Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
45
VÉLVAKAfÍDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Fyrirspurn til bisk
upsskrifstofunnar
Sverrir Runólfsson
Hreinskilinn
og duglegur
„Eldri borgari fyrir norðan“
skrifar:
„Velvakandi.
Eg þakka Sverri Runólfssyni
fyrir grein hans í Morgunblaðinu,
„Það er ekki lýðræði á Islandi."
Hjá mér er aldurinn farinn að
segja til sín, einkum líkamlega, en
einnig andlega. Ég hefi lítið eitt
fylgst með Sverri, frá því að hann
kom heim til starfa og lesið allar
blaðagreinar sem ég hefi rekist á
eftir hann og um hann. Ég þekki
engan mann, sem þekkir Sverri,
svo að ég verð að draga mína eigin
ályktun, en hún er sú, að hann sé
maður hreinskilinn og duglegur.
Þessir tveir eiginleikar eru bann-
færðir á Islandi, enda auðvelt að
kveða þá niður, annars vegar með
níði og hins vegar með sköttum.
Ég vissi ekki fyrr en fyrir stuttu
að til væri félag eða blað með heit-
inu „Valfrelsi". Ég ætla að gerast
áskrifandi að blaðinu.
Ég vil koma því að hér, að það
er aðkallandi nauðsyn, að vera vel
á verði gagnvart væntanlegum
samþykktum stjórnarskrárnefnd-
ar. Ég er þess fullviss, að meiri-
hluti þjóðarinnar óskar eftir því,
að alþingismönnum verði fækkað í
48. Alþingi verði ein heild og
ákveðið sé, að ráðherrar megi ekki
vera færri en fjórir og ekki fleiri
en sex.
Með þökk fyrir birtinguna."
„Sóknarbarn“ skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Fyrir nokkru upplýsti Morgun-
blaðið að fréttastofa Sovétríkj-
anna á íslandi dreifði fréttatil-
kynningum frá Menningar- og
friðarsamtökum íslenskra kvenna.
í einum og sama pakkanum frá
sovéska sendiráðinu fannst ræða
frá Brésnef þar sem húnn prísaði
hernaðarmátt Sovétmanna (sem
ógnar öllu lífi á Vesturlöndum) og
fréttatilkynning frá Menningar-
og friðarsamtökum íslenskra
kvenna, sem boðaði fund um frið
og afvopnun í Reykjavík. Þegar ég
las þessa frétt, rifjaðist það upp
fyrir mér að í haust birtist viðtal í
helgarblaði Dagblaðsins við tvær
Ingi Ú. Magnússon gatnamála-
stjóri skrifar 10. nóvember:
„í Velvakanda Morgunblaðsins í
dag greinir Ragnheiður Guð-
mundsdóttir réttilega frá óheppi-
legri staðsetningu biðstöðva
strætisvagnanna á mótum Stekkj-
arbakka og Skógarsels. Á þessum
stað var sett miðeyja í akbrautina
til að ökumenn héldu sig á réttum
vegarhelmingi. Jafnframt var
forystukonur í friðarsamtökum.
Sögðu þær að samtök sín, sem ég
man ekki lengur nafn á, hefðu
byrjað samstarf við Þjóðkirkjuna
um að berjast gegn sölu á stríðs-
leikföngum fyrir börn hér á landi.
Nú langar mig til að spyrja Bisk-
upsskrifstofuna að því, hvort vera
kunni, að hún hafi tekið upp sam-
starf við félagsskap þann, sem
Sovétmenn sjá um að boði „frið"
samhliða hernaðaræði sínu, eða
hvort hér sé um að ræða einhvern
annan félagsskap, sem þjóðkirkj-
unni er samboðið að berjast með
gegn stríðsleikföngum í íslenskum
verslunum. Ég tel víst, að marga
meðlimi þjóðkirkjunnar, fýsi að
vita það rétta í þessu máli.“
hliðarhalla breytt á akreininni
niður brekkuna, en áður var þarna
öfugur hliðarhalli í beygjunni.
Fyrirhugað hefur verið að færa til
biðstöðvar vagnanna, sem eru nú
óheppilega staðsettar og hafa
valdið umferðartöfum síðan eyjan
kom. Þetta hefur því miður dreg-
ist í framkvæmd, en úr því verður
bætt fljótlega.
Virðingarfyllst."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þetta er mikið betra en hitt.
Rétt væri: Þetta er miklu betra en hitt.
Dregist hefur að
færa biðstöðina
— en úr því verður bætt fljótlega
að þetta eða hitt blómið sé eitrað,
og er þá mismunandi hvað til er í
því. Én eitt blóm sem mér er
kunnugt um, að til er á íslenskum
heimilum og er hálfgert tískublóm
um þessar mundir, er einmitt
mjög eitrað, baneitrað er óhætt að
segja. Það heitir „neria“ eða á bót-
anísku máli „nerium oleander" og
ætti ekki að vera til á neinu heim-
ili þar sem börn eru. Það er svo
eitrað að eitt blað af því er nógur
skammtur til að verða manni að
fjörtjóni.
