Morgunblaðið - 19.11.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982
13
Félag frjálshyggjumanna
í MR gefur út Frímann
í Menntaskólanum í Reykjavík er
starfandi félag frjálshyggjumanna.
Félagið gaf nýlega út rit sem helgaö
er frjálshyggjunni og var því dreift
um skólann nemendum að kostnaö-
arlausu, en fjölmörg fyrirtæki
styrktu útgáfuna, ýmist með auglýs-
ingum ellegar styrktarlínum. Rit
þetta ber nafnið Frímann eins og
félagið. Það er 36 blaðsíður og sá
ísafoldarprentsmiðja um setningu,
prentun og bókband. í tímaritinu er
að finna greinar eftir ritnefndar-
menn, en þeir eru: Halldór Halldórs-
son, Jóhannes Gísli Jónsson, Jón
Daníelsson, Jón Sch. Thorsteinsson
og Logi Gunnarsson.
í Frímanni er að finna grein
Jóns Daníelssonar um mennta-
kerfið og rök þau er hníga að því
að það væri betur komið í höndum
einkaaðila fremur en ríkisvaldsins
og einnig grein Jóns Sch. Thor-
steinssonar, sem reifar helstu
orsakir heimskreppunnar og ber
saman kenningar John Kenneth
Galbraith og Milton Friedman.
Logi Gunnarsson fjallar um frels-
ishugtak frjálshyggjumanna og
Halldór Halldórsson skrifar um
eignarréttinn þar sem kynntar eru
hugmyndir John Locke sem og
sjónarmið Robert Nozick. í ritinu
er einnig grein eftir Jóhannes
Gísla Jónsson sem ber heitið Úr
ljóðmælum Tómasar Guðmunds-
sonar og er þar að finna sýnishorn
ljóða skáldsins svo og athuga-
semdir greinarhöfundar.
í forystugrein ritnefndar er
komist svo að orði um hugsunina
sem liggur að baki ritinu: „Til-
gangur þess (Frímanns) er að
kynna viðhorf frjálshyggjumanna
og efla skilning á eðli frjálshyggj-
unnar, sem óneitanlega má telja
brýnt um þessar mundir. Þar
kemur tvennt til: í fyrsta lagi
virðist frjálshyggjan brjóta nokk-
uð í bág við almenn viðhorf hér-
lendis, og þess vegna gætir nokk-
urra fordóma í hennar garð. Þessu
verður að breyta, og það verður
aðeins gert með því að safna og
miðla upplýsingum um frjáls-
hyggjuna. I öðru lagi ganga gerðir
og viðhorf langflestra íslenskra
stjórnmálamanna algjörlega í
berhögg við hugmyndir frjáls-
hyggjumanna."
Tímarit frjálshyggjumanna í
MR er framlag þeirra til baráttu
fyrir bættum stjórnmálaumræð-
um hér á landi, en þeir telja hana
einkennast af virðingarleysi fyrir
stjórnmálalegri hugmyndafræði
og rangtúlkunum ýmiskonar, ekki
síst þeirra sem á Alþingi sitja.
Guðmundur Ingólfsson við píanóið í Naustinu.
Nafnakall — fyrsta sólóplata
Guðmundar Ingólfssonar
„ÞA er loksins komin ut hljómplata
sem Guðmundur Ingólfsson er
skrifaður fyrir, og mátti það ekki
seinna vera, svo lengi hefur hann
yljað okkur íslenskum með Ijúfum
spuna og sterkri sveiflu."
Svo segir á baki umslags plötunn-
ar „Nafnakalls" sem Guðmundur
Ingólfsson djass-píanisti og fleiri
senda frá sér þessa dagana. Á plöt-
unni eru tíu lög, flest eftir Guð-
mund.
Á plötuumslagi er Guðmundur
kynntur svo: „Guðmundur Ing-
ólfsson fæddist árið 1939. Sex ára
hóf hann píanónám hjá Rögnvaldi
Sigurjónssyni og fimmtán ára hélt
hann til Kaupmannahafnar í
framhaldsnám hjá Axél Arnfjörð.
Þegar hann hélt heim ári seinna
var hann ákveðinn í að gerast
djassleikari og þeirri köllun hefur
hann verið trúr alla tíð, þótt oft
hafi hann þurft að leika flest ann-
að til að eiga fyrir salti í grautinn.
Guðmundur byrjaði að leika fyrir
dansi 12 ára á dansæfingum og
eftir að hann kom heim frá Höfn
var hann atvinnuhljóðfæraleikari.
Hann hefur stjórnað fjölda
hljómsveita og leikið með öðrum,
m.a. hljómsveitum Gunnars
Qrmslev og Jóns Páls. 1962 lék
hann um tíma í Ósló, m.a. með
Dexter Gordon,' og á árunum
1974—77 bjó hann í Noregi og lék
þar í dansrokk- og djasssveitum
og djammaði m.a. með Pearcy
Heath og Buddy Rich. Eftir að
Guðmundur sneri heim frá Noregi
stóð hann fyrir mikilli djassvakn-
ingu í Reykjavík og lék að stað-
aldri djass með félögum sínum í
Stúdentakjallaranum, Á næstu
grösum og í Djúpinu."
Með Guðmundi Ingólfssyni eru
á plötunni Guðmundur Stein-
grímsson trommuleikari, Pálmi
Gunnarsson bassaleikari og Björn
Thoroddsen gítarleikari.
Guðmundur mun á næstunni
fara í ferðalag til Luxemborgar,
ásamt þeim Pálma Gunnarssyni,
Guðmundi Steingrímssyni og Við-
ari Alfreðssyni trompetleikara.
Þeir munu leika í Cock-pit Inn hjá
Valgeiri Sigurðssyni og hugsan-
lega í Radio Luxemburg.
AÆfJTÆr
Gfffl
59000
PÓSIG/RÓ
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Notíð
tækífæríð!
að fá nýslátrað
Folaldakjöt
YNNENt
AK
GAR
VERÐI!
Buff
File
Mörbráð
Beinlausir fuglar
Mínútusteik
Innra læri
Vöðvar í 1 /1 steik
Kryddlegið buff
Gúllas
Framhryggir
T.bone
Hakk
Baconbauti
Karbonaði
Hamborgarar —
Nýbakað
hamborgarabrauð
fylgir
Reykt folaldakjöt
Saltað folaldakjöt
Ostakynning
frá kl. 2 - 7 e.h.
Osta og smjörsalan kynnir
Dalayrju jSLn.:
Hnetur & Koniak, Ananas og Appelsínu
Jarlinn
5. kg. Nýtt
Nautahakk
w »Danskt| aa«
Luxuskaffi í
.00
pr. kg.
Hangikjöt
76*90
/ V pr-kg-
.00
pr. kg.
2kg.
Gul epli
39.50
AÐEINS
Heil læri niðursöguð
og vakumpökkuð.
(nýja verðið 99.50)
Opið til hádegis á morgun
í Austurstræti
en til kl. I . í Starmýri
AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2