Morgunblaðið - 19.11.1982, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982
Þegar þingmennirnir komu í heimsókn í Stýrimannaskólann fengu þeir að gjöf boli skólans. Sigurgeir
Ijósmyndari bað þá að skella sér í bolina hvað þeir gerðu umyrðalaust. Talið frá vinstri: Guðmundur
Karlsson, Jón Helgason, Eggert Haukdal, Magnús H. Magnússon, Þórarinn Sigurjónsson, Steinþór Gestsson
og Garðar Sigurðsson.
Þíngmenn Sunnlendinga
heimsækja Eyjamenn
\ t-stmannacvjum. 17. nóvcmbcr.
í SÍÐUSTU viku heimsótti
okkur frítt lið þingmanna,
en bæjarstjórn Vestmanna-
eyja bauð öllum þingmönn-
um Suðurlandskjördæmis
hingað til sameiginlegs
fundar bæjarstjórnar og
þingmanna kjördæmisins
um helstu hagsmunamál
byggðarlagsins sem snúa að
fjárveitingavaldinu.
Á þessum fundi var m.a. rætt
um fjárframlög til byggingar
Hamarsskólans nýja, en þar er
ríkissjóður langt á eftir með
fjárveitingar. Þá voru frekari
framkvæmdir á hafnarsvæðinu
til umræðu, en mikið er ógert
þar, m.a. vegna skipalyftunnar
og athafnasvæðisins norðan
hafnar. Fjölmörg önnur mál
bar á góma á þessum fundi bæj-
arfulltrúanna og þingmanna.
Þingmennirnir skoðuðu ýms-
ar bæjarstofnanir og skóla og
ræddu við forstöðumenn þeirra,
þeir heimsóttu fiskvinnslufyr-
irtæki og skoðuð skipalyftuna
og athafnasvæði hennar. ,
b
Með þessari heimsókn þing-
manna kjördæmisins til Eyja er
farið inn á nýja braut í sam-
skiptum bæjaryfirvalda og
þingmanna, en áður hafa sam-
skipti þessara aðila oftast verið
í Reykjavík og þá um sama leyti
og þing kemur saman á haustin.
Að sögn Arnars Sigur-
mundssonar, formanns bæjar-
ráðs, var þessi heimsókn þing-
manna kjördæmisins til Eyja
hin ánægjulegasta í alla staði
og samdóma álit allra að vel
hafi til tekist. Væri vonandi að
þessi nýbreytni muni auka sam-
starf bæjaryfirvalda og þing-
manna Suðurlands í framtíð-
inni.
Eins og áður segir voru allir
þingmenn Suðurlands í ferð
þessari til Eyja. Guðmundur
Karlsson, Eggert Haukdal og
Steinþór Gestsson frá Sjálf-
stæðisflokki, Þórarinn Sigur-
jónsson og Jón Helgason frá
Framsóknarflokki, Garðar Sig-
urðsson frá Alþýðubandalagi og
Magnús H. Magnússon frá Al-
þýðuflokki.
— hkj.
Guðmundur Karlsson gefur Sigurgeir Ólafssyni furseU bsjarstjórnar
kryddsíld að smakka í Vinnslustöðinni. Þórarinn Sigurjónsson og Jón
Helgason fylgjast sjtenntir með.
Ólafur Elíasson bæjarstjóri, Eggert Haukdal og Garðar Sigurðsson
fylgjast með snyrtingu síldarflaka.
Morpinbltóió/ Sijfurgeir.
Málin rædd í kaffiboði í afgreiðslu Herjólfs. Auk þingmanna sitja við
borðið nokkrir frammámenn í Eyjum.
Annað bindi rita
Benedikts Gröndal
ÚT ER komið hjá Skuggsjá annað
bindi rita Benedikts Gröndals, sem
forlagið hóf útgáfu á sl. ár. Gils Guð-
mundsson annast þessa Gröndals-
útgáfu. í þessu öðru bindi er Grön-
dalsminning, gerð um skáldið eftir
Huldu skáldkonu, auk ritgerða og
bréfa Gröndals og skýringa og at-
hugasemda Gils Guðmundssonar.
„Ritgerðir Gröndals og blaða-
greinar eru valdar á þann veg, að
þær gefi sem gleggsta hugmynd um
bókmenntir og stjórnmál, og einnig
eru hér alþýðlegar fræðigreinar,"
segir á kápusíðu. „Allar eru þær
skemmtilegar, hver á sinn Grön-
dalska hátt, og lýsa höfundi vel.“
Síðar segir m.a.: „Benedikt
Gröndal var ólatur bréfritari og
skrifaðist á við ýmsa íslendinga og
nokkra erlenda menn, einkum á
Kaupmannahfcfnarárum sínum.
