Morgunblaðið - 13.11.1982, Síða 48
^^^skriftar-
siminn er 830 33
^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1982
Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins:
Forsætisráð-
herra hefur slit-
ið viðræðunum
„EG lagdi áhorslu á þaó í gær að þessi ákvörðun þingflokks-
ins um að flytja vantraust á ríkisstjórnina fæli meðal annars
í sér kröfu um tafarlaus og skýr svör frá ríkisstjórninni við
skilyrðum Alþýðuflokksins. Forsætisráðherra sagði í fjölmiðl-
um í dag, að hann vildi ræða þessi skilyrði í næstu viku. I»essi
skilyrði hafa aldrei verið til umræðu og þessi viðbrögð forsæt-
isráðherra og svör eru sama og að hafna frekari viðræðum við
Alþýðuflokkinn og það er tilgangslaust fyrir hann að að boða
mig á frekari fundi,“ sagði Kjartan Jóhannsson, formaður
Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær.
Kjartan var spurður álits
á ummælum forsætisráð-
herra; að verði vantrauststil-
laga Alþýðuflokksins felld,
fæli það í sér traustsyfirlýs-
ingu á ríkisstjórnina. „Ég tel
að forsætisráðherra hafi
með þessum svörum sínum
slitið viðræðunum og það er
tilgangslaust að boða mig til
frekari funda. Það er auðvelt
fyrir forsætisráðherra að
ástunda útúrsnúninga, það
liggur skýrt fyrir að van-
trauststillagan er til þess að
það komi vel fram hverjir
eru stuðningsmenn ríkis-
Tékkar hafa
keypt 80
tonn af smur-
osti á árinu
UM ÞESSAR mundir er ver-
ið að afgreiða 80 tonn af
smurosti, sem seldur hefur
verið til Tékkóslóvakíu.
Tékkar hafa undanfarin ár
keypt hér 20—30 tonn á ári af
þessum osti en núna keyptu þeir
miklu meira eða 80 tonn eins og
áður segir. Að sögn Óskars Gunn-
arssonar forstjóra Osta- og
smjörsölunnar er hér um að ræða
smurosta í 250 gramma dósum,
aðallega rækju-, papriku- og
sveppaosta.
Verðið sem fæst fyrir vöruna
sagði Óskar að væri mjög þokka-
legt miðað við markaðsverð í dag.
Breyting á reglugerð
um stúdentspróf:
Sá sem fær 0,0
í einhverri
grein er fallinn
Menntamálaráðuneytið hefur
tilkynnt í Stjórnartíðindum breyt-
ingu á reglugerð nr. 270/1974 um
menntaskóia.
Við reglugerðina bætist eftir-
farandi: Nemandi sem hlotið
hefur einkunnina 0,0 í einhverri
grein telst ekki hafa lokið stúd-
entsprófi.
Undir tilkynninguna rita
Ingvar Gíslason og Birgir
Thorlacius.
stjórnarinnar og hverjir ekki
og við höfum ekkert traust á
þessari ríkisstjórn og höfum
aldrei haft og teljum að það
hafi sannast að hún sé gjör-
samlega vanhæf til þess að
stjórna landinu. Það hefur
sannast enn betur á síðustu
vikum á því hvernig hún hef-
ur haldið á viðræðum við
stjórnarandstöðuna," sagði
Kjartan.
„Það er auðvitað útúr-
snúningur hjá forsætisráð-
herra, að í hugsanlegri at-
kvæðagreiðslu um vantraust
á ríkisstjórnina, felist ein-
hvers konar traust á hana.
Þessi svör forsætisráðherra í
dag bundu endahnútinn á
viðræður okkar við ríkis-
stjórnina," sagði Kjartan Jó-
hannsson, formaður Alþýðu-
flokksins.
Ljósmynd Jón Páll
Kolmunnanum dælt úr trollinu
Kolmunnaveiðar Edlborgarinnar eru nú komnar á
góðan skrið eftir smávægilega byrjunarörðugleika.
Afli Eldborgarinnar nemur nú um 63 lestum af flök-
uðum og frystum kolmunna eftir tæplega þriggja
vikna útiveru. Aflinn er nú um 35 lestir að jafnaði á
sólarhring, en aðeins er togað á daginn meðan bjart
er.
Uppbætur á útfluttar
landbúnaðarafurðir:
Um 1.100
kr. á hvert
mannsbarn
á næsta ári
„Á NÆSTA ári er ráögert að
verja 263 milljónum króna til
uppbóta á verð útfluttra land-
búnaðarafurða, einkum kinda-
kjöts. Þessi fjárhæð samsvarar
1.100 krónum á hvert manns-
barn í landinu. Hún sýnir
hversu nauðsynlegt það er, að
landbúnaðarframleiðslan sé í
samræmi við innlenda neyzlu,“
segir m.a. í ályktun sem sam-
þykkt var í framkvæmdastjórn
Verzlunarráðs íslands í vik-
unni.
