest (eins og t.d. í frysti-
húsum). Það væri fjarska nota-
leg frétt fyrir krabba-
meinssjúklinga, ef þeir fengju
þá vitneskju að þeir mættu
liggja hinstu leguna í góðu
rúmi.
c) Biðtímar. Flestir krabba-
meinssjúklingar þekkja bið-
tímann á göngudeildum, rönt-
gendeildum og víðar. Þessi bið
er svo sem engin sálarkvöl í
hvert sinn, en síendurtekin bið
í mánuð eftir mánuð og ár eftir
ár þyngir lífsbaráttuna fjarska
mikið. Minningar dganna verða
ekki skemmtilegar. Hér held eg
megi ráða bót á með vilja fyrst
og fremst, þó þarf kannski
smápening til hjálpar.
d) Sprautur. Sífelld blóðtaka,
sprautur, nál í æð — allt þetta
er hluti af lífi krabbameins-
sjúklings. Hver aðgerð ein og
sér er ekki erfið, sumir kvíða
þó örlítið fyrir hverri stungu af
gömlum vana. Eg segi af
„gömlum vana“, en það er ein-
mitt hann sem sér um undirvit-
undina. Þessi sprautuþáttur,
ásamt því sem nefnt, er undir
liðum b) og c) hér að framan,
svo og fleira, valda því, að sál
krabbameinssjúklings fær
gæsahúð þegar minnst er á
sjúkrahús. Fyrir lækna eru
sprautur ekkert mál fyrir
sjúklinginn, valda aðeins svo-
litlum óþægindum þegar
stungið er eða meðal kemur í
vöðva. En síendurteknar stung-
ur, endalaust meðan viðkom-
andi lifir, eru sjúklingi erfiðar.
Hér eiga læknar auðvelt með
að bæta úr, ýmist með húðdeyf-
ingu eða með því að setja deyfi-
efni í lyf sem fara í vöðva.
e) Margir telja, að hjá læknum
gæti tregðu við að gefa deyfi-
lyf, jafnvel dauðvona sjúkling-
um. Hér er um illskiljanlega
íhaldssemi að ræða og hefur
hún valdið mörgum sjúklingi
og frískum vinum þeirra
ómældum þjáningum. Fyrir
nokkrum vikum var viðtal við
bandarískan krabbameinssér-
fræðing í Morgunblaðinu.
Hann sagðist líta svo á, að eng-
inn krabbameinssjúklingur
þyrfti nú á dögum að þola
miklar líkamlegar þjáningar.
Til væru fjölmörg kvalastill-
andi lyf, en gallinn væri sá, að
læknum væri ekki kennt að
nota þau. Morgunblaðið hafði
orðrétt eftir honum þessa
klausu:
„Hérna í sjúkrahúsi krabba-
meinsstofnunarinnar gef ég
venjulega blöndu — dálítið af
thorazini með appelsínusafa,
svolítið af alkóhóli og deyfilyfi,
og gef það nægilega oft til þess
að sjúklingurinn sé stöðugt
laus við kvalir og það hress, að
hann geti fylgst með öllu, sem
er að gerast í kringum hann.“
Eg vek athygli á því, að sérfræð-
ingurinn virðist fremur mæla með
örvandi lyfjum en sljóvgandi. En
fullyrðingar læknisins um það, að
enginn krabbameinssjúklingur
þurfi að þola „miklar líkamlegar
þjáningar", eiga ekki við, hér á
landi að minnsta kosti.
Bikarmót TR
á sunnudaginn
BIKARMÓT Taflfélags Keykjavíkur
1982 hefst næstkomandi sunnudag,
14. nóvember, kl. 14. Mótið er opið
öllum og fara umferðir fram í félags-
heimili TK að Grensásvegi 44—46.
Teflt er eftir útsláttarfyrirkomu-
lagi og falla keppendur úr eftir
fimm töp (jafntefli = Vi tap). Um-
hugsunartími er 30 mín. á skák
fyrir hvom keppanda. Umferðir
verða á sunnudögum kl. 14 og á
miðvikudögum kl. 20.
