Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
Fræðsluþættir frá Geðhjálp
Hugleiðingar
um
neyðarþjónustu
Nú eru í uppsiglingu nýjar
þingsályktunartillögur í sam-
bandi við meðferð geðsjúkra og
hlýtur þar m.a. að vera gert ráð
fyrir neyðarþjónustu. Enda er
hún ein af brýnustu málefnum
þessa sjúklingahóps sem hefur
orðið svo út undan í heilbrigðis-
kerfi okkar að hann yrði þar með
seinastur allra til að fá svo
sjálfsagða þjónustu.
Ekki ber að vanþakka það sem
vel er gert og víst hefur ýmislegt
gott gerst í málum geðsjúkra á
allra síðustu árum eins og t.d.
opnun nýju geðdeildarinnar á
Landspítalanum. Ég vil strax
taka það fram að ég veit harla
lítið um þessar nýju þingsálykt-
unartillögur en kæmi ekki á
óvart þótt væntanleg neyðar-
þjónusta sé eingöngu miðuð við
sjúkrahús og innlagnir. Og ekki
ætla ég að deila á það með þess-
um pistli mínum, síður en svo.
Öllum þeim sem einhvern tíma
hafa þurft á þeirri þjónustu að
halda hlýtur aðeins að vera
þakklæti í huga, því skortur á
neyðarþjónustu hefur einmitt
verið sú martröð sem helst fælir
aðstendendur frá því að hafa
geðsjúklinga til lengdar á heim-
ilum sínum.
Reynt að foröa innlögn
Samt langar mig af þessu til-
efni að benda á aðra tegund
neyðarþjónustu sem tíðkast hef-
ur á Norðurlöndum jafnframt
hinni. Er hún fólgin í því að
fylgst er með sjúklingum eftir
útskrift af sjúkrahúsum og þeir
t.d. heimsóttir ef þeir mæta ekki
samkvæmt umtali á göngudeild-
ir. Einnig geta þeir sem hafa
slíka sjúklinga á heimilum sín-
um hringt og fengið fólk heim
þegar ljóst er að sjúklingur er
hættur að taka nauðsynleg lyf og
dregur þessi þjónusta að sjálf-
sögðu mjög úr innlagningartíðni.
Ef geðsjúklingur ákveður að
hætta að taka lyfin sín er að-
standandi oftast síðasti aðilinn
sem getur talið honum hughvarf,
enda sjúklingnum þá svo er
komið oftast meinilla við alla
ættingja með tölu. Liggur í aug-
um uppi að þetta er nöturlegt
ástand fyrir aðstandandann.
Hann veit mæta vel að hverju
dregur en getur samt enga hjálp
fengið fyrr en sjúklingurinn er
sannanlega orðinn „snargalinn"
og þar af leiðandi hæfur spítala-
matur. Víst er hægt að panta
tíma hjá lækni þegar svona
stendur á en meira en lítið vafa-
samt að sjúklingurinn fáist til
að mæta. Að sjálfsögðu f á þeir
sjúklingar sem búa einir út í bæ
að verða „snargalnir" í friði.
Ég held að enginn nema sá
sem reynt hefur geti ímyndað
sér hversu ömurlegt það er að
horfa upp á ástfólgna mannveru
hverfa meira og meira á vit
ranghugmyndaheims síns án
þess að fá nokkuð að gert. Að
vita að nú hefst píslarganga
hennar upp á nýtt, inn á spítala,
í endurhæfingu, þ.e.a.s. ef hún
stendur til boða, missa vinnuna
eina ferðina enn, ef sjúklingur-
inn er yfirleitt svo heppinn að
hafa vinnu. Að vita að í mörgum
tilfellum hefði mátt forða þessu
ef sjúklingurinn hefði fengist til
að taka lyfin sín eða fara tafar-
laust til læknis. Ég veit um ein-
staka tilfelli þar sem nætur-
læknar hafa gefið sér tíma til að
telja geðsjúkling á lyfjatöku
undir svona kringumstæðum og
þar með forðað innlögn. En það
er ekki í þeirra verkahring, enda
gefa annasamar bæjarvaktir
þeim lítinn tíma til slíks.
