Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 1
60 SÍÐUR
259. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forsetar beggja þingdeilda úr röðum jafnaðarmanna
Madrid, 18. nóvember. AI*.
FYRSTA þjóðþing Spánar, sem að meiri hluta er skipað jafnaðarmönnum,
kom saman í dag til þess að kjósa þingforseta jafnt fyrir neðri sem efri deild
þingsins, en formlega mun Juan Carlos konungur setja þingið 25. nóvember
nk. Forseta beggja þingdeildanna, sem kjörnir voru í dag, voru úr röðum
jafnaðarmanna.
Formaður grænlenzku landsstjórnarinnar heimsækir páfa
Hér sést hvar Jóhannes Páll II páfi tekur í hönd Jonathan Motzfelds, formanns landsstjórnarinnar
á Grænlandi, í Vatikaninu í dag. símamynd/AP.
Ákafir bardagar á
milli írans og íraks
Mikil sókn írana í átt til Bagdad kann að vera framundan
Mandali, írak, 18. nóvember. AP.
HER ÍRANS hóf í nótt öfluga sókn
inn í írak og var henni beint gegn
borginni Mandali um 100 km fyrir
norðaustan Bagdad, höfuðborg fr-
aks. Beittu íranir bæði skriðdrekum
og fótgönguliði. Eftir ákafa bardaga,
sem stóðu alla nóttina og fram á
dag, tókst her fraka að stöðva fram-
sókn írana. Þessir miklu bardagar
nú eru taldir eindregin sönnun þess,
að styrjöldin milli þessara landa fari
mjög harðnandi.
í tilkynningu herstjórnar íraka
í dag var viðurkennt, að her írans
hefði tekizt um stund að komast
inn í borgina Mandali, en síðan
hefði tekizt að hrinda árás írana
og hrekja þá á brott. Var því hald-
ið fram, að þessi sókn írana væri
ekki frábrugðin fyrri hernaðarað-
Rafmagnsskömmt-
un í Rúmeníu 1 vetur
Bruðli með raforku kennt um
Húkarest, 18. nóvember. AP.
RÚMENUM var tilkynnt í dag, að
þeir mættu eiga von á rafmagns-
skömmtun í vetur. Var frá þessu
skýrt í dagblöðum, sem öll eru undir
eftirliti stjórnvalda. Er þetta gert til
þess að ekki komi til alvarlegs raf-
magnsskorts í landinu síðar í vetur.
f fyrravetur var rafmagn einnig
skammtað í verulegum mæli í land-
inu.
Rafmagnsskömmtun var aflétt
sl. vor, en nú þegar vetur gengur í
hönd, er gert ráð fyrir vaxandi
rafmagnsnotkun að riýju, sem erf-
itt verður að fullnægja. í forsíðu-
grein í „Scinteia", málgagni
stjórnarinnar eru bornar fram
ásakanir á stórfyrirtæki í iðnaði,
einkum járn- og stálframleiðend-
ur um bruðl með raforku og að
fyrirtaeki í þessum iðngreinum
noti tvisvar til þrisvar sinnum
meiri raforku en þörf sé á. Þrátt
fyrir það að vel hafi tekizt að
skipuleggja kolaframleiðsluna í
landinu, þá hafi hún samt alls ekki
náð því magni, sem áformað var
að framleiða. Nú er þriðjungur
þeirrar orku, sem Rúmenar nota,
fenginn úr kolum.
Þurru sumri og hausti er einnig
kennt um vatnsskort, sem haft
hafi í för með sér minnkandi raf-
magnsframleiðslu í þeim orkuver-
um, sem knúin eru með vatnsafli.
gerðum þeirra, þótt hún væri öfl-
ugri en sókn þeirra hefði oftast
verið áður. íranir hefðu misst 33
menn í hernaðaraðgerðunum und-
anfarinn sólarhring, sem hefðu
ekki aðeins átt sér stað við borg-
ina Mandali, heldur víða annars
staðar á landamærum ríkjanna í
austri og suðri.
Margt þykir þó benda til þess að
meiri háttar sókn íranshers til
Bagdad kunni að vera framundan.
Hér Irana er þó varla svo vel bú-
inn tækjum, svo sem herflutn-
ingabifreiðum og flugvélum, sem
þarf til þess að geta rutt sér braut
til Bagdad. Her þeirra var í dag
kominn 10 km vestur fyrir Mand-
ali, og hafði komið sér þar upp
herbækistöð.
