Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Q'J Afkoma 15 viðmiðunarhafna: Útgjöld hækkuðu um 54% - tekjur um 34% — Kafli úr rœðu Gunnars B. Guð- mundssonar á þingi Hafnasambands sveitarfélaga Hér fcr á eftir kafli úr setningar- ræðu formanns Hafnasambands sveitarfélaga, Gunnars B. Guð- mundssonar, hafnarstjóra í Reykja- vík, á 13. ársfundi sambandsins að Hótel Sögu í Reykjavík 2. nóvember 1982: Við setningu 12. ársfundar sam- bandsins sem haldinn var síðari hluta október fyrir rúmu ári gat ég þess að aðstæður í þjóðarbúinu árið 1981 hefðu verið hagstæðar hafnarrekstri. Þrátt fyrir minnkun heildar- aflamagns um 5% varð aflaverð- mæti metið á föstu verði svipað og árið áður. Minnkun loðnuafla um þriðjung frá árinu 1979 til 1981 veldur þó verulegum búsifjum hjá allmörgum hafnarsjóðum og enn verður höggið þyngra í ár nema ef síldveiðar draga þar eitthvað úr. Vöruinnflutningur 1981 jókst alls um 6,7% þar af jókst sérstak- ur vöruinnflutningur það er til stóriðju, orkuvera og skipa og flugvéla um 4,5%, en almennur vöruflutningur 7%. Innflutningur á olíuvörum drógst hinsvegar saman um 4%, en annar vöru- flutningur jókst um 9,8%. Þessi hagstæðu ytri skilyrði gerðu það að verkum að afkoma 15 viðmið- unarhafna i úrtaki Hafnasam- bandsins batnaði á árinu 1981 þannig að tekjuafgangur að frá- dregnum afborgunum og vöxtum varð 24,6% af tekjum, en hafði ár- ið áður verið 14,3%. Þessi árangur náðist þratt fyrir að veruleg tregða varð hjá stjórnvöldum í ársbyrjun 1981 um að heimila gjaldskrárhækkun í samræmi við þróun verðlagsmála, þannig hækkaði hafnargjaldskrá frá sept- ember 1980 til ársloka 1981 um 38% á meðan vísitala byggingar- kostnaðar hækkaði á sama tíma um 50%. A yfirstandandi ári hefir enn syrt í álinn. Á fyrstu átta mánuð- um ársins hefir heildarafli dregist saman um 30% að magni til en að verðmæti á föstu verðlagi um tæp 16%. Samkvæmt þjóðhagsspá frá því í september er gert ráð fyrir um 16% samdrætti í framleiðslu sjávarafurða miðað við fyrra ár. Sölutregða er á framleiðslu orkufreks iðnaðar sem starfar hér á landi nema ef til vill hjá Kísil- gúrverksmiðjunni. í heild er út- flutningsframleiðslan talin drag- ast saman um 11—12% frá fyrra ári, en vöruútflutningurinn nokkru meira eða um 12—13%. Innflutningur fyrstu 7 mánuði þessa árs er á föstu verði um 7% meiri en á sama tíma í fyrra. Al- mennur vöruinnflutningur án olíu hefur aukist um rúmlega 12%, en olíuinnflutningur dregist saman um 13%. í áðurnefndri þjóð- hagsspá er gert ráð fyrir því að vöruútflutningur muni dragast saman um 12,5% að magni á árinu 1982, en vöruinnflutningurinn nær 2%. Svo sem kunnugt, er byggjast tekjur hafnarsjóða annað tveggja á aflagjaldi, það er að segja tekj- um af lönduðum sjávarafla og á tekjum af vöruflutningastarfsemi sem um hafnirnar fara. Þegar hvorutveggja dregst saman svo sem á yfirstandandi ári þá er ljóst að afkoma hafnarsjóðanna hlýtur að versna. Þetta kemur greinilega fram í því yfirliti um fjárhags- stöðu hafnarsjóða, sem lagt verð- ur fyrir þennan fund síðar í dag. Á meðan rekstrárkostnaður 15 við- miðunarhafnanna eykst milli ára