Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
21
Halldór Blöndal
„í fylgiskjölum ríkis-
bókhaldsins árin 1980
og 1981 er hvorugt þetta
nafn aö finna, en á hinn
bóginn fjölmargar
greiöslubeiðnir vegna
lögmannsstarfa og
kostnaðar Arnmundar
Bachmann hdl., svo að
ætla verður að ávísanir
ríkisféhirðis hafi verið
gefnar út á hans nafn,
svo og launamiðar ráðu-
neytisins.“
málaráðuneytinu án þess að hún
nyti forgangs og hefði fengið úr-
skurð viðkomandi fógeta eða
sýslumanns?"
Nei, það get ég ekki, enda hef ég
aldrei haldið því fram. Á hinn
bóginn vil ég ítreka hér þau sjón-
ræðir í 1. mgr. þessarar greinar,
tekur ábyrgðin til alls nauðsyn-
legs kostnaðar, sem honum er
skylt að greiða í því sambandi."
Um þessar breytingar segir svo
í greinargerð lagafrumvarpsins
frá 1979: „Auk þess er ríkis-
ábyrgðin látin ná til þess kostnað-
ar, sem á launþega kann að hafa
fallið vegna innheimtuaðgerða
hans á hendur launagreiðandan-
um. Gildandi lög heimila hins veg-
ar aðeins greiðslu kostnaðar við að
krefjast gjaldþrotaskipta. Má
ætla, að sú regla kunni að hafa
dregið úr viðleitni launþega til að
innheimta sjálfur kröfur sínar hjá
kaupgreiðanda, ef vitað var að
hann stóð höllum fæti„vegna þess
kostnaðar sem fallið gat á laun-
þegann sjálfan við slíkar aðgerðir.
Þykir rétt að létta þeirri áhættu
af launþegum, enda mun slíkt
væntanlega stuðla að öruggari
innheimtu vinnulauna í framtíð-
inni og draga um leið úr þeim
skuldbindingum, sem á ríkissjóð
falla.“
Lagaákvæðin eru ekki nógu
skýr, en ég tel að tilgangur þeirra
eins og honum er lýst í greinar-
gerð taki af allan vafa um það, að
lögum samkvæmt takmarkast
ríkisábyrgð lögmannskostnaðar
við innheimtuaðgerðir og kostnað
þeirra vegna, áður en til gjaid-
þrots kemur. Þá kemur skýrt fram
að á bak við lagabreytinguna er
viðleitni til sparnaðar en ekki hið
gagnstæða.
Eg hef undir höndum fjölmörg
mál, þar sem innheimtutilraunir
hafa byrjað áður en til gjaldþrots
kom. Skiptaráðandi hefur fjallað
um launakröfuna og viðurkennt
hana sem forgangskröfu með
vöxtum og málskostnaði í sam-
ræmi við gjaldskrá Lögmannafé-
lags íslands. Hér er sýnishorn
með að vísu lægstu launakröfu,
sem ég hef fundið: „Skiptafundur
hefur tekið endanlega afstöðu til
hinnar lýstu kröfu og er krafan
viðurkennd sem forgangskrafa að
armið, sem ég setti fram á Alþingi
varðandi greiðslu lögmannskostn-
aðar, í málum sem varða ríkis-
ábvrgð á launum við gjaldþrot:
„í lögum er skilið á um það í
hvaða tilvikum lögmannskostnað-
ur skuli vera forgangskrafa. Ég
tel, að löggjafinn hafi markað lín-
una með því og að ríkissjóður hafi
átt að binda sig við að greiða full-
an lögmannskostnað einungis þeg-
ar um það var að ræða að krafan
var sett fram áður en til gjald-
þrotaskipta kom. En á hinn bóg-
inn hafi ráðuneytið ekki haft
heimild til þess að greiða lög-
mannskostnað nema krafan hafi
gengið inn í forgangskröfu við-