Bikarmót TR fór fyrst fram árið
1965. Jóhann Hjartarson hefur
oftast borið sigur úr býtum eða þrí-
vegis. Núverandi bikarmeistari TR
er hinn ungi landsliðsmaður Arnór
Björnsson, sem væntanlega mun
reyna að verja titil sinn. Sigurveg-
arar frá upphafi hafa orðið þessir:
l%5 Rjörgvin Víglundsson, 1966 llaukur Ang-
antýsson, l%7 Rjörgvin Víglundsson, 1968 Jón
l’álsson, l%9 Jón Kristinsson, 1970 Björn l»or-
steinsson, 1971 Jóhann Ö. Sigurjónsson, 1972
Júlíus L Kriðjónsson, 1973 Sævar Rjarnason,
1974 Bragi llalldórsson, 1975 Jóhann Ö. Sigur-
jónsson, 1976 Benedikt Jónasson, 1977 Jóhann
lljartarson, 1978 Jóhann lljartarson, 1979 Jó-
hann lljartarson, 1980 Júlíus L. Kriðjónsson,
1981 Arnór Björnsson.
(Kréttatilkynning frá Tadfélagi Keykjavikur.)
Af manna völdum
eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur
l*etta er fyrsta bók höfundarin.s. Hún
hefur að geyma röð söguþátta víðsveg-
ar að og margvíslega að efni til en
saman mynda þeir eina samfellda
heild.
Álfrún Gunnlaugsdóttir er borinn
og barnfæddur Reykvíkingur en
stundaði háskólanám í Sviss og á
Spáni og lauk doktorsprófi í
miðaldabókmenntun frá háskólan-
um í Barcelona. Hún er nú dósent í
almennum bókmenntum við Háskóla
íslands.
Um efnistök höfundar segir svo á
kápu: „Af manna völdum er óvenju
glæsileg frumsmíð. Sérstæður stíll
og persónuleg framsetning gerir það
að verkum að söguefnið verður les-
anda nærtækt og líður honum seint
Úr rninni."
Af manna völdum er 124 bls. Bók-
in er prentuð hjá Prentstofu G.
Benediktssonar og bundin í Bókfelli
hf. Borghildur Oskarsdóttir gerði
kápumynd og hannaði kápu.
HJÁ Máli og menningu er komin út
bókin Af manna völdum, Tilbrigði um
stef, eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur
VIKW
íTTrfo
Myndin að ofan er af þessum gálga, og er tekin í Gúmmíbátaþjónustunni í Örfirisey. Það er Egill Jón
Kristjánsson, starfsmaður Gúmmíbátaþjónustunnar, sem er til hliðar við gálgann.
Björgunarbúnaður Sigmunds:
Sérstakur kennslugálgi
SIGMUNDARGALGI heitir
útbúnaður til að sjósetja og blása
upp björgunarbáta. Gálginn er
uppfinning Sigmunds Jóhannsson-
ar í Vestmannaeyjum. Það var í
febrúar í fyrra að fyrst voru gerðar
prófanir á gálganum í Eyjum, og
hefur hann reynst svo vel að ráð-
herra hefur lögskipað að gálginn
skuli settur á öll skip flotans fyrir
septemberlok 1983. Gálginn er
þegar kominn á öll skip Eyjaflot-
ans.
í bæklingi, sem gefinn er út af
áhugamönnum í Vestmannaeyj-
um um björgunar- og slysavarn-
armál og Rannsóknarnefnd sjó-
slysa, er gálganum lýst svo:
„Búnaðurinn byggist á einfaldri
dragloku sem sjósetur og blæs
upp gúmmíbjörgunarbát, þegar
tekið er í handfang, sem er í brú
eða annars staðar í skipinu.
Fjögur handföng geta verið víðs
vegar í sama skipinu. Sigmund
hefur einnig notað sjálfvirkan
sjóstýrðan útbúnað til þess að
sjósetja og blása upp gúmmí-
björgunarbátinn. Mannshöndin
kemur þar hvergi nálægt."
Eykyndill, kvennadeild Slysa-
varnafélagsins í Vestmannaeyj-
um, lét smíða sérstakan gálga til
að nota við kennslu, og gaf Stýri-
mannaskólanum í Eyjum. Þessi
gálgi var fyrir skömmu í láni í
Reykjavík, m.a. í sambandi við
námskeið sem dönsku framleið-
endurnir á Viking-gúmbjörgun-
arbátum héldu í Orfirisey fyrir
eftirlitsmenn með björgunarút-
búnaði.
Höfum
i flutt
ViV
snyrti- og nuddstofuna í nýtt, stærra
og betra húsnæöi aö
Laugarnesvegi 82,
Glæsilegt húsnæöi
Veriö velkomin.
ParadÉ
Sigrún J. Kristjánsdóttir, snyrtifrædingur og nuddari.