Meðal þeirra er hann stóð í bréfa-
skriftum við, voru Eiríkur Magn-
ússon og kona hans, Sigríður Ein-
arsdóttir frá Brekkubæ, vinkona
Gröndals, Jón Árnason þjóðsagna-
safnari, einn besti vinur hans, Jón
Sigurðsson forseti, Konráð Gísla-
son og Sigurður Kristjánsson út-
gefandi hans og vinur."
í fyrsta bindi safnsins eru kvæði,
sögur og leikrit Gröndals, og rit-
gerð um hann eftir Gils Guð-
mundsson. í þriðja og síðasta bindi
þessa safns verða sjálfsævisagan
Dægradvöl og Reykjavík um alda-
mótin 1900.
Náms- og rannsóknastyrkir
Fulbright-stofnunin hefur tilkynnt
möguleika á náms- og rannsókna-
styrkjum. llm er að ræða styrki frá
„The Rockefeller Koundation" til
rannsókna i allt að tvö ár. Umsækj-
endur þurfa að hafa iokið formlegu
námi og starfað að alþjóðamálum í
nokkur ár.
Fyrirhugaðar rannsóknir séu á
sviði menntamála, stjórnvísinda,
hagfræði, blaðamennsku, viðskipta,
lögfræði, þjóðfélagsfræði eða raun-
vísinda með alþjóðasamskipti í
huga. Þá er einnig um að ræða
„Frank Boas-styrk“ til framhalds-
náms í alþjóöalögum við Harvard-
háskóla árið 1983—84. Upplýsingar
um styrki þessa er að fá á skrifstofu
Fulbright-stofnunarinnar að Nes-
haga 16 eftir hádegi daglega.
Sævargaröar — Seltjarnarnesi
Endaraðhús á tveim haeðum. Fullfrágengið með bílskúr. Ræktuð
lóö. Mikið útsýni. Stórar suðursvalir. A neðri hæð eru 4 svefnherb.,
stórt hol og baöherb. Á efri hæð er stofa, borðstofa, w.c. og eldhús
með búri og þvottahúsi innaf. Húsið er laust strax.
Vesturbær — sérhæð
4ra herb. á 1. hæð í þríbýli með stórum bílskúr. Glæsileg íbúð á
einum besta stað í vesturbænum. Laus strax. Til greina kemur að
taka 2ja—3ja herb. íbúð upp í.
Hafnarfjörður — Norðurbær
Glæsileg 137 fm 5—6 herb. endaíbúð á 1. hæö við Laufvang. Bein
sala.
Kópavogur — austurbær
125 fm 4ra—5 herb. íbúð í lyftuhúsi. Tvennar svalir. Þvottahús innaf
eldhúsi. Mikið útsýni.
Hafnarfjörður
Ca. 70 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Vesturbraut með sér inn-
gangi. Útborgun 550 þús.
Ránargata
2ja herb. íbúð á 1. hæð með bílskúr. Verð 800 þús. Bein sala.
Einar Sigurösson hrl.,
Laugavegi 66, SllTll 16767,
heimasími 77182.
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL
Til sölu og sýnis auk annarra eigna:
Úrvalsíbúð viö Engihjalla í háhýsi
3ja herb. um 80 fm, þvottahús á hæöinni, mjög góð samelgn fullgerö.
Lyfta Stórkostlegt útsýni.
Á ótrúlega góöu veröi
Timburhús skammt utan við borgina, eln hæö 175 fm. Að mestu nýtt.
200 fm lóö. Verö aðeins 1,3 millj. Eignaekipti möguleg.
Góð hæð á Seltjarnarnesi með bílskúr
5 herb. 3. hæö í þribýlishúsi. Um 130 fm. Sér hitaveita. Sér þvottahús.
Rúmgóöar sólsvalir. Frábaerl útaýni. Stór bilskúr næstum fullgeröur.
Verð aðeins 1,5 millj. Skipti möguleg á góöri 3ja herb. íbúö.
Þurfum að útvega
Einbýlishús, sérhæöir, íbúöir með bílskúr og byggingarlóöir í borginni og
nágrenni.
Á skrá eru fjölmargir fjársterkir kaupendur.
Til sðlu í Vogunum 4ra herb.
hæö í þríbýlíshúsi meö stór-
um og góðum bílskúr, (verk-
stæði).
AIMENNA
FASTEIGWASAIAW
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370