Fyrirspurnir til
hitaveitustjóra
Magnús Kristjánsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég hef heyrt það eftir þeim
Hitaveitumönnum, að svo gæti
farið að Reykvíkingar þyrftu að
sitja í kuldanum í vetur, fengist
ekki fjármagn til borana á vegum
fyrirtækisins. Einnig hefur það
heyrst í fyrsta sinn nýlega, að það
geti gengið á heita vatnið eins og
aðrar auðlindir. I framhaldi af
þessu tvennu langar mig til að
spyrja hitaveitustjóra eftirfarandi
spurningar: Er ekki hægt að nýta
betur en gert er afrennslisvatn af
hitakerfi borgarinnar, þar sem
vitað er t.d. að víða fer það 40
stiga heitt út í frárennslislagnir?
Við hvaða hitamörk hættir að
borga sig að nýta heita vatnið?
Fróðlegt væri að fá svar við þess-
um spurningum. Ég held að við
verðum að fara að snúa okkur að
því í vaxandi mæli að nýta betur
en gert er það sem við höfum í
höndunum hverju sinni, jafnframt
því sem við færum út kvíarnar.
Við höfum fengið nokkrar aðvar-
anir, Islendingar, bæði að því er
varðar sjávarafla og gróðurfar.
Verðum við ekki að fara að sýna
merki þess að við höfum skilið
þær réttum skilningi?
Sunnlendingar
taki Kópa-
vogsbúa sér til
fyrirmyndar
Lilja hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
— Mig lngar til að varpa þeirri
spurningu til Sunnlendinga, hvort
þeir vilji enn og áfram vera van-
þróaðir hvað varðar sjúkrahús-
mál. Hvers vegna geta Sunnlend-
ingar ekki tekið Kópavogsbúa sér
til fyrirmyndar og safnað á hverju
heimili? Ekki þyrfti að hafa það
meira en eins og tvær krónur á
dag fyrir hvern íbúa, eða tíu krón-
ur á hverja fimm manna fjöl-
skyldu, og byggja síðan fyrir eigið
fé viðbyggingu við nýja sjúkrahús-
ið. Sjálfboðaliðar gæfu sig örugg-
lega fram, bæði frá fyrirtækjum
og einstaklingum, ef séð yrði, að
upp risi varanleg bygging, en ekki
einhver óhagkvæm bráðabirgða-
lausn. Sunnlensk gamalmenni eru
ekkert annars flokks fólk.
Fyrirspurn til
Tryggingastofn-
unar og félags-
málaráöuneytis
Öryrki hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
— Mig langar til að beina
ákveðinni spurningu til Trygg-
ingastofnunar rikisins og félags-
málaráðuneytisins: Er Trygg-
ingastofnun eða matslækni heim-
ilt að lækka örorkumat vegna
þess, að öryrkinn fær lífeyri
greiddan úr lífeyrissjóði?
BASAR
Kvenfélagið Aldan heldur basar laugardaginn 13. nóv..
kl. 2 e.h. að Hrafnistu Laugarási. Kökur og jólaskreyt-
ingar.
Basarnefndin.
íbúö til sölu
á góðum stað í Norðurbænum i Kópavogi. 5 herb. efri sérhæð
ásamt stórum bílskúr, sem innréttaöur er sem einstaklingsíbúð Sér
inngangur. Sér hiti. Mjög gott útsýni.
Allar upplýsingar gefnar í síma 41542 og 28888.
Opið á laugardögum
Bifreiöaeigendur athugiö, í vetur höfum við einnig
opiö á laugardögum.
Bón og þvottastöðin hf. Sigtúni 3.
Málverkasýning
í Blómavali
Hef opnað málverkasýningu í Blómavali við Sigtún.
Sýningin er opin virka daga 16—21. Laugardaga og
sunnudaga 13—21.
Garðar Jökulsson.
A Kristniboðs-
^dagurinn 1982
Eins og undanfarin ár veröur annar sunnudagur í
nóvember (14. nóvember) sérstaklega helgaöur
kristniboöinu og þess minnst í ýmsum kirkjum og
á samkomum á morgun. Á eftirfarandi samkomum
viljum við vekja athygli:
AKRANES:
Kristniboössamkoma í húsi K.F.U.M. og K.
kl. 8.30 e.h.
Fréttir af kristniboöinu.
Susie Bachmann og Páll Friðriksson tala.
AKUREYRI:
Kristniboðssamkoma í kristniboðshúsinu
Zíon kl. 8.30 e.h.
Benedikt Arnkelsson og séra Ólafur Jó-
hannsson tala.
HAFNARFJÖRÐUR:
Kristniboössamkoma í húsi K.F.U.M. og K.
viö Hverfisgötu kl. 8.30 e.h.
Fréttir af kristniboöinu.
Margrét Hróbjartsdóttir talar.
REYKJAVÍK:
Kristniboössamkoma í húsi K.F.U.M. og K.
viö Amtmannsstíg kl. 8.30 e.h.
Skúli Svavarsson sýnir myndir frá Kenýu og
talar.
/Eskulýöskór K.F.U.M. og K. syngur.
Á ofangreindum stöðum og eins og áöur sagöi í
ýmsum kirkjum landsins, verður íslenzka kristni-
boðsstarfsins minnst og gjöfum til þess veitt mót-
taka. Kristniboösvinum og velunnurum eru færðar
beztu þakkir fyrir trúfesti og stuðning viö kristni-
boöið á liönum árum og því treyst, aö liösinni
þeirra bregðist eigi heldur nú.
Samband íslenzkra kristniboösfélaga.
Aðalskrifstofa Amtmannsstíg 2B.
Pósthólf 651.
Gíróreikningur 65100-1.
Reykjavík.