Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
ff Ég atUa ab fá einn kcxPPi
Og Vioarbrau^ mgð."
3-^ 16^0
... að hlusta saman á
illviðrið úti.
TM Reg U S. P«t Off.-MI rights resefved
» 1979 Los Angetes Times Syndícate
Ég get notad sömu gínuna og í
gamla daga!
Með
morgiinkaffinu
Vona aö sumarfríið verði skemmti-
legt!
Úr kvikmyndinni „Okkar á milli... í hita og þunga dagsins".
„Okkar á milli..
Verður til skammar
og smánar hversu
víða sem hún nær
Vistgjöld á elliheimilum:
Uppbót Trygginga-
stofnunar minni
hafi vistmaður
einhverjar tekjur
Margrét Thoroddsen skrifar
f.h. Tryggingastofnunar ríkis-
ins:
„Vegna fyrirspurnar vist-
manns á Hrafnistu í Hafnar-
firði í Velvakanda 3. nóvember
sl. vil ég taka fram eftirfar-
andi:
Sé ellilífeyrisþegi vistaður á
eilliheimili, heldur hann trygg-
ingabótum sínum, sem renna
uppí vistgjaldið. Hafi hann
engar aðrar tekjur, greiðir
Tryggingastofnunin það, sem á
vantar, í formi uppbótar, en
greiðir auk þess lífeyrisþegan-
um vasapeninga, sem eru nú
742 krónur á mánuði. Ef vist-
maður er aftur á móti með eft-
irlaun úr lífeyrissjóði eða ein-
hverjar aðrar tekjur, verður
uppbótin úr Trygginga-
stofnuninni minni eða jafnvel
engin, ef eftirlaunin og ellilíf-
eyririnn nægja fyrir vistgjald-
inu. Þó á vistmaður í þeim til-
fellum ætíð að halda eftir að
minnsta kosti 1.440 krónum á
mánuði.
Þetta eru þær almennu regl-
ur, sem Tryggingastofnunin fer
eftir. Um þetta sérstaka mál
fyrirspyrjanda get ég því mið-
ur ekki tjáð mig, þar sem hann
skrifar ekki undir nafni. Trú-
legt finnst mér, að hér sé um
einhverja skuld frá fyrri mán-
uðum að ræða. Gallinn er
nefnilega sá, að hækkun vist-
gjalda er yfirleitt ekki ákveðin
fyrr en í lok hvers mánaðar,
sem þær eiga að gilda fyrir.
Þarf þá í næsta mánuði að
greiða viðbót við það, sem búið
er að greiða mánuðinn á undan.
Er ofur eðlilegt, að gamalt fólk
eigi erfitt með að átta sig á
þessu greiðslufyrirkomulagi.
Annars vil ég benda fyrir-
spyrjanda á að leita upplýsinga
á skrifstofu Hrafnistu um
þetta mál og er ég viss um, að
starfsmenn þar munu leitast
við að skýra málið fyrir hon-
um.“
Anna Þórhallsdóttir skrifar 4.
nóv.:
„Sú frétt barst þann 2. nóv. sl.
frá Helga Péturssyni, fréttamanni
útvarpsins í Washington, Banda-
ríkjunum, að hin margumtalaða
kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson-
ar, „Okkar á milli ... í hita og
þunga dagsins", verði tekin til
sýningar á „Scandinavia Today",
norrænu menningarkynningunni,
nánar tiltekið 10. þ.m. Hún mun
verða meðal annarra norrænna
kvikmynda sem sýna á víðsvegar
um Bandaríkin. Forráðamönnum
menntamála á Islandi hefur verið
kunnugt um að senda átti kvik-
myndina til útbreiðslu á menn-
ingu þjóðarinnar. Hið ósmekklega
efnisval myndarinnar er og verður
til skammar og smánar hversu
víða sem hún nær. Ég leyfi mér að
vísa í tvær Morgunblaðsgreinar
mínar þann 15. sept. og 27. okt. sl.
Sú ánægjulega fregn hefir nú
borist, að forsætisráðherra mun
beita sér fyrir sefningu laga-
ákvæða um þjóösönginn. Eftir það
verður vonandi ekki hægt fyrir
neinn að gera þau skemmdarverk
sem sjá má og heyra í nefndri
kvikmynd og hljómplötu. I til-
kynningu frá forsætisráðuneytinu
segir, að vegna þess úlfaþyts sem
orðið hefir út af þjóðsöngnum,
verði lögin sett en engar hömlur
verða settar á kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar!
