Morgunblaðið - 19.11.1982, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö.
Svar óskast,
félagi
Fyrir hálfum mánuði hófst
þing Alþýðuflokksins.
Eftir það slitnaði upp úr við-
ræðum toppkrata við ríkis-
stjórnina. Fyrir viku hófst
þing Framsóknarflokksins.
Eftir það tala framsóknar-
menn um að þing megi rjúfa
hvenær sem er eftir 1. des-
ember. I dag verður flokks-
ráðsfundur Alþýðubandalags-
ins settur. Er ekki að efa að
þar verði margt merkilegt
rætt og reifað.
Undanfarnar vikur hafa al-
þýðubandalagsmenn sagst
vera helstu talsmenn þess, að
sem fyrst beri að efna til al-
þingiskosninga. Er ekki að efa
að félagi Svavar Gestsson,
flokksformaður, verði krafinn
svara um afstöðuna til þing-
rofs nú eftir hryggbrot krata
og flótta Framsóknar frá
stjórnarsamstarfinu. Félagi
Ólafur R. Grímsson, formaður
þingflokks Alþýðubandalags-
ins, hefur leitast við að skapa
sér betri stöðu í flokknum en
Svavar síðan kommúnistar
guldu afhroð í sveitarstjórnar-
kosningunum í vor. Fyrst ger-
ði Ólafur þetta með grein í
Þjóðviljanum skömmu eftir
kosningarnar, en í henni var
ráðist á Svavar Gestsson og
ráðherra Alþýðubandalagsins.
Viku fyrir flokksráðsfundinn
birti Ólafur svo aftur grein í
Þjóðviljanum til að sanna að
allt hafi verið rétt sem hann
sagði í maí og endurtók árás-
irnar á ráðherrana og þá eink-
um Gunnar Thoroddsen. Er
Svavar Gestsson sammála
Ólafi R. Grímssyni?
Þetta eru hinar pólitísku
stórspurningar sem Svavar
verður að svara, og svo kemur
kaupránið, Helguvík, álmálið
og öll hin „baráttumálin". Um
þessi mál verður tekist á á
flokksráðsfundinum og einnig
hitt, hvort menn fallist á þá
línu Þjóðviljans, að ekki verði
stofnuð friðarhreyfing á ís-
landi. Er eðlilegt að menn hafi
flokkspólitíska skoðun á þess-
um málum. En störf ráðherra
felast ekki aðeins í mótun
stjórnmálastefnu, þeir bera
einnig embættislega ábyrgð á
framkvæmd mála hver á sínu
sviði. Um annað ráðuneyta
Svavars Gestssonar, heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytið,
rennur stærstur hluti af
skattfé almennings.
Halldór Biöndal, alþingis-
maður, vakti máls á því í grein
hér í blaðinu sl. laugardag, að
Svavar Gestsson, félagsmála-
ráðherra, hefði greint Alþingi
rangt frá þegar hann svaraði
fyrirspurn Halidórs meðal
annars um greiðslur félags-
málaráðuneytisins til lögfræð-
Svavar
inga vegna ríkisábyrgðar á
launum við gjaldþrot. I svari
sínu nefndi Svavar nokkra
lögmenn sem fengið hafa slíka
þóknun greidda hjá ráðuneyti
hans en nefndi ekki nafn að-
stoðarmanns síns til skamms
tíma, Arnmundar Backmans,
þótt greiðslubeiðnir félags-
málaráðuneytisins til ríkisfé-
hirðis séu vegna þóknunar til
aðstoðarmannsins en ekki
tveggja lögfræðinga á skrif-
stofu hans, sem ráðherra
nafngreindi. Síðan Halldór
Blöndal birti þessar upplýs-
ingar í grein sinni hefur eng-
inn sagt orð, sem kannski er
skiljanlegt, ekki einu sinni
ráðherrann, sem stendur þó
næst að svara. Hann verður að
svara og greina frá því, hvers
vegna hann skýrði Alþingi
ekki rétt frá öllum málavöxt-
um.
