Morgunblaðið - 19.11.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982
3
Fiskverð hækkar
um 7,72% 1. des.
— kostnaður útgerð-
arinnar hefur hækkað
um 12 til 13%
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
ákvað á fundi sínum síðastlidinn
miðvikudag, að almennt fiskverð
skuli hækka um 7,72% þann fyrsta
desember, frá því verði, sem gildir
Þingsályktunartillaga
Eiðs Guðnasonar:
Ríkisstjórn-
inni falið að
mótmæla hval-
veiðibanni
EIÐIJR Guðnason alþingismaður
hefur lagt fram þingsályktunartil-
lögu um að Alþingi feli rikisstjórn-
inni að mótmæla nú þegar sam-
þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um
algjört bann við hvalveiðum frá og
með árinu 1986.
í greinargerð með tillögunni
segir flutningsmaður, að fjöl-
margar þjóðir hafi þegar komið
mótmælum við banninu á fram-
færi við Alþjóðahvalveiðiráðið, og
mótmæli Islendingar ekki ákvörð-
uninni fyrir 1. febrúar verði svo
litið á sem þeir samþykki bannið.
Mótmæli íslendingar hins vegar
fyrirhuguðu hvalveiðibanni séu
þeir óbundnir af samþykkt ráðs-
ins.
Jafnframt segir í greinargerð-
inni að hlutur hvalafurða í út-
flutningstekjum íslendinga sé
meiri á þessu ári en oftast áður, og
talið sé að verðmæti afurða, sem
fluttar verði út eftir hvalvertíðina
sl. sumar, sé um 10 milljónir
Bandaríkjadala.
Þá segir í greinargerðinni að við
hvalveiðar og vinnslu á vegum
Hvals hf. starfi hvert sumar um
230 manns. Þar af séu 100 í
Hvalstöðinni í Hvalfirði, um 60 á
hvalveiðiskipunum og um 70
manns við vinnslu í frystihúsi
Hvals hf. í Hafnarfirði. Væru þá
ótaldir þeir sem annars staðar
starfa við hrefnuveiðar og vinnslu
og frágang hrefnukjöts, en sl.
sumar stunduðu 8—10 bátar
hrefnuveiðar.
Innanlands-
flugið geng-
ur erfiðlega
lnnanlandsflug Flugleiða gekk
illa i gær, vegna ísingar og ókyrrðar
í lofti. Aðeins var hægt að fijúga
tvisvar til Egilsstaða og einu sinni til
Sauðárkróks. Reynt var aö fljúga til
Akureyrar, en flugvélin varð að snúa
við yfir fiugvellinum. Það var því
ófært til Akureyrar, Húsavíkur, Isa-
fjarðar, Þingeyrar, Hafnar og Vest-
mannaeyja í gær. Þetta er þriðji dag-
urinn í röð sem ekki hefur verið
hægt að fijúga til ísafjarðar og Þing-
eyrar.
LITGREINING MEÐ
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AO VANDAORI
LITPRENTUN
til nóvemberloka. Verð þetta gildir
til 31. desember. Verðið var ákveðið
í samræmi við 3. málsgrein 1. grein-
ar bráðabirgðalaga nr. 79 frá 21.
ágúst.
Samkvæmt áðurnefndum bráða-
birgðalögum og svokölluðum
Ólafslögum er fiskverðið því skor-
ið niður um um það bil 10% eins
og almennar launahækkanir í
landinu.
Morgunblaðið hafði vegna þessa
samband við Kristján Ragnars-
son, formann LÍÚ. Kristján sagði,
að samkomulag allra aðila hefði
verið það, að þetta fiskverð gilti
ekki nema til áramóta vegna þess
hve allt væri óljóst um framvindu
mála útgerðarinnar og með hlið-
sjón af þvi að niðurgreiðslur á olíu
falla niður um áramót. „Það er
ljóst að kostnaður útgerðarinnar
frá því í september hefur hækkað
að mati Þjóðhagsstofnunar um 12
til 13%, þar með talin áhrif vegna
verðbreytingar á olíu, launahækk-
ana og annarra kostnaðarhækk-
ana. Staða útgerðarinnar miðað
við heilt ár versnar því til muna
dag frá degi og því var ákveðið að
þetta verð gilti ekki nema til ára-
móta,“ sagði Kristján.
Siö „smá"atriði
sem stundum
víð
mgleymast
vaf
á nýrri þvottavél
IÞvottavél sem á að nægja venju-
legu heimili, þarf að taka a.m.k.
5 kfló af þurrum þvotti, því það ér
ótrúlega fljótt að koma í hvert kíló
af handklæðum, rúmfötum og bux-
um. Það er líka nauðsynlegt að hafa
sérstakt þvottakerfi fyrir lítið magn
af taui, s.s. þegar þarf að þvo við-
kvæman þvott.
#
2Það er ekki nóg að hægt sé að
troða 5 kílóum af þvotti inní
vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög
stóran þvottabelg og þvo í miklu
vatni, til þess að þvotturinn verði
skínandi hreinn. Stærstu heimilis-
vélar hafa 45 lítra þvottabelg.
3Vinduhraði er mjög mikilvægur.
Sumar vélar vinda aðeins með
400-500 snúninga hraða á mínútu,
aðfar með allt að 800 snúninga
hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki
aðeins að þvotturinn sé fljótur að
þorna á snúrunni (sum efni er reynd-
ar hægt að strauja beint úr vélinni),
heldur sparar hún mikla orku ef
notaður er þurrkari.
4Qrkusparnaður er mikilvægur.
Auk verulegs sparnaðar af góðri
þeytivindu, minnkar raforkunotkun-
in við þvottinn um ca. 45% ef
þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt
og kalt vatn.
5Verðið hefur sitt að segja. Það
má aldrei gleymast að það er
verðmætið sem skiptir öllu. Auð-
vitað er lítil þvottavél sem þvær
lítinn þvott í litlum þvottabelg, tekur
aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti-
vindur illa, ódýrari en stór vél sem
er afkastamikil, þvær og vindur vel
og sparar orku. A móti kemur að sú
litla er miklu dýrari og óhentugri í
rekstri og viðhaldsfrekari.
6Þjónustan er atriði sem enginn
má gleyma. Sennilega þurfa eng-
in heimilistæki að þola jafn mikið
álag og þvottavélar og auðvitað
bregðast þær helst þegar mest reynir
á þær. Þær bestu geta líka brugðist.
Þess vegna er traust og fljótvirk
viðhaldsþjónusta og vel birgur vara-
hlutalager algjör forsenda þegar ný
þvottavél er valin.
7Philco er samt aðalatriðið. Ef
þú sérð Philco merkið framan á
þvottavélinni geturðu hætt að hugsa
um hin „smáatriðin“ sem reyndar
eru ekki svo lítil þegar allt kemur
til alls. Framleiðendur Philco og
hafa
þjónustudeild Heimilistækja
séð fyrir þeim öllum:
5 kíló af þurrþvotti, 45 lítra belgur,
800 snúningar á mínútu, heitt og kalt
vatn, sanngjarnt verð og örugg
þjónusta.
Við eruni sveigjanlegir
í samningum!
yertu
orusgur
velduPnilco
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655
MYNDAMOTHF