Ekki eru allir jafn ánægðir með
þessa stjórnsýslu. Menn spyrja:
Hvar er hundurinn grafinn? Hver
opnar fyrir gáttir ómenningar á
þessa frægu sýningu? Frændkonu
okkar frá Svíþjóð, sem er að sögn
allsráðandi um val á norðurlanda
kvikmyndum, hafa bersýnilega
orðið á mistök.
Hvað er nú til ráða? Úr því að
íslenskir aðilar aðhafast ekkert
væri kannski ráð að snúa sér til
sænska sendiherrans, fyrst það
var samlandi hans, sem valdi
myndina til sýningar og fá hann
til að grennslast eftir, hvort ekki
sé hægt að stöðva útbreiðslu henn-
ar, þar sem hún inniheldur niður-
rif helgitákna þjóðarinnar, gefur
ranga mynd af islensku þjóðlífi og
inniheldur gróft klám, svo nokkuð
sé nefnt. '
Þetta er lokaábending mín og
sjái nú aðrir um að því verði fram-
fylgt að kvikmyndinni verði skilað
til háttvirts Alþingis, til eyðilegg-
ingar þar.“
HÖGNI HREKKVÍSI
Þessir hringdu . . .
Skynjum kraft
í tvennum
skilningi
Svanhildur Sigurjónsdóttir
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja:
— Mig langar til að koma á
framfæri innilegu þakklæti til
sjónvarpsins og Ómars Ragnars-
sonar fyrir þáttinn úr óbyggðum.
Hann fór í bókstaflegri merkingu
með okkur upp á hálendið og
skýrði allt svo vel fyrir okkur. Það
er gaman þegar $vona margir fá
hlutdeild í þeim fjársjóði sem há-
lendi landsins okkar er. Það minn-
ir okkur á tign öræfanna og við
skynjum kraft í tvennum skiln-
ingi, frá rótum landsins á háhita-
svæðunum og frá almættinu.
I fyrra sýndi sjónvarpið annan
þátt, sem Ömar hafði unnið, um
akstur i snjó. Ég held að fá heimili
séu ósnortin af þeim ósköpum sem
hafa gengið á hjá okkur í umferð-
inni að undanförnu, með stórum
fórnum mannslífa í umferðarslys-
um á vegunum. Nú fer vetur í
hönd. Væri ekki ráð, að þessi þátt-
ur Ómars yrði endurcekinn okkur
öllum til fróðleiks og áminningar?
Háar fjársektir
komi í staö
ökuleyfis-
sviptingar
V.E. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
— Mér finnst það þjóna ákaf-
lega takmörkuðum tilgangi að
vera að svipta menn ökuréttindum
fyrir að aka undir áhrifum áfeng-
is, enda hefur það sýnt sig, að
fyrirbyggjandi áhrif þessarar að-
gerðar eru sáralítil. Þar að auki
aka þessir menn eins og þeim sýn-
ist, þó að búið sé að svipta þá
skírteininu. Ef sú breyting ætti
sér hins vegar stað, að viðurlög við
þessu umferðarbroti yrðu fjár-
hagsleg og beitt yrði háum fjár-
sektum, stighækkandi við hvert
brot, t.d. byrjað með 20—30 þús-
und króna sekt við fyrsta brot,
held ég að fólk neyddist til að
hugsa sig um tvisvar, áður en það
settist undir stýri með Bakkus
sem fylginaut. Ég tala nú ekki um,
ef aðeins væri um það að ræða að
spara sér leigubílinn úr sam-
kvæminu. Kunningi minn lenti í
að brjóta af sér á þessu sviði, er
hann bjó í Bandaríkjunum. Hon-
um var ekki sleppt út fyrr en 500
dollara sektin hafði verið greidd,
eða sett trygging fyrir henni, og
siðan var honum gert að sitja sex
vikna námskeið í umferðarfræð-
um. Undan því þýddi heldur ekki
að víkjast.
„Neria“ ætti
ekki að vera
á „barna-
heimilum“
Klómakona hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja:
— Stundum er verið að tala um