um 54% þá er áætlað að tekjurnar aukist aðeins um 34%. Greiðslu- DRÖG að nýjum hafnalögum voru eitt meginumræðuefni 13. ársfundar Hafnasambands sveitarfélaga, sem haldinn var fyrir skömmu. Sam- þykkti fundurinn aö leggja til nokkr- ar breytingar á umræddum drögum, en fagnaði því jafnframt að endur- skoðun hafnalaga væri vel á veg komin. Jafnframt treysti fundurinn því, að samgönguráðherra legði frumvarp til nýrra hafnalaga fyrir Alþingi það, sem nú sæti, og lagði áherzlu á nauðsyn þess, að vinna við cndurskoðun reglugerða og gjald- skrár til samræmis við væntanleg lög hefðist sem fyrst. Vegna þessa ræddi Morgunblað- Gunnar B. Guðmundsson, hafnar- stjóri ið við Gunnar B. Guðmundsson, formann sambandsins. Sagði hann aðalinntak hinna nýju draga að hafnalögum það, að sjálfsforræði hafnanna væri aukið verulega frá núverandi lögum. Tekin væru af öll tvímæli um það, að það væru hafnarstjórnirnar, sem bæru ábyrgð á hafnagerðinni og lögð meiri áherzla á að framkvæmdir væru unnar á þeirra vegum. Væri það mikilvægt atriði. Þá gat Gunnar þess, að nauð- synlegt væri að Póstur og sími út- hlutaði höfnum fjarskiptarásum, sem ekki trufluðu hverjar aðrar, afgangur fyrir greiðslu afborg- anna og vaxta vex aðeins um 12% og afgangur til framkvæmda vex aðeins um 6,5% milli áranna 1981 til 1982. Gert er ráð fyrir að af- gangurinn lækki úr 24,6% af heildartekjum svo sem hann var 1981, og áður er greint frá, í 19,5% af heildartekjum á árinu 1982. Þetta verður niðurstaðan þrátt fyrir að meðaltalshækkun á gjaldskrá hafi á árinu numið 33,3% miðað við aðeins 19,2% í fyrra, en hækkun milli ára nemur 54,1%. Engum íslendingi blandast hug- ur um mikilvægi góðra hafna til að tryggja hagkvæman rekstur ís- lenska þjóðarbúsins. Hér kemur fyrst til nauðsyn á hagkvæmri löndunaraðstöðu fyrir sjávarafla, sem enn um langa framtíð mun verða aðalframleiðsluvara þjóðar- innar, í öðru lagi aðstaða til flutn- ingastarfsemi vegna útflutnings og innflutnings á varningi, en hvort tveggja er grundvöllur þeirrar stefnu að blómleg byggð geti þrifist á landi hér. en að því væru nokkur brögð, sér- staklega á Faxaflóasvæðinu. Þá væri það einnig nauðsynlegt að á þessum rásum færu ekki fram önnur viðskipti en þau, sem nauð- synleg væru vegna viðskipta skipa við hafnaryfirvöld. Það væri mikið öryggisatriði að hægt væri að vinna ótruflaður á þessum vinnu- rásum. Gunnar B. Guðmundsson, Reykjavík, var endurkjörinn formaður Hafnasambandsins til eins árs, en aðrir í stjórn eru: Stefán Reykjalín, Akureyri, Hörð- ur Þórhallsson, Reyðarfirði og Jónas Ólafsson, Þingeyri. Hafnasamband sveitarfélaga: Drög að nýjum hafna- lögum aðalumræðueftiið Leysa þarf vanda- mál líðandi stundar Eftir Grím Karlsson skipstjóra, Njarðvík Þegar lífskjör í landinu hafa versnað frá því er við höfðum ekki nema helming fiskaflans til ráð- stöfunar læðist sá grunur að manni, að þrátt fyrir allt hafi út- lendingum tekist að halda sínu, allavega sýnist manni, þegar mál- ið er skoðað, það vera nokkur hluti vandans sem við er að fást í dag. Sumt af þessu fer fram fyrir opnum tjöldum, annað ekki. Framkoma Hvalveiðiráðsins