Morgunblaðið - 19.11.1982, Page 14

Morgunblaðið - 19.11.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Líkfundurinn í Argentínu: Evrópuþingid lýsir vanþóknun sinni Sirasb«»urg, 18. nóvember. AF. í ÁLYKTUN Evrópuþingsins sem birtist í dag segir, aó það sé mikið áfall að frétta um líkfundinn í Argentinu. Það skoraði á stjórnvöld í hinum tiu löndum Efnahagsbandalagsins að senda stjórn Argentínu harðorð mótmæli. Evrópuþingið skoraði einnig í ályktun sinni á Javier Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að hefja alþjóðlega rannsókn á þeim atburðum er leiddu til dauða þessara manna. Þess var farið á leit við utanrík- isráðherra Efnahagsbandalags- þjóðanna að þeir sendu stjórn- völdum í Argentínu mótmæli, þar sem þess væri krafist að þarlend stjórnvöld byndu þegar í stað enda á „óþolandi brot“ á almennum mannréttindum og að þau leggi fram nákvæmar upplýsingar um þúsundir manna sem hafa horfið frá því herinn tók völd í landinu í byltingunni 1976. Einnig var vikið að nýlegum fregnum þess eðlis að 84 börn á aldrinum tveggja mánaða til sex ára hafi horfið sporlaust. Víndlingabrennur á sjötta reyklausa degi Bandaríkjanna New York, 18. nóvember. Al*. KEYKLAUS dagur var í Bandaríkj- unum í gær og var fyrirfram reiknað með þátttöku 16—18 milljón manna. l>etta er sjötta árið í röð sem krabbameinsvarnafélag Bandaríkj- Ufsaveiðum við Noreg að Ijúka Briissel, 18. nóvember. AF. Efnahagsbandalag Evrópu til- kynnti í dag, að það hefði ákveðið, að ufsaveiðum við Noreg skuli lok- ið 21. nóvember nk. Þetta skiptir fyrst og fremst máli fyrir danskan sjávarútveg, þar sem frá löndum Efnahagsbandalagsins eru það nær eingöngu dönsk fiskiskip, sem veiða ufsa á þessum slóðum. Af- ormað hafði verið að veiða aðeins 54.000 tonn af ufsa á þessum slóð- um, en veiðin nú er þegar orðin 59.000 tonn. anna gengst fyrir reyklausum degi og eru haldnar stórfelldar sígarettu- brennur í tilefni dagsins. „Við erum að reyna að fá fólk til að hætta í einn dag, en vonandi er það bara byrjun- in hjá sem flestum," sagði Rita Bail- ey, talsmaður bandaríska krabba- meinsvarnafélagsins. Talið er að einn af hverjum þremur fullorðnum Bandaríkja- mönnum reyki meira og minna. Auk þess reykja að því að talið er 1,5 milljón ungmenna undir 18 ára aldri. Hins vegar er talið að 34 milljónir Bandaríkjamanna hafi hætt að reykja síðustu árin. Land- læknir Bandaríkjanna, C. Everett Coop, sagði um reyklausa daginn: „Sólahringurinn sker úr um hversu háðir reykingamenn eru tóbak-nu. Þeir sem ekki halda út einn sólarhring án tóbaks hafa misst öll tök á ávana sem gæti hæglega stytt líf þeirra verulega." Reyklausi dagurinn hefur borið talsverðan árangur, til dæmis hætti meira en ein milljón Banda- ríkjamanna að reykja eftir reyk- lausa daginn 1980. Nýr borgarstjóri í Lundúnum l»ndon, nóvember. AF. Fyrir skömmu var skipaður nýr borgarstjóri í Lundúnum. Hinn nýi borgarstjóri heitir Sir Anthony Loliffe og á meðfylgjandi mynd veifar hann hinu hefðbundna höfuðfati Lundúnaborgarstjóra til vegfarenda er honum var ekið um stræti borgarinnar. Kornakrar í New York? /Etla mætti í fyrstu að Ijósmyndarar hefðu verið að leika sér á meðfylgjandi mynd. Enda kornakrar fremur ólíklegir til að vera i miðborg New York. Þessi mynd er þó ófölsuð með öllu, listakonan Anges Denes, sem brosir við lesendum fremst á myndinni, fékk þá hugmynd að slá upp kornakri á auðu svæði í borginni og fékk til þess tilskilin leyfi hjá borgaryfirvöldum. Landbúnaðarráð Norður-Dakota gaf fræ til fyrirtækisins og framkvæmdi frú Denes hugmynd sína umsvifalaust með aðstoð 60 vina og vandamanna. Ekki verður akurinn þó langlífur, því fljótlega stendur til að reisa þarna miklar skrifstofubyggingar. Flugfélög heimsins enn í miklum kröggum VANALEGA er þriðji ársfjórðungurinn, þ.e. mánuðirnir júlí, ágúst og sept- ember, besti tíminn fyrir flugfélög, enda er mest um ferðalög þá. Nú eru bandarísk flugfélög hvert af öðru að tilkynna um afkomuna fyrir þriðja ársfjórðunginn og eru þau ekki alis kostar ánægð með árangurinn. Hann er að vísu skárri en afkoma sl. tveggja ársfjórðunga, en það er lítil huggun þvi þá voru flest flugfélög rekin með methalla. Allt útlit er fyrir að afkoma þeirra yfir sumarmánuðina í ár verði svipuð og í fyrra, en þá græddu félögin samtals um 50 milljónir dollara og þá hafði verk- fall flugumferðarstjóra mikil áhrif en ekki nú. Þessi niðurstaða er sérstök vonbrigði