Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Svelnsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Friðrik og FIDE Friðrik Ólafsson gerði nafn íslands gildandi í skákheiminum með glæstum ferli sínum við skákborðið. Þégar hann var kosinn for- seti Alþjóðaskáksambands- ins, FIDE, var það í senn verðskulduð viðurkenning á ferli hans og starfshæfni og vegsauki Islendinga sem skákþjóðar. Allir hlutlausir umsagnaraðilar eru sam- dóma um, að Friðrik hafi skilað forsetastarfi sínu í FIDE með sérstökum ágæt- um. Engu að síður náði Friðrik ekki endurkjöri sem forseti FIDE. Hann beið lægri hlut fyrir Campomanes frá Fil- ippseyjum. Það sem hæst ber í þessu forsetakjöri eru þó ekki úrslitin, heldur þær að- ferðir, sem notaðar vóru til að knýja þau fram. Þær vóru af þeim toga að Victor Kor- chnoi, landflótta skák- snillingur frá Sovétríkjun- um, sagði kosningarnar þýða endalok FIDE. Slík umsögn er ekki borin fram af ástæðulausu. „Pólitík var skákinni yfir- sterkari í Luzern," sagði Friðrik Ólafsson, „baktjalda- makk og mútur réðu ríkjum. Sovétmenn hafa ekki fyrir- gefið mér afstöðu mína í Korchnoi-málinu. Ég sagði að ég stæði og félli með ákvörðun minni, að fjöl- skyldu Korchnoi yrði hleypt úr landi." Það er einkum þrennt sem réði úrslitum um ósigur Friðriks — og íslands: • 1) Sovétríkin og austan- tjaldsríkin snerust gegn Friðrik Ólafssyni, bersýni- lega vegna mannúðlegrar af- stöðu hans, sem gerði Korchnoi-fjölskyldunni kleift að komast frá Sovét- ríkjunum. • 2) Arabaríkin, sem talin vóru á bandi Friðriks fram undir það síðasta, snerust á sveif með mótframbjóðanda hans daginn fyrir úrslitin. Erfitt er um að segja, hvers konar samkomulag liggur að baki þessari stefnubreyt- ingu, en það kemur fram í viðtali Mbl. við Friðrik Ólafsson, að hann telur að Israel kunni að verða fyrir barðinu á þessu samkomu- lagi. • 3) Sá, sem sigur bar af Friðrik, er talinn hafa mis- beitt fjármunum í undirbún- ingi kosninganna, sem hann hafði næga, en fulltrúi Grikkja skýrði frá því dag- inn fyrir kjörið, hvernig reynt var að múta honum með háum fjárhæðum til að kjósa Campomanes. Það eru Sovétríkin og austantjaldslöndin sem fagna sigri með Campoman- es. A-Evrópuríkin lögðust á árina með auðmanninum frá Filippseyjum gegn Friðrik Ólafssyni. Hverjar afleið- ingar slíkir starfshættir, sem viðhafðir vóru í forseta- kjöri FIDE, hafa fyrir Al- þjóðaskáksambandið og skákíþróttina, skal ósagt lát- ið. En Friðrik Ólafsson getur borið höfuðið hátt, þrátt fyrir ósigurinn. Hann hefur hreinan skjöld. Hann hafði þor og þrek til að gera það, sem samvizka hans bauð honum sem forseti FIDE. Það „skákafrek" mun skráð gullnu letri á bókfell fram- tíðarinnar. Hafi Friðrik Ólafsson heiður og þökk fyrir dugnað sinn og drengskap. Vöruvöndun Lífskjör og efnahagslegt sjálfstæði íslendinga grundvallast fyrst og fremst á sjósókn, fiskiðnaði og þeirri markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir sem við höfum unnið upp víða um heim. Við eigum í harðnandi sölusamkeppni við aðrar fiskveiðiþjóðir: einkum Kanadamenn á Bandaríkja- markaði en Norðmenn á mörkuðum saltfisks og skreiðar. Það er tvennt sem veldur okkur erfiðleikum í þessari samkeppni: 1) Innlend verð- bólga, þ.e. tilkostnaðarhækk- anir innanlands, langt um- fram verðþróun erlendis og framleiðslukostnað sam- keppnisríkja, 2) Afturkippur í vöruvöndun, sem er mjög hættulegur söluhagsmunum okkar og lífskjörum. Hér skal ekki tíunduð sú fjölmiðlaumræða sem átt hefur sér stað vegna skemmdrar vöru, er seld var úr landi, og ófullnægjandi gæðamats á ferskfiski og unnum sjávarafurðum. Hitt skal áréttað, að nú þarf þjóð- arátak til að herða eftirlit, vanda vöru og vinna aftur upp það álit, sem framleiðsla okkar naut á sölumörkuðum. Við höfum ekki efni á að tapa þeirri úrslitaorustu í lífsbaráttu okkar, sem háð er söluvettvangi framleiðslunn- ar. Yuri Andropov, mesti valdamaður Sovétríkjanna: Skipar andófs- mönnum á bekk með glæpamönnum Var sendiherra Rússa í Ungverjalandi 1956 YURI ANDROPOV, sem nú stefnir rakleiðis að því að taka við af Leonid Brezhnev sem valdamesti maður Sov- étríkjanna, var um langt skeið yfirmaður sovézku leyni- lögreglunnar (KGB). Hann