í garð okkar íslendinga er slík, til dæmis hvað varðar hrefnuveiðar, að í Norður-Atlantshafi vestan- verðu er aðeins leyft að veiða fáein dýr, af því fá Norðmenn skerf, en að austanverðu ákveður ráðið að mestöll veiðin fari fram; 1600—1800 dýr. Þar fá Norðmenn allt, við ekkert. Þetta er næg ástæða til þess að við segjum okkur úr Hvalveiðiráðinu, og þótt fyrr hefði verið. Ef við höfum minnsta grun um að verið sé að vega að undirstöðu íslenska lýðveldisins ber að snúast gegn því þótt ásetningur erlendra aðila sé ekki sá, heldur íhlutun um auðlindir okkar sem við byggjum tilveru okkar á. Það er eðlilegt að þeir eftirláti okkur að vega og meta hvað langt skuli gengið og við verðum að gera það. Sjómenn hafa fengið mörg ómakleg orð í sinn garð í seinni tíð, sérstaklega hvalveiðimenn, en þeir sjálfskipuðu sérfræðingar í sjávarútvegi sem sjá einfaldar ódýrar lausnir allsstaðar, virðast eiga það sameiginlegt að hafa aldrei á sjó komið. Þeir sem setja óhróður á blað um sjómenn og setjast síðan að Ijúffengri lamba- steik mættu hugleiða hvað sak- laust lambið hafi til saka unnið eftir að hafa lifað eitt sumar. Slátrarinn er líklega ekki hátt skrifaður hjá þessum mönnum. Nei, sjómenn eru ekki haldnir drápfýsn umfram aðra Islendinga, nema síður sé. Sjómaðurinn er veigamikið hjól í flóknu og þrælskipulögðu gang- verki sem veiðiskapur er og verður að vera hjá þjóð sem byggir til- veru sína á sjávarútvegi. Við lögskráningu undirgengst hann strangan aga og margskonar aðr- ar kvaðir, heilan lagabálk sem nefnist Sjómannalög. Minnst af þessum lögum er skráð, heldur er mest af þeim óskráð og óumbreyt- anlegar hefðir sem taka tillit til aðstæðna hverju sinni. Á meðan þetta gangverk snýst eða er að störfum getur sjómaðurinn þar engu um breytt. Hann getur meira að segja ekki staðið í stöðu sinni nema allra bestu ár ævi sinnar. Þar er öllu haldið stíft til streitu. Þátttakendur í þessu eru allir ís- lendingar í landinu, þjóðin öll, þar er enginn undan skilinn. Við út- færslu landhelginnar lék vorblær um íslenskt þjóðlíf, en með orkukreppunni hefur þetta breyzt í haustnæðing. Allar þjóðir nema íslendingar brugðust hart við og hafa rifið framleiðslugreinar sín- ar til grunna vegna gjörbreyttra aðstæðna, en hafa síðan reynt að byggja allt að nýju frá rótum. Það hefur hinsvegar orðið hlutskipti okkar íslendinga að láta sem ekk- ert sé og taka á okkur sívaxandi þrautir vegna orkukreppunnar, í stað þess að leysa vandamál fram- leiðslunnar eins og aðrar þjóðir. Skráningar gengisfellinga hafa alltaf orðið eftir á. Þessu hefur verið réttilega lýst sem útsölu á erlendum gjaldeyri. Þetta hefur haft þau áhrif'á ágætis framleið- endur, til dæmis í húsgagna-, trésmíða- og fataiðnaði, svo eitthvað sé nefnt, að framleiðslu hefur verið hætt og innflutningur hafinn í staðinn. Það lítur hag- stæðara út við fyrstu sýn. En þeg- ar atvinnutækifærin sem tapast, taprekstur við gjaldeyrisöflunina, erlendar skuldir, vextir, afborgan- ir, og almenn lífskjaraskerðing eru tekin inn í dæmið er ekki ann- að að sjá en með þessu framferði séum við að afhenda útlendingum hlutdeild, og