Morgunblaðið - 19.11.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982
11
„Það vakti óneita-
nlega furðu og óánægju,
þegar menntamálaráð-
herra kaus að hafa í
raun frumkvæði að því
að slíta því sérstæða
sambandi, sem verið
hefur um rekstur
fræðsluskrifstofu í
Reykjavík, er hann
gekk í berhögg við vilja
meirihluta fræðsluráðs.
Það er auðvitað for-
senda þess að slíkt sam-
starf geti haldist, að
gagnkvæmt traust sé á
milli borgaryfirvalda og
menn tamálar áðu ney tis-
ins eins og verið hefur
fram til þessa.“
fræðsluráðs Reykjavíkur við ráðn-
ingu fræðslustjóra, verður að líta
svo á að hann vilji með því sýna,
svo ekki verði um villst, að
fræðslustjórinn í Reykjavík sé
embættismaður ríkisins og að úr
sögunni sé sá skilningur, sem áður
ríkti um stöðu embættisins.
Samkvæmt lögum um grunn-
skóla eru fræðslustjórar fulltrúar
ráðuneytisins úti í fræðsluum-
dæmum og starfsmenn þess, með
völd og áhrif deildarstjóra sbr. t.d.
auglýsingu nr. 256 frá 1974, þar
sem tekið er fram að þeir heyri
beint undir ráðuneytisstjóra en
ekki neina sérstaka deild í ráðu-
neytinu. Samkvæmt þessari aug-
lýsingu e,r því ráðuneytisstjóri
menntamálaráðuneytisins næsti
yfirmaður fræðslustjóra og af því
leiðir, að sveitarstjórnir geta ekki
og eiga ekki að segja þeim fyrir
verkum eða fela þeim verkefni,
sem lögum samkvæmt eða eðli
málsins samkvæmt eru málefni
sveitarfélags. Með því væru sveit-
arstjórnirnar að afhenda ríkis-
valdinu til meðferðar málaflokk
sem kjósendur hafa i sveitar-
stjórnarkosningum kjörið fulltrúa
sína til að fara með.
Þessi rök lágu að baki þeirri
ákvörðun meirihluta borgarráðs
að flytja svohljóðandi tillögu, þeg-
ar ljóst var að menntamálaráð-
herra hafði við ráðningu nýs
fræðslustjóra virt vilja meirihluta
fræðsluráðs Reykjavíkur að vett-
ugi:
„Borgarráð samþykkir að fela
borgarstjóra að óska eftir viðræð-
um við menntamálaráðuneytið um
stöðu fræðsluskrifstofunnar í
Reykjavík og rekstur hennar, sbr.
ákvæði reglugerðar nr. 182/1976
um störf fræðslustjóra, þar sem
gert er ráð fyrir að embætti þeirra
og fræðsluskrifstofur séu sjálf-
stæðir rekstraraðilar, óháðir
sveitarsjóðum, sbr. 6 gr. og 10. gr.
nefndrar reglúgerðar."
í greinargerð með tillögunni er
tekið fram, að markmið þeirra
viðræðna, sem óskað er eftir, sé að
ákvæði tilvitnaðrar reglugerðar,
sem aðrar fræðsluskrifstofur en
sú í Reykjavík hafa starfað eftir,
nái hér eftir til Reykjavíkur.
Fræðsluskrifstofan muni að
sjálfsögðu starfa áfram með fram-
lagi ríkissjóðs og mótframlagi
Markús Örn Antonsson
borgarinnar eins og lög gera ráð
fyrir og sjá um kennslueftirlit,
sérkennslu, sálfræðiþjónustu,
safnamiðstöð og annað er lögum
samkvæmt er talið verkefni
fræðslustjóra, þar með talinn úr-
skurður f.n. menntamálaráðu-
neytisins í þeim málum, er það fel-
ur honum úrskurðarvald sam-
kvæmt reglugerð.
Sveitarstjórn er ætlað að hafa
með höndum rekstur grunnskóla,
iðnskóla og fjölbrautaskóla, en fá
hlutdeild ríkissjóðs greidda eftir á
í uppgjöri. Af þessu leiðir, að
sveitarstjórn er hinn raunverulegi
rekstraraðili varðandi rekstur
þessara stofnana en í grunnskóla-
lögum er ætíð getið um skólanefnd
sem fulltrúa sveitarfélaga, er hef-
ur með málefni skólanna að gera. I
Reykjavík fer fræðsluráð með
verkefni skólanefndar, eins og áð-
ur er rakið. Um skólanefndir
grunnskóla og verkefni þeirra
gildir nú erindisbréf nr. 185/1976.
