Morgunblaðið - 19.11.1982, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982
Opið prófkjör
Alþýðuflokksins 27. og 28. þ.m.
Ágúst Einarsson útgerðarmaður
Baráttumaður ábyrgöar og skynsemi í at-
vinnumálum.
Ágúst á erindi á Alþingi.
Styðjum Ágúst í prófkjörinu.
Sími 18977 Stuðningsmenn.
Vinsælu ensku ullarúlpurnar (Duffel Coat)
dömu-, herra- og barnastærðir komnar aftur.
Verð frá kr. 495—850.
GEíSiP
H
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
Löngum helur verið um það
rætt, að líf Sovétborgara væri
næsta ömurlegt. í bókum sínum og
ritgerðum hefur Alexander Solsj-
enitsyn til dæmis dregið upp
hörmulegar myndir af daglegu lífi
í Sovétríkjunum, þar sem saman
fer drykkjuskapur, skortur á lífs-
þægindum og sultur. Vestrænir
blaðamenn hafa í senn staðfest
þessa lýsingu og bent á það, að
svartamarkaðsbrask, mútur og
hvers kyns fyrirgreiðsla á bak við
tjöldin ráði þvi í raun, hvort Jíf
manna sé bærilegt eða ekki. Ný-
lega birtist í Bandaríkjunum
skýrsla á vegum óháðrar einka-
stofnunar, Population Reference
Bureau, þar sem er að finna ýmsar
tölulegar upplýsingar um lifslíkur
og lifnaðarhætti i Sovétríkjunum.
Höfundur skýrslunnar er Murray
Feshbach, prófessor við George-
town-háskóla í Washington. Hefur
Feshbach lagt sig fram um mann-
fjöldarannsóknir í Sovétríkjunum.
I þessari grein, sem hér birtist, eru
til fróðleiks birtar íslenskar sam-
anburðartölur.
Dauðsföll og drykkju-
skapur í Sovétríkjunum
Undanfarin ár hefur dánar-
tíðni aukist um 50% í Sovét-
ríkjunum. Er talið ólíklegt, að
þessari þróun verði snúið til
betri vegar á næstunni með auk-
inni heilsugæslu þar sem nær
öllum fjármunum rikisins er nú
varið til landbúnaðar, orkumála
og hersins.
Á þeim 65 árum sem liðin eru
frá byltingunni, varð á árabilinu
frá 1917 til 1964, þegar Leonid
Brezhnev tók við af Nikita
Krútsjeff, mikil lækkun á dán-
artíðni eða úr 29,1 af 1000 íbúum
1917 niður í 6,9 1964. Síðan hefur
dánartíðnin vaxið um 50% og
var samkvæmt opinberum heim-
ildum 10,3 af 1000 1980. Þá var
hún 6,7 hér á landi. Hina miklu
aukningu í Sovétríkjunum er
ekki unnt að skýra með því, að
aldraðir myndi stærri hluta af
þjóðarheildinni en áður.
Athygli vekur hve „ótímabær-
um“ dauðsföllum karla hefur
fjölgað, einkum á aldrinum 20 til
40 ára. Telur Feshbach, að
ofdrykkja ráði mestu um tíð
dauðsföll meðal karla á þessum
aldri í vesturhluta Sovétríkj-
anna og Eystrasaltslöndunum.
Opinberar sovéskar tölur hafa
ekki verið birtar um ungbarna-
dauða síðan 1974 — þá var hann
27,9 af 1000 á aldrinum 0 til 1
árs. Miðað við tiltækar upplýs-
ingar telur Feshbach, að 1979
hafi tíðni ungbarnadauða verið
39 til 40 af 1000, sem er rúmlega
þrisvar sinnum hærra hlutfall
en í Bandaríkjunum, þar sem
það var 12,9 af 1000 á árinu 1979.
Hér á landi var þetta hlutfall að
meðaltali 8 á árabilinu 1976 til
1980.
Af þessum sökum eru lífslíkur
Sovétborgara minni en áður. í
fyrstu sovésku skýrslunum um
lengd meðalævi, sem birtust að
lokinni siðari heimsstyrjöldinni,
var talið, að sá sem fæddist 1954
ætti 61 ár ólifað væri hann karl
en 67 ár væri um konu að ræða.
Á árabilinu 1941 til 1950 var
meðalævi nýfæddra sveina á Is-
landi 66,1 ár og meyja 70,3 ár.
Samkvæmt síðustu opinberum
tölum í Sovétríkjunum, sem eru
frá 1972, geta drengir fæddir það
ár vænst þess að verða 64 ára
(71,6 ár á íslandi 1971—75) og
stúlkur 74 ára (77,5 ár á íslandi
1971-75).