komandi aðila.“
Lög um ríkisábyrgð á launum
við gjaldþrot eru frá 21. marz
1974. Með þeim ábyrgðist ríkið
greiðslu á launakröfum á hendur
vinnuveitanda, sem úrskurðaður
hafði verið gjaldþrota, eftir
ákveðnum reglum. Ef launþegi
hafði krafist gjaldþrotaskipta, tók
ábyrgðin til alls nauðsynlegs
kostnaðar, sem honum var skylt
að greiða í því sambandi. Þessi
regla um greiðslu lögmannskostn-
aðar þótti of þröng og var hún
víkkuð út með lögum frá 5. marz
1979 og hljóðar nú svo: „Hafi laun-
þegi krafizt gjaldþrotaskipta eða
hafið innheimtuaðgerðir vegna
vanskila á greiðslum þeim sem um
- ;.j I V i bbií '.j. 6í-:ív i'a,i;
fjárhæð kr. 643,17 miðað við upp-
hafsdag skiptameðferðar og sund-
urliðast þannig:
Höfuðstóll kr. 61,62
Vextir til 13.10.1980 kr: 9,55
Málskostnaður kr. 572,00
Samtals kr. 643,17“
Samkvæmt ákvörðun ráðuneyt-
isins hækkaði vaxtagreiðslan í kr.
21 og málskostnaðurinn í kr. 1.142,
eða tvöfaldaðist. Skakkar að vísu
tveimur krónum.
Ég lít því svo á, að úrskurður
skiptaráðanda í dæminu hér að
ofan hafi átt að standa, en að
óheimilt hafi verið af félagsmála-
ráðuneytinu að inna af hendi
hærri greiðslur í málskostnað,
enda skorti beina lagaheimild til
þess. I lögunum er auk heldur
kveðið á um það, að ráðuneytið
geti leitað úrskurðar skiptaréttar,
ef vafi leikur á réttmæti kröfu,
eða um það hvort krafa fellur inn-
an ríkisábyrgðar. Þetta hlýtur að
eiga við kröfur um greiðslu máls-
kostnaðar sem aðrar kröfur.
Mér hefur verið bent á, að laga-
nefnd Lögmannafélags ísiands
hafi skilað álitsgerð um þetta
álitamál, þar sem hún kemst að
þeirri niðurstöðu, að „orðalagið
„til alls nauðsynlegs kostnaðar" í
2. mgr. 1. gr. 1. nr. 8/1979, sbr. 1.
nr. 31/1974, þykir eiga að skilja
svo, að það taki til þess kostnaðar,
ií,q fcbnel. 1 biiwdíasas
sem launþegi hefur haft af aðgerð-
um til innheimtu kröfu, sem ríkis-
ábyrgðin nær til fyrir gjaldþrot
launagreiðanda, svo sem inn-
heimtuþóknun lögmanns og
málskostnaðar auk kostnaðar við
kröfulýsingu og mót“. Á hinn bóg-
inn kemur fram í álitsgerðinni „að
ríkisábyrgðin nái ekki til þess inn-
heimtukostnaðar, sem krafist er
eftir að gjaldþrot eru orðin. Laun-
þegi þarf að hafa hafist handa
með innheimtuaðgerðir fyrir
gjaldþrot."
Það sem ber á milli skilnings
míns og laganefndar Lögmannafé-
lagsins er það, að ég tel, að úr-
skurður skiptaréttar varðandi
greiðslu málskostnaðar sé afger-
andi enda miðast viðurkenning
forgangskröfunnar við hann. Mér
þykir sjálfsagt, að á þetta verði
látið reyna fyrir skiptarétti, eins
og lögin heimila félagsmálaráðu-
neytinu að gera, þá fæst úr þessu
skorið.
Greiðsla launakrafna skv. lög-
um um ríkisábyrgð á launum við
gjaldþrot nam nýkr. 314.218 árið
1980 og kr. 1.365.000 árið 1981, þar
af í lögmannskostnað nýkr. 8.858
og kr. 128.012. Endurgreiðsla í rík-
issjóð frá þrotabúinu var engin ár-
ið 1980 og kr. 40.543 árið 1981.