Kveðja til
austfirskra
velunnara
Fyrir nokkrum vikum var
því fagnað hér á þessum
stað, að íslensku skipafélögin
Eimskip og Hafskip hafa tekið
höndum saman um að reka
farþegaskip, en íslensk skipa-
félög hafa ekki verið með slík-
an farkost síðan haustið 1973,
þegar Gullfoss fór síðustu
áætlunarferðina. I leiðaranum
stóð: „Síðan (1973) hefur þess
ekki verið kostur að ferðast á
milli ísiands og annarra landa
með farþegaskipi í áætlunar-
siglingum." Eins og við mátti
búast hafa ýmsir velunnarar
Morgunblaðsins á Austfjörð-
um vakið máls á því að þessi
setning sé ekki rétt, færeyska
ferjan Smyrill hafi verið í
áætlunarferðum milli Seyðis-
fjarðar og annarra landa.
Fyrir Morgunblaðinu vakti
auðvitað ekki að stofna til
vandræða með þessari ófull-
burða setningu, enda þarf
mikið hugarflug til að sjá
hvaða tilgangi það þjónaði. En
lesi menn setninguna með víð-
sýni og velvilja í samhengi við
annað í leiðaranum, er ljóst að
þar er verið að fagna því að
íslensk skipafélög ætla að nýju
að hefja rekstur farþegaskips
— að vísu í tilraunaskyni. Það
er stefna Morgunblaðsins að
hvetja til samkeppni og blaðið
fagnar því að sjálfsögðu að
hún eykst á þessu sviði. Smyr-
ill er góð samgöngubót og
lyftistöng fyrir landsbyggðina.
Það er einnig í anda blaðsins.
Þóra Friðriksdóttir og Lilja Guðrún ÞorraMsdóttir í hlutverkum sinum i DagleUkinni löngu. Þóra leikur húsmóður-
ina á heimilinu og eituristann Mary Tyrone, en Lilja Guðrún leikur vinnustúlkuna Cathleen.
Þjóðleikhúsið:
Dagleiðin langa inn í nótt
— frumsýning á sunnudagskvöld
Næstkomandi sunnudagskvöld
frumsýnir Þjóðleikhúsið hið fraega
verk Eugene O’Neill Dagleiðin
langa inn i nótt (Long Day’s Journ-
ey Into Night). Leikritið var áður
sýnt í Þjóðleikhúsinu, en það var
árið 1959 og hét þá Húmar hægt að
kvöldi. Leikhúsið hefur nú látið
gera nýja þýðingu á verkinu og
fékk til þess Thor Vilhjálmsson rit-
böfund. Þá hefur Þjóðleikhúsið
fengið til liðs við sig kunnan
bandarískan leikstjóra, Kent Paul
að nafni, sem undanfarin ár hefur
vakið athygli vestra fyrir sviðsetn-
ingar sinar á verkum O’Neill. Að-
stoðarleikstjóri er Árni Ibsen. Til
að gera leikmynd, búninga og ann-
ast lýsingu er mættur til leiks
Queniin Thomas, breskur leik-
myndahönnuður sem m.a. hefur
starfað með Trevor Nunn og Royal
Shakespeare ('ompany, en hefur sl.
ár starfað í Bandaríkjunum og er
nú sestur þar að. Þeir Kent Paul og
Quentin Thomas hafa mikið starf-
að saman að verkefnum á síðustu
misserum.
í hlutverkum í Dagleiðinni
löngu eru Rúrik Haraldsson
(James Tyrone), Þóra Friðriks-
dóttir (Mary Tyrone), Arnar
Jónsson (James Tyrone jr.), Júlí-
us Hjörleifsson (Edmund Tyr-
one), en hann fer nú með sitt.
fyrsta stóra hlutverk á leiksviði,
og Lilja Guðrún Þorvaidsdóttir
(Cathleen).