I ályktuninni segir, að ýmsar
umbætur megi hins vegar gera
á markaðssetningu kindakjöts
hér og erlendis. Ennfremur
vekur Verzlunarráð íslands at-
hygli á þeirri nær stöðugu
lækkun, sem orðið hefur á
þóknun til söluaðila fyrir að
dreifa landbúnaðarvörum.
„Þessi mikla lækkun hefur
dregið verulega úr áhuga sölu-
aðila á að dreifa landbúnaðar-
afurðum og hefur reyndar
gengið svo langt, að þessar vör-
ur standa ekki undir eigin
dreifingarkostnaði. Sú
skammsýni er óverjandi að
grafa þannig undan sölu land-
búnaðarafurða innanlands, en
greiða í stað þess háar fjárhæð-
ir með sölu þeirra erlendis,"
segir ennfremur í ályktun
framkvæmdastjórnar Verzlun-
arráðs íslands.
Fiskiþing:
Þorskafli
miðaður
næsta árs
við 400.000
verði
lestir
Leyft verði að veiða allt að 50.000 lestir af loðnu til manneldis
FISKINNGI lauk í gær. A þinginu
var ilyktað um fjölda mála og var
mest fjallað um gæðamál, stjórnun
fiskveiða og starfsskilyrði sjávarút-
vegsins. Pingið ályktaði meðal ann-
ars, að heildar þorskafli næsta árs
miðist við 400 þúsund lestir í stað 450
þúsunda á síðasta ári. Ennfremur
beindi þingið þeim tilmælum til sjáv-
arútvegsráðherra að þegar verði
ákveðið að leyfa veiðar á 30 til 50
þúsund lestum af loðnu í vetur.
Hvað varðaði stjórnun fiskveiða
taldi þingið rétt að fyrirkomulag
fiskveiða á næsta ári verði með
svipuðum hætti og á þessu. Heildar
þorskafli verði þó lækkaður úr 450
í 400 þúsund lestir með tilliti til
þess, að árgangurinn frá 1976 hefur
ekki reynzt eins stór og gert var
ráð fyrir. Komi hins vegar hið
gagnstæða í ljós, hækki leyfilegt
aflamagn í 450 þúsund lestir. Þá
telur þingið rétt, að þorskveiðibann
togara verði í 110 daga í stað 150 á
þessu ári. Verði togari frá veiðum
af óviðráðanlegum orsökum í
meira en 15 daga umfram áskilda
skrapdaga, skal það bætt með
fjölgun þorskveiðidaga á næsta ári.
Þá var lagt til að gerðar verði ráð-
stafanir til þess að grálúða verði
ekki veidd á þeim árstíma, sem hún
er óhæf til vinnslu. Ennfremur að
breytt verði reglum til að auðvelda
fulla nýtingu kolastofna við landið.
Hvað varðar loðnuveiðar var því
beint til sjávarútvegsráðherra, að
þegar yrði ákveðið að í vetur mætti
veiða 30 til 50 þúsund lestir af
loðnu til frystingar og hrognatöku.
Bendi niðurstöður rannsókna í jan-
úar til stærri hrygningastofns en
nú er talið, verði veiðiheimildir
auknar með hliðsjón af markaðsað-
stæðum.
Þá samþykkti þingið að beina
þeim tilmælum til ríkisstjórnar-
innar, að hún kynni ítarlega á er-
lendum vettvangi þá þýðingu, sem
hvalveiðar hafa fyrir efnahagslíf
okkar. Jafnframt verði það kannað
hvort iíkur séu á því, að við verðum
beittir efnahagslegum þvingunum
ef við mótmælum hvalveiðibanni.
Benzín hækkar væntanlega um 15% á mánudag:
Helmingur hækkunarinnar
rennur beint til ríkisins
VERÐLAGSRÁÐ kemur saman til
fundar á mánudag, þar sem væntan-
lega verður tekin ákvörðun um hækk-
un benzíns, olíu og farmgjalda skipa-
félaga, en olíufélögin hafa þegar lagt
fram beiðni um 18% hækkun á benz-
íni. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er
gert ráð fyrir, að ráðið heimili
14—15% hækkun, þannig að hver lítri
fari í um 14 krónur.
Inni í framangreindri hækkun er
hækkun sú sem fjármálaráðuneytið
hefur ákveðið á vegaskatti. Fjár-
málaráðuneytið hefur ákveðið, að
vegaskattur hækki úr 2,33 krónum í
3,06 krónur, eða um 31,3%. Ofan á
hækkunina, sem er 73 aurar, leggst
síðan söluskattur, þannig að hækk-
unin verður liðlega 92 aurar. Benz-
ínlítrinn kostar eins og kunnugt er
12,20 krónur og 92 aura hækkun er
því um 7,54% hækkun.
Helmingur væntanlegrar benz-
ínhækkunar rennur því beint til
ríkisins.