hana ekki litla í fisk- aflanum. Það er ekki bæði hægt að hafa frjálsan innflutning og geng- ið of lágt skráð, annað hvort verð- ur að víkja. Þegar erlent lán er tekið, má ganga út frá því strax, að það verður að greiðast aftur með þeim kostnaði sem því fylgir. Til þess að standa í skilum verður að auka útflutning, draga úr innflutningi, eða fella gengið án verðbóta. Ef ekkert af þessu dugar hefur pen- ingunum verið stungið undan og þeir notaðir til einhvers annars en ætlað var. Þegar farið er að spila úr spari- fé erlendra aðila erum við komin upp að vegg. Vextir og verðbólga nú er glóandi járn. Þótt einhverj- um takist að henda því á milli sín með árangri, er útilokað að út- flutningsatvinnuvegirnir geti risið undir slíku. Kaupin gerast ekki með nægum hraða þar. Því er ekki Grímur Karlsson, „Þegar farið er að spila úr sparifé erlendra aðila erum við komin upp að vegg. Vextir og verð- bólga nú er glóandi járn. Þótt einhverjum takist að henda því á milli sín með árangri, er útilokað að útflutnings- atvinnuvegirnir geti ris- ið undir slíku.“ haldið á lofti að við búum við tvenns konar gengi, gengi fyrir út- flutning og gengi fyrir innflutn- ing. Þetta hefur heldur engu skil- að upp í erlend lán, þvert á móti. Ef gjaldeyririnn er rétt skráður úr því sem komið er, þá dugir ekki að líta aðeins á kostnaðinn við að afla hans, erlendar skuldir verða að vera í dæminu líka. Því er haldið fram að fækkun skipa við veiðarnar leysi vandann og til dæmis ættu tiu stærstu nótaskipin að veiða allan síldar- kvótann. En hvort það tækist að dreifa þessum viðkvæma fiski á allar þær verkunarstöðvar eins og nú er gert, til að verka hann til manneldis, er ég vantrúaður á. Hvað á að gera við allar þær þúsundir manna sem missa at- vinnuna við þessa tilhögun? Þá kemur sú spurning hvort sá hugs- unarháttur sé á sveimi, að fiski- miðin við ísland eigi ekki lengur að vera fyrir íslendinga fyrst og fremst, en þess í stað eigi í vax- andi mæli að afhenda útlending- um þau aftur undir borðið? Fiskimiðin við Island eru með þeim ágætum að þau bjóða upp á margskonar veiðar og veiðiaðferð- ir. Þetta er misjafnt eftir stað- háttum og fiskitegundum. Sums staðar er óhjákvæmilegt að halda orkufrekum veiðum áfram, annars staðar má vel hafa blandaðar veiðiaðferðir, og í þriðja lagi hent- ar sums staðar bezt að hafa ein- göngu orkusparandi veiðar. Orkusparandi veiðar eiga það sameiginlegt að þurfa stóraukinn mannafla á sjóinn. Spurningin er til dæmis hvort 10 þúsund menn eigi að stunda veiðarnar eða 4 þús- und eins og nú? Spurninguna má líka orða hvort við eigum að njóta sjálfir þess sem aflað er eða er- lendir aðilar sem sjá okkur fyrir olíunni og allt of miklum kostnað- arliðum? Það er hæpið að þeim, sem á eftir koma og sjá um framhaldið og framtíðina, takist að leysa vandamál líðandi stundar ef okkur tekst það ekki, því það bætist þá við hjá þeim sem vandamál úr for- tíðinni. Þjóð sem b.vggir undirstöðu sína á fiskveiðum hefur ekkert fast í hendi nema það liðna, og eftir því verður að fara, ef vel á að takast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.