Þar segir svo í 51. gr.:
„Hlutaðeigandi sveitarfélög
annast fjármál, reikningshald og
greiðslur vegna grunnskóla, en
geta falið skólanefnd, skólastjóra
eða sérstökum reikningshaldara
að hafa á hendi reikningshald í
umboði sínu með samþykki
fræðslustjóra."
Af þessu sýnist mega ráða, sbr.
84. gr. grunnskólalaga, að sveitar-
stjórnin sjálf fari með fjármál
grunnskólans, en skólanefnd skuli
vera milliliður, þegar fjallað er
um innri málefni skólans,
kennslufræðileg atriði.
Til enn frekari áréttingar þeim
rökum, sem flutt hafa verið fyrir
tillögu um viðræður við mennta-
málaráðuneytið, skal hér vísað í
bókun, sem borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins stóðu að, þeg-
ar málið var til afgreiðslu á fundi
borgarstjórnar hinn 7. október sl.
Þar segir:
„Menntamálaráðherra hefur
sett nýjan fræðslustjóra í Reykja-
vík'til eins árs gegn vilja fræðslu-
ráðs Reykjavíkur. Réttkjörinn
meirihluti fræðsluráðs gerði tii-
lögu til ráðuneytisins á grundvelli
13. gr. grunnskólalaga, þar sem
segir m.a.:
„Við skipun í starf fræðslu-
stjóra er skylt að taka tillit til
kennslufræðilegrar menntunar
umsækjenda, stjórnunarreynslu
innan skólakerfisins og þekkingar
þeirra á skólamálum, og skulu
þeir umsækjendur að öðru jöfnu
ganga fyrir, sem hafa rétt til að
vera skipaður skólastjóri við
grunnskóla og hafa gegnt starfi
kennara eða skólastjóra i a.m.k.
þrjú ár.“
Ekkert svar
Það vakti óneitanlega furðu og
óánægju, þegar menntamálaráð-
herra kaus að hafa í raun frum-
kvæði að því að slíta því sérstæða
sambandi, sem verið hefur um
rekstur fræðsluskrifstofu í
Reykjavík, er hann gekk í berhögg
við vilja meirihluta fræðsluráðs.
Það er auðvitað forsenda þess að
slíkt samstarf geti haldist, að
gagnkvæmt traust sé á milli borg-
aryfirvalda og menntamálaráðu-
neytisins eins og verið hefur fram
til þessa.
Borgaryfirvöld hafa aldrei falið
fræðslustjóra sem ríkisembætt-
ismanni málefni borgarinnar.
Þegar ráðherra hefur svo rækilega
undirstrikað við ráðningu nýs
fræðslustjóra, að um ríkisembætt-
ismann sé að ræða, hljóta borgar-
yfirvöld að óska viðræðna við
menntamálaráðuneytið um þau
breyttu viðhorf, er við það skap-
ast, að af ríkisins hálfu er litið á
stöðu fræðslustjóra samkvæmt
ströngustu túlkun grunnskólalaga
en ekki eins og hún hafði mótast í
meðförum borgarinnar í sam-
vinnu við ríkið."
Borgarstjóri ritaði mennta-
málaráðuneytinu bréf með ósk um
viðræður um leið og afstaða borg-
arstjórnar lá fyrir. Síðan er liðinn
einn mánuður og enn hefur ekki
borist svar frá ráðuneytinu.
Fyrsta flokks innihurðir í öllum karma- breiddum.
Egill Egilsson Ný skáldsaga: Pabba- drengir ÚT ER komin ný skáldsaga eftir Egil Egilsson. Nefnist hún Pabbadrengir og er þriðja skáldsaga höfundar. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu, að sagan sé nútimasaga um nútíma- fólk — hjón sem eignist börn. „Hafi happa- og glappaað- ferðin einhvern tíma verið nothæf undir slíkum kringum- stæðum, þá er hún það að minnsta kosti ekki lengur. Nú verður að skipuleggja allt frá rótum. — Þennan dag skal barnið koma undir — í þessari viku skal það fæðast o.s.frv. En hvernig gengur mann- legri náttúru að beygja sig undir slíka skipulagningu. Kynni það ekki að vera ofurlít- ið broslegt og kannski dálitið stressandi. Svo virðist að minnsta kosti vera í þessari grátlega sönnu og sérstæðu bók“ — eins og segir í bókar- kynningunni. Pabbadrengir er 148 bls. og unnin í Borgarprenti. Útgef- andi er Almenna bókafélagið.
Spónlagðar með völdum náttúrulegum spæni.
Pantið strax, afhending fyrir jól.
Sérstaklega hagstæðir greiðsluskilmálar.
Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244