Að mati vestrænna fræði-
manna sem skoðað hafa nýjustu
sovésku gögnin er hins vegar svo
komið, að á árinu 1980 hafi með-
alævi nýfæddra sveina styst og
sé 61,9 ár (73,5 á Islandi
1976—80) og meðalævi nýfæddra
sovéskra meyja hafi einnig styst
og sé 73,5 ár (79,5 ár á Islandi
1976-80).
Feshbach bendir á það, að í
upphafi áttunda áratugarins
hafi nýfædd sveinbörn í Sovét-
ríkjunum getað vænst að lifa 10
árum skemur en nýfædd mey-
börn, nú sé þessi munur orðinn
11,6 ár. „I engu öðru þróuðu
landi er þetta árabil jafn mikið,"
segir í skýrslunni. Hér á landi er
það sex ár og í Bandaríkjunum
tæp átta en þar er meðalævi
karla sem fæddust 1978 69,5 ár
en kvenna 77,2 ár.
Inflúensufaraldrar sem leiða
til lungnabólgu eru tiðustu
banamein sovéskra ungbarna, en
samkvæmt sovéskum heimildum
hrifsar lungnabólgan flest börn
úr J>essum heimi. Heilbrigði
nýbura hefur almennt hrakað í
Sovétríkjunum og er talið að
ofdrykkja kvenna og mengun
ráði þar mestu. Feshbach segir,
að lítil aðgæsla á meðgöngutíma
og tíðar fóstureyðingar hafi leitt
til þess, að börn fæðast nú oftar
fyrir tímann en áður, og eru 20%
meiri líkur á því að þau börn
andist á fyrsta ári en fullburða
börn. Sovéskt ungbarnafæði er i
senn fábreytt og lítilfjörlegt.
Fyrir þá sök þjást reifabörn oft
af meltingartruflunum, maga-
kvillum og beinkröm. Útivinn-
andi mæður eiga svo engra ann-
arra kosta völ en setja veikburða
börn sín á yfirfullar dagvistir,
þar sem starfsfólk er alltof fátt
til að veita þeim nauðsynlega
umönnun.
I skýrslunni segir, að of-
drykkja sé nú þjóðarsýki í Sovét-
ríkjunum og til hennar megi
vafalaust rekja fjölgun dauðs-
falla meðal sovéskra verka-
manna auk þess sem áfengis-
neysla vaxi hjá konum og ungl-
ingum. Feshbach segir, að um
65% af neyslu Sovétmanna séu
sterkir drykkir — vodka og
heimabruggið Samogon. Hlutur
sterkra drykkja í áfengisneyslu
Bandaríkjamanna er 45% en hér
á landi er hlutur sterkra drykkja
um 70%.
Feshbach segir, að þéttbýl-
isbúar í Sovétríkjunum verji
næstum jafn miklum hluta af
vikulegu neyslufé sínu í áfengi
og Bandaríkjamenn í mat. í sov-
éskum gögnum má sjá að „eitrun
eða meiðsli fyrir slysni" séu
þriðja algengasta dánarorsökin
hjá sovéskum körlum — að
minnsta kosti helming slíkra
dauðsfalla má rekja til ölvunar.
Dauði af völdum hjartabilunar
er nú mun algengari en áður í
Sovétríkjunum og má að veru-
legu leyti rekja það til vín-
drykkju.
Þótt fjöldi manna í heilbrigð-
isstéttum og heilbrigðisstofnana
ykist hlutfallslega meira á átt-
unda áratugnum í Sovétríkjun-
um en ibúafjöldinn og nú gegni
tvöfalt fleiri menn störfum að
heilbrigðismálum þar en í
Bandaríkjunum, er það skoðun
Feshbachs, að Sovétmenn hafi
lagt meiri áherslu á útþenslu en
gæði. Hann telur því, að sovéska
heilbrigðiskerfið hafi ekki afl til
þess að takast á við kvillana sem
hrjá íbúana og gerast æ þung-
bærari.
Hann segir að sovéskar heilsu-
gæslustöðvar séu aðeins opnar
nokkrar stundir á degi hverjum
og þangað sæki mun fleiri en
unnt sé að sinna. Biðraðir eru
langar, sjúkdómsgreiningar
ónákvæmar og tengslin milli
læknis og sjúklings með öllu
ófullnægjandi. Þá segir Fesh-
bach, að skortur sé á sjúkra-
tækjum og hjúkrunargögnum. í
dreifbýlinu sé jafnvel ekki unnt
að fá jafn algengt lyf og aspirín.