Sagði Árni Ibsen, aðstoðarleik-
stjóri og blaðafulltrúi Þjóðleikh-
ússins, að leikritið hefði vakið
gífurlega hrifningu fyrst þegar
það var sviðsett, en það var á
Dramaten í Stokkhólmi árið
1956. „Þetta var þremur árum
eftir andlát O’Neill og varð til
þess að nýr áhugi vaknaði á höf-
undinum og öllum hans verkum
og má raunar segja að þar með
hafi staða hans verið tryggð og
er nú svo komið að þetta verk og
önnur leikrit hans eru mikið leik-
in um víða veröld. Farið er að líta
á O’Neill sem klassískan höfund
sem öll metnaðarfull leikhús
verða að takast á við.
Dagleiðin langa er áberandi
sjálfsævisögulegt verk og er fjöl-
skyldan í verkinu mótuð eftir
fjölskyldu ieikskáldsins, en þó er
ekki svo að þekking á lífi O’Neill
sé nauðsynleg til þess að njóta
leiksins, þvert á móti, þá tekst
skáldinu með meistaralegri sam-
þjöppun að gefa heilsteypta og
trúverðuga mynd af fjölskyldu á
ákveðnum tíma, í ákveðnu landi
og með ákveðna sögu á bak við
sig. Og sá áhugi sem er á verkinu
um allan heim stafar einmitt af
því að þessi fjölskyldumynd
endurspeglar og varpar ljósi á
állar fjölskyldur, hvort sem það
er hin margumtalaða kjarnafjöl-
skylda eða fjölskylda sú sem ein
þjóð er eða þá mannkyns-
fjölskyldan. Þegar verkið kom
fyrst fram var fátt vitað um fjöl-
skyldu leikskáldsins og áhorf-
endur tóku verkinu sem hverju
öðru fjölskyldudrama, en síðan
líf höfundarins varð jafn þekkt
og raun ber vitni hafa menn í
auknum mæli horft á verkið sem
heimild og listgildi þá legið milli
hluta."
Árni sagði að þetta leikrit væri
af mörgum talið eitt merki- .
legasta leikhúsverk sem komið
hefur frá Bandaríkjunum á þess-
ari öld. Þá taldi Árni að þýðing
Thors Vilhjálmssonar hafi tekist
mjög vel, en Thor hefur áður þýtt
nokkur leikrit, bæði fyrir Þjóð-
leikhúsið og Leikfélag Reykja-
víkur.
En um hvað fjallar leikritið?
„Verkið lýsir einum haustdegi
í lífi Tyrone-fjölskyldunnar, sem
er af írsku bergi brotin, og við
kynnumst gleði þeirra og sorg-
um, draumum þeirra og von-
brigðum. O’Neill siglir hjá hefð-
bundnum söguþræði, en skapar
þess í stað heilsteyptar og lifandi
persónur og þróar þær með ferð
þeirra gegnum einn dag. Titillinn
vísar þannig til eðlis verksins, en
jafnframt vísar hann til manns-
ævinnar, leitar höfundarins að
sjálfsþekkingu — og, síðast en
ekki síst, vísar hann til Banda-
ríkjanna og heimsins alls. Því
verkið er samið í síðari heims-
styrjöldinni, í því mikla svart-
nætti sem ól af sér gereyð-
ingarmöguleikann, en það gerist
árið 1912 á einhverju mesta
bjartsýnisskeiði sem Bandaríkin
hafa upplifað. Er O’NeilI samdi
verkið hafði hann verið að reyna
að setja saman flokk níu langra
leikrita um sögu bandarískrar
fjölskyldu allt frá sautjándu öld
til samtímans, en ýtti þessu
mikla verki til hliðar til þess að
skrifa Dagleiðina löngu inn í
nótt. Yfirlýstur tilgangur hans
með níu leikrita flokknum krist-
allast hinsvegar í Dagleiðinni
löngu.“
Þá vildi Árni vekja sérstaka
athygli á því að sýningar á
verkinu munu hefjast klukkan
hálf átta, en ekki átta eins og
venjulega. Þótt leikritið sé nokk-
uð stytt, tekur það þó rúma þrjá
tíma í flutningi.
Frá vinstri: Árni Ibsen, aðstoðarleikstjóri, Quentin Thomas, en hann gerði leikmynd og búninga ásamt því að
annast lýsingu, og leikstjórinn Kent Paul.