I tilkynningu herstjórnar írana
í dag sagði, að ein herþota íraka
hefði verið skotin niður og hefðu
þá verið skotnar niður 22 herþotur
íraka, frá því að sóknaraðgerðir
íranshers hófust 1. nóvember sl.
Gregorio Peces Barba var kos-
inn forseti neðri deildarinnar, þar
sem sæti eiga 350 þingmenn. Jafn-
aðarmenn eiga þar 202 þingmenn
eða hreinan meiri hluta, en helzti
stjórnarandstöðuflokkurinn verð-
ur hægri flokkurinn „Popular All-
iance" undir forystu Manuel
Fraga og hefur sá flokkur 106
þingsæti í þessari þingdeild.
Barba, sem er 44 ára gamall, var
kjörinn forseti neðri deildarinnar
með 338 atkvæðum af 346, sem
greidd voru, en 8 atkvæðaseðlar
voru auðir og 4 þingmenn fjarver-
andi atkvæðagreiðsluna.
Jose Federico de Carvajal var
kjörinn forseti efri deildar þjóð-
þingsins en í þeirri deild eiga sæti
208 þingmenn. De Carvajal er 52
ára að aldri. Hann fékk 158 at-
kvæði af 217, sem greidd voru, en
59 atkvæðisseðlar voru auðir.
Felipe Gonzalez leiðtogi jafnað-
armanna mun fá heitið „Presi-
dente de Gobierno" eða forsætis-
ráðherra, þegar hann tekur við
völdum, sem verður í desember nk.
Þetta er í annað sinn, sem nýtt
þjóðþing Spánar kemur saman,
síðan ný stjórnarskrá gekk í gildi í
landinu 1978.
Símamynd/AP.
Sonur Sovétleiðtogans á Spáni
Igor Yurievich Andropov, t.h., sonur hins nýja leiðtoga sovéska kommúnista-
flokksins, Yuri Andropovs, sést hér þar sem hann kemur á Öryggismála-
ráðstefnu Evrópu í Madrid á miðvikudagsmorgun í fylgd með varautanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, Anatoly G. Kobalev.
Sannað að sumir fæðast
með krabbameinsgen
New York, 18. nóvember. AP.
VÍSINDAMENN við bandarísku krabbameinsstofnunina hafa fundið
fyrstu sönnun þess, að sumt fólk fæðist með krabbameinsgen, eða erfða-
stofn, sem gera það móttækilegra fyrir krabbameini.
Á síðastliðnu ári hafa krabba-
meinsgen verið einangruð frá
krabbameinsæxlum í blöðru,
lungum, og fleiri hlutum líkam-
ans. Þeir sem að þeim rannsókn-
um stóðu gerðu ráð fyrir að
krabbameinsgen væru einungis í
vefjum sýktum af krabbameini,
en ekki í heilbrigðum vefjum.
Hins vegar hafa vísindamenn
sem hafa haft til meðferðar
sjúkling með krabbamein í
blöðru komist að því, að hugs-
anlegt sé að krabbameinsgen séu
til staðar hvarvetna í líkama
sjúklingsins, jafnt í heilbrigðum
vefjum sem í æxlunum í blöðr-
unni.
George Khoury, yfirmaður
rannsóknastofu í sameinda-
veirufræðum krabbameinsstofn-
unarinnar, sagði að rannsóknir á
fimmtán manns sem ekki voru
með krabbamein í blöðru hefðu
leitt í ljós, að enginn þeirra var
með blöðrukrabbagen. „Það vek-
ur til umhugsunar — en sannar
ekki — að krabbameinsgen finn-
ist ekki í heilbrigðu fólki," sagði
Khoury í viðtali í gær.
Rannsókn þessari var stjórnað
af Ravi Dhar, Ruth Muschel,
Richard Koller og Khoury frá
krabbameinsstofnuninni og Paul
Lebowitz sem er starfandi við
Yale-háskólann. Ekki hafa enn
birst niðurstöður rannsóknar
þessarar í vísindatímaritum og
þeir sem að henni standa benda
á, að rétt sé að líta á niðurstöður
hennar sem aðeins upphaf frek-
ari rannsókna.
Næsa stig í rannsóknum þess-
um mun verða að rannsaka ætt-
ingja sjúklingsins með blöðrukr-
abbameinið til að kanna hvort
þar megi einnig finna blöðrukr-
abbagen. Ef svo reyndist vera
myndi það staðfesta að krabb-
ameinsgenin séu í raun ættgeng.
Þjóðþing Spánar
kom saman í gær