af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi eru flest | stóru flugfélögin mjög aðfram- I komin eftir að hafa tapað samtals hátt að tveimur milljörðum doll- ara síðastliðin þrjú ár. Eru þau búin að skera niður og spara allt sem hægt er að spara og auk þess eru mörg þeirra búin að ganga mjög nærri eignum sínum og ým- ist veðsetja þær eða selja. I öðru lagi þá lofaði vorið mjög góðu þar sem samkeppni virtist fara minnkandi og auk þess virtist far- þegafjöldi vera að aukast. Flugfé- lögin bjuggu sig því undir sumarið með það í huga og fjölguðu ferðum og buðu fleiri sæti. í þriðja lagi þá virtist heldur rýmkast um í sam- keppninni síðasta vor þegar eitt af stóru flugfélögunum, Braniff, varð gjaldþrota og varð að hætta starfsemi. En það var greinilega ekki nóg og nú er talið að hinir hörðu vetr- armánuðir framundan geti orðið fleiri flugfélögum að bana. Eink- um er talið að Air Florida og Pan American séu hætt komin fjár- hagslega. Fyrir Air Florida er það kaldhæðni örlaganna, þvi þegar halla fór undan fæti fyrir stóru flugfélögunum 1979, fór fyrst að ganga verulega vel hjá Air Florida sem þá var ekki mjög stórt flugfé- lag. En einmitt vegna tiltölulegrar smæðar félagsins og lítils fasta- kostnaðar gat það undirboðið stærri flugfélög og samt hagnast. Það hefur hins vegar leitt til þess að félagið hefur vaxið ört og safn- að miklum skuldum og nú er svo komið að óvist er um framtíð þess. Pan Am á hinn bóginn var stórt og stöndugt flugfélag þegar hin óhefta samkeppni hófst. Félagið átti gífurlegar eignir s.s. Pan Am-skýjaklúfinn á Manhattan og Inter Continental-hótelhringinn. Félagið hefur nú selt flestar þess- ar eignir og fjármagnað með því tap síðustu ára. Auk þess hefur þúsundum starfsmanna félagsins verið sagt upp störfum og þeir sem eftir eru hafa samþykkt verulega launalækkun. Ástæðan fyrir því, að Pan Am hefur farið verr útúr hinni auknu samkeppni en önnur stór flugfélög er m.a. sú að óvenju stór hluti rekstrar Pan Am er á alþjóðaflugleiðum (70%) þar sem samkeppnin hefur verið hörðust. T.d. gekk samkeppnin við Freddy Laker mjög nærri Pan Am, en þó enn nær Laker sem fór á hausinn. í fyrra var ráðinn nýr forstjóri til Pan Am, C. Edward Acker, en hann var áður forstjóri Air Flor- ida. Hann sagði í viðtali við tíma- ritið Fortune í desember sl., að framtíð Pan Am myndi að öllum líkindum ráðast sumarið 1982. Ef fyrirtækið færi illa útúr því sumri sagðist hann mundu minnka það niður í þriðjung þáverandi stærð- ar sinnar. En þótt útlitið sé ekki beint bjart þessa stundina eru þó nokkr- ir ljósir punktar við sjóndeild- arhringinn. • Hin miskunnarlausu undirboð hafa minnkað verulega upp á síðkastið. Einnig hefur eldsneyti fyrir flugvélar lækkað í verði á þessu ári og með lækkandi vöxtum að undanförnu hefur fjár- magnskostnaður flugfélaganna farið minnkandi. En betur má ef duga skal og veturinn framundan gæti reynst einhverjum um megn. SLB Vændiskonur mótmæla Lundúnum, 18. nóvember. AF. FIMMTÁN grímuklæddar konur settust í dag að í kirkju nokkurri í Lundúnum til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar gagnvart vændiskon- um. Konurnar, sem sögðust vonast eftir að hitta að máli yfirmenn stjórnarinnar í hverfi þessu, ætla að hirast í svefnpokum í nótt í Kirkju hins heilaga kross í hverfi í Norður-Lundúnum, sem þekkt er fyrir gróskumikið næt- urlif og þykir fremur vafasamt. Konurnar segjast hafa verið handteknar af lögreglunni þegar þær voru ekki að störfum, þær hafi verið þvingaðar til að játa á sig sakir sem þær séu saklausar af og einnig hafi verið komið aft- an að fjölskyldum þeirra og þær hræddar. „Ég hef verið dæmd þrettán sinnum, en lögreglan hefur aldr- ei staðið mig að viðskiptum," sagði ein kvennanna, sem er ní- tján ára að aldri. „Við krefjumst þess einungis að vera meðhöndl- aðar sem mannlegar verur." Sóknarpresturinn, séra Trevor Richardson, sagði gömul for- dæmi fyrir því, að kirkjur væru notaðar fyrir samkundur og mótmæli. „Ég gleðst yfir því að íbúum þessarar sóknar finnist þeir geta notað kirkjuna til hluta sem þessara," sagði hann. Talsmaður Scotland Yard sagði að mál kvennanna myndi verða tekið til rannsóknar ef þær bæru fram formlega kvört- un, en hann bætti við: „Það hefði verið mun sanngjarnara, ef þær hefðu komið beint með þessar kvartanir til okkar, en ekki grip- ið til svona róttækra aðgerða."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.