Kannski þarf ekki
sérfræöinga til
Þar sem ég veit um svona
þjónustu starfar að henni hópur
sérfræðinga og því auðvelt að
segja að við höfum ekki ráð á
henni hér. Sannast þar best hið
gamla viðkvæði að það er dýrt að
vera fátækur, þar sem það hlýt-
ur að vera mun ódýrara að koma
í veg fyrir innlögn en borga dýrt
sjúkrarými um lengri tíma. en
satt að segja dreg ég í efa að það
þurfi endilega sérfræðinga til.
Natið fólk með einlægan vilja til
að hjálpa, nokkurn þroska og
vænan skammt af myndugleika
dygði sennilega vel.
Við í Geðhjálp höfum áhuga á
að koma á fót símaþjónustu
fyrir aðstandendur geðsjúklinga.
Við teljum að við getum miðlað
öðrum til góðs af eigin reynslu af
svona málum. Þó ekki sé nema
þeirri litlu huggun að við erum
mörg á sama báti. Auðvitað nær
slík hjálp skammt miðað við þá
raunhæfu hjálp sem fengist við
að forða sjúklingi frá innlögn.
En við erum fámennt félag og
höfum því engin tök á að víkka
svo út þjónustuna hjálparlaust.
Við það bætist líka að við erum
áreiðanlega mjög misjafnlega til
þess starfs fallin.
Víst er alltaf mun auðveldara
fyrir leikmann að koma með alls
kyns allsherjarlausnir á erfiðum
vandamálum en þeim sem vit
hefur á. Og ekki ætla ég mér
heldur þá dul að koma með
neina. En oft hefur mér dottið í
hug hvort ekki mætti fá þá há-
skólanema til að sinn svona
þjónustu í einhverri mynd, sem
síðar hljota að mæta svona
vandamálum í starfi sínu. eins
og t.d. læknanema, sálfræði-
nema, hjúkrunarfræðinema,
guðfræðinema og félagsfræði-'
nema. Eða gera jafnvel slíkt að
valnámskeiði í þessum greinum
sem hlýtur að gefa nemendum
mun raunhæfari mynd af þess-
um málum en bókarlærdómur.
En hvað sem líður heppi-
legustu lausninni á fyrirkomu-
lagi slíkrar þjónustu hljotum við
að stefna að því að henni verði
komið á fót. Ekki bara af því, að
þegar til lengdar lætur hlýtur
slíkt að vera ódýrara fyrir þjóð-
félagið, heldur líka vegna allra
þeirra sjúklinga sem eiga enn
verra með að ná fótfestu í heimi
heilbrigðra eftir hverja innlögn.
Einstaklinga sem gætu með
réttri hjálp séð nokkurn veginn
fyrir sér og lifað mannsæmandi
lífi í stað þess að enda sem
ósjálfbjarga öryrkjar, einangr-
aðir frá öllu því sem við er heil-
brigð teljumst álítum undirstöðu
þess að lífið sé yfirleitt þess virði
að lifa því.
'geðhjálp
Steinar J. Lúðvíksson er tveggja
bóka maður. Önnur er 14nda bindið
af Þrautgóðir á raunastund og hin
þriðja árbók Steinars.
Stcindór Steindórsson frá Hlöðum
hefur skrifað sjálfsævisögu sína og
nefnir hana Sól ég sá.
Níunda skáldsaga Snjólaugar Braga-
dóttur frá Skáldalæk kemur nú út.
Áslaug Ragnars sendir nú frá sér
aðra skáldsögu sína.
Árni Johnsen hefur tekið fjölda við-
tala á sínum blaðamannsferli. Kvist-
ir í lífstrénu nefnist bók með göml-
um og nýjum viðtölum hans.
Guðmundur Sæmundsson hefur
skrifað bók um kvennaframboðin
1982, en enn er eftir að velja bók-
inni endanlegt nafn.
Orn og Orlygur hf.
gefur út 40 bækur
BOKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur sent Morgunblaðinu frétta-
tilkynningu um útgáfu sína á þessu hausti, en forlagið gefur út rétt
tæplega 40 bækur og er helmingur þeirra eftir íslenzka höfunda.
