Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
23
Var hafið samsæri gegn
Brezhnev er hann lést?
Iiondon, 12. nóvember. AP.
BRESKA dagblaðið Daily Express
heldur því fram í dag, að ráðagerð-
ir hafi verið uppi um það að koma
Leonid I. Brezhnev frá völdum er
hann lést. Haft er eftir vestrænum
stjórnarerindrekum, sem ekki vilja
láta nafns síns getið að þeir hafi að
undanlornu beðið eftir fregnum
þess eðlis, að Brezhnev yrði komið
frá völdum i Kreml og mun þeim
því hafa brugðið í brún þegar
fregnir bárust um að hann væri
látinn.
Einnig er gefið í skyn í fregn-
um þeim er Daily Express hefur
eftir sérlegum fréttamanni sín-
um í Moskvu, Michael Evans, að
ekki séu allir sáttir við tilkynn-
ingu sovésku fréttastofunnar
Tass um banamein Brezhnevs og
séu nú margir að velta því fyrir
sér hvert það raunverulega hafi
verið.
Dagblaðið Daily Mail heldur
því fram í dag, að banamein
hans hafi ekki verið hjartaslag
eins og í hinni opinberu tilkynn-
ingu hafi staðið, heldur hafi
hann látist úr heilablæðingu,
sem hafi hafist nokkrum klukku-
stundum eftir að hann var
viðstaddur hátíðahöld vegna
byltingarafmælisins á Rauða
torginu síðastliðinn sunnudag.
Honum hafi síðan verið haldið á
lífi með aðstoð véla og lyfja í tvo
daga, en látist árla á miðviku-
dagsmorgun.
Ferð Kólumbíu um geim-
inn gengur vonum framar
('anaveral-höfóa, Klórida, 12. nóvember. AP.
GEIMFARAR geimferjunnar Kólumbíu breyttu sporbaugsstefnu hennar
í dag, í þeim tilgangi að koma síðari fjarskiptahnettinum á sinn stað, í
um 36.000 kílómetra hæð. Þegar því verki lýkur er fyrsta raunverulega
verkefni hennar lokið, þ.e. að koma tveimur fjarskiptahnöttum út í
geiminn.
Fyrri fjarskiptahnötturinn var
settur á sinn stað í gær og tókst
það verk vonum framar og
geimfararnir fengu þessi skila-
boð frá stjórnendum ferðarinnar
á jörðu niðri: „Það verður erfitt
verk fyrir ykkur að láta þetta
ganga betur í dag, heldur en í
gær.“
Geimfararnir eru hins vegar
staðráðnir í því að láta allt ganga
að óskum, og bandaríska geim-
ferðastofnunin NASA hefur þá
trú að ef þessi ferð gangi að
óskum, séu þeir komnir fram úr
evrópskum geimferðastofnunum
og öðrum, sem keppa við þá um
ferðir sem þessa, þar sem um er
að ræða viðskiptaferð út í geim-
inn með farma.
Eftir að Kólumbía hafði farið í
fjórar reynsluferðir, sem allar
gengu að óskum, á síðastliðnum
19 mánuðum, hafa stöðugt fleiri
viðskiptavinir undirritað samn-
ing þess eðlis að geimferjan flytji
fjarskiptahnetti og aðra farma
fyrir þá út í geiminn, og munu nú
150 fyrirtæki vera á skrá þar til
árið 1987.
Veður
víöa um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Beirút
Berlin
Brussel
Chicago
Dyflinni
Feneyjar
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kairó
Kaupmannahöfn
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
Mexíkóborg
Miami
Moskva
Mýja Delhí
New York
Osló
París
Reykjavík
Rómaborg
San Francisco
Síngapore
Stokkhólmur
Tel Aviv
Vancouver
Vinarborg
Þórshöfn
+5j léttskýjað
12 skýjaö
19 heióskirt
18 heióskírt
18 heiöskirt
13 rigning
15 rigning
14 rigning
16 þokumóöa
13 skýjaö
12 skýjaö
10 heióskirt
23 heíöskirt
15 rigning
27 skýjaö
22 heiðskírt
13 skýjaö
18 heiöskirt
12 rigning
17 heiðskirt
15 heióskírt
19 lóttskýjaö
21 léttskýjaó
25 heiöskirt
25 skýjaö
7 heióskírt
27 heióskirt
14 skýjaó
11 skýjað
14 rigning
+2 léttskýjaó
20 helðskirt
13 skýjaö
33 rigning
11 skýjaó
20 rigning
-4 heiðskírt
11 skýjað
9 skýjaö
Þrír meðlimir
IRA skotn-
ir til bana
Belfasl, 12. nóvember. AP.
ÞRÍR meðlimir írska lýðveldishers-
ins, IRA, voru í gær skotnir til bana
þegar þeir reyndu að flýja framhjá
vegatálmunum lögreglunnar i nánd
við Lurgan, sem u.þ.b. 32 kílómetra
suð-vestur af Belfast, samkvæmt
heimildum lögreglunnar.
Talsmaður lögreglunnar sagði
að tveir mannanna hefðu verið
eftirlýstir vegna morðtilraunar og
að hafa í fórum sínum ólögleg
vopn. Mennirnir munu hafa verið í
bifreið við vegatála lögreglunnar,
er þeir reyndu skyndilega að keyra
niður lögreglumann til að komast
hjá yfirheyrslum. Lögreglan tók
þá til þess bragðs að skjóta á bif-
reiðina og munu mennirnir þrír
hafa látist samstundis.
Sprengdu Sal-
ang-göngin
Islamahad, 12. nóvember. AP.
Skæruliðahreyfíng Múhameðstrú-
armanna í Afghanistan hefur lýst
ábyrgð á hendur sér vegna spreng-
ingar þeirrar, sem varð í jarðgöngum
i Salang-skarði í Afghanistan fyrr í
þessum mánuði, þar sem mörg
hundruð, ef ekki fleiri þúsund,
manns misstu lífíð.
Það var talsmaður skæruliða-
hreyfingar þeirra, sem gengur
undir nafninu Hazbi, er skýrði frá
því í dag, að hún bæri ábyrgð á
þvi, sem gerðist í göngunum. —
Við komum fyrir allmörgum
sprengjum inni í og við jarðgöng-
in, var haft eftir talsmanninum í
dag. — Við drápum 600—700
Rússa.
Aðrir skæruliðahópar í Afghan-
istan hafa ekkert látið hafa eftir
sér varðandi atburð þennan.
■
OPIÐIDAG
i./
Bflasöludeildin /
er opin í dag /
frá kl. 2—6 /
Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu.
Komiö ræðiö málin og þiggiö veitingar.
Munið að varahlutaþjónusta
okkar er í sérflokki.
Lada Safir kr. 105.000.-
Lada Station kr. 118.000.
Lada Canada kr. 124.000
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf
Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600