lét ekki af því embætti fyrr en sl. vor, er hann var skipaður ritari miðstjórnar kommún- istaflokksins og síðan hefur hann ásamt Konstantin Chernenko verið talinn líklegasti eftirmaður Brezhnevs. Talið er víst, að Andropov hafi látið af störfum sem yfir- maður KGB gagngert í því augnamiði að losa sig undan því óorði, sem fer af KGB í vitund almennings í Sovétríkjun- um, en þeirri stofnun hafði hann stjórnað í 15 ár. Frá því að Andropov tók við stöðu flokksritara sl. vor, hef- ur hann haft miklu betra tæki- færi en áður til þess að taka þátt í framkvæmd stjórnar- stefnunnar en áður. Á meðal þeirra verkefna, sem hann hef- ur haft undir höndum sem flokksritari, er eftirlit með út- varpi og sjónvarpi en einnig með útgáfustarfsemi á prenti jafnt sem menningarmálum yfirleitt. Þetta var áður í verkahring Mikhail Suslovs, er gengið hafður næstur Brezhn- ev. Suslov lézt 25. janúar sl., þá 79 ára að aldri. Yuri Andropov er af rúss- nesku foreldri. Hann er fædd- ur 15. júní 1914 og virðist frá upphafi hafa haft allt það til að bera, sem embættismaður sovézka kommúnistaflokksins þarf með. Á unga aldri var hann forystumaður ungkomm- únistahreyfingarinnar í Kar- elíu, landsvæði því, sem er fyrir austan Finnland. í heimsstyrjöldinni síðari skipu- lagði hann skæruliðastarfsemi að baki víglínunnar, en að styrjöldinni lokinni gerðist hann starfsmaður flokksins. Andropov kom fyrst að marki fram á sjónarsviðið, er hann var sendiherra Sovét- ríkjanna í uppreisninni í Ungverjalandi 1956. Þar hafði hann mikil áhrif á gang at- burða, sem lauk með því að So- vétríkin sendu skriðdreka inn í Budapest og kæfðu uppreisn verkamanna í blóði. Hann sneri heim frá Ungverjalandi 1957 og varð þá yfirmaður þeirrar stjórnardeildar í Moskvu, sem annast samskipti við önnur kommúnistaríki. Yfirmaður KGB varð hann 1967. Sem æðsti yfirmaður lög- reglunnar í öllum Sovétríkjun- um hafði Andropov það verk- efni með höndum að kæfa niður starfsemi andófsmanna heima fyrir. Þá skipulagði hann jafnframt njósnastarf- semi lögreglunnar heima fyrir sem erlendis og í því skyni kom hann upp víðtæku neti af njósnurum. í ræðu, sem oft er vitnað til og flutt var 1973, fullyrti And- ropov, að andófsmönnum færi fækkandi í Sovétríkjunum og að þeir fáu sem gengju lausir, yrðu settir á bekk með venju- legum glæpamönnum. Það eru hér örfáir slíkir menn, sagði Andropov. Þeir eru enn til á meðal okkar alveg eins og það eru enn til þjófar, mútuþegar, fjárglæframenn og aðrir glæpamenn. Sagði Ándropov, að andófsmenn jafnt sem glæpamenn yllu vandræðum í sovézku samfélagi og það væri ástæðan fyrir því, að þeir „ættu að hljóta refsingu í algeru samræmi við kröfur sovézkra laga". Gott dæmi um það, hvernig sovézk yfirvöld hafa fylgt þeirri stefnu eftir, er meðferð- in á þeim sovétþegnum, sem á sínum tíma bundust samtök- um um að fylgja því eftir, að haldinn yrði í Sovétríkjunum samningur sá um mannrétt- indi, sem ríki austurs og vest- urs undirrituðu í Helsingfors 1975. I hópi þessum voru nokkrir tugir manna og svo að segja hver einasti þeirra hefur verið rekinn í útlegð, ýmist burt frá Sovétríkjunum eða til einhvers fjarlægs héraðs inn- an Sovétríkjanna, þar sem þeim er gert að dveljast ævi- langt. Kunnastur þessara and- ófsmanna er Nóbelsverðlauna- hafinn Andrei Sakharov, sem rekinn var frá Moskvu snemma árs 1980 og verður síðan að búa í stofufangelsi í borginni Gorky við Volgu. I ræðu fyrr á þessu ári hafnaði Andropov allri „fjöl- hyggju í stjórnmálum" og sneiddi með því greinilega að Samstöðu, hreyfingu verka- manna í Póllandi en einnig að þeim hugmyndaágreiningi, sem nú ríkir við kommúnista- flokk Ítalíu. Andropov hefur hins vegar ferðast mjög víða jafnt í Austur-Evrópu sem um hinn vestræna heim. Það verður því varla sagt, að hann hafi ekki haft tækifæri til þess að kynna sér þann hugmyndaheim, sem ríkir utan Sovétríkjanna. Hann lauk ekki háskólaprófi sem ungur maður, heldur sneri sér strax að verkefnum fyrir kommúnistaflokkinn. Engu að síður er hann talinn mjög vel menntaður maður og kann t. d. vel ensku, sem er alls ekki al- gengt á meðal forystumanna kommúnistaflokks Sovétríkj- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.