Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
35
Óvenjulegt
minnismerki
Hinn 12. september sl. blakti
íslenski fáninn við hún á stórri
fánastöng, sem reist hefur verið
við sjómannakirkjuna í Glouc-
ester í Massachusetts á norð-
austurströnd Bandaríkjanna.
Fáni íslands var þarna kominn
í virðingarskyni við minningu
íslensks manns, sem átt hafði
mörg sporin um hafnargarða og
bryggjur Gloucester. Þessi
maður var Pálmi Þórðarson,
um margra ára skeið fram-
kvæmdastjóri flutningamála
hjá Iceland Seafood Corporat-
ion og í því starfi, þegar hann
lést af völdum heilablæðingar í
júní 1981, harmdauði öllum er
hann þekktu. Einmitt þennan
dag, 12. sept. 1982, hefði Pálmi
orðið 51 árs, ef honum hefði
enst líf.
Aðalstöðvar Iceland Sea-
food Corporation eru í Camp
Hill í Pennsylvania; þar gekk
Pálmi að daglegum störfum
og þar í grenndinni var heim-
ili hans. Þó má segja, að
hafnarbæirnir á norðvest-
urströnd Bandaríkjanna hafi
verið annar starfsvettvangur
hans, en þangað fór hann
reglulega um margra ára
skeið til þess að taka á móti
íslenskum frystiskipum, sem
þar lönduðu farmi sínum.
Einkum varð Pálma tíðförult
til Gloucester og þar eignað-
Pálmi Þórðarson.
ist hann marga vini. Að hon-
um látnum komu nokkrir
þeirra saman og afréðu þeir
að reisa minnisvarða, er í
senn væri til þess fallinn að
halda á lofti minningu hins
látna íslenska vinar þeirra og
minna á tengslin á milli
Gloucester og Islands.
Kenneth Cleason og kona
hans gáfu sjómannakirkju
staðarins stóra fánastöng,
þeirrar gerðar þar sem hægt
er að hafa nokkra fána uppi í
senn. Kirkja þessi, sem er 100
ára gömul og kaþólsk, stend-
ur í miðri borginni og er
kennd við heilaga guðsmóður,
sem ræður fyrir velferð sæ-
farenda. Við þessa kirkju var
fánastöngin reist og við fót
hennar sett niður tafla með
nafni Pálma. Þarna munu
fánar uppdregnir, þegar ís-
lensk skip eru í höfninni og
einnig á afmælisdegi Pálma
ár hvert. Jafnan munu þrír
fánar dregnir að hún í senn
— fáni íslands, fáni Banda-
ríkjanna og fáni Portúgals,
en portúgalskir sjómenn
höfðu löngum mikil tengsl við
Gloucester.
í maímánuði sl. voru fána-
stöngin og minningartaflan
helguð minningu Pálma að
aflokinni athöfn í kirkjunni.
Viðstaddir voru margir af
vinum hins látna svo og ekkja
hans og aðrir nánir ættingj-
ar.
Sigurdur Markússon
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins
Keldnaholtl — Reykjavllt
Húseigendur
Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaöarins er að hefja skoðun á
plötu- og borðaklæðningum,
sem notaöar eru á þök og út-
veggi. /Etlunin er að meta end-
ingu (vatns- og veðrunarþol)
efnanna. Þeir húseigendur sem
telja slík efni á húsum sínum
gölluð, eöa að þau hafi á ein-
hvern hátt ekki dugaö eins og
vænta mátti, eru beönir að hafa
samband við Rb. Starfsmenn
Rb munu þá skoöa hús þeirra.
ef kostur er.
Skrifið til Rb eöa hringið í síma
83200 — innanhússtenging 179
eða 180.
Rannsóknastofnun
byggingariönaðarins
Keldnaholtí
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins
Keldnaholtl — Reykjavik
Til framleiö-
enda og seljenda
þak- og útveggja-
klæöninga
Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaöarins hefur ákveðið aö
gera könnun á endingu (veðr-
unarþoli) þeirra plötu- og borða-
klæöninga sem notaöar eru á
þök eða útveggi.
i stórum dráttum mun rann-
sóknin fara þannig fram:
1. Sýnum verður komið fyrir til
veðrunar áveðurs,
— uppi í Keldnaholtshæö-
inni
— við sjávarsíöuna.
2. Sýni verða ranrysökuð á
rannsóknarstofu eftir því
sem við á.
3. Sýnin á veðrunarþolsgrind-
unum verða metin með
ákveönu millibili og fylgst
með veðrun þeirra.
4. Áfangaskýrslur verða birtar,
og lokaskýrsla þegar veðr-
unarþol efnanna er fullreynt
að mati stofnunarinnar.
Þeir framleiðendur og seljendur
sem óska eftir að taka þátt í
þessari könnun þurfa aö senda
Rb, Keldnaholti, sýnishorn af
klæðningum sínum fyrir 1/12
'82.
Hvert sýni skal fullnægja eftir-
farandi.
(1) Litur rauöur (dökkur) og
hvítur (Ijós). 2
(2) Stærð a.m.k. 3m (af hvor-
um lit),
(3) Tilheyrandi festingar.
(4) Þar sem við á skal geta um
hvernig yfirborðsmeöhöndl-
un skal háttaö.
Ekki verður unnt að taka við
þeim efnum sem berast eftir að
frestur sá sem gefinn er rennur
út.
Nánari upplýsingar gefnar í
síma 83200.
Með von um góða þátttöku.
Rannsóknastofnun
byggingariönaðarins,
Keldnaholti.
Viö höfum
opnaö
Enskan
á Hótel Loftleiöum
11.—21. nóvember.
Feröaskrifstofan Utsýn efnir til feröakynningar á Hótei'
Loftleiöum 11. —14. nóvember og 20.—21. nóvember.
Starfsfólk Otsýnar kynnir viku- og helgarferöir Utsýnar
til London.
Ferðavinningur dreginn út í lok vikunnar.
EINNIG VERÐUR HINN ÞEKKTI ENSKUSKÓLI
KINGS SCHOOL KYNNTUR.
Hinn vinsæli Sam Avent leikur á píanó og skapar hina réttu
bresku kráarstemmningu.
Sunnudaginn 14. nóvember veröur kvikmyndasýning um
Bretland sýnd í ráðstefnusal.
HÚTEL LOFTLEKDIR
1%
Wi