Morgunblaðið hefur sagt sér-
staklega frá útkomu sex bóka
forlagsins; tveggja binda rit-
verks dr. Haralds Matthíasson-
ar, Landið og Landnáma, þriðja
bindið af Landið þitt ísland eftir
Þorstein Jósepsson og Steindór
Steindórsson með sérstökum
Reykjavíkurkafla eftir Pál Lín-
dal, HM á Spáni, og sögu heims-
meistarakeppninnar í knatt-
spyrnu eftir Sigmund Ó. Stein-
arsson, Ágrips af jarðfræði ís-
lands eftir Ara Trausta Guð-
mundsson og Allt um potta-
plöntur, sem Fríða Björnsdóttir
þýddi.
Saga og minningar
Örn og Örlygur gefa út tvær
bækur eftir Steinar J. Lúðvíks-
son; 14nda bindi bókaflokksins
Þrautgóðir á raunastund, sem
nær yfir tímabilið 1959—1961 og
Árbók Islands, Hvað gerðist á ís-
landi 1981, sem er þriðja árbók-
in, sem Steinar J. Lúðvíksson er
höfundur að.
Sól ég sá nefnist sjálfsævisaga
Steindórs Sieindórssonar frá
Hlöðum og Sjómannsævi er ann-
að bindi endurminninga Karvels
Ögmundssonar, skipstjóra, sem
hann skráir sjálfur.
Fjórða bindi bókaflokksins
Forn frægðarsetur eftir séra
Ágúst Sigurðsson á Mælifelli
kemur nú út.
Dömur, draugar og dáindis-
menn nefnast æviminningar
Sigfúsar Kristinssonar, sem Vil-
hjálmur Einarsson skólameist-
ari á Egilsstöðum skráði.
Þá kemur út lokabindið af
Bændur og bæjarmenn, minn-
ingaþáttur Jóns Bjarnasonar
frá Garðsvík.
Um Kvennaframboðin 1982
fjallar bók eftir Guðmund Sæ-
mundsson, sem Örn og Örlygur
gefur út, en í tilkynningu útgáf-
unnar segir að bókinni hafi ekki
verið gefið endanlegt nafn.
Éyjar gegnum aldirnar nefnist
bók, sem Guðlaugur Gíslason,
fyrrum alþingismaður, hefur
tekið saman um sögu Vest-
mannaeyja.
Kvistir í lífstrénu er bók eftir
Árna Johnsen með viðtölum
hans „við fólk á förnum vegi".
Sum hafa birzt áður en önnur
eru ný af nálinni, segir m.a. í
tilkynningu útgáfunnar.
Tröllasögur og teikningar er
bók um íslenzka þjóðsagnaver-
öld sem Haukur Halldórsson
hefur safnað og samið efni í og
myndskreytt og er bókin gefin
út bæði á íslenzku og ensku.
Fjórar skáldsögur
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hf. gefur út fjórar íslenzkar
skáldsögur; Leiksoppur fortíðar-
innar er eftir Snjólaugu Braga-
dóttur frá Skáldalæk og hennar
níunda bók. Sylvía heitir önnur
skáldsaga Áslaugar Ragnars.
Bræður munu berjast er fyrsta
skáldsaga Rónalds Símonarson-
ar og Heitur snjór er skáldsaga
eftir Viktor Arnar Ingólfsson.
Spilabækur og fleira
Spilabækur Arnar og Örlygs
nefnist nýr bókaflokkur og
koma nú út tvær bækur; Hvernig
á að leggja kapal og Tveggja
manna spil. Trausti Björnsson
þýddi bækurnar úr dönsku og
staðfærði efnið.
Tvær nýjar bækur bætast í
hóp Litlu matreiðslubókanna,
sem eru eftir Lotte Havemann,
en Ib Wessman þýðir. Þessar
bækur eru um Nautakjöt og Sal-
öt.
Barnabækur
Stærsta barnabókin, sem Örn
og Örlygur gefur nú út, er Það er
gaman að fóndra eftir Richard
Scarry í þýðingu Andrésar Indr-
iðasonar.
Fjórar bækur um Rasmus
Klump koma út og aðrar fjórar
Allt í lagi bækur í þýðingu Ándr-
ésar Indriðasonar.
Þá gefur forlagið út þrjár
hreyfimyndabækur; ein er um
Mjallhvít og dvergana og hinar
tvær um Liti og Lögun.