Þessar staðreyndir sýna glögglega
hvernig staða launþega hefur
gjörbreytzt eftir að ríkisábyrgðin
kom til. Og lögmenn þurfa ekki að
hafa áhyggjur af greiðslu inn-
heimtukostnaðar eftir lagabreyt-
inguna 1979 heldur fá hann að
fullu greiddan. Það er ólík starfs-
aðstaða frá því sem áður var, þótt
félagsmálaráðuneytið haldi sig við
úrskurðaðan málskostnað. En
eðlilegt hlýtur jafnan að vera, að
lagaheimildir varðandi ríkis-
ábyrgðir séu túlkaðar þröngt af
gæzlúmönnum ríkissjóðs.
Arnmundur Bachmann spyr:
„Getur Halldór Blöndal nefnt eitt
einasta dæmi þess að viðskipti
lögfræðiskrifstofu Arnmundar
Bachmann við félagsmálaráðu-
neytið séu aðfinnsluverð?"
Já. Aðstoðarmaður ráðherra
hefur ekki heimild til málflutn-
ingsstarfa. Meðan Arnmundur
Bachmann gegndi því starfi komu
fjölmörg mál inn á borð í félags-
málaráðuneytinu frá skrifstofu
hans. Það sýnir, að það er að-
finnsluvert, þegar maður í opin-
beru starfi rekur samtímis um-
svifamikla málflutningsstofu.
Og ég spyr. Er ekki aðfinnslu-
vert, að félagsmálaráðherra skuli
lýsa því yfir á Alþingi, að tiltekn-
ar greiðslur hafi runnið til
nafngreindra einstaklinga, þegar
skjöl ríkisbókhaldsins bera það
með sér, að þær runnu til aðstoð-
armanns ráðherrans sjálfs? Og er
ekki sömuleiðis aðfinnsluver-t, að
félagsmálaráðherra skuli leyfa að-
stoðarmanni sínum að reka mál-
flutningsstofu og annast mál-
flutning, þegar skýrar reglur eru
um það, að honum sé það óheim-
ilt?
Halldór Blöndal
P.s. Eftir að ég hafði gengið frá
þessari grein, þar sem ég útskýrði
þau viðhorf, sem ég lagði til
grundvallar málflutningi mínum á
Alþingi, barst mér áskorun frá
tveim héraðsdómslögmönnum,
Arnmundi Bachmann og Erni
Höskuldssyni. Hinn síðarnefndi
var ekki starfsmaður félagsmála-
ráðuneytisins á umræddu tímabili
og kemur ekki við þessa sögu.
KJÖTMIÐSTÖPIN Laugalaek 1. s. 86511
Okkar Leyft
verð verö
Kjúklingar
10 stk. kassa 79,80 123,00
Unghænur
10 stk. kassa 38,00 64,00
Nautahakk
10 kíló kassi 79,00 133,00
Kindahakk 38,50 82,00
Nýtt hvalkjöt 27,00 42.00
Gamla verðiö Nýja verðið
Lambaskrokkar 41,75 57,30
Úrvals nautaschnitzel 185,00 257,00
Nautagulash 148,00 198,00
Nautafillet 215,00 277,00
Nautagrillsteik 64,00 83,00
Nautabógsteik 64,00 83,00
Nautahamborgari 8,00 12,20
Bacon á hálfviröi 98,00 215,00
Eggin aöeins 46,00 62,00
Vz svínaskrokkar 87,00 i TILBÚIÐ
Vat nautaskrokkar 72,00 J í
1/2 folaldaskrokkar 48,00 ] FRYSTINN
Folaldabuff (nýslátraö) 155,00
Folaldagulash (nýslátraö) 145,00
Folaldahangikjöt 48,00
Kindaschnitzel (nýslátraö) 129,00
Lambagulash (nýslátraö) 119,00
Opið til kl. 4
á laugardag